Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 21 JHUTjJílú Útgefandi idMtafeifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Verðbólga, þjóðar- tekjur og launamál Verðbólga hér á landi er nú innan við einn tíundi hluti þess sem Þjóðhagsstofn- un spáði í maímánuði sl. að hún myndi verða, að óbreyttu kerfi víxlhækkana kaupgjalds og verðlags. Vextir, sem vóru að sliga bæði atvinnuvegi og húsbyggjendur, hafa lækkað samsvarandi. Almennt verð- lag, sem hækkaði frá degi til dags á fyrri hluta liðins árs, er nú stöðugt mánuðum saman. Verðlækkun einstakra vöru- tegunda, sem áður var óhugs- andi, ber nú við, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Verð- bólga, sem var hvati eyðslu, hefur rénað svo, að menn huga nú að hagstæðum sparnaðar- leiðum. Viðskiptahalli við út- lönd, sem var mikill, er nær úr sögu. Stefnt er að því að er- lendar skuldir aukizt ekki 1984, en þær námu 60% af þjóðarframleiðslu í árslok 1983; greiðslubyrði þeirra gleypir fjórðung af útflutn- ingstekjum þjóðarinnar. Þeir vóru fáir sem trúðu því á þessum tíma árs 1983 að svo mikill árangur yrði viðblas- andi staðreynd að ári. Þrátt fyrir erfiðleika, sem skert hafa lífskjör þjóðarinnar, en þar ber hæst 12% rýrnum þjóðartekna á þremur árum og helmingssamdrátt í þorskafla frá 1981, er vor í lofti, ef þjóð- in fer fram með gát í málum sínum, einkum á sviði pen- inga- og launamála. Launahækkanir, sem við blasa, eru nokkru meiri en efnahagsmarkmið stjórnvalda stóðu til, þ.e. 6,5—7% að með- altali á árinu í stað 4%. Og víst er þessi munur keyptur | því verði, að hjöðnun verð- bólgu verður hægari en stefnt var að — og hættan á við- skiptahalla og eyðsluskulda- söfnun eykst. Lárus Jónsson, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, segir um þetta atriði í grein í Morgunblaðinu sl. miðvikudag: „Stefnt var að því sam- kvæmt forsendum fjárlaga og lánsfjárlaga að verðbólgan yrði innan við 10% í lok yfir- standandi árs og jöfnuður í viðskiptum við útlönd. Þá var við það miðað að launahækk- anir yrðu ekki hærri en 4% að meðaltali á árinu. Augljóst er, að þessum markmiðum verður erfiðara að ná eftir samning- ana. Launahækkunin verður milli 6,5 og 7%. Búast má við að verðbólgan gæti orðið milli 15—20%, þótt Þjóðhagsstofn- un spái minni hraða og nokkur halli geti orðið á viðskiptum við útlönd. Spurningin er sú þegar upp er staðið, hvort launahækkunin, umfram for- sendur hinnar opinberu stefnu í launa-, verðlags- og gengis- málum, hafi verið þess virði." Aðilar vinnumarkaðar hafa með gerðum samningum, fall- izt á að hætta — að hluta til — verðhjöðnunarárangri og hlið- arávinningum í vaxtalækkun, stöðugra gengi og verðlagi, viðskiptajöfnuði út á við og stöðvun skuldasöfnunar er- lendis. Með samingunum er efnahagsárangri teflt í nokkra tvísýnu. Þegar þjóðartekjur dragast saman um 12—14% 1982—1984, en fá dæmi eru um svo mikinn samdrátt á sl. ára- tugum, er naumast grundvöll- ur til peningalaunahækkunar. Þó ætti okkur ekki að hrekja langt af leið, ef ábyrgum öfl- um tekst að halda þjóðarskút- unni ekki fjær markaðri stefnu. Hinsvegar verður að stíga hraustlega á bremsur í ríkisútgjöldum og gagnvart hugsanlegri þenslu í pen- ingamálum. En mergurinn málsins er að skapa skilyrði fyrir grósku í atvinnulífi þjóðarinnar, sem og að