Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 í vaskinn - eftir Halldór Jónsson Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp um upptöku virðisauka- skatts, VASK. Virðisaukaskattur hefur verið á dagskrá undanfarin ár. Hafa ýmis félög beitt sér fyrir upptöku hans, svo sem Félag íslenzkra iðnrek- enda. Vafalaust halda þessir aðil- ar, að þeir muni létta af sér gjöld- um og má vel vera að upptaka virðisaukaskatts í stað söluskatts hafi einhverja kosti í för með sér fyrir einhverja aðra en ríkissjóð. En það hlýtur þó að vera að hags- munir almennings eigi að ráða vali á þessu óbeina skattformi. En almenningur þarf því að gera sér grein fyrir því, að hér er ráðgerð gífurleg aukning á heildarskatt- heimtu ríkisins, sem hlýtur að snerta lífskjör hans verulega. Hann getur búizt við því, að sé þessi skattur tekinn upp, fari ár- angur hinnar göfugu „kjarabar- áttu liðinna ára“ beint í VASKinn. Helstu rök fyrir virðisaukaskatti og móti söluskatti I greinargerð með frumvarpinu um virðisaukaskatt segir: „Ein meginforsenda þess, að söluskattskerfi, eins og hér hefur tíðkast, geti verið þjált og skil sölu- skatts örugg, er að söluskattsskyld- an sé almenn og undanþágum sé haldið í algjöru lágmarki. Hér á landi eru undanþágur frá sölu- skattsskyldu orðnar svo margar, að þær hafa þegar veruleg áhrif á alla framkvæmd kerfisins og ör- yggi þess. Undanþágum fér sífellt fjölgandi en ásókn í undanþágur hefur vaxið með hækkun skatt- hlutfallsins." Það má segja að þarna sé málið í hnotskurn. í örvæntingu sinni yfir tilskipanagleði Alþingis, vill embættiskerfið reyna að koma á kerfi, sem það heldur þingmönn- um örðugara til undantekninga- framleiðslu. „Mikil er trú þín, kona.“ Þingmenn eru nefnilega kannski ekki eins vitlausir og embættismenn kunna að halda. Samt er í frumvarpinu (í II kafla, „Sérstök ákvæði ...) tiltekið að sumar greinarnar, nánar tiltekið „landbúnaður og/eða fiskveiðar", skuli aðeins greiða 48% og 43% af þeirri skattprósentu sem aðrir greiða. Hræddur er ég um að fljótt muni fjölga þeim greinum sem hér um ræðir, alveg á sama hátt og gerðist með söluskattinn. Þrótt- arbílstjórar, tannlæknar, endur- skoðendur, matvara vegna lág- launafólksins o.s.frv. o.s.frv. í áðurnefndri greinargerð segir ennfremur: „Söluskattskerfið hér á landi hefur ýmsa veigamikla galla. Þar má helst nefna uppsöfnunaráhrif skattsins, sem hafa tilviljana- kennd áhrif á framleiðsluaðferðir og samkeppnisaðstöðu atvinnu- greina ... Reynt hefur verið að draga úr þessum skaðlegu áhrif- um á undanförnum árum með víð- tækum undanþágum og endur- greiðslum á uppsöfnuðum skatti. Því fer þó fjarri að tekist hafi að bæta þennan galla, en varla er þó' unnt að ganga lengra í núverandi kerfi. Hinir margvíslegu undan- þágur, sem nú eru frá sölu- skattsskyldu, valda einkum tvennskonar vandræðum. Ann- arsvegar raska þær samkeppnis- aðstöðu framleiðslugreina og framleiðsluafurða og hafa óheppi- leg áhrif á neysluval. Hins vegar skapa þær verulega erfiðleika við framkvæmd og eftirlit með skatt- inum.