Morgunblaðið - 06.05.1984, Side 2

Morgunblaðið - 06.05.1984, Side 2
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 Qlafur G. Einarsson um mjólkurdrykkjafrumvörpin: Látum Framsókn ekki setja okk- ur upp að vegg „ÞAÐ ERU alveg hreinar línur, ad sjálfstæðismenn láta ekki setja sig upp að vegg til að samþvkkja frumvörp framsóknarmanna um kakómjólk, Mangó- sopa og Jóga“, sagði Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins m. a. á fundi Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness sl. fimmtudagskvöld, en hann var þar aðalræðumaður ásamt Friðriki Sophussyni varaformanni flokksins. Ólafur fjallaði í ræðu sinni um þau helstu mál, sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru með í vinnslu og nefndi þar áðurnefnd frumvörp um vörugjalds- og sölu- skattsfríðindi á umræddum mjólkurdrykkjum sem nokkurs konar hliðargrein landbúnaðar- mála. Seyðisfjörður: Ottó Wathne með 90 lestir Aflinn fékkst að mestu á tveimur sólarhringum Seyðisnrði 4. maí. OTIÓ Wathne NS 90 kom hingað í morgun með um 90 lestir af fiski, mest ufsa, en einnig ýsu og þorsk. Aflann fékk Ottó að mestu á tveimur sólar- hringum á nýopnuðu svæði út á Skaft- árdýpi. Að sögn skipstjórans í þessari veiðiferð, Trausta Magnússonar, var mikill fiskur á þessu svæði og mörg skip þar að veiðum, en Ottó Wathne er á togveiðum og landaði afla sínum hjá Norðursíld. Togarar héðan hafa aflað vel að undanförnu og er aflinn að mestu leyti karfi. Vegna þessa hefur verið unnið á vöktum við flökun og af- hreistingu í frystihúsinu að undan- förnu og eru báðir togararnir vænt- anlegir inn í næstu viku. Gullver var kominn með 1.247 lestir um síðustu mánaðamót og Gullberg 697 báðir í 9 veiðiferðum. Því er meðaltalsafli Gullvers í veiðiferð 138,5 lestir en Gullbergs 77,5. — Fréttaritari Opið hús hjá Heklu OFIÐ HÚS verður hjá Heklu hf. Laugavegi 170 til 172 í dag í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins. Opið verður frá klukkan 10.00 til 17.00 og eru allir velkomnir. í gær var einnig opið hús hjá fyrirtækinu og komu þá fjölmargir gestir í heimsókn. Meðfylgjandi mynd var tekin þar í gærmorgun. Ýmislegt verður gestum til skemmtunar; tekið verður á móti gestum með hornablæstri á ákveðnum tímum, sýndur verður brake-dans, Steini og OIli koma f heimsókn, myndbandasýningar með barnaefni, lögreglu- kórinn syngur, kynntar verðar matvörur frá SS og gosdrykkir frá Coca-Cola og verðlaunagetraun, sem opin verður öllum. Auk þessa verður gestum boðið að skoða fyrirtækið og sýnishorn af vörum þess og þjónustu og sýndir verða nokkrir gamlir „gripir", svo sem Volkswagen ’48, Land Rover '48 og Hudson frá ’47. Málalisti stjómarflokkanna: MorgunblaðiÖ/RAX. Herra og ungfrú Útsýn Úrslitin í keppninni um Herra og Ungfrú Útsýn 1984 voru kunngerð í Broadway í fyrrakvöld, á Vorblóti Útsýnar. Þau sem valin voru til þess að bera þessa titla þetta ár eru þau Dagný Davíðsdóttir, 17 ára Reykjavík- urmær, og ívar Hauksson, réttra 19 ára Reykvíkingur einnig. Þau eru bæði nemar og munu þetta ár koma fram á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýnar hérlendis og crlendLs. Ámyndinnieru sigurvegararnir ásamtfor- stjóra Útsýnar, Ingólfi Guðbrandssyni. Breytingar á Rás 2: Útvarpað eitt kvöld í viku og um helgar? ÚTVARPSRÁÐ mun á fundi sín- um á morgun m.a. fjalla um hugs- anlega lengingu útscndingartíma Rásar 2. Samkvæmt hcimildum Morgunblaðsins eru uppi hug- myndir um að hefja útsendingar á fimmtudagskvöldum svo og á laugardögum eða sunnudögum. Hefur útvarpsstjóri Rásar 2, Þor- geir Ástvaldsson, sérstaklega óskað eftir þessum breytingum. Fram til þessa hafa útsend- ingar Rásar 2 hafist kl. 10 á morgnana alla virka daga og staðið fram til kl. 18. Á milli kl. 12 og 14 hafa Rás 2 og Ríkisút- varpið við Skúlagötu