Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984
52
ffÆ Mælitæki
Höfum í boöstólum ýmsar geröir af mœlitækjum.
Sveiflusjár frá Hitachi.
Fjölsviðsmæla frá Hitachi.
Spennugjafa. Ýmsar geröir.
Spennujafnara fyrir viðkvæman búnað.
Töflumæla (Volt/Amper/KWh og fleira).
Teljara. Ýmsar geröir.
Tíönigjafa.
EPROM-brennara fyrir flestar tegundir.
Þróunarkerfi.
Data logger.
Auk þess fjöldan allan af sérhæföum mælitækjum.
Allar frekari upplysingar i síma 91-81665.
Tæknival — iönaöarvörur, Síöumúla 27, sími 91-81665.
Bifreiðaeigendur
Eigum á lager margar stæröir af Atlas sumardekkjum á hag-
stæöu veröi.
Heitto
Scholl
fótaba
HRESSANDI ENDIR Á ERILSÖMUM DEGI
Allir vita hve notalegt það er aó fara í
fótabað eftir erilsaman dag.
Scholl-fótasaltið örvar blóórásina, mýkir
haróa húð, linar þreytuverki og heldur
fótraka í skefjum.
Fáanlegt í
tveimur
stærðum: 175g
og 600g
ÞOftA oai. AuaivsiNGAsrot a sf
FÆST I APOTEKINU
Baðker fullt af skít
Michael Caine (Charley Fortnum) og Richard Gere (dr. Plarr) horfast í
augu.
Kvikmyndír
Ólafur M. Jóhannesson
Nafn á frummáli: The Honorary
Consul.
Stjórn: John Mackenzie.
Handrit: Christopher Hampton
byggt á samnefndri sögu Graham
Greene.
Tónlist: Paul McCartney og John
Williams.
Taka myndar: Phil Meheux B.S.C.
Djöfulleg er þessi veröld vor
og svo stútfull af mannvonsku og
viðbjóði að maður hlýtur að
spyrja sig þeirrar spurningar við
og við — til hvers er manneskjan
að strita þetta. Samt er það svo
að sjálfsvíg eru tiltölulega al-
gengust í löndum þar sem íbú-
arnir búa við réttaröryggi. í
Mið-Ameríku þar sem nýjasta
mynd Bíóhallarinnar „The Hon-
orary Consul" gerist hafa menn
hins vegar lítinn tíma til að
hugsa til slíkra hluta, enda æða
þar sveitir manna um götur og
rista íbúana á háls — stundum
sarga hnífarnir alveg að beini.
Og svo situr á æðsta valdastóli
karlfauskur sem lyftir ekki
hendi til að stöðva þessar dauða-
sveitir. Ætli fauskarnir í Kreml
brosi ekki stundum í kampinn þá
þeir fylgjast með framferði
dauðasveitanna og sjá hversu
þær fylgja upplýstum borgurum
vesturlanda að baki skæruliða.
Því þótt skæruliðar séu vafa-
laust margir haldnir morðæði
þeirra sem lengi hafa búið við
kúgun blóðugra harðstjóra, þá
ganga dauðasveitirnar svo langt
í hálsaskurði að siðmenntaður
maður hlýtur að æla af tilhugs-
uninni einni saman og óska
bakhjarli þeirra — er skýlir sér
bak við marmaraveggi landsetra
— vistar í heitasta helvíti. Svona
getur hatur af sér hatur og blóð
leitar blóðs — ekki síður nú en á
tímum Macbeths. Nær væri að
hinn voldugi her Bandaríkjanna
færi inn í þessi lönd og svældi út
meindýrin og frelsaði þar með
hina fátæku sakleysingja undan
blóðvörgunum og ríkin undan
marxísku oki, sem hæglega get-
ur leitt af núverandi stefnuleysi.
Það er óbærilegt fyrir vestur-
landabúa að horfa öllu lengur
uppá kúgun þessa fólks, sem fer
fram í skjóli átaka risaveldanna.
Bandaríkin verða að hreinsa til
þarna og koma á virku lýðræði,
slíku sem nú ríkir góðu heilli á
vesturlöndum. En þetta gerist
náttúrulega ekki nema menn
með ferskar hugmyndir setjist í
valdastólana vestanhafs. Menn
sem eru óhræddir við að beita
fullum herstyrk til að hreinsa út
viðbjóðinn. Rússar munu ekki
lyfta litla fingri gegn frelsis-
sveitunum, þeir hafa nóg að gera
við að skera Afgani á háls — og
allur heimurinn þegir.
Ég tala um að hreinsa til, í
Suður- og Mið-Ameríku. Ég held
að menn skilji orð mín ef þeir
manna sig upp í að fara uppí
Bíóhöllina að sjá: The Honorary
Consul sem heitir víst á þjóð-
tungu vorri: Heiðurskonsúllinn.
í þessari mynd er nefnilega sýnd
vinsæl pyntingaraðferð þar-
lendra lögreglumanna. Hún er
fólgin í því að dýfa mönnum í
kaf í baðker fylltu mannaskít
þar til þeim liggur við köfnun.
