Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 11 Með milljarð í forgjöf hráa og kalda í nýlist. Það gildir enn, og mér finnst þessar myndir hans nú á sýningunni í Galleríinu á Vesturgötu sanna það nokkuð vel. En ég kann miklu betur við þessar teikningar og myndir undir gleri en málverk Gunnars í sama dúr. Þarna er hann í essinu sínu, og teiknikunnátta hans nýtur sín vel í þessum verkum, enda þótt hann leggi ef til vill of mikla áherslu á hið margrædda frelsi. Frelsi er undirstaða allrar mynd- gerðar, en það eru nokkuð margar hliðar á frelsinu og ekki víst, að allir séu sammála um tilgang þess og eðli. Þetta kemur í hugann, þegar þessar nýju myndir Gunn- ars Arnar eru skoðaðar. Það er annars hressilegur blær yfir sýn- ingu Gunnars, og hún fer ágæt- lega í þessum húsakosti, sem er bæði aðlaðandi og smekklegur í alla staði. Valtýr Pétursson Garðabær: Flóamarkaður Skólakórsins SUNNUDAGINN 18. marz heldur Skólakór Garðabæjar flóamarkað í Garðalundi, Garðaskóla. Þar verða einnig á boðstólum kaffi- veitingar og skemmtiatriði. — eftir Gísla Blöndal Oft, reyndar mjög oft, hef ég furðað mig á umsvifum Sambands ísl. samvinnufélaga, sem birst hef- ur í kaupum kaupfélaganna á þeim fyrirtækjum, sem föl eru hverju sinni. Uppbygging nýrra kaupfélagshalla vítt og breitt um landið hefur verið með undraverð- um hætti síðastliðin ár. Á sama tíma, veit ég, og reyndar er það viðurkennt af öllum aðilum, hefur verslunin á landsbyggðinni barist i bökkum, svo vægt sé til orða tek- ið. „Það er nefnilega það“ Hvaðan kemur þeim fé til þess- ara framkvæmda? hefur verið spurt. Svörin hafa venjulega verið á þá leið að vegna svo fjölþættrar starfsemi, sem þau reka, eigi þau aðgang að öllu sjóðaapparati landsins og ekkert sé auðveldara en millifæra frá einni grein til annarrar. Nú, maður ypptir öxlum við þessum skýringum og segir, „Það er nefnilega það.“ Lengi hefur mig grunað að þessi skýring væri ekki sú eina rétta. Og lengi hefur mig, eins og sjálfsagt marga fleiri, grunað að sérstaða SÍS í íslensku atvinnulífi, s.s. ein- okunaraðstaða með landbúnaðar- afurðir á heildsölustigi, væri mis- notuð. Grunurinn staðfestur Erfitt hefur reynst að fjalla um þetta mál vegna þess að sannanir hefur vantað. Með greinargerð Þorvaldar Búasonar, sem birt var síðastliðið haust, um fjárstreymi í vinnslu- stöðvum landbúnaðarins, hefur orðið breyting á í þessu efni. Þar er þessi grunur staðfestur. Einn milljarður að gjöf Þorvaldur Búason færir þar rök fyrir því, að svokallaðar niður- greiðslur vaxtakostnaðar hafi um nokkurt skeið verið hreinar gjafir, sem kostaðar eru af neytendum og skattgreiðendum. Hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Árið 1983 námu þessar niður- greiðslur vaxtakostnaðar nær 200 milljónum króna. Reikna má með því að á síðustu fjórum árum hafi slíkar gjafir numið um 1.000 millj- ónum króna, reiknað á gengi í febr. ’84. Hlutur SÍS og kaupfélaganna í þessum gjöfum er nærri 85% eða um 850 milljónir króna. Þetta eru að vísu grófar áætlan- ir, enda er þeim ekki ætlað annað hlutverk en benda á stærðargráðu gjafanna á undanförnum árum. Samband íslenskra samvinnufé- laga seilist nú æ meir til yfirráða í íslensku atvinnulífi, ekki vegna yfirburða í rekstri heldur í krafti fjármagns, sem á uppruna sinn í sérréttindastöðu. Það er augljóst, að fyrirtæki sem rekin eru á venjulegum viðskiptagrundvelli, verða undir í samkeppni við þá, sem slíka sérstöðu hafa. Dæmin um það höfum við vítt og breitt um landið. Einfalt dæmi Ég þykist vita að það vefjist fyrir ýmsum að trúa því að svona sé um hnútana búið, en til að und- irstrika eðli málsins, skal hér tek- ið einfalt dæmi úr grein Þorvaldar Búasonar í Mbl. 9. des. sl. „Hugsum okkur mann, sem fær Gísli Blöndal „Samband íslenskra samvinnufélaga seilist nú æ meir til yfirráöa í íslensku atvinnulífi, ekki vegna yfirburöa í rekstri heldur í krafti fjármagns, sem á upp- runa sinn í sérréttinda- stööu.