Morgunblaðið - 19.04.1984, Page 29

Morgunblaðið - 19.04.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 hugsanlegum þrautum, en jeg sagði honum að Kaliforníu- mönnum þætti aðeins gaman að þeim. III Stundvíslega klukkan sex um morguninn kom Geir Zoega til gistihússins með lubbalest sína. Var það sú einkennilegasta sjón, sem jeg hefi sjeð um dagana. Hin- ir hyrndu hestar í Afríku hefði ekki verið neitt á móti þessum furðuskepnum, sem áttu að flytja mig til Geysis. Hver þeirra starði á mig í gegn um svo stóran enni- stopp, að hann hefði verið nóg efni í margar stólsetur, og töglin á þeim voru eins og stórar ullar- hrúgur. — Sumir voru glámóttir og glaseygðir — aðrir höfðu als engin augu. Það var þoka og suddi er við riðum eftir götum Reykjavíkur. Áður en við lögðum á stað, hafði Geir Zoega bundið lausu hestana hvern í taglið á öðrum, eins og siður er, og teymdi. Hann sagði að það væri vissara, því að öðrum kosti ættum við á hættu að missa þá út úr höndunum á okkur. Þótt vegurinn væri vondur, yfir grjót og hraun, með hvössum nybbum og hættulegum sprung- um, riðum við greitt, og sjaldnast fetið. Geir leysti hestana sundur skömmu eftir að við fórum yfir Hafnarfjarðarveginn, því að þá var ekki lengur hætta á að við myndum missa þá, og svo rak hann þá á undan með svipuhögg- um og köllum, sem hestarnir skildu ósköp vel. Jeg verð að viður- kenna það, að enda þótt jeg hefði voru mjög svipuð í sniðinu og föt annars staðar í Norðurálfu. Á fót- unum höfðu þeir skinnsokka. Hvenær sem við hittum þessar lestir, staðnæmdust þær og menn- irnir tóku Geir Zoega tali. Stund- um sneru þeir við og riðu með okkur eina eða tvær mílur til þess að njóta góðs af viðræðum við Geir. Þar sem hann var nýkominn úr kaupstaðnum var hann náttúr- lega fullur af frjettum um verð á fiski, smjöri, ull, prjónlesi o.s.frv. Hann gat líka sagt þeim seinustu frjettirnar, sem komið höfðu með skipinu, og þeir voru sólgnir í. Þeir tóku því jafn alvarlega að frjetta það, að þremur hestum hefði verið kastað fyrir borð í seinustu ferð, og að nú ætti líklega að hefjast handa um að koma síma til ís- lands. Zoega svaraði þeim kurteis- lega og vegna þess að allir þektu hann, tóku þeir mikið mark á öllu sem hann sagði. Þegar þeir kvöddu voru þeir vanir að bjóða í nefið. í fyrsta skifti, sem jeg sá þá taka í nefið, vissi jeg ekki hvað þeir voru að gera. Maður dró dá- litla hornflösku upp úr vasa sín- um, og helt jeg að í henni mundi vera púður. Hann dró tappann úr henni, staðnæmdist á miðjum veg- inum, hallaði höfðinu aftur og stakk stútnum upp í nefið á sjer. Ætlaði ekki mannræfillinn að sprengja hausinn á sjer í þúsund mola? Tvisvar eða þrisvar sinnum endurtók hann þetta og sogaði eins og hann væri að kafna. Og það var eftirtektarvert hvað hann gerði þetta með miklum alvöru- maður skyldi ætla með því að horfa utan á bæinn. Fyrst er farið inn í hálfhrundar bæjardyr, sem engum mundi detta í hug að væri aðalanddyri. — Síðan kemur mað- ur inn í löng og dimm göng, hlaðin úr óhöggnu grjóti. Yfir þau er reft með spýtum og skógarviði og tyrft yfir. — Veggirnir eru skreyttir með hælum, sem reknir eru inn á milli steinanna, og á þeim hanga reiðtýgi, skeifur, reipi, harðfiskur í kippum og allskonar fatnaður, skór og sauðskinn. Besta herberg- ið — eða húsið, því að hvert hús er eitt herbergi — er ætlað gestum. Annað herbergi er fyrir fjölskyldu prestsins. Eldhúsið er jafnframt ætlað hundunum og stundum kindum. { einu horninu er grjót- bálkur