Ég ætla ekki frekar að fjalla um
pyntingaraðferðir þessara lög-
regluhunda sem ekki njóta neins
réttarfarslegs aðhalds, en ég
ráðlegg viðkvæmu fólki endilega
að sjá myndina, þó ekki væri
nema til að skynja þá neyð sem
hinn almenni borgari býr við í
löndum þessum. Hins vegar álít
ég að mynd þessa ætti ekki að
festa á myndbönd og setja í al-
menna dreifingu, því sum pynt-
ingaratriðin geta vafalaust skað-
að barnssálina. En við hér hugs-
um víst ekki um þær andlegu
pyntingar sem óvarleg dreifing
myndbanda getur haft í för með
sér. Við ættum kannski að
sparka af okkur sauðskinnsskón-
um áður en við stökkvum einsog
fávitar inní tækniöldina með
börn vor óvarin.
Annars ætla ég ekkert frekar
að fjalla um þessa nýjustu mynd
Bíóhallarinnar, hvorki um
frammistöðu Michael Caine í
hlutverki heiðurskonsúlsins né
Richard Gere sem dr. Plarr. Ég
ætla ekki einu sinni að minnast
frekar á seiðmagnaða músík
Paul McCartney eða handrit
Christopher Hampton sem byggt
er á samnefndri sögu Graham
Greene. Ekkert af þessu skiptir
minnsta máli, heldur sögusviðið
sem fær hjarta vesturlandabúa
til að slá hraðar og blóðið til að
flæða út í kinnarnar af skömm.^
Getum við talist menn ef við
berjumst ekki gegn þeim við-
bjóði sem þarna er lýst? Að lok-
um vil ég geta þess að allar upp-
lýsingar í prógrammi um að-
standendur myndar eru á ensku.
Lexikon
Siglaugur Brynleifsson
Hermes Ilandlexikon:
Die Staaten der Erde.
Band I—II.
Information úber alle unabháng-
igen Staaten der Erde, ihri Ge-
schichte u. potitische Entwicklung
von den Anfángen bis zur Gegen-
wart.
Hermes Handlexikon:
Geschichte der Technik.
Eine Synchronopse von den An-
fángen bis zur Gegenwart. Her-
ausgegeben von Michael Matthes.
Hermes Handlexikon:
Martin Luther u. die Reformation.
Gestalten — Ereignisse — Glau-
bensinhalte — Kontroversen. Von
Hubert Stadler. — Econ Tasch-
enbuch Verlag 1983.
Econ-forlagið í Dússeldorf hóf
útgáfu uppsláttarrita á sl. ári und-
ir heitinu „Hermes Handlexikon".
Hvert bindi fjallar um afmarkað
efni eða efnisflokk og er efninu
raðað eftir stafrófsröð, þegar það
á við, eða í tímaröð. Myndir og
töflur eru í hverju bindi svo og
landabréf.
„Die Staaten der Erde" er ríkja-
tal, fjallað er um öll sjálfstæð ríki,
rakin saga þeirra og efnahags-
þróun, efnahagsleg og pólitísk
saga og lýst atvinnuvegum og
framleiðslu. Mikill fjöldi mynda
fylgir í texta, svart/hvítar og í lit-
um.
Þróun tækninnar frá upphafi er
umfjölluð í þessu skemmtilega
uppsetta uppsláttarriti. Sagan
hefst á steinöld, fyrstu bareflin
sem menn vita til að notuð hafi
verið voru steinar, sem mönnum
tókst að gera handhæga með því
að berja í þá með öðrum steinum.
Ekki er ólíklegt að menn hafi þó í
fyrstu notað timbur í barefli eða
bein, en þau tækniundur eru löngu
fúin. Steinarnir eru fyrstu verk-
færin sem menn notuðust við, síð-
'an kemur eirinn, járnið og eftir
það rekur hver uppfyndingin aðra
og skömmu fyrir aldamótin 1800
verður stökkbreyting, iðnbyltingin
sem lýkur með því að mönnum
tekst að beisla orku atómsins á 20.
öld. Þar með hefst nýtt tækni-
tímabil, sem menn bundu miklar
vonir við lengi vel, en margt bend-
ir nú til þess að sú ódýra orka sem
menn töldu sér vísa í atóminu,
verði erfið viðfangs.
Þetta er fróðlegt kver um vin-
sælt efni.
Lúther var maður ársins 1983.
Fjöldi bóka var gefinn út um Lút-
er og siðskiptin og er þessi ein
þeirra. Þetta er handhægt upplýs-
ingarit um siðskiptin, siðskipta-
menn og Lúter, einnig um þá
valdsmenn sem koma við sögu og
páfana og helstu áhrifamenn inn-
an kaþólsku kirkjunnar. Fjallað er
um helstu ágreiningsatriði og
deilumál siðskiptamanna og kaþ-
ólsku kirkjunnar og um deilur sið-
skiptamannanna innbyrðis. Höf-
uðkenningar mótmælendakirkn-
anna eru raktar og lýst inntaki
helstu rita Lúthers og annarra
siðskiptamanna. Uppsláttarorð
eru 160 og um 220 myndir,
svart/hvítar og í litum. í bókarlok
er annáll siðskiptatímans og bóka-
skrár. Landabréf eru í texta. Höf-
undurinn, Hubert Stadler, er
lærður í heimspeki og miðalda-
guðfræði, hann er fyrirlesari I
menningarsögu miðalda endur-
reisnartímans við háskólann í
Múnchen.