Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRlL 1984
HæU við tvo (ulltrúa á l'undi sljórnunarefndar |)ingniannasamtaka
Atlantshafsbandalagsins, sem hér var haldinn um síóustu helgi.
„Krefjumst þess
að NATO fordæmi
hernámið á Kýpur“
segir gríski fulltrúinn, (’leanthis Zervos aðmíráll
GRÍSKI fulllrúinn á fundi stjórn-
unarnefndarinnar, Cleanthis I.
Zervos, er þint'tnaóur sósíalista-
flokks Papandreus forsætisráð-
herra og aómíráll á eftirlaunum.
Hann var yfirforingi gríska sjó-
hersins þegar herforingjarnir
rændu vóldum í landinu í ágúst
1967 og var þá sviptur herforingja-
tign, vegabréfi sínu og ferðafrelsi
innanlands þar til herforingjarnir
gáfust upp og lýóræóislega kjörnir
fulltrúar tóku aftur við stjórn
landsins. I*á fékk hann vegabréf
sitt aftur og var endurskipaóur for-
ingi í hernum. Hann var í fyrsta
hópnum, sem skoraói á herfor-
ingjaklíkuna að færa lýðræóió aft-
ur í „vöggu“ sína og átti það
stærstan þátt í því að hann féll í
ónáó meðal fyrrverandi starfsfé-
laga sinna.
Zervos hefur því reynslu af
frelsissviptingu — sem ungur
maður bjó hann á Ítalíu og hefur
því góða hugmynd um hvernig er
að búa undir járnhæl fasismans.
Hann hefur verið talsmaður
flokks síns um málefni grísku-
maelandi Kýpurbúa og gerði á
fundi fastanefndarinnar athuga-
semd vegna þátttöku tyrknesku
fulltrúanna í störfum þings Atl-
antshafsbandalagsins. Blaða-
maður Mbl. spurði hann um þær
athugasemdir og deilur Grikkja
og Tyrkja.
„Þátttaka tyrknesku full-
trúanna var ákveðin áður en
fundurinn hófst,“ sagði Zervos.
„Ég óskaði því eftir að afstaða
grísku stjórnarinnar yrði færð
til bókar. Okkar skoðun er sú, að
lýðræðislegt þjóðskipulag sé
- Mortfunhlaðið/KEE
Cleanthis Zervos: Hvers vegna hef-
ur NATO ekki tekist aó hafa áhrif
á stjórnarhætti í Tyrklandi?
ekki hægt að taka sem gott og
gilt vegna hvers konar kosninga
sem er, þjóðfélag er ekki lýðræð-
islegt nema stjórnarhættir allir
séu lýðræðislegir. „Kosningarn-
ar“ í Tyrklandi á dögunum voru
ekki lýðræðislegar kosningar eða
þingræðislegar. Stjórnmála-
flokkunum í landinu var ekki
leyft að taka þátt í þeim heldur
þurfti að stofna nýja flokka, ná-
tengda ólýðræðislegri valda-
klíku.
Þar í landi er engin virðing
borin fyrir grundvallarmann-
réttindum. Fjölmiðlarnir eru
múlbundnir, útkoma dagblaöa,
sem njóta virðingar um víða ver-
öld fyrir baráttu sína fyrir lýð-
ræði, er stöðvuð. Borgararnir
eru hnepptir í fangelsi eða tekn-
ir af lífi á degi hverjum fyrir
stjórnmálaskoðanir sínar. Ég
leyfi mér að fullyrða," sagði
hann, „að enginn getur með
góðri samvisku haldið því fram
að í Tyrklandi ríki lýðræði og
þingræði, eins og við þekkjum á
Vesturlöndum."
Hann sagði að sumir fulltrú-
anna á fundinum hefðu haldið
því fram, að með því að leyfa
tyrknesku fulltrúunum að taka á
ný þátt í störfum NATO-þings-
ins væri hægt að beita tyrknesk
stjórnvöld frekari þrýstingi til
að snúa aftur til fullkomlega
lýðræðislegra stjórnarhátta.
