Morgunblaðið - 19.04.1984, Side 4

Morgunblaðið - 19.04.1984, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 52" Gamlor greinor um stórskáld, Gamlar greinar um stórskáld hroka, drengjakoll o.fl. Kristján Albertsson um Halldór Laxness eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR Sama ritstjórnartilskipun um páskablað I ár eins og í fyrra. Blaða- maðurinn skal taka frétt eða grein úr gömlu Morgunblaði og bregða á hana nútímabirtu með endurbirt- ingu og viðræðum við einhverja sem þar áttu hlut að máli. Sömu vand- ræðin vekja ósjálfrátt hugrenninga- tengsl við viðfangsefnið frá í fyrra. Upprifjun á 50 ára gömlum ritdómi um skáldsögu eftir Halldór Kiljan Laxness í síðasta páskablaði, varð til þess að ég las þá að gamni mínu gamla ritdóma og ýmislegt, sem skrifað var á sínum tíma í blöð um rithöfundinn og næstu bækur hans á eftir Barni náttúrunnar. Fyrir verður hinn frægi ritdómur með þessum fleygu orðum Kristjáns AlberLssonar „Loksins — loks- ins ... “ sem Ragnarar í Smára taka sér gjarnan í munn enn eftir 40 ár, þegar þeir vilja koma blaðamönnum í skilning um að nú hafi þeir stór- kostlega bók til sölu. l*að gæti verið gaman að rifja þessi skrif og önnur frá sama tíma upp og heyra viðhorf Kristjáns til þeirra nú. Sú hin fræga upphrópun Kristjáns við útkomu Vefarans frá Kasmír var á þessa leið: Loksins — Loksins „Ix>ksins — Loksins tilkomu- mikið skáldverk, sem gnæfir eins og hamraborg upp úr flatneskju íslenskrar ljóða- og sagnagerðar síðustu ára! ísland hefur eignazt nýtt stórskáld — það er blátt áfram skylda vor að viðurkenna það með fögnuði. Halldór K. Lax- ness hefur ritað þessa sögu á 24. aldursári sínu. Ég efast um að það komi fyrir einu sinni á aldarfjórð- ungi að skáld á þeim aldri semji jafn snjallt verk og þessi saga hans er. Á 64. gráðu norðlægrar breiddar hefur það aldrei fyrr gerzt. Vefarinn mikli frá Kasmír er ekkert meistaraverk — en til- þrifin fágæt og glæsileg. Stíllinn víða gallaður, en yfirleitt kjarn- meiri, blóðríkari, andríkari, meira lifandi, hressandi, villtur og sann- ur og æskusterkur en hjá nokkr- um öðrum íslenzkum skáldsagna- höfundi. Þróun tímaborins ís- lenzks sögustíls tekur hálfrar ald- ar stökk með þessari bók Lax- ness.“ Það eru stór orð. Kristján hefur þótzt alveg viss í sinni sök. Af rit- dómum þessara ára sér maður þó, að hann gat líka verið óvæginn, ef honum fannst skáldskaparhæfi- leikana vanta. í ritdómi í Mbl. árið 1919 lýsir hann skoðun sinni á hlutverki ritdómara og segir m.a.: „Af engu stendur bókmenntum vorum meiri hætta í bili, en hinni góðmannlegu lítilþægni íslenzkra ritdómara, af geðleysi þeirra og hugleysi, af tepruskap þeirra og tannleysi. Þeir varast eins og heit- an eldinn að mæla styggðaryrði til nokkurs rithöfundar, og allra sízt þeirra sem minnstir eru að þroska, menntun og gáfum. Pár unglingsins, sem er að byrja að draga til stafs, nýtur sérstakrar verndar hinna óskrifuðu friðun- arlaga, — þá dekra ritdómarar við á allar Iundir. Stundum verður þetta svo ógeðslegt að það minnir á flaður, tilburði og kurteisisöfgar erlendra knæpuþjóna ... Það er heimska, að það sé gild afsökun bágbornu skáldriti, að höf. sé „enn á unga aldri" eða „menntunarlaus alþýðumaður" o.s.frv. Það er engin afsökun til fyrir lélegu skáldriti. Blátt áfram engin.