Morgunblaðið - 17.04.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984
39
NYR ISLENSKUR
MYNDHÖGGVARI
Það verður ekki annað sagt en
að sýning Ragnhildar Stefánsdótt-
ur að Kjarvalsstöðum komi á
óvart. Um ágæta hæfileika efuðust
menn ekki, en hins vegar hefur
víst fáa órað fyrir því, að hin korn-
unga listakona kæmi jafn sterkt
frá frumraun sinni og nú er raun-
in.
Það er skemmst frá að segja,
að ég minnist þess ekki að hafa
séð jafn sannfærandi frumraun
á vettvangi rúmtakslistar hér í
borg á öllum mínum 18 ára ferli
sem listrýnir. Og satt að segja
átti ég ekki von á því að slíkur
frumkraftur kæirti frá kvenþjóð-
inni. Þetta er sagt í ljósi þess, að
höggmyndalist hefur til skamms
tíma verið dæmigert karlafag
vegna þess hve mjög hún reynir
á krafta og úthald. Þá má og
einnig tala um nokkra hefð á
sama hátt og myndvefnaður hef-
ur aðallega verið iðkaður af kon-
um.
— Það sem öðru fremur vekur
athygli á sýningu Ragnhildar er
myndhugsun hennar — það skín
í gegn, að hún hugsar sem
myndhöggvari, uppgötvar, upp-
lifir og finnur til í rúmtaki. Það
eru einkum teikningarnar sem
afhjúpa myndhugsun Ragnhild-
ar en þær eru dæmigerðar fyrir
vinnubrögð ýmissa myndhöggv-
ara í gegnum aldirnar. Skýrar,
formfastar, en einnig mjúkar og
efniskenndar. Eftir teikningun-
um að dæma mun Ragnhildur
ekki afmarka sér þröngan bás á
sviði höggmyndalistar heldur
hefur hún alla möguleika til þess
að verða meistari í blæbrigða-
rikdómi formsins eins og t.d.
Giacometti eða Manzú. En til
þess að það geti orðið er mikil-
vægt að Ragnhildur fái að reyna
sem flest á næstu árum, óbundin
fjárhagsáhyggjum og hjáleitu
brauðstriti. Hún þarf að geta
sökkt sér niður í hvers konar
form- og efnisrannsóknir við
hinar bestu aðstæður um leið og
hún vinnur að eigin listsköpun.
Á þessu er vakin athygli hér, í
ljósi þeirrar staðreyndar, að
sýning Ragnhildar hefði ekki
orðið að veruleika án hagstæðra
ytri skilyrða. Fyrir hið fyrsta
fékk hún afnot af gestaverkstæði
leirmunafyrirtækisins Glits og
svo fékk hún þriggja mánaða
starfslaun Brunabótafélagsins.
Ekk má heldur gleyma því að
hún var með þeim fyrstu er naut
nýstofnaðrar myndhöggvara-
deildar við Myndlista- og hand-
iðaskóla íslands. Má segja að
árangurinn skili sér fljótt hvað
þá deild áhrærir! Sýningin er
þannig f og með sterk rök fyrir
því að flytja myndlistarrann-
sóknir inn í landið með því að
koma skólanum á háskólastig.
Lægi þá beinast við að stofna
einnig húsameistaradeild ...
— Lífið sjálft og vaxtarmögn
þess virðast vaka mjög fyrir
Ragnhildi Stefánsdóttur í mynd-
gerð hennar „að fara vel með líf-
ið“ svo sem hún sjálf segir í
blaðaviðtali. Fólk kann þá að
undra það, að hún byggir
myndheim sinn á mannabeinum
og hugleiðingum um lífið og
dauðann. En svo er, að hvorugt
getur án hins verið, líf sprettur
upp af dauða og dauði af lífi. Við
getum ekki skilgreint hvað líf er
án dauðans né hvað fegurð eig-
inlega er án ljótleikans og þann-
ig séð er lífið afstætt. Það er ris,
vöxtur og bjartsýni í beinunum
hennar Ragnhildar, hún er að
höndla kjarna mannlífsins.
Beinin eru hygg ég tákn lífsins
og heiðríkjunnar og þess að burt
skal sortans svið.
Að öllum heimspekilegum
hugleiðingum slepptum þá er
það og staðreynd að fátt er væn-
legra til formrænna rannsókna
en einmitt hvers konar bein af
mönnum og dýrum. Þetta hafa
myndhöggvarar vitað í aldir og
notað óspart og í ljósi þess er
myndefnið ekki frumlegt. Þrátt
fyrir allt þá er það eitthvað sem
gengur líkt og rauður þráður i
gegnum alla sýninguna og sem
verður að heimfærast á gerand-
ann sjálfan og persónu hans. Ég
hafði punktað við nokkrar
myndir á sýningunni en er ég
rita þetta þá skynja ég sýning-
una sem heild og það væri nán-
ast að raska þeirri heild að
nefna einstakar myndir.
Þess ber að gæta, vel að
merkja, að slík frumraun og slík
velgengni er erfiður biti að
kyngja — listin gerir skefjalaus-
ar kröfur til iðkenda sinna i
meðlæti sem mótlæti og það má
aldrei gleymast.
Ragnhildur Stefánsdóttir er
ung að árum, ískyggilega ung,
miðað við þann áfanga er hún
hefur þegar náð og ég vona að
hún skilji og skynji að að þarf
sterk bein til að standa upprétt-
ur í listinni lífið í gegn. En und-
irstaðan er hér réttleg fundin.
Bragi Asgeirsson
lönaöarbankinn hefur stigiö nýtt skref til hagsbóta fyrir
sparendur.
Viö breytum nú bundnum reikningum sem hér segir-.
1
í staö gömlu 12 mánaða reikninganna koma nýir
• reikningar til 6 mánaöa.
2
Sex mánaða, bundnir reikningar Iðnaðarbankans veröa
• því tvenns konar:
VERÐTRYCCÐIR með 1,5% p.a. vöxtum sem nú veröa reiknaðir
tvisvaráári.
ÓVERÐTRYGGÐIR (áöurtil 12 mánaöa) meö 19% p.a. vöxtum
sem einnig eru reiknaðir tvisvar á ári.
Reikningseigendum veröur nú frjálst aö færa fyrirvara-
« laust og án lengingar binditímans milli þessara tveggja
reikningsforma. Slíktgeturskiptverulegu máli, breytist
aöstæöur manna eöa aöstæöur i þjóöfélaginu._______
Viö greiöum sérstakan vaxtabónus sem viö köllum
IB-BÓNUSofan á „venjulega" vexti.
3
er 1,5% p.a. vaxtabónus lönaöarbankans, sem leggst
sjálfkrafa, auk venjulegra vaxta, ofan á innstæðu
ndnum 6 mánaöa reikningi tvisvar á ári, ef ekki er tekið út
af honum.
Hann er reiknaöur í júlí og janúar ár hvert. IB -BÓNUS greiðist
fyrst íjúlí n.k. Athugiö, aö þá greiðist hann á alla nýja 6 mánaöa
reikninga, sem stofnaðir veröa frá 15. apríl til 1. júlí n.k.
Upplýsingasími: 29630
Hafðu samband viö næsta útibú okkar eöa hringdu beint
í IB-símaþjónustuna í Reykjavík, síminn er (91)29630.
Viö veitum fúslega frekari upplýsingar og sendum gjarnan
bækling.
Idnaðarbankinn