„Þetta er mikil blekking!" sagði
Zevros. „Hvers vegna hefur
NATO mistekist fram að þessu
að hafa áhrif á hernám Tyrkja á
Norður-Kýpur? Þar er enn her-
námslið þrátt fyrir ályktanir og
ákvarðanir Allsherjarþings og
Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna. Við höfum ítrekað krafist
þess og krefjumst enn að þing
Atlantshafsbandalagsins for-
dæmi gróf brot tyrknesku
stjórnarinnar á alþjóðlegum lög-
um með hersetunni á Kýpur og
stofnun svokallaðs lýðveldis
Tyrkja þar. Við krefjumst þess
að NATO beiti stjórnina í Ank-
ara þeim þrýstingi, að henni
verði ekki fært annað en að kalla
hersveitir sínar heim svo að
Kýpur geti áfram verið sjálf-
stætt ríki og landamæri þess
virt.“
„Lýðræðið á
Spáni traust“
- segir spænski fulltrúinn, Antonio Garcia-Pagan Zamora
„Þjóóaratkvæóagreióslan um
aóild Spánar að NATO mun vænl-
anlega fara fram fyrri hluta næsta
árs en endanleg ákvöróun þar um
hefur ekki veriö tekin enn. Þaó
veróur þó örugglega áóur en þing-
kosningar fara fram í landinu
1986,“ sagói Antonio Garcia-Pag-
an Zamora, þingmaóur spánska
sósíalistaflokksins, sem er fulltrúi
lands síns í stjórnunarnefnd Atl-
antshafsbandalagsþingsins, er
blm. Morgunblaðsins hitti hann
stuttlega aó máli í fundarlok sl.
laugardag.
„I framhaldi af sigri flokks
míns í þingkosningunum 1982
staðfesti neðri málstofa
spænska þingsins, Cortez, með
einföldum meirihluta aðild
Spánar að Atlantshafsbandalag-
inu,“ sagði Garcia-Pagan.
„Flokkurinn barðist gegn þeirri
staðfestingu og aðildinni að
bandalaginu enda höfðum við
lofað því í kosningabaráttunni,
að við myndum láta fara fram
þjóðaratkvæðagreiðslu um að-
ildina að NATO. Fólkið sjálft á
að fá að ráða því, hvort Spánn
tekur þátt í starfi bandalagsins.
Þar til þjóðaratkvæðágreiðslan
hefur farið fram mun sósíalista-
flokkurinn virða ákvörðun
þingsins og taka fullan þátt í
störfum bandalagsins, án þess
þó að sitja í hernaðarlegum
nefndum þess. Það er einnig í
samræmi við stefnuskrá okkar í
kosningunum; við ákváðum að
fresta því að taka þátt í hernað-
arsamstarfinu þar til þjóðin hef-
ur sagt sitt álit. Við teljum
okkur til vestrænna þjóða og
gerum okkur fulla grein fyrir
nauðsyn þess að verja frelsi og
lýðræði. í bæði stjórninni og
flokknum fer nú fram rækileg
umræða um hvaða hlutverki
Spánn getur gegnt og á að gegna
í vörnum Vesturlanda."
— Hver er að þínu mati staða
lýðræðisins á Spáni?
„Ég tel að drjúgur sigur sósí-
alistaflokksins í þingkosningun-
um hafi styrkt lýðræðið á Spáni.
Ég held að herinn muni ekki
gera neinar tilraunir til að bæra
á sér í átt til valdaráns, eins og
gerðist ekki alls fyrir löngu.
Antonio Garcia-Pagan Zamora: Aó-
ild Spánar aó NATO veröur borin
undir þjóóaratkvæði á næsta ári.
Okkur er óhætt að hætta að hafa
áhyggjur af því.“
— Svo að lýðræðið á Spáni er
traust?
„Það vona ég. Já, það tel ég
vera..."
— H v e r n i g metur þú
stöðuna í þínum heimshluta —
telurðu að þar horfi friðvænl-
ega?
„Já. Við gerum okkur ljósa
grein fyrir mikilvægi landanna
við Miðjarðarhaf fyrir varnir
Vesturlanda. Stjórn okkar telur
það eitt helsta hlutverk sitt að
koma í veg fyrir spennu eða átök
í heimshlutanum."
Guófræðinemar inni í Bæjarkirkju ásamt sóknarprestinum, Ólafi J. Sigurós-
syni, og dóttur.
Ferð guðfræðinema um Borgarfjörð:
„Dýrmætar stundir
og til uppbyggingar“
Borgarfirði, 9. apríl.