skjóta nýjum stoðum undir atvinnu- og afkomuör- yggi, til að auka á þjóðartekj- ur, sem ráða í raun lífskjörum í landinu, hvað sem öllum samningum líður. Orku- sparnaður Iðnaðarráðuneyti hefur, í samvinnu við félagsmála- ráðuneyti, ýtt úr vör með sér- stakt verkefni, sem hvetja á fólk til orkusparnaðar. Verk- efnið spannar bæði tæknilega ráðgjöf og lánafyrirgreiðslu til orkusparandi breytinga eða endurbóta á íbúðarhúsnæði. Til þess að standa straum af þessum lánum hefur verið veitt sérstaklega til Bygg- ingasjóðs 30.m.kr., til úthlut- unar á þessu ári, en áætlað er að lána allt að 80% fjárfest- ingarkostnaðar til 16 ára. Ráð- herra sagði það fólk hafa for- gang, í fyrsta áfanga, sem byggi í illa einangruðum hús- um á svæðum með dýra hús- hitunarorku. Þessar upplýsingar komu fram í máli Sverris Her- mannssonar, iðnaðarráðherra, í þingræðu fyrir skömmu. Hér er hyggilega á málum haldið. Fyrirgreiðsla af því tagi, sem ráðherra boðar, sem verður bæði tæknileg og í formi lána, getur haft mikla þjóðhagslega þýðingu og er jákvætt innlegg í orkubúskap okkar. „Stjörnurnar hurfu í skýin - en stjarnan mín hvarf aldrei“ „Ég var að velta því fyrir mér daginn eftir að ég náði landi, hvort þetta væri ekki draumur, hvort það væri virkilega satt að ég hefði bjargast. Þetta var ekki ósvipuð tilfinning og í Eyjagosinu þegar ég var í Keykjavík og var að velta því fyrir mér hvort eldgosið í mínum bæ væri staðreynd, hvort það væri ekki draumur sem ég vaknaði af,“ sagði Guðlaugur Friðþórsson í upphafi samtals okkar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum um hinn hörmu- lega atburð þegar fjórir ungir sjómenn fórust með Hellisey VE, 11. mars sl„ en Guðlaugur náði að synda um 6 km vegalengd til Heimaeyjar, djúpt af hafi í myrkri og kulda, einstakt afrek í heiminum. „Maður reyndi bara að halda í sér lífi þegar skipið fór yfir um, það skeði svo snöggt, fyrst á hliðina í einu vet- fangi og síðan á hvolf. Þegar skipið fór á hliðina náði ég taki á styrkingu í mastrinu og hafði hugsað mér að hlaupa eftir lunningunni að björgun- arbátunum, en það var enginn tími til þess, skipið fór þegar á hvolf og ég sá Hjört skipstjóra koma út um glugga á brúnni og skipsfélagar okkar aðrir lentu í sjónum. Við reyndum strax að komast á kjöl, en það var svo sem lítil von í því, svarta myrkur, fjarri landi, skipið að sökkva og enginn gúmmí- björgunarbátur til taks. Það var vonlaust að kafa eftir gúmmíbjörg- unarbátunum, líklega um 6 metrar niður undir bátinn og svartamyrkur niðri. Hjörtur skipstjóri og Pétur vél- stjóri komust skjótt á kjöl, en tveir félagar okkar náðu því ekki, en um stund vorum við allir við skipið þar sem það maraði á hvolfi. Félagar okkar tveir hurfu frá bátnum án þess að við gætum nokkuð gert, björgun- arbátslausir. „Töludum mikiö saman á kili“ Við töluðum mikið saman á kili og ég sagði sisvona:„ Jæja, þetta þurfti þá að enda svona." Maður heldur allt- af að einhver annar lendi í því, ein- hver annar maður, einhver annar bátur. Svona er það í landi líka, en svo allt í einu er stundin runnin upp. Við sátum frammi á kili og var skipið þá mikið til komið í kaf að aftan. Mér verður þá að orði: „Ef Guð er til ætti hann að hjálpa manni núna, nú þarf maður á því að halda. Undarlegt er þetta og oft hefur mað- ur efast