“ Hér er sem víðar i greinargerð- inni um órökstuddar fullyrðingar að ræða og standast þær ekki við nánari athugun. Þarna eru embættismennirnir að búa til úlfalda úr mýflugu og kenna öllu öðru um ófarir sölu- skattskerfisins en sjálfum sér og þingmönnum, sem hafa skemmt það með fitli sínu. Við þessu er það að segja, að frumógæfan í söluskattskerfinu liggur fyrst og fremst í því, hversu hár söluskatt- ur er orðinn á þeim vörum og þjónustu, sem hann leggst á. Ef ekki hefði komið til undanþágu- gleði landsfeðranna, gæti hann verið verulega lægri, kannski 10%, og lagst þá á allt jafnt. Þá væru ekki þessi vandamál á döfinni. Þá myndi hvatinn til undanskota líka minnka verulega, en hann hlýtur að minnka minnst linulega frá 23,5% niður í 0. Þá myndi sölu- skatturinn ekki hafa áhrif á „framleiðsluaðferðir" né „neyslu- val“. Undanþágurnar eru hinsveg- ar það eina sem skapar „verulega erfiðleika við framkvæmd og eft- irlit með skattinum". Uppsöfnun- aráhrifn eru hinsvegar galli sem vel er hægt að lagfæra, og hefur þegar verið gert í veigamiklum at- riðum. Erfiðleikar En hafi embættismennirnir, sem sömdu frumvarpið, áhyggjur af erfiðleikum með eftirliti á sölu- skatt, hvað verður þá með virðis- aukaskattinn? Hinn þekkti brezki hagfræðing- ur Dr. Shenfield var spurður á að- alfundi Verzlunarráðsins nýverið, hvað hann sem utanaðkomandi aðili ráðlegði íslendingum; að taka upp virðisaukaskatt eða halda söluskattinum? Hann taldi af tvennu illu, að skárra væri að halda sig við söluskatt vegna hinnar gífurlegu skriffinnsku, sem fylgdi virðisaukaskattinum. Og það gefur auga leið fyrir hvern þann, sem hugsar um málið, hvað það er auðvelt að fylgjast með söluskattsskilum fyrirtækis, sem hefur bókhaid. Bílskúra- svindlið heldur jafnt áfram, hvort sem það heitir virðisauki eða sölu- skattur. Og það ber að hafa í huga að um 7500 fyrirtæki skila öllum söluskattinum í dag, þannig að málið er ekki flókið. Þar að auki skila aðeins um 1600 fyrirtæki um 85% af öllum söluskattinum og 300 fyrirtæki skila tæpum 60% af honum. Gjaldendur virðisauka- skatts munu hinsvegar nær þre- faldast að tölu og verða um 20.000. Svo hvað á að vinnast nema stór- auknar tekjur ríkissjóðs og til- svarandi þrenging lífskjara al- mennings? Geti skattstjórar og menn þeirra ekki litið eftir sölu- skattinum á fullnægjandi hátt með núverandi mannafla, þá byrj- ar ballið fyrir alvöru þegar VASKurinn kemur. Verði ekki gíf- urleg aukning á starfsliði skatt- Halldór Jónsson „Eitt af því fyrsta sem maöur rekur augun í í frumvarpinu er það, að nú á að leggja VASKinn á söluverð íbúða, sem framkvæmdaaðilar byggja, auk þess sem VASK mun leggjast í alla aðkeypta vinnu einkaaðila við húsbygg- ingar.“ stjóra, hlýtur allt eftirlit að bíða hnekki. Svo held ég að eftirlit með söluskatti sé ekki og hafi aldrei verið neitt slæmt. Kerfið er nefnilega býsna ná- kvæmt og flestir þessara fáu al- vöru söluskattsgjaldenda vita, að það er ekkert hægt að draga und- an, þannig að allt tal um svindl og undanskot er mjög orðum aukið, enda að mestu upprunnið í ákveðnum stjórnmálaherbúðum, sem hatast við allan atvinnurekst- ur jafnt. En embættismennirnir í stjórnarráðinu sjá sem sagt í gegn um alla þokuna. VASKurinn er gífurlega atvinnuaukandi fyrir þá sjálfa og ríkiskerfið. Endalaus samlestur fylgiskjala við eftir- litsstörf getur útrýmt öllu at- vinnuleysi á íslandi til aldamóta og