UM HELGINA ferdudust guðfrædi-
nemar um Borgarfjaröarprófasts-
dæmi, sóttu heim sóknarpresta og
fræddust um störf þeirra og hætti.
Er ferö sem þessi farin á hvoru miss-
eri og venjulega eitt prófastsdæmi
tekið fyrir. Voru sóknarprestarnir
Jón Einarsson í Saurbæ, Hlynur
Árnason á Borg, Brynjólfur Gíslason
í Stafholti, Olafur J. Sigurðsson í Bæ
og Björn Jónsson á Akranesi heim-
sóttir. Predikuðu guófræóinemar í
messu í Borgarnesi og Bæ í gær.
Um heimsókn guðfræðinema til
sín sagði Ólafur J. Sigurðsson í
Bæ: „Þegar ég var í guðfræðideild-
inni sjálfur voru allar þessar
deildarferðir til uppbyggingar og
gagns. Nú snýr hin hliðin að mér,
þegar ég er orðinn sóknarprestur.
Það er uppörvandi og ánægjulegt
að fá þetta fólk í heimsókn. í
heimsókn þeirra er fólgin endur-
næring og það er hollt að komast í
snertingu við ungar manneskjur,
sem eiga eftir að koma út í starf á
eftir manni."
Guðfræðinemarnir voru 9 í ferð-
inni og gistu á Varmalandi, það
litla sem gist var, þar sem menn
þurfa að ræða margt á ferðum
sem þessum. Magnús Erlingsson
er formaður Félags guðfræðinema
og sagði hann, að ferðir sem þess-
ar væru liður í náminu, því með
þessu kynntust þau starfi prests-
ins og aðstæðum hans. „Fyrir utan
það, að komast í kynni víð heima-
baksturinn hjá prestsmaddömun-
um, þá er tilgangurinn sá að hitta
prestana og fá frá fyrstu hendi
hvernig safnaðarlífið gengur fyrir
sig. Við förum í messu þar sem því
verður við komið og tökum þátt í
lofgerð og helgihaldi heima-
manna.
Slíkar stundir eru ákaflega
dýrmætar og til uppbyggingar.
Klerkar í Borgarfjarðarprófasts-
dæmi eru hinir alþýðlegustu og
skemmtilegir viðræðu. Hafa þeir
margar og góðar hugmyndir um
aukið samstarf á milli sóknar-
presta og breytta starfshætti.
Verður ekki komist hjá að minn-
ast á veðrið. Þrátt fyrir leiðindi
þess skartaði mannlíf Borgfirð-
inga sínu fegursta í þessari ferð.“
— Pþ
Nancy Weems leikur fyrir nemendur Egilsstaóaskóla. Ljósm. Mbl./Olafur
Egilsstaðir:
Nemendur fögnuðu
Nancy Weems
Þ idlvwtrvAiitn I I ariríl
Kj'ilsstnðum, II. apríl.
I gærmorgun lék bandaríski pí
anóleikarinn Nancy Weems fyrir
nemendur Egilsstaðaskóla og Tón-
skóla Fljótsdalshéraðs í anddyri
Egilsstaöaskóla og var aó vonum vel
fagnaó.
Hingað kom Nancy Weems frá
Akureyri þar sem hún hélt tón-
leika og leiðbeindi nemendum
Tónlistarskólans — en eins og
kunnugt er hafði hún áður haldið
tónleika í Norræna húsinu í
Revkjavík við góðar undirtektir.
I gærdag leiðbeindi Nancy
Weems nemendum Tónskóla
Fljótsdalshéraðs — en hélt tón-
leika í Valaskjálf í gærkvöldi. Á
efnisskránni voru verk eftir Bach,
Brahms og Liszt. Voru undirtektir
áheyrenda góðar og listamannin-
um vel fagnað.
Hingað til lands kom Nancy
Weems frá Noregi — og að sögn er
þetta fyrsta tónleikaferðalag
hennar utan Badaríkjanna — en
héðan mun hún halda til Sovét-
ríkjanna og þaðan til Danmerkur.
Nancy Weems er hér á vegum
Menningarstofnunar Bandaríkj-
anna og menntamálaráðuneytis-
ins vegna sýningarinnar „Scand-
inavia Today“ — sem verður
opnuð í Menntaskólanum á Eg-
ilsstöðum í dag. Sýningin verður
opin fram á sunnudag.
— Ólafur