um það að Guð væri til og jafnvel hæðst að því á ákveðnum aldri eins og gengur. Hjörtur skipstjóri sagði þá að við skyldum fara með Faðir vor og við gerðum það þrír saman og reyndum þannig að hughreysta hvern annan. Hirti var mjög kalt því hann var sokkalaus, hafði misst skó og sokka af sér, og ég lánaði honum stígvélin mín, því ég var sjálfur í ullarsokkum. Það var kalt þarna á kili. Við gerðum okkur strax grein fyrir þí að enginn myndi koma okkur til aðstoðar og því ræddum við þann möguleika að kafa niður á björgunarbátana. Hjörtur hafði á orði að hann væri betri sund- maður en ég og ég játti því, hann var vanur kafari og ég hafði ekki farið í sundlaug síðan ég var í Stýrimanna- skólanum 1981. Hann reyndi að kafa en það var ekki mögulegt og hann kom aftur á kjöl. Það var enginn sleppibúnaður á björgunarbátunum og því enginn sjálfvirkur sleppibún- aður eins og er á Sigmundsbúnaðin- um. Við ákváðum þarna saman þrír á kili að ef svo ótrúlega vildi til að ein- hver okkar lifði af, þá skyldum við láta það koma fram að það eina sem hefði getað bjargað okkur væri sjálf- virkur sjósleppibúnaður Sigmunds. Ef þessi sjálfvirki búnaður hefði ver- ið til staðar hefði gúmmíbjörgunar- bátur að öllum líkindum verið við skipshlið innan við einni mínútu eftir að skipinu hvolfdi. Stöðugt seig skipið og loks var að- eins stafnkjölurinn upp úr. Við sátum þar þétt saman, ég fremstur, en Pét- ur var á milli okkar Hjartar. Allt í einu reis báturinn nær lóðrétt. Við báðum þá saman og töluðum hug- hreystandi hver við annan. Það hafði ekki hvarflað að mér að reyna að synda til lands, en þegar Rætt við Guðlaug Friðþórs- son í Vest- mannaeyjum um einstætt björgunar- afrek hans Hjörtur sagðist ætla að freista þess, sagðist ég einnig ætla að gera það. Skyndilega datt báturinn undan okkur og við vorum aftur í sjónum. Við höfðum ákveðið að reyna sund til lands án þess að fylgjast að og án þess að reyna að hjálpa hver öðrum, töldum það vonlaust. Við sáum vita- Ijósið á Stórhöfða og tókum þrír stefnuna þangað. Fljótlega vorum við Hjörtur tveir einir og kölluðumst á, en síðan hætti ég að fá svar og hætti þá að kalla. „Hugsaði margt á sundinu“ Ég hugsaði svo margt á sundinu til lands, hvað maður hefur gert og hvað maður átti eftir að gera. Ég hef til dæmis verið að velta því fyrir mér ásamt félögum mínum að skreppa til New York og við höfum stundum haft á orði að við gætum ekki verið þekkt- ir fyrir að fara ekki til Nýju Jórvíkur áður en við dræpumst og þetta fór ég að hugsa um á leiðinni til Heimaeyj- ar, fannst alveg ótækt að geta ekki látið þennan draum rætast. Ég fór líka að hugsa um það að ég skulda hér og þar, smávegis, eins og gengur, og mér þótti mikið slæmt að stefna í dauðann án þess að geta gert upp. Ég á mótorhjól og er nýbúinn að panta í það frá Bretlandi og ég var til dæmis að velta því fyrir mér hvort karlinn sem ég pantaði hjá yrði nú ekki snarvitíaus ef pöntunin yrði ekki sótt. Mér fannst líka óþægilegt að hugsa til þess að þeir sem ég skuldaði kynnu ekki við að rukka foreldra mína. Þannig var ég allan tímann að velta hlutunum fyrir mér, reyna að halda hugsuninni gangandi um leið og það tosaðist á sundinu. Stundum barði ég saman löppun- um til þess að finna að þær væru með í dæminu og ég fann það svolítið þeg- ar þær