Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Stuttfréttir ... Nýr norskur tíkall Osló, 15. mars. AP. NORÐMENN munu á næstunni taka í gildi nýja tíu króna mynt sem leysir af hólmi hina bláiitu tíu krónu seóla. Myntinni nýju svipar í engu til þeirrar myntar, sem fyrir er í Noregi eóa hefur verið þar í notkun. Líkist nýi tí- kallinn verðlaunapeningi í útliti og lit, en málmar hans eru kopar, sink og nikkel. Er skorið óvenju djúpt ofan í myntina til að blind- ir og sjónskertir geti áttað sig betur á henni. Árás á borg í Kólombíu Bogota, 15. mars. AP. HUNDRAÐ vopnaðir skæruliðar gerðu árás á frumskógaborgina Florencia í Suður-Kólombíu i dag, náðu fangeisinu á sitt vald og slepptu 126 föngum. Síðan stálu Þeir hergögnum, en hern- um tókst að hrekja þá burtu. Belisario Betancur forseti lýsti þegar í stað yfir umsáturs- ástandi í fjórum af 23 fylkjum landsins. Hann fær völd til að takmarka mannréttindi svo að auðveidara verði að kljást við uppreisnarmenn. Sex hermenn féllu í átökunum og fimm lögreglumenn særðust að sögn yfirvalda. Skæruliðarnir dreifðu bækl- ingum, þar sem sagði að árás þeirra markaði endalok sex mán- aða vopnahlés „19. apríl-hreyf- ingarinnar" og ríkisstjórnarinn- ar. Léleg vertíð við Lofoten Osló, 15. marz. Krá fréttaritara Morgun- biaósins, Jan Krik Lauré. LÍNUSJÓMENN á vertíðinni við Ixifoten hóta nú að grípa til sinna ráða. Lágt fiskverð og viða- miklar reglur varðandi þorsk- veiðarnar hafa leitt til lítiis af- raksturs sjómanna. Þeir fá að- eins 5.85 n.kr. fyrir hvert kíló af fiski og hefur verðið haldizt óbreytt frá 1975. Sjómenn telja, að nú sé tími til kominn, að fiskverðið hækki og álíta það fráleitt, að fólk í Osló þurfi að greiða margfalt fyrir fiskinn. „Það eru ekki við, sem gerum fiskinn dýran í Osló,“ segja þeir. Þá eru þeir mjög óánægðir með, að þorskveiðibann verður nú þremur dögum lengra en upprunaiega var áformað eða frá 12. apríl til 6. maí. Norsk mannkyns- saga á íslandi OhIó, 15. marz. Frá fréttaritara Morgunblaósins. Jan Krik l>auró. ALMENNA bókafélagið á Isiandi hefur keypt útgáfuréttinn að norskum bókaflokki um mann- kynssögu. Er það „Aschehougs verdenshistorie", en bókaflokkur þessi hefur notið mikilla vin- sælda í Noregi síðan Aschehoug- forlagið hóf útgáfu hans 1982. Bókaflokkurinn er ritaður af sér- fræðingum frá Norðurlöndum en nær til alls heimsins. Bækurnar eru einnig þekktar fyrir hinar mörgu myndir sem þær prýða. Launakarpið byrjar illa Osló, 15. mars. \P. FYRSTU viðræður verkalýðsfé- laga og vinnuveitendáí Noregi á nýja árinu benda til þess að ófriðlegt kunni að verða á vinnu- markaðinum á árinu og til verk- falla kunni að koma. Félag málmiðnaðarmanna og félag starfsmanna á gisti- og veitinga- húsum riðu á vaðið, en viðræður þeirra við vinnuveitendur fóru út um þúfur eftir aðeins tveggja daga fundi. Var margt sem menn greindi á um. Einn úr hópi róttæku námuverkamannanna færður á brott. Simamynd AP. Biðá norsku sjónvarps- efni til íslands Leysa verdur mörg vandamál Osló, 15. marz. Frá fréttarilara Morgunblaó.sins, Jan Erik Lauré. ÓSK íslendinga um útsendingar frá norska sjónvarpinu fyrir kl. 8 á kvöldin, fær ekki hraða afgreiðslu í norska menningarmálaráðuneytinu. „Afstaða okkar er mjög jákvæð, en við lofum engu,“ sagði Sigve Gramstad, deildarstjóri í ráðuneyt- inu í gær. „En við bíðum eftir form- legri fyrirspurn. Áður hefur beiðni aðeins verið borin fram óformlega." íslendingar telja, að þeir geti líka fengið aðgang að þessum út- sendingum, þar sem norska sjón- varpið ætli hvort sem er að senda þær um sjónvarpshnött til Sval- barða, norsku eyjanna á Norður- íshafinu og olíupallanna á Norð- ursjó. í norska menningarmála- ráðuneytinu er hins vegar bent á, að margs konar spurningum — einkum fjárhagslegs eðlis — sé ósvarað, áður en af þessum út- sendingum geti