Morgunblaðið - 19.04.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.04.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 Barneshjónin á þilfari Brúarfoss við komuna til íslands. Flugbáturinn á Raufarhöfn. Þessa mynd birti Morgunblaðið 18. október 1939. fsiands og láta sjálfviljugur kyr- setja sig hjer á landi þar til stríð- inu er lokið.“ Segir Morgunblaðið, að auðvitað komi Barnes á vél sinni og með þá menn, er með honum voru á Rauf- arhöfn. Hins vegar segir í tilkynningu frá brezka flugmálaráðuneytinu, sem Morgunblaðið birtir einnig, að „foringi bresku hernaðarflug- vjelarinnar komi einn aftur, en hvorki flugvélin né aðrir úr áhöfn hennar". Daginn eftir birtir Morgunblað- ið yfirlýsingu frá forsætisráðu- neytinu, utanríkisdeild, þar sem segir frá afsökun brezku stjórnar- innar á strokinu. „Hefir nú breska ríkisstjórnin látið í ljós að sjer þyki afar leitt að hlutleysisbrot skuli hafa verið framið." Barnes kemur með konu sína og mótorhjól Átjánda nóvember kom svo Barnes aftur. Kona hans var með í förinni og komu þau hjónin með Brúarfossi. Allmargir voru á hafnarbakkanum fyrir forvitnis sakir að sjá hjónin, „því frjest hafði um komu þeirra". Blaðamaður frá Morgunblaðinu fylgdi Barnes-hjónunum á lög- reglustöðina, en þangað fóru þau til að láta vita um komu sína og spyrjast fyrir um dvalarstað sinn. Blaðamaður Morgunblaðsins segir svo frá: „Mr. Barnes vildi sem minnst láta á sjer bera. Er jeg spurði hann hvort hann vildi leyfa mjer að taka af honum mynd, sagði hann: — Jeg vil helst vera laus við það. Jeg benti honum á að þetta væri mjög saklaust, en ætlað til birt- ingar í blaði. Að lokum ljet hann tilieiðast að láta taka af sjer mynd, en neitaði að stilla sjer upp. Ekkert vildi flugmaðurinn segja um ferðalag sitt. Hvorki er hann flaug hinað, eða heim til Engiands aftur og heldur ekki neitt um ferðalagið á leiðinni nú. Hann vildi ekki láta birta neitt eftir sjer. Var hægt að skilja á öllu, að honum var mjög óljúft að koma hingað." Á lögreglustöðinni var Barnes- hjónunum tilkynnt, að þau ættu að búa á Bessastöðum, en síðan héldu þau á Hótel Borg, þar sem þau gistu um nóttina. Þau hjón höfðu mikinn farang- ur með sér „og flugmaðurinn sjálf- ur hefir með sjer mótorhjól sitt og kona hans reiðhjól". — Blaðamað- ur Morgunblaðsins gefur Barnes þann vitnisburð, að hann sé „hinn myndarlegasti maður. Þrjár álnir á hæð og hinn karlmannlegasti“. Og eftir brytanum á Brúarfossi hefur blaðamaðurinn það, að Barnes sé hinn „fullkomni gentle- maður". Háösglósur þýzkra ... Tuttugasta og fyrsta nóvember birtir Morgunblaðið frétt þess efn- is, að kvöldið áður hafi þýzka út- varpið farið háðulegum orðum um, hversu notaleg dvölin hér á landi yrði Barnes-hjónunum. Út- varpið gat þess, að þeim hefði ver- ið fenginn dvalarstaður í „nýtízku íbúðarhúsi (villu)“. ... og furðuleg skrif Hér á landi varð dvöl Barnes- hjónanna á Bessastöðum einnig að umræðuefni og olli blaðaskrifum. í Jeiðara Morgunblaðsins 24. nóv- ember eru blaðaskrif þessi tekin fyrir og segir þar að þau séu „næsta einkennileg og furðuleg að ýmsu leyti“. Sérstaklega er sá þáttur í þess- um skrifum furðulegur, þar sem verið er að reyna að koma þeirri skoðun inn hjá almenningi, að ís- lenzk stjórnvöld fari allt öðru vísi að, er breskir stríðsfangar eiga í hlut en þýzkir. Er í því sambandi bent á, að hinum breska flugfor- ingja hafi verið valinn dvalarstað- ur á Bessastöðum, hinum forn- fræga stað, en „þýskir stríðsfang- ar sjeu geymdir með afbrota- mönnum á Litla-Hrauni“. Segir í leiðaranum, að þýzku mennirnir séu ekki stríðsfangar, heldur strokumenn af þýzku skipi, sem gerzt hafi brotlegir við lög síns heimalands. Þeir hafi einnig gerzt brotlegir við íslenzk lög „með því að taka sjer hjer dvöl, án leyfis íslenzra stjórnvalda". Er og í leiðaranum bent á, að hér á landi dveljist einn þýzkur stríðsfangi — sjúklingur af þýzk- um kafbáti — og sæti hann sömu meðferð og Barnes: „annar dvelur á Bessastöðum en hinn í Reykja- vík.