“ lánaðar 1000 kr. á afurðalánakjör- um. Þ.e. með 30% vöxtum í 50% verðbólgu í janúar og að hann kaupi gull fyrir þessar 1000 kr. Gerum einnig ráð fyrir að hann selji gullið á síðasta degi ársins. Vegna verðbólgunnar fengi hann 1500 kr. fyrir það. Þegar hann hef- ur endurgreitt lánið og vexti af láninu, alls 1300 kr., á hann 200 kr. eftir. Gerum nú ennfremur ráð fyrir að ríkið niðurgreiði vaxta- kostnað fyrir manninn. Hann fengi þá 300 kr. endurgreiddar og „ hefði þá maðurinn fengið 500 kr. gefins. Landbúnaðarvörur eru að veru- legum hluta verðtiyggðar með verðhækkunum á 3ja mánaða fresti. Uppgjör launa og vaxta- kostnaðar dreifist á alla mánuði ársins. Þegar landbúnaðarvara á í hlut er myndin því margþættari en í umræddu dæmi, en þó mjög hliðstæð. Ljúkum veislunni Nýlega hefur Sambandið hafið stórsókn á suðvesturhorni lands- ins og hlutdeild kaupfélaganna í verslun stóraukinn. Þeir voru ófáir sem undruðust hversu mikið fjármagn lá á lausu, en nú þegar staðreyndir málsins liggja fyrir, skýrist málið. Ef ríkisstjórnin hefði á síðasta ári beitt pennastrikinu á þessar gjafir, hefði hún sparað kassanum þessar 200 milljónir, sem nægt hefði til að leiðrétta laun opin- berra starfsmanna og getað samið án þess að fara út fyrir ramma fjárlaga. Sannarlega óskastaða fyrir Albert. Sambandið stendur í mikilli þakkarskuld við þjóðina — skattgreiðendur, vegna þessara gjafa, en nú er mál að veislunni ljúki. Gísli Blöndal er verslunarmaður í Reykjayík. SKÓLAKÓR GARÐABÆJAR Að öllum líkindum tölvan sjálf. Fyrir það fyrsta þá kostar hún minna en þú gætir haldið. IBM PC einkatölva með 128000 stafa vinnsluminni, 83ja tákna lyklaborði,320000 stafa diskettu, prentara sem skrifar 60 stafi á sekúndu, litaskermi, auk nokk- urra grunnforrita, kostar minna en nýr smábill. Og hún skapar þér aukinn tima. Með þvi m.a. að losa þig undan svo mörgum tímafrekum verkum eins og að endurreikna, endurmeta, endurvélrita, endur- útgefa, endurvinna og endur- taka. Hún getur sparað þér margar klukkustundir á viku. H vers virði er hver klukkustund í þinu starfi? Hafir þú ekki gert þér grein fyrir þvi, láttu þá IBM PC einkatölvuna leiða þig i allan sannleikann. Og annað, hún ætti að geta hjálpað þér að gera nokkrar skarplegar ákvarðanir i hverjum mánuði - t.d. varðandi lausn á verkefnum, í fjárfestingum, verð- lagningu, skráningu á upplýs- ingum, i útgjöldum og bættri samkeppnisstöðu. Allt þess eðlis að leiða til meiri hagnaðar og meiri sparnaðar. Að lokum, IBM PC einka- tölvan er fjárfesting í réttari ákvarðanatökum, betri stjórnun og framleiðni og þægilegra vinnuumhverfi - hún er fljót að borga sig! Farðu og hittu einhvern söluaðil- ann fyrir IBM PC einkatölvuna. 1 o 3 ct £ 2 < 8 3 | (- Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfísgötu 33, Reykjavík, sími 20560 Örtölvutaekni sf., Garðastræti 2, Reykjavík, sími 11218

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.