Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, F.ÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Þingfréttir í stuttu máli: Frávísun á lánsfjárlögum felld: Lánsfjárlög væntanlega samþykkt á mánudaginn Nefndarálit um tekjuskattslög LANSFJARLÖG Á LOKASNÚNINGI Minnihluti fjárhags og við- skiptanefndar neðri deildar, Svav- ar Gestsson (Abl.), Guðmundur Einarsson (BJ) og Kjartan Jó- hannsson (A), lagði til í nefndar- áliti um stjórnarfrumvarp til lánsfjárlaga 1984 að því yrði vísað til ríkisstjórnarinnar, enda væri það „gjörsamlega óraunhæft". Frávísunartillagan var felld, að viðhöfðu nafnakalli, með 23:15 at- kvæðum. Síðan samþykkti þing- deildin breytingartillögur frá stjórnarliðum (endurgreiðsla lendingargjalda Flugleiða og Cargolux á Keflavíkurflugvelli, ríkisábyrgð til Bjargráðasjóðs vegna lánafyrirgreiðslu við kart- öflubændur o.fl.) og frumvarpið þannig breytt. Efri deild hafði áður staðfest frumvarpið, en vegna breytinga í neðri deild fer það aftur til efri deildar. Rökstuddar líkur standa til að lánsfjárlög fái endanlega af- greiðslu í efri deild nk. mánudag. STAÐFESTING Á FLÓRENSSÁTTMÁLA Sameinað þing samþykkti í gær þingsályktun frá Gunnari G. Schram (S) o.fl. (32 samhljóða at- kvæði) um staðfestingu ríkis- stjórnar íslands á aðild Tslands að alþjóðasáttmála um niðurfellingu aðflutningsgjalda af varningi til mennta-, vísinda- og menning- armála, svonefndum Flróens-sátt- mála UNESCO, en án viðauka- bókunar sáttmálans. Tillagan fel- ur það í sér að „jafnframt þessu verði gerðar nauðsynlegar breyt- ingar á lögum um tollskrá". Þings- ályktunin verður send ríkisstjórn- inni til fyrirgreiðslu. TEKJUSKATTUR 1984 Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar hefur lagt fram nefndarálit um frum- varp til breytinga á tekjuskatts- lögum. Þar segir m.a.: „Nú liggur fyrir að meðalhækk- un launa verður 6,5—7% á yfir- standandi ári. Því er nú gert ráð fyrir 19,5% hækkun bruttótekna á mann milli áranna 1983 og 1984 í stað 16,5%, samkvæmt forsendum fjárlaga. f samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að skattbyrði skuli haldast óbreytt milli áranna 1983 og 1984 ... flytur meirihluti nefndarinnar breytingartillögu ... að afsláttur til tekjuskatts nemi kr. 29.500 í stað kr. 29.350 áður“. Sjá meðfylgjandi töflu úr nefndaráliti um þróun verðlags, tekna og kaupmáttar milli ára. VEGAGERÐ Á AUSTFJÖRÐUM Sveinn Jónsson (Abl.) hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar, sem felur ríkisstjórninni ef sam- þykkt verður að láta fara fram könnun á þjóðhagslegu gildi vega- gerðar á Austurlandi. Sérstaklega skal metið félagslegt og hagrænt gildi þess að vegalengdir milli byggðarlaga styttist og leiði til aukinna samskipta. Tekið skal til- lit til þess sparnaðar sem þetta mundi leiða til í snjómokstri og viðhaldi vega auk minni eldsneyt- iseyðslu og slits á farartækjum. í könnun þessari skal lagt mat á einstakar hugmyndir að jarðgöng- um og þeim raðað í forgangsröð, jafnframt því að gildi þeirra í heiid sé metið". NÁMSVISTARGJALD í IÐNSKÓLUM JÓN SVEINSSON (F) flytur frumvarp til breytinga á lögum um iðnfræðslu, sem gerir ráð fyrir þeirri breytingu að námsvistar- gjald verði framvegis greitt úr ríkissjóði en ekki af sveitarfélög- um nemenda í þeim tilvikum er sveitarfélag stendur ekki að iðn- fræðsluskóla eða ef nemendur sveitarfélags verða að sækja skóla annars skólaumdæmis vegna þess að iðngreinin er ekki kennd í skólaumdæmi sveitarfélagsins. Verðlag, tekjur og kaupmáttur 1983—1984. Spá 1984 Breytingar á ári í prósentum. Þjóðhags- Spá í janúar Endurskoðuð áztlun í 1984 m.v. spá í febrúar Áztlun október forsendur m.v. nýgerða 1983 1983 fjárlaga') kjarasamninga % % % % 1. MíSalbrtyting milli ara Kauptaatar 49,4 15,0 13,0 16,5 Önnur tekjuáhrif2) 4,5 4.3 2,7 2,7 Atvinnutekjuríheild 56,1 20,0 16,0 19,5 Aðrar tekjur 72,0 25,0 22,0 26,0 Brúttótekjur alls 59,2 21,0 17.5 20,5 Ráðstðfunartekjur í heild 59,8 19,0 16,0 20,0 Verðlageinkaneyslu 81,0 26-27 26-27 27-28 Framfærsluvísitalan 84,3 26-27 26-27 27-28 Kaupmáttur miðað við verðlag etnkaneyslu Kauptaitar -17,5 -9 -10'/t -836 Ráðstöfunartekjur í heild -11,7 -6 -8 -6 Ráðstöfunartekjur á mann -12,6 -7 -9 -7 0. Breyting yfir iri#J) Kauptaxtar 32,7 936*) 6V54) 11 Meðalgengi 60,9 3 5 5 Innflutningsverð í krónum 61,0 6 8 8 Framfærsluvísitalan 76,1 9-10 8-9 11 R.a. eldri tilefni til verðbreytinga, hitaveitao.fi — 1-2 1-2 1-2 Atbugasemdir: 1) Sbr. Ágnp úr þjóðarbúskapnum nr. 1, janúar 1984. 