smullu saman. Ég synti í sjó- gallanum fyrstu míluna, en innan undir var ég aðeins í gallabuxum, skyrtu og peysu. Gallinn var alltaf að stífna meira og meira og þegar ég skipti um frá bringusundi á baksund og öfugt, komu strengir í mig og ég þurfti alltaf að juða upp gallann. Þá var ég að velta því fyrir mér hvort mér yrði kalt ef ég færi úr gallanum, en auðvitað hefur hann ekkert hlíft gegn kuldanum. Oft hóstaði ég á sundinu og reyndi að æla, því ég hafði drukkið sjó. Éinu sinni stoppaði ég á sundinu og stakk puttanum upp í mig til þess að æla. Ég synti alltaf með höfuðið upp úr og þess vegna fékk ég fljótlega hálsríg, en ég gat aldrei synt lengi á bakinu vegna þess að þá kóln- aði mér svo á höfðinu. Þegar ég hafði synt um mílu sá ég bát koma siglandi og synti allt hvað af tók og var þá ekkert að hugsa um að halda höfðinu upp úr. Þegar báturinn fór framhjá voru um 100 metrar í hann og ég öskraði af öllum lífs og sálar kröft- um, veifaði og buslaði, en báturinn hvarf án þess að nokkur tæki eftir mér. Þá greip mig svolítið vonleysi, þegar ég sá á eftir bátnum, en svo sá ég að úr því að hjálpin bærist ekki yrði ég að bjarga mér sjálfur og við það styrktist ég aftur og tók stefnuna á Heimaey sem grillti í fjarri í myrkrinu. Þá fór ég úr sjógallanum, en synti spöl án þess að taka eftir að buxurnar þvældust á fótunum. Stundum þegar ég synti baksund, bögglaði ég saman fingurna og blés í þá. Á landleiðinni sá ég líka alltaf ljóskastarana austur á nýja Hrauni, Sjálfvirkur sleppibúnaður hefði bjargað okkur þremur - sagði Guðlaugur Friðþórsson í lok sjóprófa vegna Helliseyjarslyssins „Á MEÐAN við sátum á kili skipsins eftir að því hafði hvolft töluðum við ýmislegt saman. Þá ákváðum við þrír, að láta það koma fram ef við finnd- umst — því þá var ekkert reiknað með að einhver okkar gæti synt í land — að sjálfvirkur sleppibúnaður á björg- unarbátunum hefði örugglega bjargað okkur þremur. Við hefðum ekki kom- ist í handfang en sjálfvirkur búnaður hefði komið að gagni,“ sagði Guðlaug- ur Friðþórsson, stýrimaður á Hellisey VE 503, í lok sjóprófa vegna Helliseyj- arslyssins í Vestmannaeyjum í gær. Sjóprófin voru haldin á sjúkra- húsinu og lá Guðlaugur í rúmi sínu í miðju fundarherberginu þar á meðan hann gaf skýrslu sína. Faðir hans, Friðþór Guðlaugsson, stóð við höfðalag Guðlaugs allan tímann en alls talaði stýrimaðurinn í liðlega þrjá stundarfjórðunga. Frásögn hans var örugg, yfirveguð og skipu- leg og dómari greip aðeins tvisvar frammí frásögnina til að spyrja nánar um einstök atriði. Guðlaugi sagðist svo frá, að þeir hefðu farið i róður um kl. 6:30 á sunnudagsmorguninn. Þeir hefðu byrjað austan við Hellisey, sem er um þrjár mílur suður af StórhÖfða, fengið lítið og ákveðið að toga heim- undir Heimaey og fara síðan útí Háadýpi. Á leiðinni festist trollið í botni en skipverjum tókst að losa það á skammri stundu. í Háadýpi fengu þeir ágætan afla og ætluðu síðan að toga í átt að Eyjunum og fara í land. Þá var komið kvöld. Ætlið þið að hvolfa bátnum? „Ég var að horfa á sjónvarps- mynd um sögu valsins í sjónvarpinu og sofnaði út frá því,“ sagði hann. „Kokkurinn kom svo og ræsti mig og sagði að við værum fastir aftur. Þegar ég fór upp var þulan í sjón- varpinu að kynna síðasta dagskrár- lið kvöldsins og þá mun klukkan