Morgunblaðið - 06.05.1984, Síða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 6. MAÍ 1984
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
bæði til fagleg ráðgjöf og hagstæð
lánsfjárútvegun. Iðnaðarráðu-
neytið mun skipa þriggja manna
verkefnisstjórn, sem ber ábyrgð á
framkvæmd þessa verkefnis. Gert
er ráð fyrir að lán verði veitt í
samræmi við lög um Húsnæðis-
stofnun ríkisins.
Lífskjör sem renna
til sjávar
Ein af þeim leiðum sem fara
þarf til að tryggja framtíðarat-
vinnuöryggi og framtíðarlífskjör
þjóðarinnar er að beizla vatnsaflið
og breyta orku fallvatna í störf og
útflutningsverðmæti. Þegar hafa
glatazt dýrmæt ár á altari aðgerð-
arleysis. Lífskjaraskerðing, sem
rætur á í samdrætti sjávarfangs
og sjávarvöruframleiðslu, hefur í
litlu verið bætt upp með nýrri
verðmætasköpun. Lífskjör renna í
raun til sjávar í óbeizluðum
vatnsföllum — og fara forgörðum
í vannýttum tækifærifærum líf-
efnaiðnaðar, sem kallaður hefur
verið auðlind nýrrar aldar.
Byggðaröskun nyrðra, sem frá
er greint í upphafi þessa bréfs,
verður vart stöðvuð nema með
bættum alhliða möguleikum fólks
í fjórðungnum, ekki sízt í starfs-
tækifærum og betri efnalegri af-
komu; þó muna verði vel, að mað-
urinn lifir ekki á brauðinu einu
saman.
Samkvæmt áætlun orkuspár-
nefndar verður raforkueftirspurn
núverandi markaðar, þ.e. almenn-
ingsveitna og núverandi stóriðju,
tæplega 6 TWH/ár um næstu
aldamót. Þetta þýðir í stuttu máli
að Blönduvirkjun, sem væntan-
lega verður næsta virkjun hér á
landi, endist fram á árið 1994, ef
ekki kemur til nýr orkufrekur iðn-
aður. Nú er hinsvegar, gagnstætt
því sem var á gengnum árum,
unnið ötullega að því af hálfu
stjórnvalda að finna leiðir til upp-
byggingar orkufreks iðnaðar hér á
landi.
Myndin breytist hinsvegar ef
horft er til nýrrar stóriðju, s.s.
helmingsstækkunar álversins við
Straumsvík, kísilmálmverksmiðju
á Austurlandi og nýrrar álbræðslu
við Eyjafjörð, svo nokkur líkleg
dæmi séu tíunduð. Upptalningin
er þó ekki tæmandi.
Auk Blönduvirkjunar, fram-
kvæmda við Kvíslaveitu og Sult-
artangastíflu og stækkunar Þór-
versnaði og verðhækkunarþörf óx,
vegna skuldakostnaðar, langt um-
fram það sem orðið hefði með
verðþróun í samræmi við almenn-
ar verðlagsbreytingar í landinu.
Niðurstaða miðstýringar (of-
stjórnunar) varð verri fjárhags-
staða fyrirtækjanna og hærra
verð en ella til notendanna, enda
þótt afskiptasemin væri réttlætt
með meintri verðstýringu og
meintu verðlagseftirliti.
Efnisatriði frumvarpsins
Sverrir Hermannsson, iðnaðar-
ráðherra, sagði m.a., er hann
mælti fyrir frumvarpi sínu um
jöfnun húshitunar:
„Kostnaður við olíuhitun með
olíustyrk er nú talinn nema um
69% af óniðurgreiddri olíuhitun,
en niðurgreidd rafhitun kostar um
58% af verði olíu án niðurgreiðslu.
Verð hitaveitna er mjög mismun-
andi. Hinar dýrari og nýrri veitur
eru á svipuðu verði og niðurgreidd
rafhitun eða olíuhitun en t.d.