“ Vefarinn frá Kasmír varð Kristjáni Albertssyni þó ekki ein- hvers konar opinberun, sem skyndilega opnaði augu hans. Trú hans á þessum unga rithöfundi á sér aðdraganda. Það sést t.d. á skemmtilegum smágreinum í blöðum, sem hann skrifar nokkr- um árum áður. Þessi birtist t.d. í Verði 8. nóv. 1924: Áhyggjur skáldskaparvina „Halldór Kiljan Laxness, hinn ungi gáfaði rithöfundur, er um þessar mundir, sem oftlega áður, íslenzkum skáldskaparvinum hið mesta áhyggjuefni. Hann hefir sýnt óvenjulega hæfileika á yngra aldri, en títt mun um norræna rithöfunda og veit jeg þess engin dæmi að ís- lendingur hafi innan tvítugs skrif- að jafngóða sögu „Kálfakotunga- þætti" (sem prentaður er í bók hans „Nokkrar sögur"). Blaða- greinar skrifar hann fjörlega og skemmtilega — en allajafnan töluvert sjálfbyrgingslega, að því Þessa mynd fékk Kristján Albertsson frá Halldóri Laxness og birti með skrifum um Vefarann mikla. Myndina hafði teiknari á Ítalíu gert. er mörgum finnst. Hvort sem hann skrifar um Hamsun eða lýsir messu í Westminster Cathedral í London — altaf finnst manni hann fyrst og fremst vera að skrifa um sjálfan sig, um Halldór Kiljan Laxness. Og stundum er engu líkara en að hann tylli sjer á tá í annarri hvorri setningu — sko mig, takið eftir mjer, jeg hefi farið um heiminn, jeg er katólskur, sko mig, mig, mig! Það var einhverntíma í vor, að jeg heilsa honum á götu með þeim orðum, að það gleddi mig að þrýsta á hönd, sem stýrði montn- asta penna á íslandi. Það datt yfir skáldið unga — jeg montinn, sagði hann. Við ræddum um þetta lengi og jeg fór að halda að Halldór hefði aldrei rennt grun í það, að hann skrifaði sjálfbyrgingslega, að montblærinn á greinum hans hlyti að stafa af einhverjum klaufaskap. En nú hefir hann ný- lega skrifað grein í „Bókavininn" (og látið „Morgunblaðið" taka hana upp) um bók sína „Undir Helgahnúk". Hann segir svo í greininni: „Síð- asta bók mín „Undir Helgahnúk" er prentuð í þeirri trú, að sú les- þjóð er ein skilur það mál, er jeg skrifa, mundi ekki verða fátækari, þótt búningur söguefnis væri sam- inn með nokkrum öðrum hætti en tíðkast hefir á þeim fáu og fá- breytilegu skáldsögum, sem hjer hafa verið ritaður. Við ritun þess- arar bókar, sem jeg mig ekki að þeim sið, að byrja á upphafinu og enda á endinum og prjóna síðan sem samviskusamlegast allt þar á milli, heldur vakir það fyrir mjer, framar öðru, að láta fólk njóta af því, sem mjer er til lista lagt, kynna mönnum mína eigin list og SJÁ BLS. 54 Skrifaði skáldinu þakkarbréf og póstaði um miðja nótt Við lögöum þessar greinar, sem skrifaðar voru fyrir rúmum 40 ár- um og nú eru rifjaðar upp hér á síðunni, fyrir Kristján Albertsson. Hvernig koma honum þessi skrif fyrir sjónir nú? Hinn skeleggi höf- undur fyrri tíma er greinilega hóf- samari í orðum og umsögnum nú. Spurningunni svarar hann: — Greinar mínar, sem Morg- unblaðið tekur upp, voru skrifað- ar þegar ég var nýorðinn rit- stjóri Varðar og við Halldór orðnir mjög góðir kunningjar. Þó virðast þær benda til þess að mér og öðrum hafi fundizt ofur- lítill oflátungsbragur á sumu, sem kom frá hinum unga gáfaða höfundi — en vel að merkja, ekki honum sjálfum persónulega. Hann hefur alla tíð verið manna hæverskastur og ljúfmannleg- astur í allri framkomu. En sem- sagt, mér og öðrum kann að hafa fundizt hann hafa gott af að fá ofurlitla áminningu. Þannig eru greinar mínar tilkomnar og von- ast ég til að ekki dyljist að þær eru skrifaðar í vinsamlegum anda. Þessar greinar eru báðar skrifaðar áður en hin eiginlega frægð Halldórs hófst með Vefar- anum mikla. — Þér komuð þar mikið við sögu. í Skáldatíma talar Halldór um, að blaðið Vörður hafi reynzt honum vel, þegar hann var að J skrifa Vefarann mikla frá Kasmír suður á Sikiley. Þér vor- uð þá ritstjóri blaðsins, var það ekki? Hvernig var þetta? — Við Halldór Laxness borð- uðum saman niðri á Hótel ísland kvöldið áður en hann fór af landi burt. Ég lofaði að reyna að fá blaðstjórn mína til að fallast á að ég sendi honum ritlaun fyrir greinar, og það tókst. Það er al- veg rétt, hann minnist á þetta í Skáldatíma. — En segir