Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Ástand og horfur í bókmenntamálum — eftir Þorstein Antonsson Á fjölmennum fundi háskóla- nema í félagsstofnun stúdenta 19. feb. síðastliðinn undir forskrift- inni „Hvað er að gerast í bók- menntunum?" bundu framsögu- menn mál sitt að mestu við rit- skýringar og áróður fyrir bók- menntum almennt. Fjölluðu um kreppu módernismans en tengdu ekki þjóðlífinu í neinum mæli. Að auki kaldhæðnislegar yfirlýsingar um getu manna til að ráða ráðum sínum um stöðu bókmennta. Eng- ar angalýjur teygðu sig frá ræðum framsögumanna út í þjóðlífið nema þá inn á bókahillur manna. Og persónuleiki þeirra sem með framsögu fóru gat varla orðið deiluefni. Grundvöllinn vantaði, merkingu bókmenntahugtaksins, og fundarhaldið var stirt, vitnaði um einangrun umræðuefnisins, svo brýnt sem það þó var fyrir háskólanema sem aðra. Flestir viðstaddra þögðu þunnu hljóði; mælsk þögn um hina bókmennta- legu einangrun. Tilraun þessi er virðingarverð. Og hún var tímabær. Eftirfarandi mál er viðleitni til að draga upp mynd af þjóðlífs- ástandi fremur en því sem gerist milli bókarspjalda. Hvert er gildi bókmennta? Ef saltið dignar, með hverju á þá að salta það? Spurningin sí- gilda vísar til hverskonar menn- ingarviðleitni, ekki einvörðungu trúarlegrar, og getur sem best verið til glöggvunar um hlutverk bókmennta hverju sinni. Hvenær sem þrjár manneskjur eða fleiri deila kjörum hver með annarri um eitthvert skeið, hvort sem er á fleka úti á rúmsjó eða í fjölskyldu- boði skapast þörf fyrir að hræra upp í samsætinu svo að lognmolla vanans setji ekki dauðamerki sín á þær manneskjur. Partí leysist upp í morgunsárið, allir orðnir þreytt- ir, hver og einn gestur hverfur burt og endurnýjar stöðu sína í öðrum hóp, vinnufélaga, fjöl- skyldu. Tilefni nætursamsætisins hefur verið eitthvert, hinna hversdagslegri samlífshátta ann- að. Tilefnin eru með ýmsu móti og stundum óljós en einhver þó allt- af. Bókmenntir eru salt sem skerpir slíkar merkingar. Meðan ófrelsi er svo algengt sem það enn er, við fæðumst í fjöl- skylduböndum, við hljótum að deila kjörum með samfélagsfólki okkar, siðum með þjóðinni sem við vistumst með, verðum við að hafa til hliðsjónar slíkum lífsskilyrðum eitthvað sem er eðlisóskylt þeim og varpar þó ljósi á þau og skýrir. Óraunveruleiki skáldskapar er þessi eðlismunur og bókmennta- legt gildi skyggni skáldverks á Á FIINDI samtaka dagmæðra í Reykjavík 13. mars sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun, í kjölfar bréfs barnaverndarnefndar til samtak- anna þar sem beiðni þeirra um opinbera rannsókn á réttmæti blaða- skrifa um ólöglega barnagæslu var synjað. Alyktunin er svohljóðandi: „Það sem fyrir samtökum dagmæðra í Reykjavík vakti með beiðni um rannsókn var fyrst og fremst að grafast fyrir um sannleiksgildi þvílík lífsskilyrði ásamt fagur- fræðilegu svipmóti. Bókmenntir eru því þegar best lætur óháðar hverskonar félagsmynstrum öðr- um en túlkunarháttum þjálfaðra greinenda eða með öðrum orðum sagt eiga sitt undir hve vel læsir menn eru. Gagnrýnin endurnýjar kynni manna af merkingum þeirra lífsmynstra sem áhræra líf þeirra, skapar mönnum skilyrði til að lifa lífinu með manneskjulegra móti en ef þeir væru blekktir af stefnu- miðum hagsmunahópa á líðandi tíð eða frá því í gamla daga. Lifa við meiri sjálfsþekkingu, fyllra geðheilbrigði, í frekara jafnvægi við félagslegar kringumstæður sínar. Slík menningargagnrýni, bókmenntanna, stendur undir sér sjálf. Hvert er ástandið í bókmennta- málum hérlendis um þessar mundir? Hefur saltið dignað? Bent hefur verið á ýmislegt til marks um