Morgunblaðið - 06.05.1984, Síða 35

Morgunblaðið - 06.05.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 i 35 Þessi ungi verkamaður í Vinnslustöðinni er tveir metrar á hæð, en eins og sjá má hefur lúðan ríflega vinninginn, enda 2,30 metrar á lengd. Vestmannaeyjar: Verkstjórinn f Vinnslustöðinni, Viðar Elíasson, og Þór Vilhjálmsson með lúðuna miklu. Svo stór var lúðan að fískikar af stærstu gerð dugði hvergi undir hana. Morgu n blaöiö/Sitfu iyei r. Stórlúða í þorskanetin MIKIÐ ER AF lúðu við Vestmannaeyjar um þessar mundir og er hún lúðu, aðgerða, í netin. Hún var 2,30 metrar að lengd, 1,50 á breidd og um mjög stór. Það er hins vegar óalgengt að stórlúða veiðist í þorskanet eins 30 sentimetrar á þvkkt. Líklegt má telja, að lúðan hafí vegið um 400 pund og gerðist á dögunum, en þá fékk Þórunn Sveinsdóttir VE 360 punda er hún kom á dekkið á Þórunni og ekki hafði verið gert að henni. Útköllin 148 í ÞEIM kafla úr skýrslu utanrík- isráðherra sem birt var hér í blað- inu í gær varð sú prentvilla að sagt var að útköll á orrustuþotum varnarliðsins hafi 1975 og 1976 verið alls 140, en í skýrslunni segir að þau hafi verið 148. Viðkomandi setningar eiga því að vera þannig: „Útköll á orrustuþotum varnar- liðsins hafa aukist verulega á síð- ustu árum. Árin 1975 og 1976 voru útköll alls 148 en 1982 og 1983 samtals 290, hafa tæplega tvöfald- ast á 7 ára tímabili." Sumarbúðir í Aðaldal NÚ ER HAFIN innritun í Sumarbúð- ir ÆSK við Vestmannsvatn í Aðaldal í S-Þing. ( sumar verða 6 fíokkar í júní og júlí fyrir börn og er hægt að dvelja í 7, 8, 9 eða 14 daga. Þessir fíokkar eru 7.—16. júní, 19.—26. júní, 26.-3. júlí, 5.—13. júlí, 16,—23. júlí og 23.—30. júlí. Eins og undanfarin ár verða 2 flokkar fyrir aldraða 2.-9. ágúst og 10.—17. ágúst, en þessir flokkar hafa notið mikilla vinsælda. 20.—24. ágúst verður sfðan stutt- ur flokkur fyrir unglingana, rétt áður en skólar hefjast. Innritað er á skrifstofu Æsku- lýðsstarfs kirkjunnar Kaupangi, Ákureyri, milli kl. 13 og 16 hvern virkan dag. Þar eru og veittar allar nánari upplýsingar. (Fréttatilkynning.) Ljósm. GBerg 134 metra langt rússneskt birgðaskip kom með 500 tonn af rækju til K. Jónsson- ar. Niðursuðuverksm. K. Jónssonar: Kaupir 500 tonn af rækju frá Rússum Akurovri, 16. apríl. „VIÐ ATTUM ekki að taka við þcssari rækju fyrr en 24. apríl og reiknuðum ekki með henni fyrr, en eftir að skipið kom hingað höfum við reynt að liðka til og nú er svo komið að byrjað verður að skipa rækjunni upp á morgun, en alls eru þetta um 500 tonn, sem við kaupum af þeim núna,“ sagði Gísli Már Ólafsson, skrifstofu- stjóri K. Jónssonar hf. á Akureyri, við blm. Mbl. Stórt rússneskt birgðaskip hafði tíma, einkum vegna skorts á frysti- þá legið á Pollinum á Akureyri frá þvf á laugardag, en skipið, sem er 134 metra langt, fékk ekki bryggju- pláss fyrr en seint 1 dag, auk þess sem niðursuðuverksmiðjan átti 1 vissum erfiðleikum með að taka við þessu magni fyrr en á umsömdum geymslum. En að sögn Gísla Más gerðu þeir ýmsar tilfæringar og hag- ræðingu sem leysti þessi mál og á morgun verður sem sagt skipað upp 500 tonnum af rækju, sem Niður- suðuverksmiðja K. Jónssonar hf. kaupir af Rússum. GBerg Hafið lokkar og laðar Þó viðfangsefni þessara ungu Hólmavíkurbúa sé aðeins tóm olíu- tunna og gamall björgunarbátur uppi í fjöru verður að teljast líklegt að viðfangsefni þeirra í framtíðinni verði stærri í sniðum, því hafið lokkar og laðar. Kafarar Landhelgisgæslunnar hefja störf á ný Kafarar Landhelgisgæslunnar hafa nú aftur hafíð störf eftir að samningar tókust í launadeilu þeirra. Kafararnir hafa að undnförnu verið við æfíngar undan Vatnsleysuströnd undir stjórn Þorvaldar Axelssonar yfírstýrimanns, en meðfylgjandi mynd tók Helgi Hallvarðsson skipherra um borð í Oðni er kafararnir voru þar við æfíngar. Afgangsorka Sjóefnavinnslunnar hf.: Nægir 700 tonna fram- leiðslu á eldislaxi á ári. Vogum. 30. april. SAMKVÆMT upplýsingum Mbl. mun sú afgangsorka er verður til hjá Sjó- efnavinnslunni hf. á Reykjanesi við framleiðslu á 8.000 tonnum af salti, vera nægjanleg laxeldisstöð með árs- framleiðslu 700 tonn á ári. A undanförnum mánuðum hefur mikill áhugi verið fyrir því að reisa fiskeldisstöðvar á Reykjanesi, og hafa nokkrir aðilar haft samband við Sjóefnavinnsluna hf. um kaup á orku í þeim tilgangi. Það eru bæði innlendir og erlendir aðilar sem sýna þessu áhuga. Finnbogi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sjóefnavinnslunnar hf., sagði í samtali við fréttaritara Mbl. að það vantaði ákvarðanatöku um hve hratt yrði farið í uppbygg- ingu verksmiðjunnar, svo hægt yrði að segja til um hvað fyrirtækið væri aflögufært um mikla orku. Þá sagði hann að það tæki nokkra mánuði að bora nýjar holur, og árangur kæmi ef til vill ekki í ljós fyrr en í febrú- ar/mars á næsta ári, þó byrjað yrði strax. Þá sagði Finnbogi að það þyrfti að verðleggja orkuna, og ákveða með hvaða hætti hún yrði seld, áður en hægt væri að svara fyrirliggjandi fyrirspurnum. E.G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.