Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 Lífekjör renna til sjávar Verðstýring sem kostaði sitt • Búseturöskun á Norðurlandi vestra 1981—1983 svarar til þess að kauptúnið Hofsós tæmdist af íbúum. • Búseturöskun á Norðurlandi eystra á sama tíma svarar til þess að Raufarhöfn félli úr byggð. • Norðlendinga skorti 146 m.kr. 1982 til að ná meðaltekjum í landinu það ár og norðlenzk sveitarfélög 44 m.kr. til að ná meðalútsvari á íbúa 1983. • Auk þess veldur mjög hár hitun- arkostnaður því, einkum þar sem olía eða rafmagn er nýtt til húshitun- ar, en einnig þar sem dýrar hitaveit- ur koma við sögu, að fólk rennir hýru auga til búsetu á höfuöborg- arsvæðinu. Húshitun og kaupmátt- ur ráðstöfunartekna Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, lagði fyrir skömmu fram stjórnarfrumvarp um jöfnun húshitunarkostnaðar. f greinar- gerð kennir ýmissa grasa. Þar kemur m.a. fram að óniðurgreitt orkuverð til húshitunar í febrú- armánuði sl. var frá kr. 0,38 pr. kWh til kr. 1,46. Miðað við þetta verð er hitunarkostnaður 400 rúmmetra íbúðarhúsnæðis á ári sem hér segir: • Ódýrar hitaveitur kr. 12.400. • Meðaldýrar hitaveitur kr. 21.800. • Dýrar hitaveitur kr. 32.500. • Bæjarrafveitur, án niður- greiðslu, kr. 31.200. • RARIK, Orkubú Vestfjarða og Bæjarveitur (með niðurgreiðslu) kr. 28.800. • Olíuhitun án niðurgreiðslu kr. 47.900. • Olíuhitun með niðurgreiðslu kr. 33.000. Þegar gluggað er í framan- greindar tölur gefur augaleið að „sömu laun fyrir sömu vinnu" gagnast mismunandi, eftir búsetu eða orkuverði í húshaldi fólks. Það er því ekki óeðlilegt að stjórnvöld grípi inn í framvindu mála með því að „jafna“ að nokkru þennan óhjákvæmilega fastakostnað í húshaldi á „ísa köldu landi“. Ekki eru allar ferðir til fjár Ekki hafa öll opinber afskipti verið „ferðir til fjár“ fyrir kaup- endur orku í landinu. Minna má á ummæli Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á ný- lega afstöðnum ársfundi stofnun- arinnar. Honum fórust svo orð um opinbera verðstýringu raforku á liðnum áratug: „Glöggt dæmi um hve óhagstæð áhrif verðlagseftirlitið hafði á fjárhag Landsvirkjunar árin 1971—1982 er sú staðreynd, að hefði gjaldskrá Landsvirkjunar fengið að hækka í réttu hlutfalli við hækkun byggingarvísitölu á þessum árum hefðu skuldir Landsvirkjunar í lok ársins 1982 orðið 100 milljónum Bandaríkja- dala lægri en raun varð á, en það er um 60% af stofnkostnaði Hrauneyjafossvirkjunar. Ef slíkri stefnu hefði verið fylgt væri bæði fjárhagur Landsvirkjunar betri en hann er í dag og verð til notenda lægra." Sömu sögu má segja um mörg önnur orkufyrirtæki, ekki sízt Hitaveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem urðu illa fyrir barðinu á „verðstýringu" og „vísi- töluleik" stjórnvalda, ekki sízt 1978—1983. Fjárhagur þeirra VIRKJANALEIÐ/AUKNING STÓRIÐJU DÆMI 2 TWh/áfi Hæfilegt markmið að keppa að Skýringarmyndir þessar fylgdu erindi Jóhanns Más Maríussonar um rannsóknarstarfsemi og virkjanaáætlanir Landsvirkjunar, sem hann flutti á ársfundi þeirrar stofnunar. Þær sýna annarsvegar hugmyndir um viðbót orkufreks iðnaðar og hinsvegar um raforkukerfið fram til aldamóta. Þessar hugmyndir gera ráð fyrir því að fram verði haldið frekari nýtingu orkulinda til að fjölga störfum í þjóðarbúskapnum, auka umtalsvert útflutningsverðmæti og þjóðar- tekjur og þar með almenna hagsæld í landinu. „Bent hefur verið á,“ sagði Jóhann Már, „að raforkunýting um næstu aldamót sem svarar til um 10 TWh/ár, sem er um 20% af því raforkumargni sem íslenzkar orkulindir eru nú taldar búa yfir, sé að ýmsu leyti hæfilegt markmið til aö stefna að.