Morgunblaðið - 19.04.1984, Side 18

Morgunblaðið - 19.04.1984, Side 18
60-' MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 Til vinstri sjáum við Vatnseyri eins og Ijósmyndavél Árna Thorsteinsson nam hana 1898, en til hægri eins og eyrin leit út sumarið 1963. Heimsókn í einn autoriseraðan útliggj arastað eftir VIGNI GUÐMUNDSSON Jafnaðarlega erum við blaðamenn sendir til að vinna eitthvert efni, sem á liggur og aðstæður krefja hverju sinni. Oft er þetta kynn- ingarstarf á stað eða manni, frásögn um nýjar framkvæmdir, í tilefni af- mælis, eða vegna atburða líðandi eða næstliðinnar stundar. I>að er sjaldnar sem við getum í ró og næði lagt okkur eftir efni, sem enginn hefur beðið okkur að vinna og eng- inn skammtar okkur tíma eða beið- ist efnisins fyrir ákveðinn tíma. Ég var á sumarferðalagi mér til gamans sl. sumar og kom þá á Patreksfjörð í fyrsta sinn. Eyrar, eins og sumir nærsveitungar nefna kauptúnið, eða Patrekshöfn, eins og ekki væri úr vegi að nefna staðinn nú, eftir að höfnin hefur verið gerð inn í Vatnið á Vatneyri. Á rápi mínu um staðinn komst ég í kynni við fræðaþul, komst í „Kjallarann" hans og bókasafnið, sá allskyns gamla hluti, sem eng- inn á annar. Og maðurinn er jafn- framt forstjóri fyrirtækisins ó. Jóhannesson og sonur Ólafs heit- ins Jóhannessonar, sem gjarna er talinn annar faðir staðarins, eins og hann er nú. Ég heyrði sögur um frakkneskt gull, sem flæddi yfir Vatneyri 1808 og þá var „ástand" í plássinu, franskt hermannaástand. Ég sá „Vasa-quer fyrir bændur og ein- feldninga á Islandi eða hin auð- velda reikningslyst". í bókinni er fróðleikur um allskonar reikning og mál og vog og fyrsta tilskipun um bréfburð og kauptaxta. Ég var kominn í „Kjallarann" til Friðþjófs á Patreksfirði og hugurinn reikaði aftur í tímann til þess er staðurinn var einn autoris- eraður útliggjarastaður og síðar höndlunarstaður. Það er erfitt fyrir okkur blaða- menn að eiga við menn eins og Friðþjóf á Patreksfirði. Hann væri kannske til með að segja mér refjalaust eitthvað um togaraút- gerð eða verzlunarstörf, en hann hefur engan áhuga á að leiða blaðamann inn í sinn helgidóm, sem er gamall fróðleikur, einkum sá er fjallar um sjó, sjósókn, sigl- ingar og allskonar búnað skipa. Hitt er svo annað mál, hvað upp úr honum dettur, þegar hann er búinn að gefa manni nokkra koní- akssjússa úr gömlum grútarlampa niðri í sínum ágæta „Kjallara". Ög ég lofa engu um það, nema með koníakinu haf> lekið gamall fróð- leikur inn í huga mér, en vona að hann hafi ekki stigið mér svo til höfuðs að ég fái ekki komið honum ----3M*r»nnbl«»ib Heimsokn í einn nutoris- ernðon útliggjarnstað nokkurnveginn óbrjáluðum á pappírinn. Ög nú setjumst við niður í „Kjallarann" og meðan smálækk- ar í grútarlampanum hrjóta fróð- leiksmolar af borðum húsbóndans. Við skulum gefa honum orðið og virða fyrir okkur gamlar skips- klukkur, njóta birtunnar frá forn- legu kýrauga, sjá skipslíkön forn- fáleg, skoða fiskasafn og depla augum framan í skipsluktir. Friðþjófur situr í horninu, lygn- ir augum af og til, kveikir sér í 'i&fc Friðþjófur Ó. Jóhannesson með aðra hinna brenndu trétaflna „Tilftter 1312“. Friðþjófur reykir í makindum tyrkneskar sígarettur. Að baki hans má sjá fiskasafn upplýst, járnklukku líka klukku Örlygs gamla, er hann fékk hjá Patreki biskupi fóstra sínum, sextant fornan og bátalíkön, en efst í horni er mynd í upplýstu kýrauga, en á gólfí heljarmikil skipslukt. tyrkneskri sígarettu, skýtur gler- augunum upp á ennið, eða fitlar við þau. Frásögnin er róleg. Ég skýt inn orði og orði. Spyr hvaðan þetta sé eða hitt. Gjarna fæ ég þá glott út í annað munnvikið á hon- um og svarið er óljóst, eða hann hristir höfuðið. Ég er sem sé leidd- ur hæfilega langt inn í helgidóm- inn. — Við komumst snemma í snertingu við þilskipaútgerð, segir Friðþjófur ofurlítið djúpum rómi og kímnisglott leikur um andlitið. — Fyrst með Böskum, síðan Hol- lendingum og Þjóðverjum á 17. öld. Baskarnir voru kallaðir hér Gvaliconar, sennilega hefur það verið dregið af heimkynnum þeirra, þótt ég hafi ekki getað fundið þennan stað í bókum, en sennilega er það afbökun á Gasc- onia, en menn þaðan voru hér einnig nefndir Gaskonar. Hér á Vestfjörðum byrjar þilskipaút- gerð 1806 með skipinu St. Johann- es, sem var 18 lestir að stærð að innanrúmi. Það var riddarinn og kaupmaðurinn 0. Thorlacius, sem skipið keypti og hélt því úti frá Patreksfirði. Á vetrum lá skipið við Litlueyri í Bíldudalsvogi en var á fiskveiðum á sumrum. — Danskir yfirmenn stýrðu skipinu allt til 1809, að Þorleifur Jónsson á Suðureyri gerðist skip- herra og var það til 1815 er því var haldið utan til algerlegrar endur- bótar. Þorleifur var þá um tví- tugsaldur og sá einasti af Vest- firðingum, að því mér er kunnugt, sem hafði tekið stýrimannsexam- en. Friðþjófur á skrá yfir öll skip á Vestfjörðum frá fyrstu tíð skrá- setningar skipa hér á landi og raunar miklu fleiri. Skrásetning- arskylda var þá úti í Kaupmanna- höfn og fór Friðþjófur þangað til að afla sér þessa fróðleiks. Þess má geta að ýmsir hafa sótt fróð- leikskorn til Friðþjófs í sambandi við ritsmíðar sínar, t.d. Vest- manneyingar vegna sögu sinnar og Færeyingar fyrir Sjómanna- sögu sína. Eg sá hjá Friðþjófi forláta sign- et, sem Eggert Hannesson lög- maður gaf Brúderschaft der Is- landfahrer, eða Bræðralagi ís- landsfara 1580. Er á því skjaldar- merki einhyrningur og kórónaði þorskurinn á móti, eða í öðrum feldi. Þetta sama skjaldarmerki kem- ur fram í grafskrift Magnúsar Jónssonar lögmanns á Ingjalds- hóli, en hún er ein hin sérstæðasta sem um er vitað hér á landi. 1694 að Ingjaldshóli við Hellusand er gerð grafskrift sú er hér fer á eft- ir. í öllum fjórum hornum hellunn- ar er skjaldarmerki ættarinnar, einhyrningurinn. „Waknað upp af svefne andvar- leysisins og þeir menn sem fram hafa gengið grátið landsins hrylli- legt tilferle að hér er til hvildar lagður sá, sem allt landeð má gráta eðalwys og hagöfugur herra Hr. Magnús Jónsson. lögmaður yf- ir norður og vestur Islande, fædd- ur anno 1642 og frá sýslumanns- embætti til lögmanns kjörinn anno 1679, hverju hann þénaði með æru og virðing í 15 ár allt þangað til hann safnaðist til sinna forfeðra anno 1694 þann 21. aprilis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.