2) Fjölgun á vinnumarkaði, breytingar á atvinnuþátttöku. vinnutími, áhrif ýmissa sérákvæða og einstaklingsbundinna kjarabreytinga, tekjur sjóðanna. bznda, sjálfstæðra atvinnurekenda o.fl. 3) Hér eni sýndar tölur um breytingar frá upphafi til loka árs. Ársfjórðungslegar breytingar verdlags og gengis varru sem næst einum fjórda af þessum tólum, en dzmin eru ekkt hugsuð sem nákvzmar skrár um breytingar innan ársins. 4) Rétt er að vekja sérstaka athygii á þvi að í forsendum þjóðhagsáztlunar var gert ráð fyrir að hzkkun taxta frá árslokum 1983 til meðaltals 1984 yrði um 6%, en það svarar til 9—10% hzkkunar á árinu öllu. Hins vegar var i forsendum fjárlaga gert ráð fynr að hzkkun frá áramótum til meðaltals 1984 yrði 4% sem aftur svarar til 6—7% hzkkunar á árinu ötlu Nýgerðir kjarasamningar fela í sér 6V6—7% hzkkun frá árslokum 1983 til meðaltals 1984 sem svarar til um 11% hzkkunar frá upphaft til loka ársins 1984. Ráðherra flytur frávísunartillögu á þingsályktun: Verðþættir orku í könn- un og úttekt ráðuneytis Yfirtekur Lands- virkjun Kröflu? • Orkustofnun geröi allrækilega könnun og úttekt á hinu háa orku- verði hér á landi á sl. ári. • í júli sl. skipaði orkuráðherra orkuverðsnefnd, sem unnið hefur mikið starf, með tæknilegri aðstoð, að athugun a jöfnun hitunarkostn- aðar, þar sem úttekt á orkuverði kemur mjög víða við sögu. • Þá hefur orkuráðherra skipað nefnd frá Framkvæmdastofnun, Sambandi íslenzkra sveitarfélaga og Sambandi íslenzkra hitaveitna til þess að gera sértaka athugun og úttekt á rekstri og stöðu hitaveitna í landinu. • Loks mun innan skamms taka til starfa úttektarnefnd á fjárhags- stöðu orkuveitnanna í landinu. SVERRIR HERMANNSSON, iðnaðarráðherra, mælti efnislega á þá leið, sem hér að framan greinir, er hann tók þátt í umræðu um til- lögu til þingsályktunar, sem flutt var af nokkrum þingmönnum Al- þýðuflokks og meirihluti allsherjar- nefndar sameinaðs þings leggur til að verði samþykkt, með breyttu orðalagi. Hann gat þess að greiðslu- byrði orkufyrirtækja og orkuveitna væri mjög há og stefndi enn hærra á næstu árum, eða fram til 1990, en síðan dvínandi. Mikilvægt sé að vinna að skuld- breytingu á „þessum stór- skuldum til lengri tíma“. Þá sagði v/ „ ráðherra: „Úttekt S á stöðu veigamik- « illa orkuþátta, ^X. eins og Kröflu, H frr og H væntanleg yfir- taka Landsvirkj- unar á því fyrirtæki.” Ráðherra sagði tillögu um könn- un sem þessa óþarfa, þar eð þessi mál væru í úttekt, sem fullnægði markmiðum hennar í hvívetna, en með minni kostnaði. Ráðherra hét því, ef hann réði húsum í iðnaðar- ráðuneyti í upphafi næsta þings, að þá myndi fyrir liggja ítarlegt álit um orkuverðsmyndunina á grund- velli þeirra rannsókna og úttektar, sem nú væri unnið að. Þá lagði hann fram frávísunartillögu, svo- hljóðandi: „Þar sem ítarleg úttekt fer nú fram á öllum þáttum orkuverðs og orkuverðsmyndunar á vegum iðn- aðarráðuneytisins og nefnda á þess vegum telur Alþingi ekki þörf á að samþykkja tillögu þessa og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Hófst nú hörð rimma milli stjórnarandstöðuþingmanna og orkuráðherra, hvern veg bæri að standa að könnun sem þessari. Þeg- ar sú rimma hafði staðið góða stund frestaði forseti umræðunni, enda mælendaskrá tæmd í bili, á þeirri forsendu, að fjarverandi þingmenn ættu rétt á að fá að kynna sér þann nýja flöt á þessu máli, er upp væri kominn. Stjórnarandstöðuþingmenn nýttu þá rétt sinn til að tala um þingsköp í