Hitaveita Reykjavíkur kostar um
26% af óniðurgreiddri olíu.“
1 frumvarpinu er gert ráð fyrir
að raforka og varmaorka sé greidd
niður þannig að hlutfall raforku-
verðs og vegið meðalverð allra
hitaveitna sé 1:1,8. Þessu hlutfalli
hefur eins og áður segir þegar ver-
ið náð.“
Áætlað er að niðurgreiðsla inn-
lendra orkugjafa, samkvæmt
frumvarpinu, nemi um 190 m.kr.,
en niðurgreiðsla olíu um 60 m.kr.,
en til annarra fFamkvæmda, sam-
kvæmt því, verði varið um 90
m.kr. Samtals er kostnaður í ár
áætlaður um 340 m.kr.
Meginmarkmið frumvarpsins
eru: 1) jöfnun hitunarkostnaðar,
2) lækkun kostnaðar við hitun
húsnæðis, 3) aukin notkun inn-
lendra orkugjafa. Framkvæmdin
felst í niðurgreiðslu raf- og
varmaorku, olíustyrkjum, aðstoð
við illa staddar hitaveitur og að-
gerðir (bætt einangrun) sem leiða
til orkusparnaðar.
í athugun sem Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins
gerði á 300 húsum í 4 sveitarfélög-
um 1979—1980 kemur í ljós allt að
fimm- til sjöfaldur mismunur í
orkunotkun einstakra notenda.
Þessi munur vegur ekki sízt þungt
hjá þeim sem búa við hátt orku-
verð. Helzta nýmæli frumvarpsins
er skipulegt átak til endurbóta á
húsum (s.s. einangrun) sem leiða
til orkusparnaðar. Kemur þar
isvatnsmiðlunar, sem eru fram-
kvæmdir á byggingarstigi, eru
verkhannaðar virkjanir þessar,
samkvæmt upplýsingum sem fram
komu í erindi Jóhanns Más Marí-
ussonar, aðstoðarforstjóra Lands-
virkjunar, á ársfundi stofnunar-
innar: 1) Fljótsdalsvirkjun, 2)
Sultartangavirkjun, 3) stækkun
Búrfellsvirkjunar og 4) Villinga-
nesvirkjun. Þá er Vatns-
fellsvirkjun (milli Þórisvatns og
Krókslóns ofan Sigöldu) talin
mjög hagkvæmur virkjunarkost-
ur. Röðun þessara virkjunar-
framkvæmda hlýtur að vera í
stöðugri endurskoðun. Fram-
kvæmdaákvörðun á að miðast við
það eitt, hvern veg framkvæmda-
röð kemur bezt út fyrir þjóðarbúið
í heild. Fjárfestingarmistök eru of
skammt að baki sem stórtækur
lífskjaraskerðir til að vera ekki
víti til varnaðar. Síðar á þessu ári
lýkur hringtengingu byggðalínu-
kerfisins (Suðurlína) sem eykur
mjög á afhendirigaröryggi raforku
hvar sem er á landinu.
Ef rétt er að staðið og hag-
kvæmur orkumarkaður helzt í
hendur við nývirkjanir mun niður-
staðan verða betra orkuverð til
alls almennings í landinu.
íslendingar hafa yfir að ráða
þeirri menntun, fagþekkingu og
starfsþjálfun, að ráða við þau
verkefni, sem í sjónmáli eru á
sviði stórvirkjana. Hinsvegar er
óhjákvæmilegt að til komi sam-
starf við erlenda aðila á sviði fjár-
magns, hráefnis og markaðsmála.
Það er beinlínis æskilegt að erlent
fjármagn beri höfuðþunga áhættu
meðan orkufrek fyrirtæki eru að
komast yfir byrjunarörðugleika,
festa rætur og vinna sér stöðu á
markaðnum.
Við þurfum að lifa í sátt við
land okkar og umhverfi, umgang-
ast hvort tveggja með virðingu og
hlýhug. Það þarf að vernda við-
kvæma náttúru landsins, græða
þau sár, sem hún hefur orðið fyrir
í tímans rás og skila landinu betra
til næstu kynslóðar en við tókum
við því. En við þurfum jafnframt
að lifa í landinu, á gögnum þess og
gæðum, þeim auðlindum láðs og
lagar sem forsjónin hefur lagt
okkur upp í hendur til framfærslu.
Án þess að nýta þau tækifæri, sem
bíða framtaks, hugvits og þekk-
ingar fólksins í landinu, verður ís-
lenzk velferð og hagsæld ekki sá
veruleiki sem hún getur orðið.