hafa verið 21:40. Þegar ég kom upp á dekk voru þeir að hífa. Vírinn stóð stíft niður, svo það kom sjór inn fyrir lunninguna. „Eruð þið orðnir vitlausir?" sagði ég. „Ætlið þið að hvolfa bátnum?" Það varð úr að hætt var að hífa og síðan ákváðum við Hjörtur skipstjóri að slaka á og reyna að keyra aðeins á því. Þá var bakborðshlerinn fastur. Við vorum rétt byrjaðir að keyra þegar allt var fast. Báturinn lagðist aðeins og um leið fannst mér eins og kæmi kvika undir hann. Hann lagðist á möstrin og þá lagði ég af stað eftir styrking- unni, sem liggur frá síðunni og upp í möstur, og ætlaði að hlaupa eftir lunningunni ef hann ekki rétti sig við.“ Bátnum hvolfdi svo mjög skyndi- lega, á 4—5 sekúndum, taldi Guð- laugur. Um leið og það gerðist sá hann hvar Hjörtur skipstjóri tróð sér út um glugga á stýrishúsinu. Valur Smári matsveinn var þá bakborðsmegin og skipti engum tog- og stefndi á þá og Höfðavitann. Ég sá einnig Álsey undan Stórhöfða og Ell- iðaey austan við Bjarnarey, en þegar fór að saxast á Álsey sá ég að ég var að mjakast og það hleypti í mig dug og von. Þegar Elliðaey var horfin undir Bjarnarey taldi ég eina mílu eftir í land. Skyndilega í brimgardinum Það var skrítið að á leiðinni í land var ég farinn að hugsa um að það hvaða leið ég myndi fara í bæinn. Fyrst hugsaði ég um að reyna land- töku í brimurðinni, en þar eru oft mjög hættulegar öldur, svo ég vék frá því og ákvað að reyna landtöku um það bil kílómeter norðar. Ég var þó aldrei alveg klár á því hvar ég var við Heimaey vegna myrkurs fyrr en ég var kominn mjög nálægt og Helga- fellið hvarf bak við bergið og skyndi- lega var ég kominn inn í brimgarðinn við austurströndina á Heimaey. Ég dansaði eins og tuðra í brimgarðinum og leist þá ekkert á blikuna. Ég gat ekki séð fjöruna, eða hamarinn vegna myrkurs og brimlöðurs og ákvað því að synda aftur frá landi út í gegn um brimgarðinn. Þar dólaði ég nokkra stund og velti því fyrir mér hvað væri nú til ráða, en komst að þeirri niður- stöðu að úr því að mér hefði verið sleppt þetta langt, hlyti ég að komast síðasta spölinn til lands klakklaust. Það undarlega var að ég var aldrei hræddur þessa nótt. Ég hafði á til- finningunni að ég myndi deyja. Ég fór tvisvar með Faðir vor á leiðinni í land, en það var satt að segja æði fjölbreytt sem ég reyndi að gera til þess að halda hugsuninni gangandi. Ég talaði við múkkann og bað hann fyrir skilaboð til lands, bað hann að láta vita af mér. „Þú ert ekki mikið að hjálpa mér,“ kallaði ég til eins múkkans, en þeir fylgdu mér eftir langleiðina til lands og það var ágætt. Ég velti því einnig fyrir mér hvort það myndi ef til vill vilja til að höfrungur kæmi mér til hjálpar, hafði heyrt um slíkt erlendis frá. Ég held að það hafi hjálpað mér mjög að ég var rólegur allan tímann, var ekki hræddur við að deyja, en hins vegar kveið ég því að drukkna, hafði sopið sjó og fannst það óþægilegt. Alltaf þegar ég synti bringusundið sá ég land, þá vitaljósið og eyjarnar, en þegar ég synti baksundið miðaði ég stefnuna við skæra stjörnu á himni. Það var stjörnubjart lengi vel, en síð- an fór að verða skýjað og stjörnurnar hurfu að mestu í skýin, en stjarnan mín hvarf aldrei. Ég hafði hana beint frá andlitinu á baksundinu og það brást aldrei að stefnan var rétt þegar ég fór yfir á