Morgunblaðið - 17.04.1984, Síða 28

Morgunblaðið - 17.04.1984, Síða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 jy Alll *e/w koiiar undir 5'O.OOO knónurn Hokkazb undir „5krun.ska.rtqr'ip *r\u á. dagtjn*." áster... ... aö skála í kampavíni. Hvur ert þú annars? Með morgunkaffinu Eins og ég hélt. Sólin er of lágt á lofti! HÖGNI HREKKVÍSI " VZRlÐ Á V/EC0I £5E<SN „PÁPA'’HR6KKV1SA ••• "...í?6 óéH KOMA 5Vö VEPURFieáTTi^.." Er læknaþjónustan komín á villigötur? Jón Á. Gissurarson skrifar: „Hann fæddist í lok síðustu ald- ar, sonur forystuhjóna í sinni sveit, allt frá bernsku staðráðinn að gerast bóndi — stórbóndi. Þeg- ar aldur leyfði sótti hann sjó í Vestmannaeyjum og árum saman á togurum, og það áður en vökulög tóku gildi. Sjósókn féll honum vel en aðeins til fjáröflunar, bóndi skyldi hann verða. Hann naut alls síns aflafjár, þurfti ekki að styrkja foreldra sína, sem synir kotbænda urðu að láta sér lynda. Honum græddist fé þótt héldi sig vel og nyti lystisemda lífsins, ætti eldisgæðing sem hann sat í gljáfægðum leðurstígvélum og klæðskerasaumuðum reiðfötum. A dansgólfi sveiflaði hann dans- meyjum með glæsibrag og fyrst- um boðið upp er dömufrí gafst. Hann lánaði sveitungum sfnum peninga gegn kindafóðri og kom sér þannig upp vísi að myndarleg- um bústofni. Hann staðfesti ráð sitf er jörð losnaði úr ábúð skömmu fyrir kreppuna miklu. Hún lék hann grátt, en tókst þó fyrir fáum árum að skila syni sín- um í hendur smábýlinu sem vild- isjörð vel húsuðu. Hann komst til mannvirðinga í sinni sveit. Tveir jafnaldrar, frændur og vinir, studdu hvor annan og skiptu með sér völdum, þótt annar væri sjálfstæðis- en hinn framsóknar- maður. Þeir létu sig engu skipta aðfinnslur flokkstjórna fyrir sunnan. Nú hafa skipast veður í lofti. Kona hans nýtur vistar á elliheim- ili úti á landi og þarf ekki að bera Gullkorn Vertu örlátur áður en auðæfin gera þig nískan. Th. Brown (1663-1704) var enskur rithöfundur. kvíðboga fyrir hrakningum, en sjálfur hefur hann notið gistivin- áttu dóttur og tengdasonar með ágætum hin síðari ár. Hinir slyngu læknar hafa kunnað ráð við meinum hans, jafnvel knúið hjarta hans rafstraumi. Sem stendur dvelst hann í sjúkrahúsi. Læknar eru komnir í þrot og geta ekkert fyrir hann gert og heim skal hann þótt dóttir hans, hátt í sextugt, sé í öllu vanbúin að veita honum viðhlítandi aðhlynningu. Sjálfur nýtur hann lífsins þrátt fyrir kröm. Þótt hann skynji ná- lægð dauðans geiglaus við hvert fótmál hlakkar hann til 85ta af- mælis í júní næsta. Þessi aldni bóndi hefur kosið að eiga lögheimili í sveit sinni þrátt fyrir dvöl hér syðra um árabil, vill neyta kosningaréttar sins heima í héraði meðan má. Hann á því enga hönk uppí bakið á „reddurum" hér syðra, enda óvanur að knékrjúpa neinum. Enginn bónbjargamaður er hann og hefur nóg efni til greiðslu gjalda svo sem lög mæla fyrir um. Nú má spyrja: Er læknaþjón- usta þjóðfélagsins ekki komin inn á ranga braut? Hún lengir ævi manna með alls konar kúnstum, jafnvel knýr útgengin hjörtu þeirra rafstraumi en úrræðalaus með öllu að sjá þessum gamlingj- um fyrir húsaskjóli og aðhlynn- ingu þessi viðbótarár, sem Drott- inn hefur líklega ekki ætlað þeim að lifa.“ Þessir hringdu .. . Góð þjónusta hjá Þvottabirninum Sigríður í Kópavogi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þegar ég flutti í íbúðina sem ég bý í núna, fyrir um það bil 10 árum, voru fengnir menn til að gera íbúðina hreina. Þessir menn unnu illa og þrifu aðeins helminginn af því sem þeir áttu að þrífa, en var greitt fullt gjald fyrir af misskilningi. Nú fyrir nokkrum dögum þótti mér kominn tími til að láta gera íbúðina aftur hreina og hafði samband við nýtt fyrirtæki hérna í Kópavoginum sem heitir Þvottabjörninn. Og það var nú eitthvað annað en mennirnir tveir sem komu til að gera hreint hérna um árið. Nú komu ung hjón, sem voru ákaflega elskuleg og góð og þau þrifu allt alveg einstaklega vel. Eg má til með að benda fólki á þennan stað og þetta elskulega starfsfólk sem vinnur þar og það er einnig ódýrt að láta þau þrífa hús og íbúðir. Svar sjón- varpsins þýðir ekki að við fáum Dallas ekki aftur Kona á fimmtugsaldri hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég var að lesa svar sjónvarpsins í Velvakanda 13. apríl um Dalls og ég verð að segja það, að ég held að Hinrik Bjarnason hafi verið heldur fljótur á sér að svara. Ég er búin að ræða við þrjá menn, sem eiga sæti í út- varpsráði og þeir tjáðu mér að sýningar á Dallas yrðu örugg- lega hafnar aftur næsta haust, því þrýstingur frá fólki væri svo mikill og að þetta svar frá Hin- rik þýddi alls ekki að við fengj- um Dallas ekki aftur. Fegin að vera laus við Dallas Gerður hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Ég sendi Dallas-aðdáendum samúð mína vegna þess að sýningum á þátt- unum er nú loksins lokið. Mikið hefur verið skrifað um Dallas i blöðin uppá síðkastið, en mikið var ég fegin þegar sýningum var hætt. Ég reyndi að horfa á þrjá' síðustu þættina, en varð að slökkva á sjónvarpinu, því mér þóttu þeir svo leiðinlegir. Aftur á móti finnst mér mjög gaman af „Sonum og elskhug- um“ og „Nikulási Nickelby". Stigataflan fæst hjá ísafold Afgreiðslustúlka í bókaverslun- inni ísafold í Austurstræti hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég las í Velvakanda 13. apr- íl fyrirspurn um „stigatöfluna" svonefndu, þar sem „stig“ eru gefin fyrir ákveðnar matarteg- undir. Þessi tafla er seld hjá okkur og kostar 25 krónur. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.