Lífskjörin i landinu felast í
framtaki, menntun og þekkingu
þjóðarinnar sjálfrar. Það kann að
vera nauðsynlegt að kortleggja
vandamál á svartar skýrslur
skrifræðis. En þau einföldu sann-
indi mega þó aldrei gleymast að
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér
sjálfir.
þrótti sem fyrr en hann er
merkilega ópersónulegur í þess-
um myndum sínum, ég kunni
betur að meta myndir hans í
Listaskála alþýðu í vetur. Fram-
lag Kristins G. Harðarsonar virk-
ar hálf furðulega, því ég sé ekki
betur en að landslagsmyndir
hans í pasteltækni séu eins kon-
ar átthagamyndir, snoturlega
gerðar. Betur hugnuðust mér
myndir hans nr. 1—16 en þar er
vettvangurinn útlendur. Myndir
Steinunnar Þórarinsdóttur njóta
sín ekki þar sem þær hanga,
ljósflæðið frá gluggunum leysir
formið upp. Myndir Tuma Magn-
ússonar eru mjög hrjúfar í út-
færslu og hér er myndræn tækni
látin lönd og leið og er ég þá
ekki með á nótunum. Valgarður
Gunnarsson er ljóðrænn „artisti"
í myndum sínum og eftirminni-
legast tekst honum upp í mynd
sinni „Fljúgari" (88), — en mér
þóttu litlu myndirnar er hann
sýndi á Mokka fyrir skömmu
áhrifaríkari og betur byggðar
upp.
Framtakið með þessari sýn-
ingu er mjög gott en hefði að
ósekju mátt koma nokkrum ára-
tugum fyrr. Slíka sýningu mætti
endurtaka á 5—10 ára fresti og
hér þarf ekkert tímamarkandi
afmæli að koma til heldur list-
ræn nauðsyn.
Sem fyrr segir þá tel ég að
sýningin hefði getað orðið mun
áhrifaríkari ef fleiri hefðu tekið
þátt í henni og betur hefði verið
valið úr verkum þátttakenda inn
á sýninguna. Ég segi fyrir mig,
að glaðastur varð ég er ég leit
barnateikningarnar í litla herb-
erginu, lífrænar, opinskáar og
einlægar.
Bragi Ásgeirsson
MorKunblaöið/Gunnlauj?ur.
Þeir Páll Samúelsson, forstjóri, Bogi Pálsson og Birgir Sigurðsson hjá Toy-
ota, standa hér fyrir framan húsnæðið í Hafnarstræti þar sem fyrirtækið
opnar söluumboð á næstunni.
Bílaumboð opnar
söludeild í miðbænum
„VIÐ ÆTLUM með þessu að reyna að fríska upp á mannlífið og viðskiptalífið í
miðbænum og reynum að hafa hlutina sem veglegasta í samræmi við gæði
bílanna," sagði Páll Samúelsson, forstjóri Toyota, í samtali við Morgunblaðiö,
en fyrirtækið vinnur þessa dagana að uppsetningu sölu- og sýningarsalar nýrra
bíla í Ilafnarstræti í Keykjavík. Mun það vera í fyrsta skipti sem bílaumboð
hefur aðsetur í miðbæ höfuðborgarinnar, hin síðari ár.
„Það er mjög algengt að bílasölur
séu miðsvæðis í borgum og bæjum
erlendis og vonandi mælist þetta
vel fyrir hjá almenningi hérlendis.
Sýningarsalurinn verður í nýbygg-
ingu að Hafnarstræti, en hugmynd-
in að þessu öllu saman kom fyrst
fram fyrir þremur árum er smíði
hússins hófst," sagði Páll. „Það
verður pláss fyrir tvo sýningarbíla í
salnum, enda er þetta eingöngu
hugsað sem einskonar útibú fyrir
söludeildina að Nýbýlavegi, en alls
erum við með 30 gerðir bíla í sölu.
Tveir sölumenn munu annast við-
skiptavini og öll aðstaða verður
höfð sem glæsilegust. Við verðum
með kynningarmyndir á mynd-
bandatæki og fáum bráðlega sér-
stakt tæki til að varpa þeim á stó’r-
an vegg í salnum."