bringuna. Einu sinni stóð ég mig að því að synda frá landi. Þá hafði ég synt með lokuð augu um stund til þess að hvíla mig. Skömmu áður hafði ég snúið mér á sundinu, en ég var fljótur að snúa frá stefnunni á Dyrhólaey og til Heymaeyjar. Á tímabili sagði ég sjálfum mér brand- ara á leiðinni, en ég kann nokkuð af þeim. Það stytti tímann, maður varð að gera eitthvað. Ég var þá búinn að vera svo dofinn í llkamanum að það var eins og hann flyti með af gömlum vana, sérstaklega var ég dofinn á fót- unum. Ég kappkostaði að hugsa allan tímann og það var margt ótrúlegt sem kom fram í hugann, bæði það sem maður hefur heyrt gott og illt. Svo reyndi ég að blístra lög á bak- sundinu, en það hefur ugglaust verið erfitt að dansa eftir þeim takti. Ákvað að láta kylfu ráða kasti Eftir nokkrar vangaveltur í brim- garðinum við hamra Heimaeyjar ákvað ég að láta kylfu ráða kasti úr því sem komið var og forlögin höfðu verið mér svona hliðholl. Ég fór því að baksund og synti aftur inn í brim- garðinn, á fullri ferð, án þess að vita hvort framundan væri sandfjaran grýtt urð eða hamraveggur. Þegar ég öslaði brimlöðrið á bakinu og taldi mig vera nálægt landi, því brimnið- urinn segir manni nokk hve nærri landi maður er, þá sneri ég mér við á bringuna og var þá við stóran stein sem var svona 5—10 metra frá stór- grýttri fjörunni. Ég náði taki á klett- inum og hélt mér þar meðan fjaraði út en næsta alda henti mér yfir klett- inn og skolaði mér í urðina. Þar komst ég upp á syllu sem ég skreið upp á því ég gat ekki staðið. Ég hugs- aði með mér að ég væri með sjóriðu og það fannst mér skammarlegt af sjómanni að vera. Ég sat nokkrar mínútur á syllunni og skorðaði mig af, því það flæddi upp á sylluna í fyllingum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að lappirnar voru búnar, en síðan komst ég, milli laga, fyrir bergsnös í fjörunni og upp á þurrt, loksins. Fann ekki fyrir sjálfum sér Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að leggja mig niður stundarkorn, en ég var hræddur um Guðlaugur Friðþórsson í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja í gær. um, að allir fóru í sjóinn. Hjörtur náði i skrúfu skipsins og kallaði þaðan til Guðlaugs um að koma en þeim tókst ekki að ná saman. Þá var matsveinninn horfinn. Þegar Guð- laugur komst upp á skipið að aftan hjálpaði hann Pétri Sigurðssyni vél- stjóra upp. Þá var Hjörtur skip- stjóri í sjónum ásamt Engilbert Eiðssyni, 2. vélstjóra, og reyndi ítrekað að koma þeim báðum að skipinu en þá rak frá og tókst Hirti einum að ná upp á kjölinn á endan- um. Guðlaugur hafði farið í stakk, gúmmíbuxur og stígvél áður en hann fór upp. Vettlinga dró hann af sér þegar hann synti með bátnum. Lánaði stígvélin sín Þegar þeir voru þrír komnir á kjöl fóru þeir að bera saman bækur sín- ar. Skipstjórinn var þá sokkalaus og orðinn mjög kaldur á fótunum, svo Guðlaugur lánaði honum stígvélin sín. Þeir sáu skip á siglingu en töldu víst, að enginn myndi sjá þá. Ákváðu þeir að reyna að kafa niður með skipinu og freista þess að reyna að losa annan hvorn björgunarþát- inn, sem var fastur á stýrishúsinu. Hjörtur skipstjóri hafði æft köfun og fór í sjóinn en komst ekki niður. Þeir Guðlaugur og Pétur drógu hann svo upp á kjölinn aftur. „Við húktum svo þarna á skipinu. Þá var skrúfan öll