Morgunblaðið - 22.03.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984
Breyttar matsreglur
hafa vissulega rýrt
tekjur fiskseljenda
— segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ
„ÞAÐ ER tvímKlalaust Ijóst, að
metið hefur verið eftir öðrum regl-
um en samþykkt var við síðustu
verðákvörðun og það hefur vissu-
lega rýrt tekjur seljenda. Fram-
koma Jónasar Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra Framleiðslueftirlits
sjávarafurða, er slík, að ég minnist
ekki annars eins hjá opinberum
embættismanni," sagði Kristján
Ragnarssom, frarakvæmdastjóri
LÍU, er Morgunblaðið innti hann
eftir því, hvort að undanfornu
hefði fiskur verið metinn eftir
breyttum reglum.
„Ég hef fengið margvíslegar
upplýsingar og mörg dæmi um
það. Ég get nefnt það, að það var
fiskkaupandi, sem hringdi í mig
og hafði fengið mat upp úr tog-
ara um á 49% í fyrsta Hokk, 40%
í annan og 11% í þriðja. Hann
kvað þetta svo ósanngjarnt
vegna þess, að þetta væri bezti
fiskur, sem hann hefði fengið
upp úr þessum togara. Venju-
bundna matið væri yfir 90% í
fyrsta flokk. Ýsan í þessu skipi
var metin eftir eldri aðferðinni
og lenti 81% í fyrsta flokk og
19% í annan, ekkert í þriðja.
Hitt var þorskur. Ég heyrði
dæmi austan af Seyðisfirði. Þar
var verið að landa 200 lestum úr
skipi, þar sem 40% fóru í fyrsta
flokk, 40% í annan og 20% í
þriðja, en aldrei hefur komið
fyrir hjá þessu skipi að undir
90% færu í fyrsta flokk. Á sama
tíma var annað skip að landa á
Fáskrúðsfirði, en það hafði verið
á sömu miðum í jafnlangan
tíma, og fékk yfir 90% í fyrsta
flokk.
Ef menn ætla að taka þetta
starf að sér með þeirri sjálfum-
gleði og sem Jónas Bjarnason,
framkvæmdastjóri Framleiðslu-
eftirlits sjávarafurða, hefur sýnt
í þessu máli og leitt til þess að
við höfum orðið að Ieita ásjár
sjávarútvegsráðherra til að
skipa honum að standa við það,
sem hann hafði lofað við síðustu
verðákvörðun, að á þessu tíma-
bili skyldi fiskur metinn eftir
óbreyttum reglum, get ég fullyrt
að ég minnist ekki samskipta við
opinberan enbættismann með
þeim hætti, sem hann hefur sýnt
okkur undanfarna daga. Það er
gjörsamleg lítilsvirðing á útveg-
inum sem slíkum og byggist allt
á yfirdrepsskap og fullyrðingum
hans. Við það er óvinnandi í
þessari grein.
Við töldum að við hefðum
leyst þetta mál með fullu sam-
komulagi, að tilraunamat yrði
framkvæmt í vetur til saman-
burðar, þannig að meta mætti
áhrif nýju reglnanna á fiskverð,
þegar það yrði ákveðið næst, en
farið yrði eftir gömlu reglunum
þar til. Það var hann búinn að
fallast á með samþykki ráð-
herra, sem aftur nú hefur orðið
að fyrirskipa honum að haga sér
í samræmi við það, sem hann
hafði lofað. Því fagna ég og
þakka ráðherranum fyrir mjög
góða framgöngu í málinu. Svo er
þrákelknin svo mikil núna, að í
dag skrifar hann matsmönnum
sínum út um land, þar sem hann
dregur breytinguna til baka að
fyrirmælum ráðherrans, en neit-
ar að tilkynna matsmönnum
þetta símleiðis, þannig að búast
má við því, að boðin berist þeim
ekki fyrr en jafnvel I næstu
viku,“ sagði Kristján Ragnars-
son.
Alrangt að punktakerfið
hafí rýrt tekjur seljenda
— segir Jónas Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Framleiðslueftirlits sjávarafurða
„ÞAÐ ER með öllu rangt, að
punktakerfíð, sem við höfum notað
við matið, hafi rýrt tekjur fiskselj-
enda. Allar tölur, sem við höfum í
höndunum benda til þess, að út-
koman núna sé þannig, að meira
fari í fyrsta flokk en í fyrra og
minna í úrkast. Það eigi bæði við
um netafisk og togarafisk. Ég er
nýbúinn að gera könnun á 90 lönd-
unum á netafiski f þremur höfnum
á Suðvesturlandi og Suðurlandi og
bera saman útkomuna núna og í
fyrra á sömu bátum, völdum af
handahófi," sagði Jónas Bjarna-
son, framkvæmdastjóri Fram-
leiðslueftirlits sjávarafurða, er
Morgunblaðið innti hann eftir því,
hvort nýtt punktakerfi í fiskmatinu
rýrði tekjur seljenda.
