Morgunblaðið - 17.04.1984, Side 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984
Strandir — rækiuveiöar og -vinnsla — innfiaröarkvótinn búinn
Blönduós og Hvammstangi til
austurhlutans.
Jón sagði, að rekstur Hólma-
drangs væri erfiður, en alls
ekki eins vonlaus og sumir
vildu vera láta. Á síðasta ári
hefði hann fiskað fyrir 38 millj-
ónir frá marzbyrjun og afla-
verðmætið nú væri orðið rúmar
13 miiljónir. í fyrsta rækju-
túrnum hefði hann fengið 30
lestir, 100 í þeim næsta og í
þriðja túrnum hefði aflinn ver:
ið orðinn 30 lestir eftir 6 daga. í
stærsta túrnum hefðu 40 lestir
verið unnar beint til útflutn-
ings um borð en 60 lestir í
frystihúsinu á staðnum. Gengi
þetta vel áfram, hvort sem um
væri að ræða fisk- eða rækju-
veiðar, væri staðan nokkuð góð.
Þeir teldu sig hafa nokkurt for-
skot á úthafsrækjuveiðunum
með því að byrja svona
snemma. Það væri hætt við
aflakvóta á djúprækjunni eftir
31. maí, en leyfi til veiðanna
giltu ekki nema til þess tíma.
Hvað varðaði markaðsverðs-
lækkun á rækjunni sagði Jón,
að hún kæmi væntanlega ekki
fram í hráefnisverði fyrr en í
haust í fyrsta lagi. Afkoma
vinnslunnar hefði verið mjög
góð að undanförnu og ætti hún
því að vera fær um að taka
verðlækkunina á sig um tíma,
en ekki lengi. Hins vegar virtist
þetta draga furðu lítið úr áhuga
manna á því að hefja veiðar og
vinnslu.
Þá gat Jón Alfreðsson þess,
að með „Hvammstangasam-
þykktinni", sem fram kom fyrir
nokkru, hefði komið upp sá
misskilningur að þeir, sem að
henni stóðu, vildu sitja einir að
rækjuveiðinni á Húnaflóa-
svæðinu. Það væri alrangt. Það,
sem þeir vildu, væri það, að
ákveðin yrðu sérveiðisvæði
fyrir báta og sérsvæði fyrir tog-
ara svo ekki kæmi til árekstra
þar á milli.
Æ;méé^í
•*1» 1 ÍUíŒ
OT
Áhöfnin á Ásbjörgu hugar að djúprækjutrollinu.
Rækjusjómenn á Hólmavík:
Eigum fullan rétt á skel
eins og austanbátarnir
EKKI var róið á rækju frá Hólma-
vík dag þann er Morgunblaðs-
menn voru þar á ferð enda lítið
eftir af kvótanum og næg rækja í
frystihúsinu. Á bryggjunni rák-
umst við því á áhöfnina á Ásbjörgu
ST 9, sem var að undirbúa sig á
djúprækjuna síðar í þessum mán-
uði. Renedikt Pétursson, skip-
stjóri, sagði að hann reiknaði með
að kvótinn á innfjarðarrækjunni
kláraðist þann 9. þessa mánaðar
og því væri ekki eftir neinu að
bíða. Þeim hefði gengið mjög vel á
innfjarðarrækjunni aldrei betur og
rækjan væri mjög góð. Þeir væru
komnir með 93 lestir frá því um
miðjan október og gæfi það um
300.000 krónur í hlut, en þrír væru
um borð.
„Við gætum veitt miklu meira
af rækjunni en það er naumt
skammtað. Það kemur líka
meira í hlut austanbátanna því
þeir hafa skelina líka. Við teljum
okkur eiga fullan rétt á veiðum á
henni líka og hér í Steingríms-
firðinum er vitað um góð mið,
meðal annars við Grímsey og
mikill áhugi er á skelfiskvinnsl-
unni hér. Vegna þessa hefur
komið datiður tími, sérstaklega á
haustin og hafa menn því stund-
um þurft að fara suður á vertíð.
Hvað varðar djúprækjuna höf-
um við áhyggjur af aukinni
ásókn stóru skipanna í hana og
að þau fari um of inn á þau mið,
sem smærri bátarnir hafa sótt.
Þess vegna viljum við að vélar-
stærð ráði því hvar skipin fái að
veiða, þannig að þau stóru yfir-
Benedikt Pétursson, skipstjóri.
taki ekki mið þeirra minni.
Stóru skipin geta verið miklu ut-
ar en við og taki þau okkar
hefðbundnu mið yfir höfum við
ekki á aðra staði að fara,“ sagði
Benedikt Pétursson, skipstjóri á
Ásbjörgu ST 9.
Stefán Jónsson, verkstjóri í vinnslusal frystihússins.
8 tonn af rækju
unnin dag hvern
- segir Stefán Jónsson, verkstjóri
Þv.gar Morgunblaósmenn litu inn í frvstihúsió á Hólmavík, var þar verið
að frysta rækju í blokk fyrir Danmörku. Stefán Jónsson, verkstjóri, sagói í
samtali við Mbl., aó nú væri nánast engin hreyfing á rækjusölunni nema þá
helzt í blokkinni. Lausfrysta rækjan hreyfðist nánast ekkert nú vegna lágs
verös og sölutregðu.
Stefán sagði, að unnin væru að
meðaltali um 8 tonn af rækju í
frystihúsinu á dag, en magnið færi
nokkuð eftir því hvernig gengi að
pilla rækjuna, ekki skipti máli
hvort hún væri lausfryst eða fryst
í biokkir. Frystihúsið væri stærsti
atvinnurekandinn á staðnum og
ynnu við það 38 til 40 manns á
tveimur vöktum, frá klukkan 8 til
24 fimm daga vikunnar.
Hólmavík:
Ekki sérlega spennandi
en það verður að hafa það
- segir Guðbjörg Guðmundsdóttir, starfsstúlka í frystihúsinu
„Ég kann alveg sæmilega við þessa vinnu, þó hún sé tilbreytingarlítil, en
ég hef unnið hér í tvö ár. Það er enga vinnu að fá hér nema í Kaupfélaginu,
á dagheimilinu eða í sjoppunni og þar er alltaf fullskipað. En venjulega fæst
vinna í frystihúsinu," sagði Guðbjörg Guðmundsdóttir, starfsstúlka í frysti-
húsinu, er Mbl. ræddi við hana.
Guðbjörg sagðist hafa flutt úr
sveitinni til Hólmavíkur fyrir um
6 árum, en hún vissi ekki hvort
hún ílentist þar og þá í rækjunni.
Það væru sæmileg laun í henni og
hún væri ekki búin að fá leið á því
enn að borða hana þó hún ynni
stöðugt við rækjuvinnsluna. Þetta
væri ekki sérlega spennandi, en
það yrði að hafa það.
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Rækjuvinnsla í frystihúsinu á Drangsnesi.