upp úr og við töldum að hann myndi kannski ekki sökkva meira," sagði Guðlaugur. „Við fórum að berja okkur og reyna að halda á okkur hita en þá fór bát- urinn að síga að aftan og rísa að framan, svo við færðum okkur framar. Pétur var á milli okkar og var orðið mjög kalt. Við reyndum að stappa stálinu hver í annan og ímynduðum okkur, að ef til vill færi leit fljótlega í gang, því við höfðum ekki látið Tilkynningaskylduna vita á tilsettum tíma. Svo var eins og báturinn hætti alveg að sökkva þeg- ar aftasti hlutinn á bátnum var það að það myndi alveg slokkna á mér ef ég sofnaði þarna, svo ég ákvað að halda áfram eftir stutta stund. Ég skreið fyrst, reyndi siðan að labha, en skjögraði til allra átta og gat satt að segja ekki staðið á fótunum af neinu viti. Ég taldi mér borgið þegar ég var kominn á land, en samt var það ef til vill erfiðara að fara landleiðina um hraunið, berfættur og svo dofinn að maður fann ekki fyrir sjálfum sér þótt maður kæmi við sig. Líklega hef ég verið um það bil 5 klukkutíma á sundi, eftir eina klukkustund á kili, og líklega hef ég verið nær þrjár klukkustundir að komast í bæinn. Á miðri leið rakst ég á baðkar, sem notað er til að brynna ám. Með bylmingshöggum svo hönd mín bólgnaði náöi ég að brjóta þuml- ungs þykkan ís og gatið sem myndað- ist passaði nákvæmlega til þess að ég gæti stungið hausnum ofan í vatnið og svolgrað. Það hressti mig mikið, en samt var ég svo móður og þungur á göngunni að ég geri mér varla grein fyrir hvernig ég liðaðist upp hlíðina og yfir hraunið. Þegar ég kom að Helgafellsgryfjunni, að lítilli brekku á veginum, var ég að hugsa um að fara heldur suður í Flugstöð í stað þess að leggja í brekkuna, svo miklaði ég hana fyrir mér, en ég lagði þó í hana og þegar ég reyndi að labba utan vegar í grasinu gat ég það ekki vegna þess að ég hélt engu jafnvægi í annars tiltölulega sléttu graslendi. Þegar ég komst upp á milii Fell- anna og ljósin í bænum blöstu við, leit ég einhverja stórkostlegustu sýn í lífi mínu og mér óx ásmegin og greikkaði sporið að fyrsta húsinu sem ljós var í. Þar barði ég dyra og bað um hjálp, en síðan rennur flest út í móðu, sem síðar gerðist á leiðinni til sjúkrahússins. Ég vil þakka öllum sem hafa hjálpað mér og sérstaklega starfsfólki sjúkrahússins sem er al- veg sérstakt og ég vil biðja fyrir mín- ar dýpstu samúðarkveðjur til allra aðstandenda skipsfélaga minna. Það er sárt að sakna góðra félaga og það var harður skóli að lifa með þeim þeirra síðustu stundir þessa lífs. Ég hét því meðan á þessu stóð, fyrst á kili, að fara aldrei til sjós oftar, ef mér ætti að verða lífs auðið. Svo ítrekaði ég þetta heit á sundinu, en eitthvað er ég nú farinn að guggna á því. Maður sér bara til úr því að manni er ætlað að lifa áfram. En ég hef nú fengið það sem var efst á óskalistanunum í vangaveltunum á sundinu, heitt bað og heitt rúm. Um- fram allt vil ég þó þakka almættinu í auðmýkt þótt það sé nú ekki manns sterkasta hlið.