að Árni Jónsson hafi verið ritstjóri? — Það er auðvitað misminni. Halldór ruglar þessu saman við einhvern annan greiða, sem Árni hefur gert honum eftir að hann var sjálfur orðinn ritstjóri Varð- ar. — Kristján, hvað viljið þér segja okkur um það, þegar Vef- arinn var að koma út? — Hann kom út í heftum, sem send voru áskrifendum og leið allt að mánuður á milli. Ég man, að þegar ég hafði lesið þriðja eða fjórða heftið, var ég svo hrifinn og lá svo mikið á að þakka skáld- inu, sem þá bjó heima í Laxnesi hjá móður sinni, að ég skrifaði bréf og fór með það út í nátt- myrkrið til að pósta það. Þessi bók stakk svo í stúf við allt, sem áður var til á íslenzkri tungu, að ég var gersamlega undrandi. — Eruð þér enn jafn hrifinn af henni? — Mér finnst enn í dag Vefar- inn mikli vera stórkostleg bók og ein af mestu bókum Laxness. — Hvar hittust þið ungu lista- mennirnir á þessum tíma? — í kaffihúsi Rosenbergs, þar sem nú er Reykjavíkurapótek, á neðstu hæðinni með breiðum gluggum út að Pósthússtræti. Þar var ein þungamiðja bæjar- Iífsins. Þar sátu á eftirmiðdög- um ungir rithöfundar, lista- menn, blaðamenn og fésýslu- menn. Og ungar konur, blóma- rósir af síma og skrifstofum bæjarins. Það var glymjandi músík í lofti, venjulega annað- hvort ungversk eða austurrísk. Þar sátu menn eins og Laxness, Tómas Guðmundsson, Páll ís- ólfsson, Davíð Stefánsson og Kjarval. Stundum gátum við átt von á Nordal, Árna Pálssyni, Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðar- nesi, Nielsi Dungal, eða gestum frá útlandinu, eins og Kamban, Jóni Leifs eða Eggert Stefáns- syni. Við vorum allir á þeim aldri, þegar menn leggja rækt við vináttumál sín og sitja mikið á kaffihúsum. Þar var mikið rætt um stjórnmál, bókmenntir — og fsland! Og rifjaðar upp ferðaminningar frá útlandinu, því flestir vorum við sigldir. Kristján Albertsson. Myndin tekin 1922. — Þið hafið haft efni á að sitja á kaffihúsum? — Ekki bar á öðru en að við hefðum allir nægilegt skotsilfur. En ungir menn hafa alltaf ein- hvern veginn efni á því sem þá langar til. — Þegar maður les þessar gömlu greinar í blöðunum, þá virðast höfundar hafa verið miklu djarfari en nú við að segja hvað eina og ekkert verið að skafa af skoðunum sínum í blöð- um. — Ég var nú alltaf töluvert fyrir að segja það sem í brjósti bjó, líka við vini mína, og treysta því að þeir skildu að í vináttu var mælt. Enda varð ég t.d. ekki annars var en að vinátta okkar Laxness biði engan hnekki við þessi skrif mín, sem nú eru prentuð upp. Hann hefur auðvit- að skilið, að þegar maður vill vera frægur, er eitt aðalatriðið að mikið sé um mann talað, og hreint ekki heppilegt að það sé eintómt hól. — Þið hafið semsagt verið góðir vinir. Hvenær sáust þið næst? — Árið 1927 kom Vefarinn út og um haustið fór Halldór til Ameríku. Ég fór til Frakklands 1928 og var þar í þrjú ár. Við skrifuðumst á allan tímann með- an hann er í Ameríku. Ég var í París vorið 1931, þegar ég fékk fyrra bindið af Sölku Völku frá Laxness, sem þá var í Leipzig. Ég skrifaði honum strax og dáð- ist að þessum nýja þroska, sem hann hefði tekið í list sinni. Hann skrifaði mér og boðaði komu sína til Parísar, bað mig að sjá sér fyrir herbergi og taka á móti sér. Ég sé hann enn fyrir mér, þegar hann kemur á móti mér á járnbrautarstöðinni Gare de l’Est í ljósgulum frakka úr úlfaldahári og ritvél í hendinni. Morguninn eftir hélt Laxness áfram að skrifa bók, sem hann lauk svo við í Grindavík um haustið. Við hittumst iðulega á kvöldin á Montparnasse meðan hann var í París, en hann fór heim í júlímánuði. Sjálfur kom ég heim í desembermánuði. Þá var Halldór nýkvæntur og átti heimili í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.