Morgunblaðið - 19.04.1984, Page 10
5T
MORGUNBLAÐIÐ,
FIMMTÚDAGÚR 19. APRÍL 1984
ÖRLÖG
íslenzkrar konu
Tuttugasta og sjötta ágúst 1944
gerðu skæruliðar, sem börðust
gegn Þjóðverjum í Slóvakíu, fyrst
verulega vart við sig í borginni
Vrútky, sem liggur 60 km frá
borginni Ruzomberok, þar sem við
hjónin bjuggum.
Það vildi svo til, að okkur hjón-
unum var boðið til brúðkaups-
veizlu daginn eftir og átti maður
minn að vera svaramaður. (Átti
brúðkaupið að fara fram í Vrútky,
þar sem brúðurin var til heimilis.)
Við vorum dálítið í vafa, um
hvort við ættum að fara, þar eð við
höfðum fregnað, að orðið væri
all-róstusamt nálægt Vrútky og
jafnvel að búast mætti við aðgerð-
um skæruliða, sem allir vissu að
héldu sig í skógum víða í Slóvakíu,
tilbúnir til átaka.
En þar sem þetta voru góðir
vinir okkar réðum við af að fara
og fórum því ásamt foreldrum
brúðgumans, bróður hans og fleir-
um, sem bjuggu í sömu borg og
við. Það var ætlun okkar að síma
til þess að vita, hvort brúðkaupinu
yrði ef til vill frestað, en þá var
búið að slíta allar símalínur þann-
ig, að við gátum ekki komizt í
samband við Vrútky. Við drifum
okkur því af stað og varð þetta hið
einkennilegasta brúðkaup, sem ég
hefi verið viðstödd um ævina. Þeg-
ar við höfðum ekið með lestinni
frá Ruzemberok nokkurn spöl var
lestin stöðvuð af skæruliðum og
farþegum sagt að lengra yrði ekki
komizt, þar eð nú stæðu yfir að-
gerðir um að hrekja Þjóðverja
burt og því gæti lestin ekki farið
áfram. Aðrar skýringar voru ekki.
gefnar. Við vorum þá stödd um 20
km frá Vrútky og fórum gangandi
það, sem eftir var leiðarinnar.
Þegar til Vrútky kom, bar bær-
inn (sem er lítill) þess greinileg
merki, að átök höfðu átt sér stað.
Þegar við komum til hússins, þar
sem brúðkaupið átti að fara fram
(það kom ekki til greina að fram-
kvæma vígsluna í kirkju, eins og
upphaflega hafði verið ákveðið)
var brúðurin að vísa brúðarklædd
og allt heimilið í brúðkaupsskarti,
en stemningin var heldur en ekki
ruglingsleg, sem von var, samt var
ákveðið, að brúðkaupið skyldi
fram fara. Fólkið þarna hafði ekki
blundað alla undanfarna nótt, því
látlaus skothríð hafði verið þá um
nóttina og fólkið hafði legið á gólf-
inu, þar eð byssukúlur gátu hven-
ær sem var þotið gegnum glugg-
ana. Sáum við líka blóðbletti um
allt fyrir utan húsið, og greinilegt
var að skotið hafði verið á flótta-
menn, en búið var að fjarlægja
sum líkanna þegar við komum.
Gestgjafar okkar ráku upp stór
augu, þegar við birtumst, heldur
betur rykug og þreytt eftir göng-
una, því að þeir héldu, að við kæm-
um ekki, enda hefðum við aldrei
lagt út í þetta, hefðum við vitað,
hve alvarlegt ástandið var. Brúð-
kaupið var samt látið fara fram og
slegið upp veizlu og reynt að láta
svo sem allt væri með felldu.
Fólk var nú svo sem vant sínu af
hverju á stríðsárunum og lét sér
ekki bregða við skothvelli, því að
það er ekkert sérstakt fyrirbrigði í
stríði, en það var mikill uggur í
okkur vegna þess, að hér var um
byltingu að ræða, og þá getur
maður nú búizt við sínu af hverju
frá hendi ýmissa tækifærissinna
og ævintýramanna, sem hafa
gaman af að leika hetjur og sýna
vald sitt. Það er líka svo í bylt-
ingu, að erfitt er að gera sér
nokkra grein fyrir, hver er hver,
þar eð menn þeir, sem gera bylt-
ingu, eru óeinkennisklæddir
margir hverjir og aðrir í einkenn-
isbúningi. Það voru mörg þjóðar-
brot, sem tóku þátt í byltingunni
og bárust margar ófagrar sögur af
framkomu þeirra í garð borgar-
anna. Við vorum samt ekki, þegar
hér var komið sögu, farin að kynn-
ast þessu beint, nema hernaðar-
legu hliðinni, en hinni hliðinni átt-
um við því miður eftir að kynnast
eftirminnilega sem sé grimmd og
heiftaræði, sem alls ekki gaf eftir
allra mestu grimmd nasista, og
voru þeir sannarlega ekki lamb að
leika sér við.
