Morgunblaðið - 06.05.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984
5
Sjónvarp annað kvöld kl. 21.40:
Kusk á hvítflibbann
— íslenskt mánudagsleikrit!
„Kusk á hvítflibbann**, leikrif
Davíds Oddssonar, veróur endur
Dutt í sjónvarpinu annað kvöld kl.
21.40.
Þetta verk var frumflutt á jól-
um árið 1981 en hefur auk þess
verið sýnt í öllum sjónvarpsstöðv-
um á Norðurlöndum. Leikstjóri er
Andrés Indriðason en með helstu
hlutverk fara: Árni Ibsen, Elva
Gísladóttir, Jón Sigurbjömsson,
Sigurður Sigurjónsson, Ragnheið-
ur Elva Arnardóttir, Þóra Frið-
riksdóttir, Róbert Arnfinnsson,
Steindór Hjörleifsson og Borgar
Garðarsson.
ferðin" eftir eigin handriti og leik-
riti sínu „Aldrei er friður" hjá
Kópavogsleikhúsinu.
Árni Ibsen í hlutverki Eiríks á skrif-
stofu sinni í samkvæmi sem hann
efndi til þar með fólki sem hann
hitti fyrir á veitingahúsi. Á myndinni
má ennfremur sjá Lilju Guðrúnu
Þorvaldsdóttur, Ragnheiði E. Arnar-
dóttur og Sigurð Sigurjónsson í hlut-
verkum sínum.
í leikritinu greinir frá ungum
manni, Eiríki, sem hittir fyrir fólk
á veitingahúsi og býður þeim með
sér á skrifstofu sína um nóttina.
Þetta boð á eftir að draga dilk á
eftir sér. Ávísunum er stolið og
hassmola er laumað í vasa manns-
ins án vitundar hans. Maðurinn
segir konu sinni ekki frá þessu
næturævintýri sínu daginn eftir,
heldur skáldar sögu af ferðum sín-
um, sem hún tekur trúanlega.
Vandræðin byrja þegar hún
sendir jakka mannsins í hreinsun.
Hassið kemur upp á yfirborðið og
rannsóknarlögreglunni er gert
viðvart. Maðurinn er yfirheyrður
og einnig kona hans en vegna þess,
meðal annars, að framburður
þeirra er ósamhljóða, koma upp
grunsemdir um fíkniefnamisferli
og maðurinn er úrskurðaður í
gæsluvarðhald.
Inn í þennan þráð fléttar höf-
undur frásögn af viðbrögðum ætt-
ingja og fjölmiðla, sem sjá hér
góðan fréttamat. Þótt djúp alvara
sé undir niðri í verkinu er gam-
ansemi víða ríkjandi á yfirborð-
inu.
Davíð Oddsson hefur auk þessa
verks skrifað leikritið „Róbert Elí-
asson kemur heim frá útlöndum"
fyrir sjónvarp og ennfremur verk
fyrir leiksvið.
„Kusk á hvítflibbann" var
fyrsta leikstjórnarverkefni And-
résar Indriðasonar hjá sjónvarp-
inu, en auk þessa verks hefur hann
leikstýrt kvikmyndinni „Veiði-
Frami, félag leigu-
bifreiðastjóra á
höfudborgarsvæðinu:
Telur samning
Bæjarleiða og
ríkisspítal-
anna ólöglegan
FKAMI, félag leigobifreiðastjóra í
Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarn-
arnesi, samþykkti á fundi sínum í
gær tillögu, þar sem harmaður var
samningur Kæjarleiða og ríkisspít-
anna um akstur Bæjarleiða fyrir
spítalana. Ennfremur var stjórn og
trúnaðarmannaráði félagsins falið
að tilkynna Innkaupastofnun ríkis-
ins fyrir hönd spítalanna, að samn-
ingur sem þessi væri ólöglegur og
reyna að ná sáttum í málinu.
Úlfur Markússon, formaður
Frama, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að í þessum samningi
væri um 21% undirboð á taxta
leigubifreiðastjóra að ræða og
hefði þessi fundur, einn fjöl-
mennasti í sögu félagsins, ein-
róma harmað þessi vinnubrögð.
Báðum aðilum málsins hefði ver-
ið kunnugt um, að samningagerð
sem þessi og undirboð væri ólög-
leg, en þrátt fyrir það hefði
samningurinn verið gerður. Með
þessu virtust ríkisspítalarnir
vísvitandi vera að brjóta niður
stétt leigubifreiðastjóra. Félagið
sætti sig ekki við svona óábyrg
vinnubrögð en úr því sem komið
væri vildu forráðamenn þess
ræða máiið af viti og skynsemi
og reyna að ná sáttum í því.
Nokkur ord
um Ítalíu, Rimini, sumarið,
sólina og pig
I'" talía býður þér upp á marga góða sumardvalarstaði en fáa jafn fullkomna og Rimini, hina
fornu borg við Adríahafið.
Hér gengur þú að öllu vísu; sól og ylvolgum sjó, aðgrunnri
og breiðri strönd, glaðværu mannlífi, frábærum
veitingastöðum og vandaðri gistiaðstöðu.
Þú finnur fljótlega að margt er betra en þú átt að
venjast annars staðar, sumt miklu betra.
Áþreifanlegastur er munurinn á leikaðstöðunni fyrir
börnin, þar sem barnafararstjórinn er í broddi fylkingar.
Góð staðsetning Rimini gagnvart mörgum stórbrotnustu
stöðum Evrópu - Feneyjum, Flórens, Róm - veitir þér að
auki möguleika á skoðunarferðum sem gera Riminiferð að
öðruogmeira en venjulegri sólarferð.
Við minnum þig á að heppni hefur lítið með sólarlandaferðir að gera. Góður áfangastaður
og gott skipulag skiptir þar sköpum. Ef þú hins vegar dregur úr hömlu að panta Riminiferð
sumarsins gætir þú orðið of seinn - og það væri Ijóta óheppnin!
~ r'■- A
j v
■“»' • I «*SB»
Adríatic Riviera of
Emilia - Romagna ( Italy )
Rimini
Riccione
Cattolica
Cesenatico
Gatteo a Mare
San Mauro a Mare
Misarto Adriatico
Lidi di Comacchio
Savignano a Mare
Bellaria - Igea Marína
Cervia - Milano Marittima
Ravenna e le Sue Maríne
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899