„Með því að opna sýningarsal í
miðbænum gefum við fólki sem lítið
kemst frá vinnu tækifæri til að
skoða nýjustu bílana, en opið verð-
ur frá kl. 11.00—19.00 sem ætti að
gera sem flestum kleift að líta við.
Einnig er staðsetning salarins góð,
því mikil umferð er um bæði Aust-
urstræti og Hafnarstræti og utan-
bæjarmenn leggja sér yfirleitt leið
þarna um,“ sagði Páll.
Kynbætur nautgripa:
Með Galloway-ræktun hef-
ur versta leiðin verið farin
— segir Haukur Hjaltason,
framkvæmdastjóri og nautabóndi
„ÞAÐ HEFUR LENGI verið Ijós nauðsyn þess aö kynbæta nautgripastofninn
hér á landi, en hingað til hefur okkur ekki borið gæfa til þess, að gera það af
viti. Þær tilraunir, sem nú standa yfir í Hrísey á ræktun Galloway-uauta, hafa
engan veginn og geta ekki skilað þeim árangri, sem þörf er á. Miklu einfaldara
og fijótlegra er að flytja inn frjóvguð egg og setja í kýr hérlendis. Til þess hefur
hins vegar ekki fengizt leyfi þrátt fyrir að sjúkdómahætta því fylgjandi sé
aðeins talin 0,01%o. Það er því Ijóst að í þessum málum hefur versta leiðin
verið farin," sagði Haukur Hjaltason, framkvæmdastjóri Dreifingar og nauta-
bóndi í Austurkoti, í samtali við Morgunhlaðið.
Haukur sagði ennfremur, að
hann teldi það fáránlegt, að með
Galloway-ræktuninni í Hrísey tæki
það um 20 ár að ná 99% hreinum
stofni og það með ærnum tilkostn-
aði. Með því að flytja inn frjóvguð
egg fengist hreinræktaður kálfur
eftir 9 mánuði og eftir þrjú ár væru
komnir fram hálfblendingar. Þessu
til viðbótar mætti svo nefna það, að
Galloway-kynið væri hægvaxta og
þar að auki erfitt í burði fyrir ís-
lenzkar kýr. Líklega væri eini kost-
ur þess kyns sá, að það þrifist vel
af rudda, en á hinn bóginn vildu
íslenzkir nautakjötsframleiðendur
væntanlega heldur ala gripi sína
vel og fá afurðirnar fyrr. Skynsam-
legast fyndist honum að kynbæta
með Aberdeen Angus eða Here-
ford, sem yxu hratt og sem dæmi
um það mætti nefna, að Bretar ælu
naut af þeim kynjum upp í 220 kíló
á um 12 mánuðum, aðeins á súrheyi
og fiskimjöli.
Haukur sagði, að talsverður út-
flutningur á frjóvguðum eggjum
þessara kynja væri frá Bandaríkj-
unum og Frakklandi og sjúkdóma-
hætta í því sambandi nánast engin.
Sér virtist því ekkert þvi til fyrir-
stöðu að leyfa innflutning frjóvg-
aðra eggja hingað til lands, sér-
staklega með tilliti til þess, að
sjálfsagt þætti að flytja inn fóður
frá Danmörku þar sem vissulega
væri hætta á sjúkdómum svo sem
gin- og klaufaveiki og væri slíkra
tilfella skammt að minnast. Hinu
væri þó ekki að leyna, að þó tækn-
inni hefði fleygt verulega fram,
væru enn 40 til 50% afföll af flutn-
ingi frjóvgaðra eggja milli kúa, en
þó ekki meiri en svo, að slíkt marg-
borgaði sig. Þá væri það athyglis-
verð hugmynd að mennta íslenzka
dýralækna í þessum fræðum, því
það hlyti að vera möguleiki á út-
flutningi Trjóvgaðra eggja úr ís-
lenzku sauðkindinni. Þau ættu að
vera góð markaðsvara vegna þess
hve ullargefið íslenzka kynið væri.
Eins og nú væri staðið að málum
líktist það mest kreddum og skiln-
ingsleysi á möguleikum í íslenzkum
landbúnaði. Þeir væru vissulega
það miklir, að ekki væri réttlætan-
legt að standa þar í vegi.