Óboðnir gestir birtast
Um kl. 8 um kvöldið komu 3
piltar óboðnir í veizluna, en voru
þó vinsamlegir. Sögðust þeir vera
skæruliðar og sögðu þeir gestgjöf-
um okkar, að ef þeir vildu halda
veizlunni áfram, yrðu þeir að
flytja hana lengra frá miðborg-
inni, þar eð búast mætti við
harðnandi bardaga þegar á kvöld-
ið liði. Var þeim boðið til matar og
drykkju, og þar eð einn þessara
pilta þekkti gestgjafa okkar, þáðu
þeir hressingu, þó í flýti, og sögð-
ust þeir hafa komið einungis til
þess að vara okkur við. Þegar
mennirnir birtust, áminnti maður
minn mig um að tala ekki eitt ein-
asta orð á þýzku og þar eð ég var
orðin allfær í slóvakisku, talaöi ég
það mál en þó svo, að á mæli mín-
um heyrðist, að ég var hvorki
Tékki né Slóvaki. Einn þessara
pilta leit all-illilega til mín og
spurði, eitt sinn, er hann heyrði
mig tala, hvort ég væri þýzk. Ég
sagði svo ekki vera og hann spurði
þá hvers vegna ég talaði slóvensku
með hreim. Leyfði ég mér þá þann
luxus að svara, að til væru aðrar
þjóðir en Slóvakar eða Þjóðverjar
og þegar búið var að sannfæra
hann, að ég væri íslenzk, róaðist
hann loks.
Þar eð ekki var viðlit að fara
heim um nóttina, vöktum við bara
og reyndum að hafa það skemmti-
legt, en ástandið var slíkt, að ekki
gat verið um neina rétta stemn-
ingu að ræða.
Næsta dag var svo hægt að
komast með lest til Ruzomberok.
Við fréttum þá, að líklega yrði sá
bær tekinn af skæruliðum þann
dag, 28.8.. ’44, eftirminnilegasta
dag ævi minnar hingað til, en
reyndar átti ég eftir að lifa enn
hræðilegri daga. Á leiðinni var
alltaf verið að stöðva lestina, leita
á fólki og oftsinnis varð maður að
sýna skírteini sín. Þegar við kom-
um til Ruzomberok mátti sjá, að
mikið var um að vera. Alls staðar
var búið að draga rauðar dulur að
húni og margir heilsuðust með
kommúnista-kveðjunni. Það var
eins og allt annar svipur væri á
fólki og yfirleitt öllu og fannst
mér einkennilegt, að fólk sem
maður alltaf hafði séð vingjarn-
legt og rólegt í framkomu, virtist
allt í einu breytt í allri framkomu
við alla og jafnvel gera sér far um
að vera ruddalegt og ókurteist.
Það var eins og þetta fólk héldi, að
1 ÖItlX>Cr
•€alft-w lcOXin
■ - ^..g§§|
ú
j
£ gSff-. W&Sk
7
g
7
með þessu móti gengi það eitthvað
betur í augu „bræðranna".
Heim til okkar frá járnbraut-
arstöðinni var um það bil 15 mín-
útna gangur og vorum við stöðvuð
svo að segja við hvert götuhorn, og
maður einn, sem við þekktum vel,
slóst í för með okkur. Sagði hann
okkur, að hryllilegt ástand væri í
bænum og hefði hann hugsað sér
frelsunina allt öðruvísi.