“ Þar með er mál þetta úr sögunni á síðum Morgunblaðsins. Skreið öfugur niöur brattann! — Hittir þú Barnes eftir að hann kom til íslands? spyr ég Agnar Kofoed Hansen. — Já. Ég hitti hann nokkrum sinnum. — Gaf hann þér þá skýringu á ferðum flugbátsins? — Já, Barnes þessi var spreng- lærður siglingafræðingur og hafði skrifað ágæta bók um það efni svo auðvitað var tómt mál að tala um villu í þessu sambandi. Hann sagði mér, að þeir hefðu átt að kanna alla norðurströndina og Vestfirði með tilliti til kafbáta og það hefðu þeir gert. — En aldrei sagði hann mér, hvers vegna þeir lentu á Raufarhöfn. — En hvers vegna struku þeir? — Til að reyna að skilja þá ákvörðun hans verður að hafa þetta í huga. Flugbáturinn var af bandarískri gerð og sá fyrsti þess- arar tegundar, sem Bretar fengu. Reyndar var þetta fyrsta ferðin hans en þessir flugbátar mörkuðu tímamót í baráttunni við kafbáta, vegna þess hve mikið flugþol þeir höfðu. Barnes var því þarna með fyrsta og þá eina flugbát Breta af þessari tegund, og hann vissi, að þjóð sinni yrði mikið tjón af því, ef flugbáturinn yrði kyrrsettur hér. — Hann sagði mér, að hann hefði átt í miklu stríði við sjálfan sig, meðan hann var að taka ákvörð- unina um að ganga á bak orða sinna og tryggja þjóð sinni með því áframhaldandi not af þessu einstæða stríðstæki. — Hvernig lét hann af dvölinni hér? — Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir aðbúnaðinum en hann lét mig oft heyra það, að sér fyndist sem örlög hefðu leikið sig heldur grátt. Einu sinni hafði hann á orði, að hann væri að mygla hér á íslandi og bauðst ég þá til að taka hann og frúna með mér í smáferðalag ein- hverja helgina. Hann varð glaður við og þáði boðið með þökkum. Ég fór svo með þau hjónin upp að Kleifarvatni og við gengum þar upp í hlíðina. Þá kom í ljós, að hann var haldinn ofsalegri loft- hræðslu — svo mikilli að hann skreið öfugur niður brattann aft- ur! En frúin lét engan bilbug á sér finna. — Hvað varð svo um þau hjón- in? — Þau fóru burt skömmu eftir hernámið, að ég hygg og mig minnir, að ég hafi á eftir frétt af honum starfadi við siglingaskóla brezka flughersins. En skömmu eftir striðið bárust mér fréttir um andlát hans. Borgaði fyrir sig sjálfur „Þau voru allra elskulegasta fólk, segir Björgúlfur Ólafsson, læknir, þegar ég spyr hann um vist Barnes-hjónanna á Bessastöð- um, en Björgúlfur bjó þá þar. — Hvernig stóð á því, að þau voru vistuð hjá þér? — Ja, það veit ég nú eiginlega ekki en Hermann Jónasson, sem þá var forsætisráðherra, kom að máli við mig einn dag og spurði, hvort ég vildi ekki hýsa fyrir sig brezkan flugmann. Ég sagðist nú vilja vita eitthvað um manninn, áður en ég réði þetta við mig, og fór til brezka ræð- ismannsins og spurði hann, hvers konar maður þetta eiginlega væri. Af samræðum okkar réð ég, að þetta væri vel menntaður maður og ákvað ég þá að taka hann inn á heimili mitt. Ekki sem fanga, heldur sem venjulegan heimilis- mann. Svo komu þau hjónin og þau reyndust þægilegasta fólk. Hún var mikil málamanneskja og fór strax að grúska í íslenzku en hann kvaðst ekkert með slíkt hafa að gera og hélt sig fast við sjókortin sín og svo enskar bækur, sem hann kom með, en einnig gat ég lánað honum nokkrar. Fljótlega kom frúin auga á stuðlana okkar og höfuðstafina og fór að spyrja mig um þá og reyndi ég að hjáipa henni eftir beztu getu. Þegar hún fór var hún orðin sæmilega læs á íslenzkt mál. — Fóru þau mikið af Bessastöð- um? — Ekkert að heitið gat. Hann fékk sér göngutúr út á nesið á hverjum degi og einu sinni í viku fór hann til Hafnarfjarðar og kom aftur með tvær koníaksflöskur! Stundum gekk ég með honum um nesið. Hann hafði engan áhuga á jurtum eða dýralífi, það eina, sem hann virti fyrir sér, var flug fuglanna. Og svo sagði hann við mig: Meiri