Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn kynntur á blaðamannafundi í Helsinki: þróunarlöndum. Ekki er veitt fjármagn til verkefna nema fyrirtæki frá a.m.k. tveimur Noröurlandanna standi sameiginlega aö þeim. Lítiö land eins og ísland get- ur haft mjög mikið gagn af þessum sjóöi, eins og þegar hefur komið í Ijós. Verður vikiö að þeim þætti síðar í samtali við Þórð Friðjóns- son, efnahagsráðgjafa for- sætisráðherra, en hann á sæti í stjórn sjóðsins. Norræni verkefnaútflutnings- sjóðurinn starfar í nánu samstarfi við Norræna fjárfestingabankann og hefur enda aðsetur í húsnæði bankans við Uniongötu í Helsinki, Finnlandi. Fyrir nokkru var hald- inn kynning á Norræna verkefna- útflutningssjóðnum í Helsinki og þangað boðið einum blaðamanni frá hverju Norðurlandanna nema Finnlandi, en þaðan komu þrír blaðamenn. Kynningunni stjórn- aði framkvæmdastjóri sjóðsins, Norðmaðurinn Hans Höegh Hen- richsen. Skipulagningu annaðist Thomas Romantschuk, upplýs- ingafulltrúi norrænu ráðherra- nefndarinnar í Osló. Fram kom á fundinum, að sjóð- urinn hefur lagt áherslu á þrjú svið; sjávarútveg, landbúnað og orkumál. Norræri fyrirtæki, sem starfa á þessum sviðum, hafa átt aðgang að fjármagni sjóðsins til þess að ná fótfestu á mörkuðum þróunarlandanna. Sjóðurinn lánar ennfremur til sams konar verk- efna í ríkjum austan járntjalds, en hingað til hafa sárafáar umsóknir borizt um verkefni í þeim löndum. Loks er þess að geta, að fé er veitt til námskeiðahalds og upplýs- ingamiðlunar, sem getur orðið norrænum hagsmunum til fram- dráttar. Lánað til áhættu- samra þátta Starfssvið sjóðsins beinist þannig að því að styðja við bakið á fyrirtækjum á meðan þau stíga fyrstu skrefin í leit sinni að nýjum verkefnum. Sá þáttur í starfsemi fyrirtækis getur verið mjög áhættusamur, sérstaklega ef um nýja og fjarlæga markaði er að ræða. Jafnvel stórfyrirtæki á al- þjóðlegan mælikvarða hafa ekki ótakmörkuð fjárráð og getu til að sinna slíkum viðfangsefnum. En áhætta, kostnaður og reynsluleysi getur staðið smærri fyirtækjum verulega fyrir þrifum í þessu efni. Sjóðurinn getur verið góður bakhjarl fyrir slík fyrirtæki. Til að styrkja fyrirtæki við öfl- un nýrra verkefna í þróunarlönd- Frá hlaóamannafundi Norræna verkefnaútflutningssjóðsins í Helsinki á dögunum. Lengst til hægri er Elisabet Crona frá Svenska Dagbladet, þá Ole Rössel frá Politiken, Ole N. Hoemsnes frá Aftenposten, Hannu Olkinuora frá Kauppelethi, Sigtryggur Sigtryggsson frá Morgunblaðinu, Hannu Olkinuora frá Helsinkin Sanomat og Nina Eldh frá skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar. Lengst til vinstri er Inger Jágerhorn frá Huvudstadsbladet. dreifa áhættunni. Norræni verk- efnaútflutningssjóðurinn gæti orðið mjög mikilvægur fyrir nor- ræn fyrirtæki, sérstaklega minni fyrirtækin, sem gætu slegið sér saman með aðstoð sjóðsins og ráð- ist í verkefni, sem annars væru þeim gjörsamlega ofviða. Síðan tóku til máls Andreas Lava Olsen, frá Fuglafirði í Fær- eyjum, stjórnarformaður Farom- ar og helsti maðurinn í fyrirtæk- inu Senegal Seafood Ltd., og Per Ryding, danskur framkvæmda- stjóri Senegal Seafood Ltd. í máli þeirra kom fram, að Færeyingar verða að leita með flota sinn út fyrir heimamið, því þau gefa miklu minna af sér en afkastageta fiskveiðiflota þeirra er. Færey- ingar hafa víða farið, t.d. á mið við Ameríku og ísland. Á síðustu ár- um hafa augu þeirra beinst að fiskveiðum við strendur Afríku, og í því augnamiði var stofnað fyrir- tækið Senegal Seafood Ltd. Marg- ir aðilar í Færeyjum stóðu að stofnun fyrirtækisins, fyrirtæki, bankar og landstjórnin. Hugmyndin er að senda fjögur fullkomnustu fiskiskip Færeyinga til veiða undan ströndum Senegal. Áætlun hefur verið gerð um alla þætti málsins; veiðar, flutning vinnslu og markaðssetningu. Þeir Olsen og Ryding sögðu að fljótlega hefði sú hugmynd vaknað að leita til Norræna verkefnaútflutnings- sjóðsins um fjármögnun og hefði þeirri málaleitan verið vel tekið. „Það er enginn vafi á því, að sjóð- urinn á stóran þátt í undirbúningi þessa máls og hann hefur á allan hátt verið okkur mikil stoð," sögðu þeir félagar. sem byggjast á markaðslegum sjónarmiðum. Yfír 60 verkefni í fjölmörgum löndum Á kynningarfundinum lágu fyrir upplýsingar um starfsemi Norræna verkefnaútflutningssjóðsins til 1. desember 1983. Fram að þeim tíma hafði sjóðurinn fengið um- sókn um 61 verkefni, samtals að