Sagði hann, að stöðugar hús-
rannsóknir færu fram, handtökur,
stuldur og morð. Bað hann okkur
að vera viðbúin heimsókn vopn-
aðra ruddalegra manna þegar við
kæmum heim, því einmitt nú væri
verið að fara í öll hús á því svæði,
þar sem við bjuggum. Það kom
líka í ljós, að þegar við nálguð-
umst hús okkar, sáum við hvar-
vetna skæruliða, vopnaða, koma
út úr húsum og láta heldur ófrýni-
lega, enda voru margir þeirra
áberandi ölvaðir (það skal tekið
fram, að einstaka menn komu þó
réttilega fram, en þeir voru mjög
fáir). Leiddu þeir margir hverjir á
braut með sér konur og menn, og
sáum við, að hér myndi um fjölda-
handtökur vera að ræða. Varð mér
nú ekki um sel, því allt voru þetta
Slóvakar og Tékkar, sem á brott
voru leiddir og maður sá daglega,
og vissi ekki um, að neina póli-
tíska starfsemi hefðu haft með
höndum eða neitt slíkt, að til
handtöku svona fyrirvaralaust
gæti leitt. En þá vissi ég reyndar
ekki lög (eða ólög) byltinga yfir-
leitt.
Maður minn sagði, að við hefð-
um enga ástæðu til að óttast neitt
því að ekki hefðum við neitt á
samvizkunni, né heldur hefðum
við verið skráð I neitt félag, né
skipt okkur af stjórnmálum. Bað
hann mig um að vera rólega og að
við yrðum að sætta okkur við hús-
rannsókn eins og aðrir, annars
gæti illa farið. Við vorum ekki
fyrr komin inn um dyrnar á húsi
okkar en inn komu 3 vopnaðir
menn, einn í einkennisbúningi
hersins og 2 óeinkennisklæddir.
Sögðust þeir vera að leita að
vopnum og leyfðum við okkur að
spyrja þá, hvort þeir hefðu skilrík-
in, sem leyfðu slíka húsrannsókn,
en svarið var, að nú hefðu þeir
völdin og allir yrðu skilyrðislaust
að hlýða, annars hefðu þeir leyfi
til að skjóta.
Síðan setti sá, er forystuna
hafði, einn mann við mína hlið og
annan við hlið manns míns og sá
þriðji leitaði í húsinu. Fann hann
brátt 2 myndavélar og 2 flöskur af
áfengi, og þá var eins og áhugi
fyrir leit að vopnum væri farinn
að dofna, því hann gaf fyrirskipun
um, að leit yrði hætt og þeir
myndu fara.
Nú gat ég ekki stillt ínig og
sagði að ef þeir væru raunverulega
að leita að vopnum, sem reyndar
væru ekki fyrir hendi, þá ættu
þeir eftir að leita bæði í búrinu og
á svölunum.
Þér hafið byssu —
ég ekki
Þá beindi foringinn byssunni að
mér og sagði: Vitið þér ekki, að ég
get skotið yður fyrir svona
ósvífni? Jú, sagði ég (og nú var ég
regluiega reið). Það getið þér, því
að þér hafið byssu, en ég ekki.
Maður minn var dauðhræddur og
sagði við þá, að kona sín væri út-
lenzk og skildi ekki það ástand
sem nú ríkti.
Sagði þá foringinn höstuglega:
— Svo hún er þá þýzk. Ég sagði
það ekki vera, heldur væri ég ís-
lenzk. Sýndi ég nú íslenzk skilríki
og sagði um leið, að til væru ótal
þjóðir aðrar en Tékkóslóvakar og
Þjóðverjar. Var eins og hann hálf-
skammaðist sín þá, fyrir að þurfa
að hlusta á aðra eins áminningu
og var ég dauðhrædd um, að hann
myndi rjúka upp á nef sér, en svo
fór ekki. Hann baðst meira að
segja afsökunar á framferði sínu
en myndavélarnar og áfengið
hafði hann á brott með sér.
Maður minn hafði undanfarna
mánuði gegnt slökkviliðsstarfi í
heimavarnarliði og var þá ávallt
einu sinni í viku á næturvakt. Átti
hann einmitt að hafa næturvakt
næstu nótt, og var honum illa við
að láta mig vera eina í íbúðinni,
þar sem svona var ástatt í bænum,
og maður gat átt á hættu að vera
ónáðaður jafnvel um miðja nótt.
Var hann að hugsa um að biðja
einhvern um að taka vaktina fyrir
sig, en þá sagði vinur hans, að þeir
yrðu að mæta einmitt nú, vegna
þess, að annars litu skæruliðar svo
á, að verið væri að vinna gegn
þeim með því að koma ekki, eins
og áður og að þetta væri vantraust
á skæruliða.
Maður minn fór nú á þessa vakt
og bjóst ég við honum heim kl. 7
næsta morgun, en hann kom ekki.
Kl. 4 seinni hluta dags kom til mín
kunningi okkar og sagðist eiga að
færa mér kveðju manns míns.