þverrandi áhuga á ný- útkomnum bókmenntaverkum. Fleiri titlar að vísu en minni upp- lög og á síðustu árum minni sala. Algeng er sú skoðun meðal dreif- ingaraðila að „íslendingar vilji láta skemmta sér og hafa ekkert fyrir slíku sjálfir". Þau skáldverk sem seljast fyrir kostnaði — á ein- um til tveimur mánuðum, um aðra möguleika er ekki að ræða — gera það einkum vegna þess að þau tengjast fjöldahreyfingum bein- línis, t.d. kvennabókmenntir, tengjast einhverskonar tísku- bundinni vitundarvakningu eða meginmiði almennings. Á sínum tíma sögur og ljóð um kynslóðabil og hippastand, síðar persónusögur og einkamála-, eftir að flóttinn inn í einkalífið tók að setja svip sinn á samfélagið íslenska sem önnur á þessu hveli. Öflugar fjöldahreyfingar, hvik þeirra, valda því jafnframt að slík verk eru gösl í grunnu vatni, ræðu- mennska, oft léttvæg, sama um mat á þeim. Hvort tveggja brengl- ar verðmætamat. Ofurþungi, sem dagblöð og reyndar einnig ríkis- fjölmiðlar leggja á verk einstakra höfunda, magnar þetta ástand, ég vísa til opnuviðtala í flestum helg- arblöðum við tvo þrjá rithöfunda á útgáfutíð, menn, sem ekkert geta að því gert en eru hafnir upp á gulltrón lýðskrums og lenda í þeim þrengingum þar með að verða að skrifa samskonar verk næst og svo enn aftur uns fólk af jafn órökstuddum ástæðum hætt- ir að nenna að hirða um þá hversu ágætlega færir sem slíkir leik- soppar annars væru til að endur- nýja sig í skrifum sínum. Blöð hljóta að halda tryggð við hið vanabundna umfram allt, ella lægi ekki ljóst fyrir á því stund- arkorni, sem hvert eintak byggir tilveru sína á, hvað væri frétt. orða Margrétar Pálu Ólafsdóttur, fóstru í Þjóðviljanum þann 12. og 13. júlí sl. Þar staðhæfir hún að þúsund börn séu í „neðanjarðar- gæslu" í Reykjavík. Einnig segir Gunnar Salvarsson í Dagblaðinu Vísi 3. febrúar sl. að svokölluð „svört gæsla“ fari fram í Reykja- vík og skilst okkur að það sé gæsla hjá konum sem ekki hafa tilskilin leyfi til slíks. Þar staðhæfir hann að börnum sé gefið næringarlaust fæði og þau látin horfa á hryll- ingsmyndir af myndböndum. Tískufyrirbrigði, nýjungar sem engu ögra, eiga því samleið með þeim. Gagnrýnendut blaða eru háðir þessari atburðarás og eftir svo sem eins og þrjú úthöld sýna þeir þess merki að vera orðnir viljalítil handbendi tískuhreyfinga hversu vel sem þeir fara af stað. Og jafn- vel þau fáein tímarit, sem hafa á stefnuskrá sinni að birta vandaðri úttektir á nýútkomnum bók- menntaverkum en er á færi dag- blaða, eru undir sömu öfl seld og bera það með sér. Vandlega unnin skrif að vísu en sama efni enn og aftur, sömu bækur, sömu höfund- ar. Múghreyfingar og bókmenntir geta ekki átt samieið til lengdar. Ástríðusamband þetta, útgefenda, höfunda og almennings, afflytur merkingu bókmenntahugtaksins, skerðir hlutföll, brenglar verð- mæti; til marks um ástandið er sú meðferð sem skáldsaga Ómars Þ. Halldórssonar fékk í hitteðfyrra, ein af hinum merkari sem út hafa komið á síðari árum en ekki hægt að opna hana með lyklum tískunn- ar á þeim dögum; „Þetta var nú á fylleríi" var gefin út á kostnað höfundar, þrautaúrræði og fátt um hana þá og ekki fyrr en höf- undi tókst að vekja athygli á út- gáfuferli bókarinnar. Einn gagn- rýnandi er undanþeginn þessari athugasemd. Samstilling fjölmiðla, höfunda og almennings, sú sem ég lýsti, hefur stuðlað að viðgangi rithefð- ar raunsæisstefnunnar í þjóðlífinu gjörsamlega óháð hinu pólitíska tilefni hennar og yfirleitt án nokk- urs merkingarmiðs lengur. Skyndiákvarðanir, þörf fyrir sjálfgleymi um stundarsakir, fyrir tilfinningalegt samneyti, þvílíkar múghræringar hafa