Morgunblaðið - 19.04.1984, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984
57
legt, að draugar kæmu einmitt til
að stytta þeim einverustundirnar.
Búðir voru næsti áfangastaður.
Þangað koma allir, sem fara
fjallaleiðina að Horni. Ingibjörg
húsfreyja hresti okkur á svart-
fuglseggjum og mjólk, áður en við
legðum í hann Skálakamb, sem er
himinhár og svo brattur, að varast
má að líta niður, svo að menn
sundli ekki. Örmjó gata liggur upp
snarbratt fjallið í ótal krákustig-
um. Ferð yfir Kambinn að vetrar-
lagi hygg jeg ekki vera barnaleik.
Varla máttum við vera að því að
skjálfa af hræðslu, meðan við klif-
um þessa torfæru. Svo mjög fanst
okkur hún óttaleg. En upp kamb-
inn komumst við og lentum í
Rekavík bak Höfn, aftaninn um 10
leytið.
Sól var ennþá á lofti, og heima-
sæturnar í Rekavík fluttu okkur
yfir fjörðinn í árabát. Var róið
sterklega, og lentum við hjá
Horni, þegar sigmennirnir voru að
koma heim frá síðasta siginu. Var
tekið vel á móti þessum skringi-
legu ferðalöngum, sem höfðu
gengið norður til þess að sjá
bjargsig, en vildu nú fá eitthvað
fyrir snúð sinn og heimtuðu að
fara að skoða bjargið þegar um
nóttina. Það var Jónsmessunótt,
og ekki tjóaði að láta þá nótt
ganga úr greipum sjer. Við geng-
um út á bjargið ásamt Önnu frá
Horni. Varaði hún ákaft við að
stíga of tæpt, en þess hefði ekki
þurft með. Hrikaleiki hamranna
sagði okkur, hvað bæri að óttast.
Sólin hjekk fyrir ofan sjóndeild-
arhring og henni datt ekki í hug
að þoka þaðan. Einstaka fugl
flögraði upp frá bjarginu. Annars
var kyrð yfir. Þá stakk yrðlingur
upp hausnum úr greni sínu. For-
vitin augun horfðu lengi á okkur
og hurfu loks aftur í holuna, þegar
við vorum komnar alveg að henni.
En jafnskjótt gægðust 20 aðrir
yrðlingshausar upp úr grenjunum
víðsvegar í kring. Grassvörðurinn
á Hornbjargi er allur sundurgraf-
inn af tófu. — „Reynið þið ekki til
að drepa hana?“ spurði jeg Önnu.
„0, nei, hún gerir engan usla“ —
svaraði hún.
Við vöktum fram eftir nótt og
dáðumst að fegurð þessa lands, og
þessarar nóttlausu voraldar ver-
aldar.
Næsta dag hjeldum við í Látra-
vík, sem er næsta vík fyrir austan
Horn. Þar er myndarlegur viti og
allstór og reisulegur vitavarðar-
bústaður, sem getur rúmað tvær
fjölskyldur, ef vill. Var okkur
sýndur vitinn og húsið, og þótti
okkur það afar merkileg bygging.
Gátum við ekki nægilega dásamað
þessa dýrð. En við hann Blakka-
bás drynja öldurnar þunglyndis-
legt lag, og hlýtur að vera ein-
manalegt að búa þarna á vetrum
langt frá öllum öðrum. Þess vegna
er húsið ætlað tveim fjölskyldum.
Húsfreyjan og tvær dætur hennar
fylgdu okkur af stað. Þá sagði hús-
freyja okkur sögu, sem var á þessa
leið:
„Hingað kom afi minn og nam
fyrstur land. Hann erjaði og erfið-
aði eftir megni, fór svo til heim-
kynnanna og sókti ömmu, sem lá
ekki á liði sínu, þegar hingað norð-
ur kom. Þegar þau höfðu unnið
baki brotnu í mörg ár, komu yfir-
völdin og tóku jörðina af þeim. Og
þótt alt væri hans verk, sem á
jörðinni hafi verið unnið, varð
hann að láta undan og flosnaði
upp. Þetta var fyrir löngu síðan.
En þegar jeg kom hingað fyrst og
var sýnt þetta glæsilega hús, fanst
mjer auðvitað mikið til þess koma.
Var mjer síðan ráfað út á tún, og
þar fann jeg gamlar tættur, og í
þeim lá gamall hlóðarhringur. Og
jeg skal segja ykkur, að mjer fanst
þessi gamli hlóðarhringur miklu
fallegri og merkilegri en öll dýrðin
i nýja vitavarðarbústaðnum.—
Það, sem unnið var af þreyttum og
duglegum höndum, fanst mjer
stærra en glæsileiki, sem ekkert
er bak við“.
