Morgunblaðið - 17.04.1984, Síða 10
»Pt.rr9f<JAv vr qTriAfTTTTrnflrf íilöa mniirjaoM
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984
Dagatal
fylgiblaðaima
ALLTAP Á ÞRIÐJUDÖGUM
fflRQTEA.
ALLTAFA FIMMTUDÖGUM
Alltaf á fostudögum
ALLTAF Á LAUGARDÖGUM
ALLTAF A SUNNUDÖGUM
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
Fimm sinnum í viku fylgir
auka fróóleikur og skemmtun
Mogganum þínum!
íslendingar eru
stórkostlegir
áheyrendur
segir bandaríski píanóleikarinn Nancy Weems
FYRIR stuttu var píanóleikarinn
Nancy Weems frá Bandaríkjunum
stödd hér á landi. Hún hélt hér
tónleika og námskeið fyrir upp-
rennandi píanista og kcnnara
þeirra, við fádæma undirtektir. Ég
bað hana að segja mér dálítið frá
sjálfri sér.
„Ég fór í keppni sem hafði það
að markmiði að velja svonefnda
„listasendiherra" (artistic am-
bassadors). Fyrst var haldin for-
keppni, sem fram fór víðs vegar
um Bandaríkin. Þar voru valdir
fjórtán þátttakendur í loka-
keppnina. Þeir fóru allir til
Washington D.C. Þar fór loka-
keppnin fram, í formi tónleika í
Librarj' of Congress. í dóm-
nefndinni voru Martin Cannon
frá The Julliard School of Music,
Anne Shayne frá Peabody Con-
servatory og Grant Johannessen
frá Cleveland Institute of Music.
Auk tónleikanna fylgdu viðtöl
við starfsfólk utanríkisþjónust-
unnar. Fjögur af okkur, sem í
úrslit komumst, voru útnefnd
sem sigurvegarar í keppninni og
fengum þar með áðurnefnda
sendiherranafnbót. Við verðum
öll að fara í fimm til sex vikna
tónleikaferðalög til útlanda.
Þetta er ekki eingöngu fólgið í
tónleikum, því auk þeirra held ég
námskeið (master classes) fyrir
kennara og nemendur í tónlist-
arskólum á þeim stöðum, þar
sem ég held tónleika. Einnig er
reynt að sinna alhliða menning-
arsamskiptum. Við reynum að
kynnast sem best þeim löndum
og þjóðum sem við heimsækjum.
Þess vegna dveljum við á einka-
heimilum á hverjum stað.“
Til hvaða landa ferð þú?
„í síðustu viku var ég í Noregi.
Hér verð ég í hálfan mánuð og
fer síðan til Sovétríkjanna. Þar
leik ég í Moskvu og Leningrad.
Frá Sovétríkjunum fer ég svo til
Danmerkur. Þetta er mjög
spennandi fyrir mig, því ég hef
aldrei stigið fæti mínum út fyrir
Bandaríkin. Ég hlakka mikið til
að kynnast þessum þjóðum,
hvernig þær búa, hvernig fólkið
hugsar, hvernig veðrið er, og svo
framvegis. Ég er ekki enn farin
að kynnast veðrinu hér,“ bætir
Nancy við og hlær. „Ég var í gær
að spila í Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Um leið og ég settist
við flygilinn, leit ég út um glugg-
ann og sá þetta yndislega veður,
sólskin og logn. Þegar ég var bú-
in að spila, nokkrum mínútum
seinna, leit ég aftur út um glugg-
ann og þá var komin stórhríð.
Ég hlakka mjög til að koma til
Sovétríkjanna. Það er nokkuð
langt síðan bandarískur lista-
maður hefur farið þangað á veg-
um hins opinbera. Það er mér
mikill heiður að fá að taka þar
upp þráðinn aftur."
Hvaða verk leikurðu í þessari
ferð?
„Ég spila ensku svítuna í A-
moll, BWV 807 eftir Bach,
C-dúr-sónötuna opus 1 eftir
Brahms, Sonetto del Petrarca
eftir Franz Liszt, sónötu opus 26
eftir Samuel Barber og Dream
Sigurvegarar í spurningakepni UMSB. Sveinn Jóhannsson, Oddur Kristjánsson og Brynjólfur Gíslason ásamt Þóri
Jónssyni, formanni UMSB.
Spurningakeppni Ungmennasambands Borgarfjarðar:
Stafholtstungnamenn sigruðu
BorgarfirAi, 9. aprfL
Karlakórinn „Vegfarendur" söng undir stjórn Ingibjargar Þorsteinsdóttur.
A röstudagskvöldið síóasta fóru
fram úrslit í spurningakeppni Ung-
mennasambands Borgarfjarðar í
Logalandi í Reykholtsdal. Attust þar
við hreppsnefndir Andakíls, Lundar-
reykjadals, Hvalfjarðarstrandar-
hrepps og Stafholtstungna. Stóðu
eftir lið Andakíls og Stafholts-
tungna, sem kepptu til úrslita, og
lauk með því að Stafholtstungur
sigruðu.
Fengu sigurvegararnir borðfána
með merki Ungmennasambands-
ins og plötu á fótstallinn með
nöfnum sínum á.
Félagar úr Ungmennafélagi
Reykdæla sýndu í hléi nokkra
þætti úr „Saumastofunni" eftir
Kjartan Ragnarsson, sem verið er
að sýna um þessar mundir í Loga-
landi, og karlakórinn „Vegfarend-
ur“ úr Borgarfirði söng undir
stjórn Ingibjargar Þorsteinsdótt-
ur.
Ungmennasambandið hefur
gengist fyrir spurningakeppni á
milli sveitarstjórnamanna í vetur.
Hafa þessar samkomur verið vin-
sælar og vel sóttar. Á úrslitunum í
Logalandi voru á milli 250—300
manns, svo sitja varð uppi á borð-
um og standa meðfram veggjum.
Vegir í Borgarfirði voru óvenju
góðir á föstudaginn var, miðað við
árstíma, þótt eflaust vaðist þeir
fljótlega upp, þegar frost leysir úr
jörðu og blotnar um í rigningatíð.
— PÞ