“ Viðtal: Árni Johnsen Mynd: Sigurgeir Jónasson kominn alveg í kaf — en þá fór að blása upp við hvalbakinn og sjór að fara þar niður. Þá seig báturinn ört og á endanum stóð hann nærri lóð- réttur i sjónum, svo sá í rekk- verkið." Hann sagði að þeir hefðu setið á kili í a.m.k. þrjá stundarfjórðunga og beðið eftir að eitthvað yrði þeim til bjargar. Þegar báturinn stóð lóð- réttur í sjónum telur hann að klukk- an hafi verið 22:30. Þá var ákveðið að reyna að synda í land. Síðan sagði hann rækilega frá sundinu til lands, eins og fram kem- ur í einkaviðtali Morgunblaðsins við hann hér á síðunni. Þegar hann hafði synt til baka, út í gegnum brimgarðinn og var að hugsa hvar hann ætti að reyna að taka land á nýjan leik, segist hann hafa hugsað með sér: „Úr því að búið er að sleppa mér alla þessa leið hlýt ég að sleppa í iand, svo ég skellti mér á bakið og synti eins og ég gat, sneri mér við þegar ég taldi mig vera kominn nærri landi og lenti á maganum á stórum steini. Þar hékk ég stutta stund þar til önnur alda kom, sem henti mér af steininum, í kollhnís og svo upp í fjöru." Þegar hann leit upp var hann staddur í lítilli vík og fyrir framan hann þverhnípt bjarg. Hann reyndi að standa upp en datt um koll enda var líkaminn allur dofinn af kuldan- um, svo hann fann hvergi fyrir sér. Svo skreið hann utan í klettinum og fann litla syllu, sem hann settist á og hvíldist í 5—6 mínútur, en gætti þess vel að sofna ekki. Hann átti erfitt með að standa í fæturna og taldi sig fyrst vera með sjóriðu, skreið því talsverðan spöl eftir að hann gat fært sig á milli víka, og stoppaði af og til og hvíldist. „Svo fór ég að strjúka sand og möl undan fótunum á mér en tók eftir því að ég varð allur svartur á höndunum. Ég þóttist vita að það væri blóð. Ég ætlaði að rífa peysuna mína og binda um lappirnar á mér en var of loppinn til að hafa það af,“ sagði hann í sjóréttinum. „Ég batt hana því um höfuðið á mér því mér var kalt á hnakkanum." Guðlaugur lýsti því síðan hvernig hann klóraði sig skáhallt upp klett- ana og brekkurnar í átt að fiskhjöll- unum austan við Helgafell. Hann ætlaði í fyrstu að ganga veg, sem þar liggur upp með, en ákvað síðan að stytta sér leið og fór mestmegnis skríðandi beint upp brekkuna. Ef hann gerði tilraun til að standa upp datt hann jafnóðum aftur fyrir sig. Hann kom að hjöllunum austan- verðum og studdi sig með þeim og miðaði nokkuð hratt áfram. Þegar hann sá baðkerið, sem safnað er í rigningarvatni fyrir kindurnar er þarna bíta, skreið hann að því og barði sundur um þumlungsþykkan ís með berum hnefa. Vatnið hressti hann talsvert og síðan gekk hann áfram en lagðist af og til og hvíldi sig. Hélt líklega að ég væri fullur Hann gekk veginn, sem liggur frá hjöllunum á milli fellanna og þegar hann sá ljós í húsi greikkaði hann sporið og hélt rakleiðis að Suður- gerði 2. Þar barði hann hraustlega að dyrum og Freyr Atlason, sonur hjónanna þar, kom í gluggann. „Hann hefur líklega haldið að ég væri fullur eða eitthvað," sagði Guðlaugur, „því ég riðaði og var hálfræfilslegur að sjá. Ég sagði að hann yrði að hjálpa mér. Þá opnaði hann og sagði: „ Hvað hefur eigin- lega komið fyrir þig?“ Svo stökk hann inn og náði í pabba sinn. Eftir það man ég sáralítið hvað gerðist." Grafarþögn var í salnum á meðan Guðlaugur Friðþórsson sagði sögu sína. Þegar því var lokið vottaði formaður dómsins, Jón R. Þor- steinsson héraðsdómari, honum samúð sína og réttarins vegna miss- is vina og félaga og lýsti í leið yfir einlægri aðdáun réttarins á því ein- stæða þrekvirki, sem Guðlaugur Friðþórsson hefði unnið. ÓV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.