„Á öllum löndunarhöfnunum
þremur sýnir könnunin meira í
fyrsta flokk nú en f fyrra. Ég hef
trú á þvf, að aðalskýringin á
þessu sé sú, að það er betri afli,
sem er að koma á land núna.
Sögusagnir um rýrðan hlut sjó-
manna og útgerðar eru með öllu
tilhæfulausar. Við erum nú með
einkunnamatskerfi gangandi,
sem er hægt að nota til að ná
nánast hvaða markmiði sem er í
þessum ihálum. Það var ákveðið
að breyta ekki nú að þessu sinni
og þess vegna notum við þetta
kerfi til að sigla sama kúrs og
áður. Þetta eru ný vinnubrögð og
við notum þessar einkunnagjafir
fyrst og fremst sem tæki til sam-
ræmingar. En menn eru hræddir
við tækið sjálft, vilja það ekki og
telja sumir hverjir, í vanþekk-
ingu sinni, að tækið sjálft sé
hættulegt og þýði rýrðar tekjur
seljenda. Eins og ég sagði áðan,
sýna niðurstöður það, að þetta er
hreinræktaður misskilningur.
Það hafa að vísu komið tvö tilvik
nú með togarafarma á Suður-
landi og Vesturlandi, þar sem
fiskur kom illa út í mati, en ég
hef staðfestingu á því nú, að það
hefur ekkert með vinnubrögðin
að gera. Gömlu vinnubrögðin
okkar hefðu gefið sams konar
eða jafnvel verri útkomu fyrir
seljendur. Þessar sögur eru
blásnar út og reynt að gera
okkur að blóraböggli í þessum
málum.
Ég verð að lýsa undrun minni
og mjög miklum vonbrigðum, að
menn, sem eiga að teljast ábyrg-
ir hagsmunaforingjar, skuli láta
hafa sig í það, að vera með yfir-
lýsingar og hótanir, sem byggj-
ast á kjaftasögum, sem f ofaná-
lag eru með öllu ósannar. Það
verður að harma þann hlut. Ég
er búinn að segja að þetta sé til-
hæfulaust. Ég er búinn að segja
að breytingarnar í sjálfu sér séu
ekkert nema samræmingar. Það
voru mín fyrirmæli, að við ætt-
um i öllum aðalatriðum að
stefna að því að fá sams konar
niðurstöður og áður á landsvisu
vegna þess, að breytingar á
hlutföllum milli gæðaflokka eru
hvorki sanngjarnar né eðlilegar
nema verðlagsbreytingar gerist
samhliða. Þetta var eitt af
markmiðunum. Þess vegna er
það synd í raun hvað hægt er að
heyra frá mönnum, sem hafa
ekki gefið sér tíma til að kynna
sér málin. Þessi umræða er flók-
in, gæðamál og gæðamat á fiski
er flókið mál og þeir menn, er
fjalla um þessi mál, verða að
gefa sér meiri tíma til þess að
kynna sér þau áður en þeir birt-
ast í fjölmiðlum með yfirlýs-
ingar og gera ekkert annað en að
skaða sjálfa sig þegar til lengdar
lætur," sagði Jónas Bjarnason.
Helgi vann Lombardy
HELGI Ólafsson hefur tekið
forustu á alþjóðlega skákmótinu
í Neskaupstað. Hann sigraði
bandaríska stórmeistarann
William Lombardy í 3. umferð,
sem tefld var í gærkvöldi. Önn-
ur úrslit urðu að Róbert Harð-
arson vann Benóný Benedikts-
son og McCambridge vann I)an
Hansson. Jóhann Hjartarson og
Harry Schussler gerðu jafntefli,
svo og Guðmundur Sigurjónsson
og Milorad Knezevic.
Skák Margeirs Péturssonar og
Tom Wedbergs frá Svíþjóð fór í
bið og hafði Margeir heldur
betri stöðu. Staðan í mótinu er:
1. Helgi Ólafsson 2'Æ vinningur,
2. -3. Jóhann Hjartarson og
Harry Schussler 2, 4. Margeir
Pétursson l'/t vinningur og
biðskák, 5.-9. Róbert Harðar-
son, Lombardy, Guðmundur
Sigurjónsson, Knezevic og
McCambridge 1 '/2 vinningur.
Wedberg hefur '/2 vinning og 2
biðskákir. Benóný Benediktsson
og Dan Hansson hafa enn ekki
hlotið vinning en Benóný á
biðskák við Wedberg.
Ingvar Ásmundsson, skák-
meistari, heldur austur og skýr-
ir skákir á föstudag, laugardag
og sunnudag.
f gær var hafist handa um að reka niður allt að 18 metra langa stöpla í
Sundahöfn, sem undirstöðu fyrir gámakrana er Eimskip hefur fest kaup á og
hyggst reisa við Kleppsbakkann í Sundahöfn. Myndina tók Ólafur K. Magn-
ússon, Ijósmyndari Morgunblaðsins, inn í Sundahöfn.
Allt að 80 prósent
hækkun á áfengi
— 21% meðalhækkun á vindlingum
Tóbak hækkaði að meðaltali um
21% og áfengi um 15% í gær, en
mjög er mismunandi eftir tegundum
um hve miklar hækkanir er að ræða.