upphæð 6,8 milljónir finnskra marka eða tæpar 35 milljónir ís- lenskra króna. Sænsk fyrirtæki eða stofnanir áttu aðild að 46 um- sóknum, norsk að 41 umsókn, ekki til staðar, væri hætta á því að norræn fyrirtæki leituðu fremur til annara landa, t.d. Þýskalands, eftir samstarfsaðilum að þessum verkefnum," sagði hann. Þegar litið er á verkefnalistan kennir þar margra grasa. Flest verkefnin eru á sviði fiskveiða og -vinnslu eða 12 alls, og orkuverk- efnin koma næst, eða 8 að tölu. Flest verkefnin tengjast Indónesíu og Egyptalandi, eða 7 í hvoru landi, 4 tengjast Filippseyjum og færri verkefni eru í öðrum lönd- um. Af þeim má hér nefna Saudi- Arabíu, Oman, Malasýu, Súdan, Indland, Venesúela, Norður-Jem- en, Botswana, Mið-Afríkulýðveld- ið, Kamerún, Kólombíu, Alsír, Pakistan, Uruguay, Thailand, Marokkó, Gabon, Sovétríkin, Fíla- beinsströndina, íran, Sómalía, Senegal, Burma, Kuwait, Uganda og Suður-Jemen. Verkefnin eru misjafnlega á vegi stödd, sumum er lokið og þá annað hvort með árangri eða án árangurs. Gott útlit er með sum verkefni en með önnur er útlitið ekki jafn bjart. „Þetta eru auðvit- að áhættuverkefni og menn renna alltaf blint í sjóinn með útkom- una. En við skulum hafa í huga, að ef Norræni verkefnaútflutnings- sjóðurinn væri ekki fyrir hendi myndu mörg verkefnanna aldrei verða reynd," sagði Hans Höegh W Fulltrúar fyrirtækja, sem notið hafa fyrirgreiðslu sjóðsins, og skýrðu frá reynslu fyrirtækjanna. Frá vinstri: Per Ryding, forstjóri Senegal Seafood Ltd., Andreas Lava Olsen frá Færeyjum, stjórnarformaður Senegal Seafood Ltd., Göran Fransson frá ASEA og Owe Conbáck, varaforseti ASEA í Svíþjóð. Sjóðurinn sérstaklega mikil- vægur fyrir Islendinga“ — segir Þórður Friðjónsson, sem á sæti í sjóðsstjórninni NORRÆN samvinna nær tii sífellt fleiri sviöa. Haustiö 1981 ákvað norræna ráð- herranefndin að stofna nýjan norrænan sjóð, „Norræna verkefnaútflutningssjóðinn“. Hann tók til starfa 1. októ- ber 1982 og var í upphafi ætl- að að starfa til reynslu í þrjú ár, en nú þegar liggur fyrir, að starf hans verður fram- lengt, a.m.k. til ársins 1987. Sjóðurinn skal fyrst og fremst veita norrænum fyrir- tækjum áhættufjármagn til þess að kanna möguleika á að komast inn á markaði í unum gefur sjóðurinn þeim kost á áhættufjármagni, allt að helmingi af kostnaði. Ef verkefni tekst endurgreiðir fyrirtækið það fé, sem sjóðurinn veitti. Hins vegar ef verkefnið eða athugun fyrirtækis- ins leiðir ekki til neins, fellur endurgreiðsla niður, þ.e. fyrir- greiðslan breytist í beinan styrk. Til að sjóðurinn geti veitt stuðn- ing við tiltekið verkefni þurfa norrænir hagsmunir að vera skýr- ir og raunhæfir. Ennfremur verða minnst tvö lönd að eiga hagsmuna að gæta- í hverju verkefni, sem sjóðurinn styrkir. Að auki hefur sjóðstjórnin lagt þunga áherslu á, að viðkomandi verkefni feli í sér raunhæfa möguleika á viðskiptum dönsk að 33 umsóknum, finnsk að 33 umsóknum og íslensk að 11 um- sóknum í 28 tilvikum af 61 standa þrjú Norðurlandanna eða fleiri að þeim verkefnum, sem sótt er um fjármagn til, svo sjá má að hér er um stórtæka samvinnu norrænna fyrirtækja að ræða á verslunar- og tæknisviði. Enda lagði Hans Höegh Hen- richsen, framkvæmdastjóri Nor- ræna verkefnaútflutningssjóðsins, sérstaka áherslu á þennan þátt í kynningunni á sjóðnum. „Þarna gefst tækifæri til samvinnu og þar með útbreiðslu þekkingar milli Norðurlandanna, sem annars hefði ekki gefist. Ef Norræni verk- efnaútflutningssjóðurinn væri Þórður Friðjónsson, efnahagsráð- gjafi, annar tveggja fulltrúa íslands í stjórn sjóðsins. Henrichsen á kynningarfundinum í Helsinki. Mikilvægur sjóður Á umræddum fundi voru mætt- ir fulltrúar tveggja ólíkra fyrir- tækja, sem sótt hafa um fé úr sjóðnum, og gerðu þeir grein fyrir verkefnunum og hvernig til hefði tekist. Fyrst tóku til máls Owe Con- báck, varaforseti sænska stórfyrirtækisins ASEA, og Göran Fransson, yfirmaður orkumála í þeirri deild fyrirtækisins, sem sér um Suður-Ameríku. ASEA fékk styrk frá sjóðnum til þess að gera rannsóknir vegna orkuvers, sem fyrirtækið reisir í Kólombíu. Þeir Conbáck og Fransson sögðu að fyrirtæki, jafnvel stórfyrirtæki á borð við ÁSEA, væru sífellt að leita að peningum til þess að leggja í áhættuverkefni. Það sýndi sig, að 5—10% þeirra verkefna, sem könnuð væru, gætu skilað ár- angri. Því væri leitað leiða til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.