ráðið þeirri framvindu: allt það athæfi grunnfærnara en svo að líkur séu á að valdi formbreytingum, komi róti á undirstöðurnar. Þvert á móti öðlast þær nýtt gildi hvað sem hinu upphaflega líður; hið gamalkunna vekur öryggiskennd og nýrrar tegundar íhaldssemi tekur að gæta. Af sögulegum ástæðum náði raunsæisform á skáldverkum tryggri stöðu á ís- lenskum bókamarkaði, skáldsögur og smásögur með því sniði voru í áratugi skrifaðar af og fyrir skynsemitrúað fólk, margt hafði fundið hag sínum best komið í samfélagsmynstrum vinstrisinna. Núorðið eru engar slíkar sterkar og skarpt afmarkaðar stjórnmála- hreyfingar virkar í landinu sem á tíð sameignahyggjunnar. Skyn- semihyggju sem gaf merkingu og réttlætti nefndan rithátt. Hefði þjóðfélagsþróunin leitt annars- konar rithátt í öndvegi sæti sá jafn kyrfilega þar, jafn lítt háður hverskonar tilefni öðru en umtöl- uðu. Vafalaust var það einkum Við munum hugsa vel mál okkar og athuga með dagmæðrum lands- ins hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir róg og tilhæfu- lausar staðhæfingar, sem ekki er staðið við, og eins til að koma í veg fyrir að konur geti haldið því áfram átölulítið að starfa án leyfis og tekið sér stéttarheitið „dag- mæður" og tekið gjald fyrir sam- kvæmt okkar gjaldskrá. Fyrir hönd stjórnar samtaka dagmæðra í Reykjavík. Selma Júlíusdóttir.“ Þorsteinn Antonsson „Hvert er ástandið í bók- menntamálum hérlendis um þessar mundir? Hefur saltið dignað? Bent hefur verið á ýmislegt til marks um þverrandi áhuga á ný- útkomnum bókmennta- verkum. Fleiri titlar að vísu en minni upplög og á síðustu árum minni sala.“ fyrir ranga túlkun á þessari fram- vindu sem hópur rithöfunda gekk úr hagsmunafélagi sínu á síðasta ári, töldu sér mismunað við veit- ingar úr opinberum sjóðum í póli- tískum tilgangi, lýstu ábyrgð á hendur Rithöfundasambandinu. En stjórnmálaleg örbirgð þjóðfé- lagsins alls er á því stigi að slíkt er ekki mögulegt. Hending ræður að stóraukinn stuðningur samfé- lags okkar við rithöfundarskap hefur einkum beinst að höfundum sem skrifa raunsæisskáldverk á hefðbundinn máta eða a.m.k. í anda vinstrisinnaðra manna sem höfðu eitthvað til málanna að leggja. Þeir menn sem milligöngu hafa um að miðla rithöfundum af fé almennings hafa enn sem komið er náð lítið lengra en starfa í þágu afþreyingar þeirrar sem nú geng- ur undir heitinu nýraunsæi. Nýjungar á sviði bókmennta eiga örðugt uppdráttar eins og löngum fyrr hérlendis. Og það þótt langt sé um liðið síðan bók- stafstrúarmenn biðu lægri hlut í deilum um rím. Og kvalalosti bændastéttarinnar í garð skálda sé að mestu úr sögunni. Á sinni tíð beindist ádeila atómskálda að kveðskaparháttum sem svo voru tamir orðnir að þeir kváðu sig mestanpart sjálfir og um leið firrtu þeir tilmæli slíks kvæðis öllum þunga og jafnvel merkingu svo að unnanda þess var vart sjálfrátt heldur breytti þvert ofan í merkingarmið þess, steinrunn- inn, klofinn niður í rætur af ljóða- stagli. Staða lausamálsskáldskap- ar nú um stundir er samskonar. En ólíkt atómskáldunum hefur á undanförnum áratug eða svo hver höfundurinn af öðrum horfið frá djarflegum endurnýjunartilraun- um til „nýraunsæis". Hvers vegna dignaði saltið? Haftinu var ekki brugðið á mód- ernismann af stjórnmálaástæð- um. Mjög hefur dregið úr þvílíkum þvingunum, einkum frá hægri. Andstæður á því sviði hafa gengið upp í einu mynstri, efnahagslegu, við blasað á því sviði allsherjar- framgangur borgaraskapar og samfélagshátta sem löngum hafa þótt einkenna hann. Það er ekki fordæmi fyrir því í íslenskri bókmenntasögu að höfundar hafi átt við að etja múghreyfingar. Það er