Sumar tegundir áfengis hækka ekki,
heldur standa í stað, og einnig eru
dæmi um það að sumar þeirra lækki.
Ástæðan fyrir þessum mismunandi
hækkunum er að verðið er hvort
tveggja reiknað út eftir styrkleika og
innkaupsverði áfengisins og getur
verðið í framtíðinni tekið breyting-
um, ef breytingar verða á innkaups
verði.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið aflaði sér á skrif-
stofu ÁTVR í gær hækkaði Camp-
ari Bitter mest, úr 320 kr. í 570,
sem er um 80% hækkun. Sherry
og portvín hækka einnig mikið, til
dæmis Hunts portvín úr 200 kr. í
330, sem er 65% hækkun og Dry
Sack úr 210 í 320 kr., sem er 52%
hækkun. íslenskt brennivín hækk-
ar um 25% úr 380 í 470 kr., og mun
um svipaðar hækkanir vera að
ræða á öðrum íslenskum tegund-
um. Johnny Walker, red label
whiskey, hækkar um 13% úr 600 í
680 kr., en Vat 69 um 17% úr 580 í
680 krónur, svo dæmi séu tekin af
handahófi.
Hvað vodkað snertir hækkar
Vodka Wyborowa um 26%, úr 530
í 670 kr., en það er 45% að styrk-
leika. Stolichnaja hækkar um 7%
úr 540 í 580 kr. og Smirnoff aðeins
um 3% úr 590 í 610, en báðar þess-
ar vodkategundir eru 40% að
styrkleika. Sætur Martini hækkar
um 43% úr 210 krónum í 300, en
það er 18% að styrkleika. Rauðvín
eins og Geisweiler hækka úr
210—260 kr., sem er 24% hækkun
og St. Emiliion úr 180 í 210, sem er
17% hækkun. Chevalier de France
stendur í stað, kostar 120 krónur.
Þá standa mörg hvítvín í stað og
önnur lækka.
Amerískir vindlingar hækka úr
44,10 í 53,20-53,50. Danskir vindl-
ingar, Prince, hækka úr 39,70 í
49,40 og Rothmans, enskir vindl-
ingar, fara úr 37,80 í 47,20. London
Docks hækka úr 60,00 krónum í 71
krónu og Half and Half píputóbak
hækkar úr 42,80 í 54,70.
Brælir enn á
loðnumiðunum
ENN VIRÐAST veðurguðirnir and-
vígir loðnuveiðum því skipin hafa lít-
ið sem ekkert getað verið að síðan
um helgi. Á þriðjudag tilkynntu að-
eins 6 skip um afla og síðdegis í gær
höfðu þrjú skip tilkynnt um afla
þrátt fyrir brælu.
Á þriðjudag tilkynntu eftirtalin
6 skip um afla, samtals 3.030 lest-
ir: Keflvíkingur KE, 500, Þórs-
hamar GK, 550, Dagfari ÞH, 510,
Örn KE, 550, Bergur VE, 200 og
Börkur NK 720 lestir. Síðdegis í
gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt
um afla: Erling KE, 300, Víkingur
AK, 700 og Bjarni Ólafsson AK
750 lestir. Aflann fengu skipin
ýmist við Snæfellsnes eða Suð-
austurland.
Rekstrarstofan er
einkafyrirtæki mitt
— segir J. Ingimar Hansson
„ÞJÓÐVILJINN hefur af einhverj-
um ástæðum blásið það upp, að
Helgi Þórsson væri eigandi
Rekstrarstofunnar. Það er auðvit-
að alrangt. Þetta er einkafyrirtæki
mitt. Þar að auki hefur hann eng-
an hag af því að þetta verkefni er
unnið á stofunni, hvorki fjárhags-
legan né annan og hefur ekki tekið
þátt í vinnslu þess,“ sagði J. Ingi-
mar Ilansson, framkvæmdastjóri
Kekstrarstofunnar, er Morgun-
blaðið innti hann álits á skrifum
Þjóðviljans um tengsl fyrirtækis-
ins og menntamálaráðuneytisins.
„Varðandi það atriði, að ekki
hafi verið gerður verksamning-
ur, er rétt að það komi fram, að
fyrir nokkrum vikum hefur Hag-
sýslustofnun tekið upp það ný-
mæli að gera ákveðna verksamn-
inga við þjónustufyrirtæki í hag-
ræðingu um úttektir á ríkisfyr-
irtækjum. Ástæðan er sú, að
slíkum úttektum hefur fjölgað
mjög í seinni tíð. Þegar úttektin
á menntamálaráðuneytinu byrj-
aði seint á síðasta ári, var þetta
ekki venja.
Rétt er að það komi fram, að
önnur ráðgjafarfyrirtæki eru að
vinna fyrir ráðuneytið, til dæmis
var úttektin á Lánasjóði ís-
lenzkra námsmanna unnin af
öðrum aðila, þótt Þjóðviljinn
haldi því fram, að við höfum
unnið að því verkefni," sagði J.
Ingimar Hansson.