þótt lengra verði. En almenn- ingur verður að muna það, að öll eyðsla fjármuna á vegum ríkisins, kemur úr hans eigin vasa. Enginn annar borgar eyðslu ríkisins. VASKurinn og unga fólkið Eitt af því fyrsta sem maður rekur augun í í frumvarpinu er það, að nú á leggja VASKinn á söluverð íbúða, sem framkvæmda- aðilar byggja, auk þess sem VASK mun leggjast í alla aðkeypta vinnu einkaaðila við húsbyggingar. Hér kemur til skattlagning vinnuliða, sem áður voru undanþegnir sölu- skatti. Sé verðmæti vinnu í meðal- íbúð 50% af andvirði hennar, þá sést fljótt að 21% skattur ofan á það þýðir 10% hækkun á íbúðar- verði. Það er talað óljóst um það í greinargerð með frumvarpinu, en ekki minnst á það í lögunum, að þetta eigi að renna aftur til hús- byggjenda, sem lán eða þ.h. Var ekki talað um það á sinni tíð að benzinskattarnir rynnu í vegina, en ekki niðurgreiðslur á landbún- aðarvöru? Er ekki verið að lofa hundinum, að hann fái rófuna af sjálfum sér að éta? Allavega er beitt hreinum blekkingum í grein- argerð frumvarpsins á bls. 32, þar sem Tafla 2 segir að íbúðir muni lækka við upptöku virðisauka- skatts! Þá er búið að ganga útfrá því að 10% hækkunin hafi runnið aftur til húsnæðismála, sem þó er alls ekki ákveðið né sjálfgefið, að- eins vangaveltur pólitískt óábyrgra embættismanna. Þetta er lítil gjöf en lagleg til ungs fólks frá samstjórn flokks einkaframtaksins og SÍS. Hún er sérstakur minnisvarði um hug fylgismanna skattsins til viðleitni unga fólksins að verða sjálfbjarga. Og það sem meira er, matvara mun öll hækka um fimmtung þann dag, sem virðisaukaskattur tekur gildi. Þetta er glaðningurinn til hinna tekjulægstu, aldraðra og einstæðra foreldra frá flutnings- mönnum. Og af fenginni reynslu má fullyrða, að ekkert mun kynda verðbólgueldinn eins og hækkun húsnæðiskostnaðar og matvæla. Tveggja milljarða gatið á ríkis- sjóðnum hans Alberts verður fljótt læknað með upptöku þessa skatts, svo stórkostlega mun hann hækka tekjur ríkissjóðs, að minnsta kosti í fyrstu, áður en þingmenn fara að framleiða und- anþágurnar. Nú á líka að leggja VASKinn á trillur (skemmtibáta) og einkaflugvélar, sem eru yfir- leitt kennsluvélar. En flugnám er eina námið í landinu sem nemand- inn verður að borga alfarið sjálf- ur, hið opinbera kemur þar hvergi nærri. Því finnst flutnings- mönnum sjálfsagt rétt að gera það enn dýrara, svo íslendingar geti farið að flytja inn flugmenn í stað út. Og vinna gegn þjóðarskaðlegu helgarfiskeríi skrifstofumanna að sjálfsögðu. Hvernig skyldi forysta Sjálfstæðisflokksins hugsa sér að heyja næstu kosningabaráttu við Framsóknarflokkinn, sem mun þakka sér vellukkaða framkvæmd „leiftursóknarinnar" eftir að hafa útdeilt þessum gjöfum til kjós- enda? Hver skyldi græða, þing- menn? Kosningar hafa fyrr farið í vaskinn af minna tilefni. Og ekki geta allir bara flutt til Suður- Frakklands ef þeir tapa. Egilsstaðir: Ánægjulegir áskriftartón leikar Tónlistarfélagsins K^ilsNtöðum, II. marH. í GÆR voru þriðju og síð- ustu áskriftartónleikar Tón- listarfélags Fljótsdalshéraðs í Valaskjálf á þessu starfsári. I»ar komu fram Guðný Guð- mundsdóttir, fiðluleikari, og Snorri Sigfús Birgisson, píanóleikari. Á efnisskránni voru m.a. verk eftir