Morgunblaðið - 17.04.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984
51
Egílsstaðir:
Vor í lofti
Egilsstöðum, 11. aprfl.
ÞÓTT veörabrigði hafi verið
nokkur á Héraði undanfarna
daga eru flestir á einu máli
um það að vorið sé nú komið.
Veðursældin hefur verið slík
suma daga að menn og mál-
leysingjar hafa látið blekkj-
ast; fuglar sungið sem á há-
sumardegi væri og menn hafið
glaðir í bragði störf í görðum
sínum. Jafnvel gróðurinn hef-
ur fengið lit — og hafa menn
af því nokkrar áhyggjur því að
kaldrani í lofti hefur annað
veifið minnt menn á að enn
getur sól brugðið sumri.
Börnin hafa hins vegar
óhikað tekið fram strigaskóna
og bera leikir þeirra vott um
trú þeirra á vorkomuna; parís-
ar og önnur slík „leikjaforrit"
hafa verið teiknuð og máluð á
skólahlaðið. Þar er hoppað og
farið í snú-snú í frímínútum.
Það er eitt enn sem minnir
verulega á vorkomuna; þunga-
takmarkanir hafa verið settar
á vegi á Héraði.
— Ólafur.
Vorleikirnir eru orðnir allsráðandi í frímínútum í Egilsstaðaskóla.
Ljósm.: Mbl./ólafur.
FLUGLEIDIR
AUGLÝSA
FLUG OG HÚSBÍLL
SPARAÐU HOTELKOSTNAÐINN OG LEIGÐU
mran
MEÐ SVEFNHERBERGL ELDHUSIOG BAÐI
Flugleiðir gera þér fært að komast I ódýrt en þægilegt
sumarleyfi. Leigðu husþil og aktu landa á milli. Pað fer
vel um alla fjölskylduna. Húsþillinn er rúmgóður: góö
svefnaðstaða, eldhús og snyrting.
Flug og husbíll miðast við þrjá viðkomustaði Flugleiða
i Evrópu Luxemborg, Frankfurt og Kaupmanna-
höfn.
Flug og húsbíll er ódýr ferðakostur!
Qæmi:
4ra manna fjölskylda (hjón og 2 börn á aldrinum 2-11
ára) flýgur til Luxemborgar með Flugleiðum og leigir
þar húsbíl (Hymercar Ford Transit) í 2 vikur. Verðdæmi
þessarar 4ra manna fjölskyldu lítur þannig út:
kr. 16.386 x 4 = kr. 65.544 - kr. 9.400 (afsláttur
v/barna) = 56.144,-
Innifalið: Flug + húsbíll + km-gjald + söluskattur +
kaskótrygging
Ekki innifalið: Bensín + flugvallarskattur.
í húsbilnum er gott svefnrými fyrir alla meðlimi fjöl-
skyldunnar (1-5 manns), einnig fyrirtaks eldunarað-
staða og snyrting. Húsbillinn lækkar ferðakostnað
fjölskyldunnar: Enginn hótelkostnaður og lægri matar-
kostnaður'
Farðu með alla fjölskylduna í sumarleyfisferð um
Evrópu í rúmgóðum og þægilegum húsbill
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða,
umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
Dæmi um verð fyrir ara m.fjölskyldu:
FLUG OG HÚSBÍLL
FRA kr. 56.144-