“ LAXA 'blandaD □ I 150 MW VILLINGANES I 30 MW I FLJOTSDALUR1 252 MW EFRI ÞJORSÁD^/ ANGI .<VATNáFELL ^□áS/HRAUNE NEÐRI ÞJORS, RAFORKUKERFID ÁRIÐ 2000 HUGMYND 14 LISTAMENN Myndlist Bragi Ásgeirsson I tilefni þess að á þessu ári eru 100 ár liðin frá stofnun Listasafns íslands verður efnt til nokkurra sýninga í salar- kynnum safnsins bæði á ís- lenskri og erlendri myndlist. Fyrsti gjörningurinn er sýn- ing 14 ungra myndlistarmanna er staðið hefur yfir undanfarnar vikur og allnokkra athygli. vak- ið. Ekki er mér kunnugt hvað hefur ráðið vali hinna ungu listamanna á sýninguna um- fram ýmsa aðra og ekki er held- ur nein greinargerð um stefnu- mörk þeirra er réðu valinu í sýn- ingarskrá, ekki einu sinni upp- lýst hverjir það voru. En lista- mennirnir eiga ýmislegt sam- eiginlegt, t.d. aðhyllast þeir allir ný viðhorf til myndlistarinnar og svo eru flestir þeirra af svo- kallaðri „túlípanakynslóð". Þá er átt við fólk sem sótt hefur áhrif sín til Hollands en það hafa æðimargir gert á síðustu árum. Hér vantar þó ýmsa er áberandi hafa verið í þeim hópi og líklega hefði sýningin orðið áhugaverðari ef stefnt hefði ver- ið að 20 þátttakendum. Víst er að það er óþarflega rúmt um suma og þeir hefðu komið sterkari frá sýningunni með grisjun verka. Annað sem er lítt skiljanlegt og væntanlega hefur ráðið úrslitum um að sýningin er hvergi nærri jafn áhrifarík og hún hefði getað orðið er, að listamennirnir réðu sjálfir vali verka sinna. Valið hefur nefni- lega ekki tekist nægilega vel svo sem oft vill verða við slíkt mis- skilið frjálslyndi, — listamenn eru oftlega furðu glámskyggnir á eigin verk og þá einkum þau nýjustu. Og hví var ekkert vídeóverk tekið með á sýning- una? Slíkt hefði aukið fjöl- breytni hennar til muna. Eftir margar heimsóknir í safnið er það furðulítið er situr eftir í huganum og minnisstætt þykir, — helst ber maður þessar myndir saman við það sem þess- ir ungu listamenn hafa gert áð- ur og með óhagstæðri útkomu. Þannig minnist ég þess ekki að hafa séð máttlausari verk eftir Árna Ingólfsson en þó undanskil ég mynd nr. 1, sem mér þótti langsamlega hrifmest. Árni Páll Jóhannsson hefur og gert betri verk en á þó hluti er bera hug- myndaauðgi vitni. Brynhildur Þorgeirsdóttir er mjög áleitin, Árni Páll Jóhannsson: Án titils, 1983. „agressív", í skúlptúr-myndum sínum en þær njóta sín frá- munalega illa í salarkynnum safnsins. Daði Guðbjörnsson sýn- ir sterk litræn tilþrif í málverk- um sínum en þau vinna ekki á við nánari skoðun en það gera hins vegar steinþrykk-myndir hans. Myndir Grétars Reynisson- ar orka og einnig sterkast á skoðandann við fyrstu kynni. Guðjón Ketilsson er mistækur í verkum sínum og þannig þykir mér súluornamentið hans ekki ganga upp vegna höfuðsins á toppinum — auk þess að það minnir óþægilega mikið á Lenín. Þá man maður betur eftir hatta- leiknum. Helgi Þorgils Friðjóns- son virkar afskaplega hrár í myndum sínum að þessu sinni, helst vill maður gleyma þeim sem fyrst. ívar Valgarðsson sýnir skúlptúra svipaða þeim er hann kynnti nýverið á Kjarvalsstöð- um og stór hugmyndafræðileg málverk er valda manni nokkr- um heilabrotum — hér er ýmis- legt í gerjun. Mynd Jóhönnu Kristínar Ingvadóttur, „Lára“, er vafalítið mesta málverk sýn- ingarinnar, magnþrungin og sterk. Aðrar myndir hennar virka óákveðnari í útfærslu. Jón Axel Björnsson málar af miklum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.