orðið. Norðmenn greiði háar fjárhæðir fyrir útsendingarétt á erlendu efni, en þeir hafa ekki greitt fyrir réttinn til þess að senda það út til annarra landa. Bretland: „Múgæsing“ í námu- mannaverkfallinu Lundúnum, 15. mars. AP. EINN maður lét lífið er til átaka kom vegna kröfugöngu námuverka- manna í Yorkshire, en róttækir námuverkamenn hafar verið í verk- falli í rúma fjóra sólarhringa. Lög- reglumenn héldu í fyrstu að hinn 24 ára gamli David Gareth Jones hefði orðið bráðkvaddur. Félagar hans sögðu hann hafa fengið múrstein í höfuðið og það kom á daginn. Innanríkisráðherrann Leon Brittan tók málið upp á þinginu og sagði múgæsingu í röðum námu- verkamanna stefna þeim gegn hver öðrum. Það voru einmitt íhaldssamari verkamenn sem gerðu aðsúg að göngu róttækra, sem hafa lagt afar hart að hinum fyrrnefndu að taka þátt í verkfall- inu. Hinir íhaldssömu tilkynntu í dag að þeir myndu fara í sólar- hrings verkfall og viðurkenndu að hafa beygt sig vegna hótanna. Formaður félagsins, Henry Ric- hardson, sagði að eitt dauðsfall væri nóg. „Við verðum að hugsa fyrst um líf og limi, um annað síð- ar.“ Mikið rán Woburn, Knglandi. 15. mars. AP. ÞJÓFAR BRUTUST í nótt inn í Woburn Abbey, eitt af frægustu sveitasetrum Bretlands, sem opið er almenn- ingi, og rændu þaöan ættargripum að verðmæti 5 milljónum sterlingspunda, en það nemur rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Lögreglan stendur ráð- þrota enn sem komið er. Þýfið var margvíslegt, silfur- og gullmunir af ýms- um geröum, hnífapör, kertastjakar, öskubakkar og fleira, m.a. tvær silfurkörfur hannaðar af Húgenottan- um Paul De Lemarie. Setrið er 80 kílómetra norðvcst- ur frá Lundúnum og það var reist á 18. öld. Árið 1954 var það opnaö almenningi til skoðunar. Einungis þjón- ustufólkið var heima við er ránið var framið, en eng- inn varð neins var. íMMö ERISENDUM líSMKI AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Hartlepool 26. mars Bakkafoss 4. apríl City ot Hartlepool 14. apríl - Bakkafoss 24. april NEW YORK City of Hartlepool 25. mars Bakkafoss 3. apríl City ot Hartlepool 13. april Bakkafoss 23. apríl HALIFAX Bakkafoss 7. april Bakkafoss 27. april BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 18. mars Eyrarfoss 25. mars Álafoss 1. apríl Eyrarfoss 8. april FELIXSTOWE Álafoss 19. mars Eyrarfoss 26. mars Álafoss 2. apríl Eyrarfoss 9. apríl ANTWERPEN Álafoss 20. mars Eyrarfoss 27. mars Álafoss 3. aprll Eyrarfoss 10. apríl ROTTERDAM Álafoss 21. mars Eyrarfoss 28. mars Álafoss 4. april Eyrarfoss 11. april HAMBORG Álafoss 22. mars Eyrarfoss 29. mars Álafoss 5. apríl Eyrarfoss 12. apríl WESTON POINT Helgey 19. mars Helgey 2. april LISSABON Vessel 21. mars LEIXOES Vessel 22. mars BILBAO Vessel 24. mars NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 16. mars Mánafoss 23. mars Dettifoss 30. mars Mánafoss 6. apríl KRISTIANSAND Deftifoss 19. mars Mánafoss 26. mars Dettifoss 2. april Mánafoss 9. apríl MOSS Dettifoss 15. mars Mánafoss 27. mars Dettifoss 30. mars Mánafoss 10. apríl HORSENS Dettifoss 21. mars Dettifoss 4. april GAUTABORG Deftifoss 21. mars Mánafoss 28. mars Dettifoss 4. april Mánafoss 11. april KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 22. mars Mánafoss 29. mars Dettifoss 5. april Mánafoss 12. apríl HELSINGJABORG Deffifoss 23. mars Mánafoss 30. mars Deftifoss 6. apríl Mánafoss 13. april HELSINKI irafoss 2. apríl irafoss 30. apríl GDYNIA írafoss 4. apríl ÞÓRSHÓFN Mánafoss 24. mars l t \L VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK íómhjólp Almenn samkoma fyrir ungt fólk í Þríbúöum í kvöld kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Allt ungt fólk velkomið. Samhjalp. alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI aila þriðjudaga frá AKUREYRI alla f immtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.