„Mamma, þú ert farin að
skálda" — sögðu dætur hennar.
„Þessari húsfreyju þótti vænt
um útvarpið sitt, þótt hún elskaði
gamlar minjar.
„Jeg hlakka altaf til að setjast
við útvarpið og hlusta", sagði hún,
— „þegar það er í lagi“.
Að lokum átti jeg að skila
kveðju til hans Páls Isólfssonar og
biðja hann að koma sem oftast í
útvarpið. Síðan var haldið heim-
leiðis.
Hið gestrisna fólk á Horni, Jóna
húsfreyja og Stígur, voru kvödd,
og síðan var okkur róið yfir í
Höfn. Sumarliði bóndi tók á móti
okkur og hitaði kaffi. Næsti
áfangastaður var Rekavík, og var
okkar beðið þar með súkkulaði og
pönnukökur. Ekki vantar vel-
gjörningana á Ströndum. Og svo
var skálmað af stað í Hælavík. Jón
bóndi var i mógröfum, fleygði frá
sjer ristuspaða og tók á móti gest-
unum. — Aldrei skal jeg gleyma
gömlu, fallegu baðstofunni í
Hælavík. Hún var hvítskúruð og
með skarsúð, og fanst mjer sem
jeg hefði aldrei vistlegri stofu
komið í hér á landi. Jón bóndi reri
okkur yfir að Búðum. Þokusúld
var yfir og fylgdi yngissveinn
okkur áleiðis. Við þræddum leið-
ina yfir fjallið til Hesteyrar eftir
vörðunum, og nú voru þær allar
sammála um að hjálpa okkur
áfram.
„Þessa leið, þessa leið“ — taut-
uðu þær, og við hlýddum. Þokunni
ljetti, og við tíndum fjallagrös í
náttfallinu og komum heim á
Hesteyri, þegar allir voru þar í
fasta svefni.
En þá var líka komið fast að
kosningum. Og svo einn daginn
sást til þingmannaefnanna í
Djúpbátnum. Var slegið á fundi í
skólahúsinu og tekið vingjarnlega
í höndina á þessum óþekta kjós-
anda, sem jeg var. Loks bar að
Sigurð Bjarnason, sem kvað upp
dóminn yfir mjer og sagði: „Ekki
bjóst jeg við að hitta Reykjavík-
urstúlku norður á Ströndum". Var
þá forvitninni svalað og mín pers-
óna einskis virði. Eftir það var
gengið til eldheitra umræðna og
mátti aldrei í milli sjá, hver
myndi bera sigur úr býtum. Að
minsta kosti höfðu allir jafnmikið
að segja hver öðrum.
Kosningadaginn var afar slæmt
veður og ekkert um dýrðir, enda
hafði verið dansleikur kvöldinu
áður, því að harmonika hafði kom-
ið á eyrina með Djúpbátnum og
fylgdi eigandinn með. Eins og
nærri má geta, fóru allir, sem
vetlingi gátu valdið á dansleikinn,
og hjelst glaðværðin þar til kl. 7
um morguninn, nema hvað karl-
arnir þurftu að skreppa burt tvo
— þrjá tíma til þess að afferma
skip, sem kom þá um nóttina. All-
ir voru því syfjaðir næsta dag, en
gengu samt til kosninga. Var fólk
afar dularfult þessa daga og ljet
enginn uppi sína stjórnmálaskoð-
un nje hvern kosið hefði.
Skömmu eftir að kosningar voru
um garð gengnar, var jeg og fyr-
nefnd Ragna á gangi skamt frá
Hesteyri. Heyrum við jódyn í fjar-
lægð og eygjum brátt riddara á
hvítum fáki, sem kemur þeysandi
á eftir okkur. „Sælar stúlkur", er
sagt, og við tökum undir kveðjurn-
ar — „Viljið þið gera mjer greiða",
segir riddarinn, og við erum fúsar
til þess. „Það er nú ekki mikið",
segir hann, „rjett að koma þessum
kassaræfli til Hesteyrar. Hann á
að fara með bátnum í dag“. Við
tókum við kassanum og riddarinn
sneri hestinum heim á leið. „Hvað
er í kassanum?" spyr jeg. „0, það
er ekkert merkilegt, bara kjörseðl-
arnir fyrir hreppinn hjerna",
svaraði hann og skellti undir nára,
sneri sjer við eftir örstund og
hrópaði: „Þeir verða undrandi
þegar ég kem svona fljótt aftur.