ólánsfuglinn þessi æðarkolla! — Hvaða vitleysa, sagði ég. Hún er gullnáma okkar íslendinga! — Sama er mér, sagði hann. En hún tekur sig illa upp, sezt illa og flýgur klunnalega! Én hrafninn vakti hrifningu hans: „Þetta er fugl, sem kann að fljúga," sagði hann. — Var hann í einkennisbúningi? — Nei. Aldrei. — Ræddir þú nokkuð „Raufar- hafnarævintýrið" við hann? — Ég minntist aldrei á neitt, sem viðkom stríðinu. En hann sagði mér, að þeir hefðu orðið að ienda þar vegna smávélarbilunar. — Én hann hefur fylgzt með framvindu stríðsins? — Já. Hann hlustaði mikið á út- varpið og stundum skrapp það upp úr honum, að það væri nú meira hundalífið þetta, að geta ekki bar- izt eins og maður fyrir sitt föður- land. — Svo verður hernámið? — Já. Og dálítinn tíma eftir það bjuggu þau hjónin hjá mér áfram. Hann fór þá á hverjum morgni inn til Reykjavíkur og skrýddist nú einkennisbúningi. Svo fluttu þau til Reykjavíkur og voru þar eitt- hvað en fóru svo heim til Eng- lands. — Höfðu þau eitthvert samband við þig eftir það? — Nei, nema hvað frúin skrifaði mér þegar hann lézt. Það var skömmu eftir stríðið. — Hvað kostaði svo þessi stríðsfangi íslendinga? — Hermann sagði mér nú, þeg- ar hann bað mig að taka hann, að íslenzka ríkisstjórnin myndi standa straum af kostnaðinum. En skömmu eftir að þau komu, spurði Barnes mig hvað dvöiin kostaði og þegar ég sagði honum, að íslenzka ríkisstjórnin ætlaði að sjá um þá hlið málsins, vildi hann ekki heyra á það minnzt. Hann greiddi því sjálfur dvöl þeirra hjóna á Bessastöðum. 65 Ólafur Haraldsson Glaðleg bók Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ólafur Haraldsson: Vindurinn gengur til suðurs ... Ljóð. Teikningar: Ólafur Steindórsson. Útgefandi: Jón Karl Helgason 1984. ólafur Haraldsson er nítján ára og nemandi í Verslunarskóla íslands. Eftir hann er komið út snyrtilegt ljóðakver sem sýnir viðleitni hans'til að færa hugs- anir sínar í búning ljóðs. í Versl- unarskólanum mun vera nokkur ljóðaáhugi eins og ljóðasam- keppni Verslunarskólablaðsins er til vitnis um, en í henni fékk Ólafur verðlaun fyrir ljóðið Hendurnar mínar. Bókin hefst reyndar á verð- launaljóðinu. Það er í því glett- inn tónn, gælur við fáránleik lífsins eins og eftirfarandi dæmi sanna: Ég notaði vinstri höndina til margs. Ég skrifaði með henni glaðleg ljóð. Ég þvoði mér um bakið með henni, og ilmaði af hreinleika. Og ég hélt utan um þig með vinstri hendinni minni. Og: Bakgír er ekki til á bíl lífsins. Og nú sat ég fastur i blindgötu, með svörtum vegg í endann. Þeir hengdu á mig orðu. Títuprjónninn sat fastur í hjartanu mínu. Ég er algjör klaufi með hægri, og ég meiddi mig bara ef ég reyndi að ná honum út. Það er dálítið um skemmtileg- an þversagnaleik í Hendurnar mínar. Til dæmis verður niður- staðan: „tilfinningar eru ekki hugsun,/ ekki vanhugsun". Ljóð Ólafs Haraldssonar eru hljóðlát, fremur lágvær og mál- far þeirra töluvert ræktað af svo ungum höfundi að vera. Hann þarf ekki að brýna raustina til að láta taka eftir sér. Ljóð hans sýnast einföld og innihaldslítil við fyrstu kynni, en vinna á. Vit- anlega verður ástin oft að yrkis- efni, en svo eru líka heimspeki- leg ljóð eins og Hið helga fja.Il. Það fjallar um land án fjalls og allir íbúarnir vilja eignast fjall. En ekki er allt fengið með fjalli. Það getur heldur betur sýnt klærnar. Þó er óskin alltaf sterk að eignast það sem ekki er til. En spurnin knýr menn til ljóða: Hvar ert þú fjall, draumsýn nokkurra manna. Hvar ert þú fjall grösugra róta, blóma í klettasprungum, skógi vaxinna hlíða? Ert þú nokkurs staðar? Eða ert þú ef til vill einungis afsökun þessara gróðurlausu bákna? Fleira mætti tína tii athyglis- vert úr Vindurinn gengur til suð- urs. Þessi bók er gieðilegur vott- ur um áhuga ungra manna á ljóðum og skáldskap. Teikningar og útlit bókarinnar er til sóma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.