Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17.’ APRÍL 1984 47 Svipmyndir úr borginni Eftir Ólaf Ormsson „Margt hefur breyst frá því er Skólavörðuholt var berjastaður í borginni býr fólk sem man þá tíð þegar Reykvíkingar fóru til berja á Skólavörðuholt. Eldri kona, ættuð frá Vestfjörðum fór t.d. þangað í ber sem ung stúlka, nýflutt í bæinn með börn hjóna sem hún var í vist hjá. Á þriðja tug aldarinnar var lítil byggð á holtinu og útsýni til allra átta. Bæjarbúar komu þar saman á góðviðrisdögum, hittu kunningja og vini og þáðu kannski neftóbak eða tár úr staupi og fengu að heyra tíðindi úr bæjarlífinu, sum góð og önnur verri eins og gengur þegar leitað er frétta af mannlífi. Þekktur Reykvíkingur á þeirri tíð er sagður hafa hlegið svo hátt, þegar kunnur húmor- isti hvíslaði í eyra hans, að heyrðist alla leið niður í Banka- stræti. Skólapiltar við Latínu- skólann sem síðar fékk nafnið Menntaskólinn í Reykjavík höfðu fyrir sið að fara í langar gönguferðir upp í sveit og aðal- viðkomustaðurinn var holtið sem fékk viðurnefnið, Skóla- vörðuholt. Margt hefur breyst frá því að Skólavörðuholt var berjastaður. Þar hafa risið glæsilegar byggingar og varla auður reitur á holtinu lengur nema rétt í kringum styttuna af Leifi Eiríkssyni. Mest áberandi er auðvitað Hallgrímskirkja sem byggð er í minningu sálma- skáldsins Hallgríms Pétursson- ar. Mormónakirkjan á íslandi hefur byggt veglegt hús efst við Skólavörðustig gegnt Hallgríms- kirkju. Mormónar fara myndar- lega af stað eftir að lítið hefur borið á þeim allt frá dögum Ei- ríks á Brúnum. í húsi númer 45 við Skólavörðustíg var lengi til húsa Hábær sem seldi mat og drykk og fylgdi stundum starf- seminni hávaði og töluverð víndrykkja gesta. Þar var hægt að fá kínverskar vorrúllur, kín- verskan mat sem framleiddur var af kínverskum matreiðslu- mönnum sem störfuðu í Hábæ í nokkur ár og var austurlenskur blær yfir umhverfinu. Kínversku vorrúllurnar í Hábæ voru hrein- asta sælgæti og árið 1968 þegar mótmælaaðgerðir unga fólksins voru næstum daglegur viðburð- ur, snæddu byltingarmenn stundum í Hábæ „eggrolls" og drukku með glas af kamparí. í húsinu númer 45 eru nú komnar gardínur út í glugga og stofublóm og innan dyra þykir mér líklegt að sé friðsamt ís- lenskt heimili, svefnherbergi og eldhús þar sem áður var þekktur vínbar og fyrrum við afgreiðslu Valbjörn Þorláksson, stangar- stökkvari sem skenkti í glös af meðfæddri hógværð og kurteisi. Ölglaðir menn þeirra ára er Há- bær var og hét nefndu garðinn við veitingahúsið „garð hins himneska friðar". Innan um blóm og runna í garðinum spil- aði t.d. á miðjum síðasta áratug hljómsveit Hauks Morthens. Hún spilaði ekki langt frá þar sem mikill gosbrunnur var og í sólskini myndaðist oft regnbogi í „garði hins himneska friðar" og þeir sem höfðu fengið sér áfenga drykki töldu sig sjá ofsjónir, náttúrustemmningin í garðinum var með ólíkindum. Þessi garður er enn til en í breyttri mynd. Valbjörn Þorláksson hefur síð- astliðin sumur verið þar með fyrirtæki sem nefnist „mínígolf" og er byggt upp á leiktækjastarf- semi fyrir unglinga sem fá þar útrás í spennandi leikjum. Síðastliðið sumar átti ég leið þar um holtið og þá stóð fram- kvæmdastjórinn á sundskýlu í anddyri og reif af aðgöngumið- um hjá ungmennum, var lítið sólskin úti við en þeim mun meira innan dyra. Það eru fleiri bjartsýnismenn á holtinu en Valbjörn, mormón- ar, og framkvæmdaaðilar við Hallgrímskirkju. í nýlegu húsi á gatnamótum Þórsgötu og Njarð- argötu eru ungir, framtakssamir og ötulir menn að störfum hjá fasteignasölunni Gimli, undir leiðsögn Árna Stefánssonar, sem