Jeg hefi víst slegið met í dag“ —
og trúnaðarmaður kjörstjórnar-
innar var horfinn.
Auðvitað komst kassinn til
skila, en margir undrast hvernig
kosningarnar fóru norður þar.
Þegar jeg skilaði kveðju til Páls
ísólfssonar, spurði hann: „Hvernig
líður þeim þarna fyrir vestan? —
Eru þeir ennþá að blása í Horn-
ið?“ — Læt jeg því ósvarað hér, en
vísa málinu til háttvirts þing-
manns þeirra Norður-ísfirðinga,
Sigurður Bjarnasonar frá Vigur.
Drífa Yiðar skrifaði ferðasögu í
léttum dúr sem birtist í Lesbók S.
ágúst 1943.
Leitið og þér munuð
ekki finna Finna
Hljóm-
plotur
Finnbogi Marinósson
Classix Nouveaux.
Secret.
EMI/Fálkinn.
Eitt af því sem ég fæ seint
skilið er hvers vegna fyrsta plata
Classix seldist í yfir 4000 eintök-
um hérlendis. Einhverra hluta
vegna hefur platan fallið land-
anum vel í geð og fólk hlaupið til
í hópum að tryggja sér eintak.
Samt sem áður mættu ekki eins
margir í Laugardalshöllina síð-
astliðið sumar þegar Classix
tróð þar upp sælla minninga.
Kvöldstundin sú arna var hin
mesta unun og kom Classix mér,
sem öðrum, gífurlega á óvart,
sem gæða-hljómsveit. í beinu
framhaldi biðu margir spenntir
eftir næstu plötu flokksins, sem
að sögn hans var í deiglunni um
þær mundir sem hljómsveitin
var hér. Platan sú arna tafðist,
svona rétt eins og verða vill og
má rekja eina af ástæðunum
beint til klakans og ferðarinnar
hingað. Drengirnir duttu hér um
listaverkabók um Erró og féllu
flatir af hrifningu fyrir mynd-
unum hans. Hjólin voru sett í
gang því þeir vildu ólmir að verk
Errós prýddi umslagið á kom-
andi plötu. En eins og sjá má í
dag gekk dæmið ekki upp og er
það að „þakka" þvermóðskufólki
sem frekar hugsaði um eigin
pyngju en heill umbjóðanda síns.
Nýja breiðskífa Classix Nouv-
eaux heitir „Secret“ og á henni
eru 9 lög. Til að byrja með átti ég
varla orð yfir hversu léleg platan
væri. A.m.k. hljómaði tónlistin
þveröfugt við það sem ég hafði
átt von á. Ég bjóst við góðri
plötu af nýrómantík og tækni-
poppi sem hvað helst er nú í
tísku. Þannig kom hljómsveitin
mér fyrir eyru í höllinni.
„Never Never Comes" er létt,
rólegt og því sem næst svífandi,
alla vega laust í loftinu. „The
Unloved" hefst á blönduðum
áslætti sem er grunnur lagsins.
Þetta fannst mér nú þunnur
þrettándi. En ekki er öll sagan
sögð. Það hlaut að leynast góður
taktur einhvers staðar á plöt-
unni. Þegar ég hlustaði frekar og
með því hugarfari að hún væri á
rólegri reininni breyttist afstað-
an. Platan vann á og lög á borð
við fyrrgreint „Never Never
Comes" urðu furðugóð. Einnig
heyrðist kröftugt rokk í takt við
tímann og er „Forever And A
Day“ gott dæmi um slíkt.
Eitt atriði umfram annað
skortir tilfinnanlega á „Secret“.
Hver hljóðfæraleikari flokksins
fær að njóta sín til fulls, nema
gítarleikarinn. Sá finnski piltur
sýndi í Höllinni að hann kann til
verka, en á þessu afkvæmi Class-
ix er honum ekki gefið færi á að
sýna hæfileikana, á annars
óvæntri plötu. Vonandi verður
bætt úr þessu á þeirri næstu,
þegar og ef hún kemur út.
P.s. Geti einhver giskað á hver
hannaði umslagið, þá á hann
skilið að fá plötu David Bowie,
„Scary Monsters" í verðlaun.
FM/AM.
Það er auðvelt að mála með
HÖRPUSILKI
Hörpusilki er málning sem viö höfum aölagaö sérstaklega íslenskum aöstæöum.
Málning meö mikiö þensluþol, viðloöun og fyllingu. Málning, sem létt er aö mála
meö og þekur vel. Hörpusilki er málning sem fagmennirnir sjálfir velja til aö vinna
meö.