og á milli steinanna eru taðflögur, sem notaðar eru til eldsneytis. Þetta er eldstæðið. Á sperrum og bitum hanga pottar og katlar, harðfiskur, sokkar, nærpils og ræflar af stígvjelum, sem prestur hefir líklega átt á sínum duggarabandsárum. Á veggjunum hanga lýsisbelgir á uglum, kjöt, brúsar og ryðgaðar sauðaklippur og hófjárn. Moldargólf er þarna og safnþrær fyrir skolp og alls konar rusl. Þykt er þar af reyk og allar stoðir, bitar, sperrur og þau fáu húsgögn, sem þarna eru inni, eru lituð af honum. Eldhúsið er gott sýnishorn af bæjarhúsunum að undantekinni gestastofu. Þar eru rúmin hið merkilegasta. Vegna þess að nóg er til af fiðri, er það sett í poka, sem síðan er fleygt í kassa, sem standa á fótum og svo er breitt yfir með brekánum, pilsum og öðr- En það var ekkert lífsmark að sjá við bæinn nema geltandi og geðill- an hund. Jeg minnist þó þess, að jeg hafði sjeð mann hverfa inn í bæinn meðan við vorum á leiðinni þangað, og þess vegna var mjer það óskiljanlegt hvernig á því stóð, að enginn skyldi koma út til þess að taka á móti okkur. Jeg gat þess við Geir að mjer þætti þetta heldur ógestrisnulegt. En það var eins og maður kæmi við hjartað i Geir með því að minnast á það. Hann hélt því fram að fólkið væri gestrisið, að það barmaði sjer ekk- ert út af því þótt Englendingur nokkur hefði sest upp hjá því í marga daga, hefði etið allan mat þess og drukkið allt kaffi þess og farið svo án þess að bjóða borgun. „Það var engin furða," sagði Geir, „þótt Englendingurinn lygi mörgu upp á fólkið á eftir, og drægi dár að því fyrir að vilja ekki þiggja neina borgun fyrir greiðann, þeg- ar sannleikurinn var sá, að hann bauð enga borgun." „En hvar er þá presturinn? Jeg er viss um að jeg sá hann skjótast inn í bæinn áðan.“ „Ó, hann kemur undir eins. Hann hleypur altaf inn þegar hann sjer til ferðamanna." „Hvers vegna gerir hann það?“ „Vegna þess að hann er venju- lega óhreinn og illa til fara og vill þvo sjer og hafa fataskifti áður en hann tekur á móti gestum." í þessu kom prestur út, og sýnd- ist hár og andlit vott, og frakkinn hans fór honum ekki vel, hann var alt of víður og náði honum svo að segja niður á hæla. Hann staulað- ist til okkar, heilsaði Geir með 77 hann gat án þess að fara í gegn um vegginn. Hann ávarpaði mig á dönsku, en þar sem það dugði ekki, þá breytti hann um og smelti á mig latínu, sem hann talaði jafn reiprennandi og móðurmál sitt. En þar rak mig aftur í vörðurnar. Jeg hafði lesið aftur að Quosque tandem þegar jeg var drengur, en atburðir og ferða- lög höfðu mulið það alt úr höfði mjer. Jeg reyndi þýsku, en þá fór eins fyrir honum. — Hann skildi ekki orð í því máli. En nokkur orð í spönsku, sem jeg hafði lært í Mexiko og Kaliforníu, hjálpuðu mjer til að skilja sumt af latín- unni hans og með þessum orða~ forða reyndum við að taka upp samræður. En þetta var þreyt- andi. Og eftir margar langar þagnir tók hann húfu sína og fór. Klukkan tíu um kvöldið fór jeg að hátta. Það var ekkert athuga- vert við rúmið nema hvað það virtist hafa verið smíðað handa manni, sem ekki hafði náð meðal- hæð Ameríkumanna. Og það er hægt að sofa þótt maður hafi enga nátthúfu. En hvernig í ósköpunum á maður að geta sofið, þegar engin nótt er? Um miðnætti, þegar átti að vera niðamyrkur og draugar alt um kring, varð mjer litið upp, og þá var bjartur dagur. Klukkan hálf tvö leit jeg upp aftur, og þá var sólskin. Klukkan tvö fór jeg á fætur og ætlaði að lesa í bókum prests, en þær voru þá