er sagður þekkja fasteignamark- aðinn eins og fingur sína. Iðnskólinn er áberandi bygg- ing á Skólavörðuholti og þaðan hafa útskrifast margir góðir iðn- aðarmenn á liðnum árum og sumir komið mikið við sögu hús- bygginga á íslandi. Ekki er víst að menn muni það almennt að í Iðnskólanum var á sjötta og fram á sjöunda áratuginn árleg- ur starfskynningardagur og ég man að Jakinn var þar eitt árið fulltrúi verkamanna. Með nef- tóbaksdósina á lofti sagði hann Dagsbrúnarverkamanninn ham- ingjusamasta mann í heimi, án hans fengi kerfið ekki staðist deginum lengur. Mig minnir að Eiður Guðna- son hafi setið í stúku blaða- ,Mest áberandi er auðvitað Hallgrímskirkja. manna og í stúku ekki langt und- an sat lögregluþjónn í einkennis- búningi, valdsmannslegur og greip eitt sinn til flautunnar þegar tveir unglingspiltar lentu í áflogum á göngum Iðnskólarts, vegna þess að þeir voru báðir hrifnir af flugfreyju sem sat í stúku til hægri handar við lög- regluþjóninn. Góðtemplarareglan á íslandi er ekki af baki dottin þrátt fyrir ýmiskonar mótlæti á liðnum ár- um. Hún hefur komið sér upp stórhýsi á gatnamótum Eiríks- götu og Barónsstígs, handan Hallgrímskirkju og undirbýr nú lokasókn inní raðir bjórunnenda sem eru háværir þessa dagana í fjölmiðlum og vilja endilega fá að sötra froðuna úr bjórglasinu. Líklega er hús Góðtemplararegl- unnar nýjasta byggingin á Skólavörðuholti ef undan er skil- in dagvistarstofnun sem risið hefur af grunni á mettíma ekki langt frá Listasafni Einars Jónssonar, efst við Eiríksgötu. Dagvistarstofnunin er ný- tískuleg bygging og ekki ósnotur sem setur svip á umhverfið. Þar sem dagvistarstofnunin er til húsa efndi Félag íslenskra myndlistarmanna eitt sinn til útisýningar á listahátíð fyrir all- mörgum árum og urðu sumir svo hneykslaðir að þeir eru ekki enn búnir að jafna sig. Þórður Ben Sveinsson, að mig minnir, hélt þar mikla sýningu á ýmsum brauðtegundum, rúgbrauði, franskbrauði, normalbrauði og fleiri ljúffengum brauðum í sól- skini upp á hvern dag í hálfan mánuð. Þetta var mikið fram- úrstefnuverk í þá daga og gott ef ekki var kominn óþefur af lista- verkinu um það leyti sem sýn- ingu lauk. TÍLNOREG? Úrvalsferðirnar til Noregs í sumar eru sérstaklega ódýrar. Flogið verður með beinu leiguflugi til Oslóar 27. júní og 18. júlí. í tengslum við leiguflugið bendum við einkum á 4 frábæra möguleika: 1. Rútuferð milli höfuðborga Skandinavíu 27/6-11/7. 15 daga ferð, þar sem innifalin er gisting á fyrsta flokks hótelum, allur akstur og ferjuferðir, morgunverður, skoðunarferðir um borgirnar og íslensk fararstjórn. Meðal við- komustaða eru Osló, Álaborg, Óðinsvé, Kaupmannahöfn, Helsingör, Smálönd, Stokkhólmur, Helsinki, Turku, Álandseyjar og örebro. Verð aðeins kr. 26.300.- í tvíbýli. 2. Dvöi fyrir eldri borgara í Hovden. 15 daga dvöl í rólegheitum á ævintýrahótelinu Hovden Hoyfjells- hótell í Setesdal, þar sem hálft fæði er innifalið. Það- an eru farnar margar skoðunarferðir um nágrennið og lifinu tekið með stóiskri ró þess á milli. Brottför er 27/6 og 18/7. Verð í tvíbýli er aðeins kr. 21.300.- 3. 15 daga ferð til Kristiansand 18/7. Tvær fyrstu næturnar er gist í Osló, en síðan er íbúðargisting í Kristiansand. Innifalið flug, gisting og akstur milli flugvallar og hótels og milli Oslóar og Kristiansand. Kristiansand er einn sólríkasti staður Noregs. Verð miðað við 4 í íbúð er kr. 12.960.- 4. Flug og bíll. Flug og bill með leigufluginu kostar aðeins frá kr. 8.600. - miðað við 4 í bíl. Ódýr íbúða- og hótelgisting. Ert þú ekki samferða í sumar? Síminn er 26900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.