hægt að koma orðum að þvílík- um hræringum en ekki hægt að fanga þær í orð eins og mannlega vitsmuni aftur á móti, þar af tómleikakennd, hugarórar ein- stakra höfunda í nafni frelsis eða fangaráð hinna sem ekki þola þá miklu einveru sem útlegð fylgir, grípa til ritforms sem hefur víst markaðsgengi, er orðið fram- leiðsluvara eins og bókmennta- stefnur verða ævinlega fyrr eða síðar, hérlendis undir því hlálega yfirvarpi að um óbreyttan höfund- armetnað sé að ræða. I blekk- ingasmiðju íslenskra bókmennta eru engar afþreyingarsögur til. Snjólaug að vísu; en mér er sama. Vonandi að hin fyrstu verk hinna tanndregnu bókmenntaljóna gleymist ekki, þau eru sum góð, öll áhugaverð. Sambland einkar persónulegs viðmóts og járnharðrar fjármála- stefnu hefur reynst útgefendum notadrýgst aðferð við uppbygg- ingu fyrirtækja sinna: Iðunnar- kokteillinn er svo sterkur að rit- höfundar hafa unnvörpum gengist á mála hjá því fyrirtæki, vísast í þeirri trú að alvara þeirra bíði enga hnekki við þau býti, ég vísa á Megas til marks um þá þróun: vögguvísur voru það síðasta sem hann söng, sá skelmir, áður en hann hvarf og lét smíða upp í sig á ný annars staðar. Ástæðulaust að lasta það þótt fyrirtæki vilji selja vöru sína. En köllum hlutina rétt- um nöfnum. Enn vantar alveg þá tegund rit- verka sem geti stuðlað að frekari fyllingu íslenskra skáldverka; greiningu einstakra manna á hugmyndaheimi okkar óháða sér- fræðimállýskum og stofnunum yf- irleitt. Meðan þesskonar rit eru ekki hluti af menningarlífinu er ekkert líklegra en að um síendur- teknar andlitslyftingar verði að ræða, nýraunsæi, nýnýraunsæi o.s.frv. Vísindi verða til alls fyrst, heimspeki túlkar kenningar þeirra og tengir þær mannlegum stefnu- miðum, þær niðurstöður færa bókmenntir í form sem eru að- gengiieg því fólki sem hvorki vinn- ur á tilraunastofum né bollaleggur um heimspeki. íslenskar bók- menntir skortir þvílíkan hugmyndagrundvöll og svo hefur lengi verið: formbreytingar atóm- skáldanna voru ekkert umfram það. Bylting í ljóðagerð hefur ekki orðið enn, endurnýjun efnis jafnt sem forms, lokauppgjörið er eftir. Um það tala ljóð á líðandi stund opinskátt sínu máli, bera svipmót hugmyndalegrar fátæktar, leikar- askapar, tilgerðar undir yfirskyni persónulegs málfars. Þau einkenn- ir óuppgerð reynsla, hugarvingl, átakaleysi eða ástríðuofsi. Ein- hver mestur atburður á því sviði er sú staðreynd að Hannes Pét- ursson fann sjálfan sig fyrir skömmu. Aukið frjálsræði í beitingu ís- lensks máls er hið besta sem gerst hefur í íslenskum bókmenntamál- um á undanförnum árum. Sú hlið málsins hefur tekið svo gagnger- um breytingum, á undanförnum hálfum öðrum áratug eða svo, að við hæfi er að líkja þeim við bylt- ingu. Aðeins á því sviði hafa bókmenntir brotist út úr virð- ingarstiga þjóðfélagsins, hrist af sér pípuhatt hástéttarmannsins og á því sviði verið ætlað sjálf- stæði sem þeim hæfir í einu og öllu. Höfundar hafa gerst svo djarfir að brjótast undan því stofnanafargani sem virkjaði iðju þeirra í sína þágu; svo rækilega hefur kveðið að þessu að núorðið þýðir ekkert að reyna að salla niður höfund fyrir að skrifa ekki „rétt mál“. Tiltal sem óspart var notað til að breiða yfir getuleysi til þess yfirleitt að hugsa. Á sama tíma hefur málið innbyrt vísinda- heiti, þau hafa verið íslenskuð og feimnin að mestu farið af mennta- mönnum að nota eigin tungu í um- ræðum um fag sitt. Á að salta hana? Valið er frjálst. Þorsteinn Antonsson er rithöfund- ur. Samtök dagmæðra í Reykjavík: Kanna hvernig koma megi í veg fyrir ólöglega barnagæslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.