allar á ís- lensku og ekki mjög skemtilegar fyrir mig. Klukkan þrjú tók jeg til starfa og lauk við nokkrar teikn- ingar mínar. Og klukkan fjögur Reykjavík um aldamótin kynst slæmum vegum á vestur- strönd Kaliforníu, þá varð mjer oft hugsað um brotna limi og höf- uð þegar við þeystum yfir hraun- in. Ef hesturinn minn skyldi nú stíga á hvassa steinnybbu og detta — hvaða von var þá um það að jeg kæmist lífs af? Að falla niður á gaddaherfi eða garðhrífu hefði verið barnagaman hjá því að detta af baki hjer, þar sem voru ímyndir alls þess, er mönnum getur orðið að skaða, alt frá rakhnífum, sög- um og kjötöxum, niður í nagla og nafra. Á leiðinni fórum við hvað eftir annað fram úr fiskalestum. Aðal- fæða fólksins í sveitunum á vet- urna er fiskur, sem veiddur er á sumrin. Þegar fiskurinn hefir ver- ið hertur er hann bundinn í klyfj- ar og tvær fluttar á hverjum hesti, líkt og í Mexíkó. Með hverri lest eru þrír eða fjórir menn og stund- um konur. I júnímánuði fara bændur venjulega til Reykjavíkur eða annara kaupstaða með ull, smjör og aðrar búsafurðir, sem þeir leggja inn hjá kaupmönnum, en fá í staðinn allskonar vörur og fisk. Eftir að hafa skemt sjer í kaupstaðnum nokkra daga, fara þeir heim aftur og lifa þar ein- angruðu lífi í heilt ár, fá naumast nokkrar frjettir frá umheiminum og eru ekki að brjóta heilann um þau mál, sem öðrum þjóðum þykir mest um vert. Þeir, sem við mættum, höfðu víst ekki sjeð útlendan ferðamann í heilt ár. Þetta var heiðvirt al- þýðufólk, dúðað í vaðmálsfötum, sem það hafði sjálft framleitt, og svip. Jeg ætlaði ekki að trúa mín- um eigin augum. „Hvílík sjálfsmorðsaðferð!" sagði jeg við Geir Zoega. „Ó, hann er aðeins að taka í nef- ið,“ svaraði hann. „En hvernig getur hann þá and- að, þegar hann fyllir báðar nasirn- ar?“ spurði jeg. Geir Zoega var svo vænn að skýra mjer frá því, að þegar báðar nasirnar væri fullar, þá opnaði maðurinn aðeins munninn og and- aði með honum. IV Presturinn á Þingvöllum og fjölskylda hans búa í torfbæ rjett hjá kirkjunni. Kofarnir eru merki- legir, enginn þeirra hærri en 10—15 fet, og er þeim hrúgað sam- an sitt á hvað og eru líkastir kindahóp sem stormur hefir hrak- ið saman. Á sumum eru gluggar á þökum og á sumum eru strompar. Þökin eru öll grasi gróin og skot og göng eru um bæinn þvert og endilangt. Veggirnir eru úr grjóti, en á sumum þeirra eru stafnþil, tjörguð, en annars eru stafnarnir hlaðnir úr torfi. Lágur grjótgarð-_ ur er umhverfis túnið, en hann gerir víst lítið gagn í því að bægja kvikfjenaði frá því að komast í túnið, því að mörg skörð eru í garðinn og ekki nema nokkrir faðmar á milli. Byrjað hefir verið á því að gera steinstjett á hlaðinu, en það hefir verið hætt fljótlega við það aftur. Stjettin er nú þakin af gömlum döllum, pottum, tusk- um og ýmsu öðru dóti. Að innan er húsaskipun í ís- lenskum torfbæ enn flóknari en um afgangsfatnaði. Niður í þetta þægilega hreiður skríður nætur- gesturinn á kvöldin, hvort sem er sumar eða vetur, breiðir yfir sig alla hina angandi leppahrúgu og hefst þar við til morgunsins. Og á veturna er nóttin að meðaltali 16 stundir af 24 í sólarhringnum. Og þegar þess er nú gætt, að allar glufur á bænum eru vandlega byrgðar svo að kaldur gustur komi ekki inn, og að heilar fjölskyldur sofa oft í sama herbergi, sem ekki er stærra en 10x12 fet, þá geta menn ímyndað sjer að loftið er orðið svo þungt að það virðist óhugsandi að kljúfa það með öxi. Það er ekki hugsað um annað en hitann og er það