gagnrýni á forseta fyrir frestinn og ráðherra fyrir frávísun- artillögu. Sögðu þeir einkum stjórn- arþingmenn fjarverandi. Forseti kvað frestinn samkvæmt þingvenju og eðli máls og vísaði allri gagnrýni á bug. Árni Johnsen um sleppibúnað björgunarbáta: Tryggja verður að full- komnasta tækið sé valið ÁRNI Johnsen alþingismaöur kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í fyrradag og ræddi um sjálfvirkan sleppibúnaó gúmbáta á flskiskipum. Ræða Árna birtist í Morgunblaðinu í gær, en við umræðuna í þinginu tók hann aftur til máls og sagði í lok umræðnanna: „Ég vil taka það fram hér að ég kenni ekki Siglingamálastofnun um slys. Ég get deilt á Siglinga- málastofnun, t.d. verkstýringu í ákveðnum málum, en að sjálfsögðu eru þau mun fleiri málin sem Sigl- ingamálastofnun hefur unnið vel. En það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gagnrýna og eigi ekki að gagnrýna. Ég ætla ekki að fjalla mjög ná- kvæmlega um slíka þætti, en ég vil minna á eitt atriði, sem var ótrú- lega lengi að velkjast í kerfinu. Það var tæki sem einnig Sigmund Jóhannsson fann upp, öryggisloki á spil. Slys, dauðaslys, slys með ör- kuml, lífstíðarörkuml voru mjög tíð í spiium skipa þar til þessi ör- yggisloki Sigmunds kom til sög- unnar. En það tók 9 ár að fá hann löggiltan og þó var þetta lítið tæki og kostaði lítið. En síðan hann var löggiltur þá hefur þessum slysum fækkað úr að meðaltali 25 á ári niður í 2—3 og þá yfirleitt smærri slys. Það er á þessum nótum sem ég gagnrýni Siglingamálastofnun fyrir að taka ekki af skarið. Og auðvitað er endalaust hægt að endurskoða og endurnýja björgun- arbúnað sem og önnur tæki er varða mannslíf. En það verður að taka af skarið og hvert það tæki- færi sem gefst til þess að ná árangri á að nýta. Og það hefur þessi búnaður boðað og það hafa talsmenn sjóslysanefndar og ann- arra aðila tekið undir frá upphafi, en samt eru liðin þrjú ár og þess vegna er ástæða til að hafa nokkuð hörð orð svo að árin verði ekki sex í viðbót, a.m.k. En þannig er að mörgu að hyggja og við eigum að vera í fararbroddi í þessum málum. Það er mjög mis- munandi eftir byggðarlögum hér á landi, því miður, en allmargir eru vel á verði og þetta er mál þar sem við megum aldrei sofna á verðin- um. Það var spurt hvers vegna ekki væri kominn búnaður á þrjú skip af nær 80 skipa flota Éyjamanna. Ástæðan er einfaldlega sú að þar er um að ræða skip sem eru nýlega komin til Eyja úr verstöðvum sem hafa ekki tekið þessi mál sömu tök- um, vegna þess að það er ekki fylgt eftir reglugerð um framkvæmd málsins og það er þar sem ég gagn- rýni Siglingamálastofnun. Það var búið að smíða tækið á þennan bát, Hellisey, en það var því miður ekki komið um borð í skipið. Það má einnig vekja athygli á því að á þremur árum frá því að þessi búnaður varð tilbúinn þá er hann aðeins kominn í 130 skip lands- manna. Ég hef deilt á tortryggni í málinu og vék þar einnig að Siglingamálastofnun. Og ég á þar þá m.a. við það að í kjölfarið á framleiðslu Sigmundsbúnaðar var hafin framleiðsla á tæki sem var nær spegilmynd af tæki Sigmunds, nema að notaður var gormur í stað- inn fyrir belg, loftþrýstibelg. Og það getur verið álitamál og mál tæknimanna að meta þarna og velja, en eini búnaðurinn á landinu sem hefur sjálfvirkan losunarbún- að, sem ég lagði megináherslu á í mínu máli, það er Sigmundsbún- aðurinn. Enginn annar búnaður hefur þann möguleika. Enginn annar búnaður getur komið til sög- unnar ef mannshöndin kemst hvergi nærri. Og það er þar sem ástæða er til að taka til hendinni. Ég vil taka undir hugmynd hátt- virts 3. þingmanns Reykvíkinga um skipun nefndar alþingismanna til að fjalla um þetta mál, það er verð- ugt verkefni. Ég vil þakka hæst- virtum iðnaðarráðherra fyrir já- kvæðar undirtektir varðandi mik- ilvægi málsins, þá brýnu nauðsyn sem ber til að flýta uppsetningu sleppibúnaðar björgunarbáta og tryggja að fullkomnasta tækið sé valið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.