Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 102. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 6. MAI 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þrír á gangi í góða veðrinu að undanförnu Beitir sovézki herinn eiturgasi í Afganistan? Islamabad. 5. m»i. Al' SOVESKAR hersveitir halda áfram sókn sinni gegn afgönsk- um skærulíðum, sem eiga undir högg að sækja fyrir stöðug- um loft- og stórskotaliðsárásum. í Kabúl er altalað, að Sovét- menn hafi beitt eiturgasi gegn skæruliðunum. Skæruliðar segjast þó aldrei munu gefast upp og ætla að auka hernaðinn annars staðar ef Panjsher-dalur fellur. Talsmenn afganskra frelsis- hreyfinga draga enga dul á, að skæruliðar hafi hörfað fyrir sókn tugþúsunda sovéskra her- manna og afganskra stjórnar- hermanna en leggja um leið áherslu á, að baráttan hafi verið og muni verða aukin annars staðar í landinu. Segjast þeir t.d. hafa setið fyrir sovéskum Kosningar í El Salvador San Salvador, 5. nuí. AP. Skæruliðar rinstrimanna í El Salvador kváðust hafa komið jarð- sprengjum fyrir á þjóðvegum lands- ins og hvöttu landsmenn til að halda sig fjarri vegunum á morgun, er kos- inn verður forseti landsins. Yfirmaður í her landsins segir að ekki sé búist við að skæruliðar láti til skarar skríða á kosninga- daginn, og kvað hann ekki hafa orðið vart við skæruliða meðfram þjóðvegunum að undanförnu, né væru nein merki um að jarð- sprengjum hefði verið fyrir komið. Búist er við að Jose Napoleon Duarte sigri öfgasinnan Roberto D'Aubuisson í kosningunum, en verði raunin sú eru meiri líkur taldar á að hernaðaraðstoð Reag- an-stjórnarinnar verði samþykkt á Bandarikjaþingi. herflutningalestum í Norður- Afganistan og unnið Sovét- mönnum gífurlegt tjón. Þeir benda líka á, að þótt Sovétmenn nái Panjsher-dal á sitt vald muni þeir aldrei geta haldið honum til lengdar nema með gífurlegum liðsstyrk og mann- fórnum. Vestrænir sendimenn í Kabúl segja, að altalað sé í höfuðborg- inni, að Sovétmenn noti eiturgas í stríði sínu gegn skæruliðum. Ekki hefur enn verið unnt að staðfesta þessar fréttir, en sendimenn í borginni segja orð- róminn svo sterkan, að undar- legt sé ef ekki er fótur fyrir hon- um. Afganskir skæruliðar felldu í þessari viku 17 frammámenn í afganska kommúnistaflokknuni og eru þær fréttir hafðar eftir ónefndum embættismanni stjórnarinnar. Síðasta misserið hafa 304 félagar í kommúnista- flokknum verið felldir víða um landið og 447 menn úr sérstók- um lögreglusveitum flokksins. Meðal þeirra, sem skæruliðar felldu í vikunni, var Ras Mo- hammad, aðalritari flokksins i Kabúl, en hann var talinn hafa skipulagt pyntingar á skæru- liðum, sem féllu í hendur lög- reglu kommúnista. Sovézkir skriðdrekar á ferð í Afganistan, þar sem Rússar eru enn á ný sakaðir um að hafa gripið til eiturvopna í útistöðum við frelsissveitir Afgana. Berri ekki bifað og bardagar blossa upp Ik¦irút. S. maí. Al>. Miklir bar- dagar stóðu yfir í Beirút í nótt og í morgun á sama tímaog samningavið- ræður um aðild shíta að þjóðstjórn- inni komust í sjálfheldu. Sveitir kristinna manna og múhameðstrúarmanna skipt- ust á skotum og sprengjuvarpi yfir grænu línuna er deilir Beirút. Einnig var barizt í suð- urúthverfum borgarinnar, þar sem sló í brýnu milli stjórn- arhermanna og shíta. Meðan bardagar stóðu sem hæst í nótt sigldi óþekktur varðbátur að Líbanonströnd við Khalde, útborg suður af Beirút, og skaut á skotmörk í landi. Sveitir shíta og drúsa á strandlengjunni við Khalde svöruðu árásinni, og hvarf skipið að vörmu spori. í morgun hafði enn ekki tek- izt að miðla málum vegna skil- yrða, sem leiðtogi shíta, Nabih Berri, hefur sett fyrir aðild sinni að 10 manna þjóðstjórn Líbanon. Berri krefst myndun- ar tveggja ráðherraembætta til viðbótar, annað er fari með málefni suðurhluta Líbanon, og hitt er stjórni uppbyggingu suðurhverfa Beirút, þar sem shítar eru fjölmennir. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, hefur tekið undir rnál- stað Berri og neitað að taka sæti í stjórninni fyrr en geng- ið hefur verið að kröfum Berri. Færeyingum líkar staðgreiðslukerfíð l'orshiifn, 5. mai. Frá Joffvan Arge, frótlarilara í FÆREYJUM hefur staðgreiðslu- kerfi skatta verið við lýði í einn mánuð og er ekki annað að sjá en öllum líki það hið besta, a.m.k. enn sem komið er. Langt er um liðið síðan farið var að ræða um staðgreiðslu- kerfi skatta í Færeyjum en það var fyrst fyrir rúmum þremur árum, að stjórnmálamennirnir tóku á sig rögg enda var þá margra ára samansafn af ógreiddum sköttum orðið veru- legt vandamál og fór vaxandi. Mbl. Landsstjórnin í Færeyjum, sem Sambandsflokkurinn, Fólka- flokkurinn og Sjálvstýriflokkur- inn standa að, ákvað þá að koma þessu í framkvæmd og frammá- menn í flokkunum hafa sagt, að ef ekki væri fyrir þetta sameig- inlega áhugamál þeirra hefði stjórnarsamstarfið farið út um þúfur fyrir löngu. Staðgreiðslu- kerfið er að sjálfsögðu miklu hagkvæmara fyrir yfirvöldin, sem nú fá skattpeninginn áður en launþeginn fær launin sín. Staðgreiðslukerfið í Færeyj- um er þannig, að engin hætta á að vera á, að almennir launþegar fái bakreikninga svo neinu nemi frá gjaldheimtunni. Hvað fyrir- tæki varðar er sá háttur hafður á, að þaU greiða sinn skatt einu sinni i mánuði eins og flestir launþegar og geta farið fram á hærri skattgreiðslu ef þau telja hagnaðinn meiri en svarar til skattsins. Að öðrum kosti eru reikningarnir gerðir upp eftir áramót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.