skiljanlegt þar sem jafn knapt er um eldsneyti. Jeg get ekki ímyndað mjer verri mannabústaði. Þeir eru litlu betri en refagreni. En í slíkum húsa- kynnum sem þessum hafa prest- arnir á íslandi lesið helstu menn- ingarmál heimsins og sökt sjer niður í fornsögurnar. Margir þeirra hafa orðið lærðir menn og hafa eytt miklum hluta ævi sinnar til vísindaiðkana. Það er mælt að á Norðurlandi sje betri og stærri húsakynni. En lýsingin hjer að framan á við flesta þá bæi, sem jeg sá. Meðan jeg beið á hlaðinu á prestsetrinu og var að virða það fyrir mjer, var Zoega önnum kaf- inn við að spretta af hestunum. Jeg settist á viðarköst og fór úr hlífðarfötunum, sem voru bæði blaut og óhrein. Það var hrollur í mjer og jeg hefði viljað gefa ríkis- dal fyrir það að fá að sitja við eld. handabandi og mælti svo eitthvað við mig, sem Geir þýddi á þessa leið: „Hann býður yður velkominn, og segir að yður sje hjer gisting til reiðu. Húsakynnin eru ljeleg, en hann hefir ekki upp á betra að bjóða. Hann spyr hvort þjer viljið ekki kaffi og langar til að vita hvaðan þjer sjeuð. Jeg sagði hon- um að þjer væruð frá Kaliforníu, og þá sagði hann að það væri hin- um megin á hnettinum, og óskaði að guð væri með yður. — Gerið svo vel að ganga í bæinn." Mjer þótti vænt um þessar vingjarnlegu móttökur og tók innilega í hönd prestsins. Bað jeg Geir að segja honum að jeg þakk- aði honum kærlega fyrir og vildi óska þess að hann gæti einhvern tíma heimsótt mig í Kaliforníu. En þegar hann heyrði það varð hann bæði hissa og skelfdur. Hann var einkennilegur og óframfærinn, presturinn — nokk- urs konar lifandi múmía, sem hef- ir bliknað í snjónum á Islandi. Hann kom einkennilega fyrir — í honum var sambland af mann- fælni, ótta og manviti, eins og hann hefði alið allan aldur sinn meðal sauðkinda og bóka, og það hefir hann sennilega gert. Meðan jeg var að reyna að segja einhver vingjarnleg orð við hann, skimaði hann alt í kring um sig, eins og hann langaði til að skjótast í ein- hvern felustað. Jeg fór nú samt á eftir honum inn í göngin og til gestastofu. Þar bauð hann mjer sæti, og tylti sjer svo sjálfur á stólrönd eins langt frá mjer og gafst jeg upp við það að sofa og labbaði upp í Almannagjá. Á leiðinni til Geysis komum við að bóndabæ. Þar hittum við bónd- ann og fjölskyldu hans. Allir, litlir og stórir, komu hlaupandi út til þess að horfa á komumenn. Bóndi og húsfreyja voru ágæt sýnishorn íslenskrar bændastjettar, breið- leit, bláeyg og glaðleg, og ljós- hærð. Þau voru í sundurleitum fatnaði. Börnin, sem voru milli tíu og tuttugu, voru öll með þessa glókolla, sem algengir eru á Norð- urlöndum, og voru í allskonar flík- um, sem þau höfðu komist yfir, gömlum fötum af foreldrum sín- um, skinnleistum o.s.frv. Bóndi var ákaflega vingjarnlegur og for- vitinn. — Hann spurði Geir þús- und spurninga um þennan „herra- mann“ og svo bað hann okkur að stíga af baki og veita sjer þá ánægju að koma inn og drekka kaffi — konan sín væri ekki nema fimm mínútur að hita það. En þar sem jeg vissi að fimm mínútur á íslandi geta þýtt alt að fimm klukkustundum, þá afþakkaði jeg boðið. Honum virtist þykja mjög fyrir því, og það var enginn efi á því að hann langaði til að veita okkur góðgerðir. Árni óla þýddi lauslega. / Jólabladi Lesbókar 1934 birtist þessi kafli iír ferðabók eftir J. Koss Brownv, Bandaríkjamann sem hér hafði rerið á ferð skömmu eftir miðja síðustu öld. Árni Óla þýddi kaflann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.