verið tengd saman, þannig að hlustendur Rásar 2 hafa náð að heyra hið hefðbundna hádegisútvarp án þess að breyta stillingum á við- tækjum sínum. Samkvæmt heimildum Mbl. hefur rekstur Rásar 2 hefur gengið vel undanfarna tvo mán- uði eftir erfitt tímabil í upphafi árs. Hafa auglýsingar aukist jafnt og þétt frá áramótum og mun fjárhagsstaðan nú bærileg. Átök í Blikksmiðafélaginu: Samninganeftidin svipt umboðinu þegar hún óskaði eftir verkfallsheimild Trúnaðarmannaráð Blikksmiðafé- lags íslands samþykkti á fundi sín- um sl. miðvikudag að svipta samn- inganefnd félagsins umboði sínu. Samningaumleitanir nefndarinnar sl. mánuð höfðu ekki borið árangur og hafði hún óskað eftir fundi í trún- aðarmannaráðinu til að fara fram á verkfallsheimild. Stjórn félagsins ákvað þá að leggja til við trúnaðar- mennina að þeir tækju umboðið af nefndinni og var við því orðið mót- atkvæðalaust, skv. upplýsingum Kristjáns Ottóssonar, formanns fé- lagsins. Blikksmiðir höfðu tvisvar fellt gerða samninga og var fráfarandi samninganefnd kosin á félags- fundi fyrir réttum mánuði eftir að samningarnir höfðu verið felldir öðru sinni. Nefndin taldi sig vera komin að vegg í viðræðum við at- vinnurekendur og að aðstoðar óbreyttra félagsmanna væri þörf til að knýja á um betri samninga. Þess má geta, að víða mun þó greitt kaup samkvæmt samn- ingum sem tókust, en felldir voru í félaginu. Mikil ólga er nú innan félagsins en Aðalfundur þess verður hald- inn n.k. miðvikudag og er búist við að hópur félaga muni bjóða fram nýtt formannsefni, en Kristján Ottósson hefur gegnt embættinu í tólf ár. Formaður fráfarandi samninganefndar, Friðbjörn Steinsson, sagði 1 samtali við blaðamann Mbl. nýlega, að for- maðurinn væri m.a. „fjarskyldur" öðrum félögum í kjaramálum og að býsna stór hópur myndi standa að nýja formannsefninu. Virkir félagar í Blikksmiðafélagi íslands eru um 130.. Kosningalagabreyting efst á blaði forsætisráðherra Á lista yfir þingmál, sem vilji stjórnarflokka stendur til að fái afgreiðslu fyrir þinglausnir, auk frumvarps um aðgerðir til að rétta af ríkissjóð, eru m.a.: frumvarp til stjórnarskrárbreytingar og frum- varp um kosningalög (forsætis- ráðherra); frumvarp um ábyrgð á láni fyrir Arnarflug (fjármálaráð- herra); frumvörp um hollu3tu- hætti og heilbrigðiseftirlit (heil- brigðisráðherra); frumvarp um fjarskipti (samgönguráðherra); frumvörp um sölu Siglósíldar og sölu hlutabréfa I Iðnaðarbanka (iðnaðarráðherra); frumvarp að útvarpslögum (menntamálaráð- herra); frumvarp um ríkismat sjávarafurða (sjávarútvegsráð- herra); frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar til 67 einstakl- inga (dómsmálaráðherra); frum- vörp um Húsnæðisstofnun ríkisins og erfðafjárskatt (félagsmálaráð- herra) og frumvarp um skógrækt (landbúnaðarráðherra). Úr starfi í leik Sýning á frístundaverkum byggingar- og iðnaðarmanna í GÆR VAR Opnuð í Listasafni ASÍ sýning á frístundaverkum félaga í Sambandi byggingarmanna og Málm- og skipasmíðasambandi íslands. Þátttakendur á sýningunni eru 23 og sýna þeir 102 verk, olíumál- verk, vatnslitamyndir, höggmyndir, tréskurðarmyndir o.fl. Þeir sem sýna eru: Árni Sverrisson, Ásgeir Einarsson, Birgir A. Egg- ertsson, Björgvin Frederiksen, Einar Magnússon, Georg Vil- hjálmsson, Guðmundur Bergmann, Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur Kristinsson, Halldór S. Björnsson, Helgi Gunnlaugs- son, Jens Jóensen, Jón Magnússon, Konráð Guðmundsson, Magnús Finnbogason, Páll Jónsson, Ríkarður Ingibergsson, Sigurður K. Árnason, Sigurður Jónsson, Tryggvi Benediktsson, Þórir Oddsson, Þorkell Sigurðsson og Þröstur Magnússon. Sýningin verður opin kl. 14—20 virka daga nema mánudaga og um helgar kl. 14—22. Sýningin stendur til 27. maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.