Beethoven, Kreisler, Pagan- ini, Ravel og Áskel Másson. Flytj- endum var forkunnarvel tekið og þeir klappaðir upp hvað eftir ann- að í lok tónleikanna. Greinileg hrifning ríkti meðal áheyrenda og mátti m.a. heyra upphrópunarorð eins og „mikilfenglegt" og „stór- Samtök atvinnurek- enda og VASKurinn Þeir iðnrekendur og aðrir, sem þessum skatti hafa fylgt, ættu að svara þeirri spurningu, hvar þeir ætli að fá það aukna rekstrarfé, sem fylgir því að þurfa að kaupa alla vöru inn með virðisauka- skatti, vinna úr henni, selja hana og bíöa eftir því í 3 mánuði, að fá endurgreiddan mismun innskatts og útskatts. Danir telja þetta at- riði eitt leiða til 18% aukningar á rekstrarfjárþörf iðnfyrirtækja. Nú hafa fyrirtækin söluskattinn í veltunni nær 2 mánuði áður en honum er skilað. Menn reikni hver fyrir sig. Og hæsta innstæða á reikningi verzlunar mun lækka í fjórðung þess sem verður nú, sem þýðir minni fyrirgreiðslu í bönk- um. Algert öngþveiti mun skapast í innflutningsverzluninni við upp- töku skattsins í fjármagnslausu þjóðfélagi. Hvar ætla heildsalar að ná í aukið rekstrarfé? Verður ekki vöruþurrð rökrétt afleiðing af upptöku VASKsins? Búast má einnig við, að sum minni fyrirtæki gefist upp í rekstri, þar sem þau ráða ekki við það vandamál, sem fylgir bókhaldi í virðisauka- skattskerfi, umfram hið einfalda söluskattskerfi. Þeir, sem hvort eð er starfa fyrir utan lög og rétt, kæra sig kollótta. Við þeim verður ekki hróflað. En öll óstyrkt starf- semi sem leggst niður er tap fyrir heildina. Allt í VASKinn Söluskattskerfið þekkjum við. Það er í sjálfu sér einfalt, þó það hafi verið skemmt með fávísu fikti þingmannanna við undanþágur. Uppsöfnunaráhrifum í fram- leiðslu hefur þegar verið eytt að mörgu leyti með einföldum ráð- stöfunum. Annað væri hægt að laga að mestu. Væri undanþágunum út- rýmt gæti söluskatturinn lækkað úr núverandi Vestmannaeyja- gosprósentu 23,5% í kannski 10% —15% og gefið ríkissjóði svipaðar tekjur. Virðisaukaskattskerfið er hins- vegar skrímsli, sem betra er að aldrei sjái dagsins ljós, fremur en drepsótt í tilraunaglasi. Reynsla nágrannaþjóðanna sannar það bezt, en þar eru að myndast fjöl- þjóða baráttuhreyfingar gegn þessu skattformi. Það, að hagsmunir almennings eru ekki endilega þeir sömu og embættismanna í Stjórnarráðinu, þarf að komast að í umræðunni. Annars fer bara allt í VASKinn í þessu þjóðfélagi. 12. mars 1984. Halldór Jónsson er rerkfræðingur. kostlegt" í orðræðum manna í hléi og að tónleikunum loknum. Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs var stofnað fyrir einum 15 árum. Þá fyrst og fremst til að stofna og reka tónlistarskóla á Egilsstöðum, — er tók síðan til starfa 1971. En með breyttu rekstrarformi tón- listarskóla 1976 breyttist jafn- framt starfssvið Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs og hefur það síð- an beint kröftum sínum að tón- leikahaldi aðfenginna listamanna hér á Egilsstöðum. Félagar í Tónlistarfélagi Fljótsdalshéraðs munu vera um 200 talsins og formaður þess er Ólöf Birna Blöndal á Egilsstöðum. — Olafur. Guðný Guðmundsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson á tónleikunum í Valaskjálf. Ljósm.: Mbl./Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.