Maður minn hafði verið tekinn
fastur, á3amt fjölda annarra
manna og kvenna og vissi enginn
ástæðuna. Maður minn bað fyrir
skilaboð til mín, að ég skyldi vera
alveg róleg, þar sem hann hlyti að
losna bráðlega. Hér hlyti að vera
um misskilning að ræða, eins og
hjá öllum þeirra kvenna og karla,
sem þarna voru fangelsaðir. Ég
var samt alls ekki róleg, því
ástandið í Ruzomberok var vægast
sagt hræðilegt þessa daga, og
maður heyrði svo margar sögur
um meðferð þess fólks, sem fang-
elsað var. Hafði ég því ekki frið í
mínum beinum og fór til her-
mannaskála nokkurs, þar sem
sagt var að fangarnir væru og
tókst að ná tali af liðsforingja ein-
um, sem ég þekkti nokkuð og vissi,
að var bæði sanngjarn og kurteis.
Hann þekkti vel manninn minn,
því að þeir höfðu báðir aiizt upp í
Ruzomberok.
Spurði ég nú liðsforingjann,
hvað hann héldi um þetta, sagðist
hann þess fullviss, að Jenda (mað-
ur minn) yrði látinn laus, því að
hér hlyti annaðhvort að vera um
misskilning að ræða eða persónu-
lega hefnd, því að allir vissu, að
Jenda væri Tékki og hefði aldrei
blandað sér í stjórnmál, né haft
neitt samstarf við and-tékkneskar
hreyfingar, né nasista, sem hann
reglulega hataði. Sagði liðsforing-
inn mér, að í ráði væri að yfir-
heyra alla fangana 1. september
nk., þ.e.a.s. eftir 2 daga, og gæti ég
verið þess fullviss, að þann sama
dag kæmi Jenda heim.
Kvíðalaus
Fékk ég nú fyrir milligöngu
liðsforingjans að tala við mann
minn og var hann ekkert kvíðandi
að sjá, þar sem hann sagðist hafa
alveg hreina samvizku. Bað hann
mig að vera rólega, því að svona
lagað gæti alltaf komið fyrir í
byltingu, en þetta myndi skýrast
um leið og hann fengi ráðrúm og
tækifæri til þess að bera hönd
fyrir höfuð sér við yfirheyrslu.
Fékk ég síðan leyfi til þess að
mega senda honum ávexti og síga-
rettur, en var um leið sagt, að ég
fengi ekki að tala við hann oftar
fyrir yfirheyrsluna.
En mest allan hluta þessara
tveggja daga hafðist ég við fyrir
utan hermannaskálann, ásamt
fjölda annarra aðstandenda fang-
anna í þeirri von að sjá ástvinum
okkar bregða fyrir en árangurs-
laust. Við fengum hvorki að sjá þá
né vita neitt nánar um þetta
ástand. Á kvöldin urðum við að
fara heim.
31. ágúst að morgni, þegar ég
kom að hermannaskálanum, var
mér sagt, að nú væri búið að flytja
alla fangana í fangelsið, sem var í
húsi því, þar sem hæstiréttur var,
og þóttu mér þetta góðar fréttir,
því nú var von um yfirheyrslu
næsta dag. Ég var persónulega
kunnug forseta hæstaréttar, sem
var ákaflega viðfelldinn gamall
maður, og sagði hann mér, að ég
gæti verið alveg róleg og örugg um
að maður minn yrði látinn laus.
Sagðist hann þekkja allan þorra
þeirra manna og kvenna, sem yfir-
heyra ætti og vita, að flestir
þeirra væru alveg saklausir. Það
eina sem hann óttaðist var, að
skæruliðar tækju ef til vill völdin
af dómurunum og þá væri öll von
úti, hvort sem maður væri saklaus
eða ekki. Þennan sama dag fór ég
síðdegis til fangelsisins og ætlaði
að biðja fyrir kaffi og sígarettur
til mannsins míns, en þá sá ég
fyrir utan fangelsið hóp af fólki og
margir grétu ákaft. Var verið að
aka á brott heljarstórum flutn-
ingabíl og sá ég, að í honum sátu
margir menn og bar ég kennsl á
einn þeirra, kunningja okkar, sem
ég vissi, að hafði verið fangelsaður
um leið og Jenda. Þessi maður,
sem ég bar kennsl á, var fæddur
Þjóðverji, en hafði allan sinn ald-
ur verið í Tékkóslóvakíu og var
mér ekki kunnugt um neina nas-
ista-starfsemi hjá honum, en það