Morgunblaðið - 06.05.1984, Síða 38

Morgunblaðið - 06.05.1984, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ1984 38 Afar sterk áhrif frá V mardrengjakórnum — segir Hemmi Gunn, frískur og fjörugur, um nýju plötuna sína „ÞAÐ greip um sig mikil spenna í bransanum þegar það spurðist út að ég væri að gera þessa plötu og sjálfur rokkkóngurinn, Bubbi Morthens, flýði af landi brott þegar hún kom út,“ sagði Hemrai Gunn, er við spjölluðum við hann um nýju plötuna hans, „Frískur og fjörugur". Platan ber nafn með rentu, því þar er að finna ellefu bráðfjörug lög, og er þetta í fyrsta skipti sem Hemmi syngur öll lögin á heilli breiðskífu, m.ö.o. fyrsta sólóplata Hemma, eins og það er kallað á fagmálinu. „Platan var tekin upp á upp- tökuheimili Geimsteins við hin ákjósanlegustu skilyrði, en þeir hjá Geimsteini voru lengi búnir að suða í mér að gera svona plötu,“ sagði Hemmi ennfremur. „Að- dragandinn að þessu var nokkuð langur, en á sínum tíma lét ég plata mig út í að gaula með á „Halastjörnunni" nokkur lög ásamt fleirum, og einnig kom ég við sögu á ævintýraplötu með lög- um eftir Gylfa Ægisson. Sum þessara laga náðu þokkalegum vinsældum, eins og t.d. „Út á gólf- ið“, „Fallerí fallera", og „Út á haf- ið“, svo nokkuð sé nefnt, og það var ákveðið að gera svona sóló- plötu. Þetta er bara hugsað sem „stuðplata" fyrst og fremst og að fólk taki undir og hafi það huggu- legt. Það er alls ekki verið að stíla inn á milljónasta listaviðburðinn á þessu ári.“ Um helstu áhrifavaldana sagði Hemmi að hann hefði ungur orðið fyrir sterkum áhrifum frá Vínar- drengjakórnum vinalega: „Ég kynntist strákunum svolítið þegar ég dvaldi í Austurríki og varð fyrir sterkum áhrifum. Eins hafði Sigríöur Ella mikil áhrif á mig, en hún var einmitt við nám í Austur- ríki um svipað leyti. En það var einmitt þarna í Austurriki sem ég uppgötvaði að ég var á heimavelli hvað sönginn snerti. Það togaðist á í mér hvort ég ætti að fara í lálandí umgæði Vel byggð hús, þar sem gæði og hagkvæmni eru í fyrirrúmi eru meira virði en önnur og hafa hærra endursöluverð. Mikil vinna hefur því verið lögð í hönnun og frágang Aneby einingahúsa, enda er það yfirlýst stefna framleiðenda að kaupendur geri góð kaup, hvort heldur litið er til lengri eða skemmri tíma. Það er ekkert sparað í útveggina. Mikið og gott timbur svo naglar fái góða festu - og einangrun sem stenst allar prófanir. (Gerðu samanburð á veggjum annarra fram- leiðenda - þá sérðu hvað við erum að tala um.) Ysta lag veggjanna er fáanlegt hvort heldur vill; úr hleðslusteini sem krefst lágmarks viðhalds og gefur hús- unum sérstæðan svip eða með timburklæðningu. Þrefalt einangrunargler er í gluggum, vandaðir innveggir, steinflísar á þaki og fleiri atriði mætti nefna sem öll hafa það sameiginlegt að vera hluti af vandaðri framleiðslu. ATH: Aneby-hús eru afgreidd á ýmsum bygg- ingarstigum. Aneby-hús bjóöa yfir 50 gerðir húsa og gera tilboð í sérteiknuð hús. Kynnið ykkur verö og gæöi Aneby- husa. Það borgar sig. ATH.: Það þarf aðeins kr. 50.000 til að staö- festa pöntun á ANEBY-húsi. ANEBY-hús eru samþykkt af Rannsóknar- stofu byggingariðnaðarins og Brunamála- stofnun ríkisins. Hafið samband viö sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar. Láttu drauminn rætast. /4NEBPHUS Söluumboð Eignamarkaðurinn Hafnarstræti 20, 101 REYKJAVIK Pósthólf 56 Sfmi 91-26933 VIDIÖUIM UMGÆÐI EN FYRIR ÞAU ERU ANEBYHÚSIN ÞEKKTUST " ’ ■ 'a, • é : 7‘ « i **'/■,%. - tfcifg WSMWmM ''' .wéfy' mmm u /y/ úifM* * « m m u mm-m-mm-A m » * . i- ■■■>■" u ■■■ Y: p, UfX.V ■■■ r% - /,• ;■ y * WK » söngnám eða halda áfram í fót- boltanum. Svo sá ég þrælgóða bíó- mynd með helstu strákunum í „Scala" á Italíu og það fannst mér allt saman koma kunnuglega fyrir sjónir. Það má því segja að krók- urinn hafi strax farið að beygjast þarna úti í Austurríki og þetta er afraksturinn af því og hlaut að koma að þessu fyrr eða síðar." Hljómplötuútgáfan Geimsteinn gefur út þessa nýju sólóplötu Hemma og um vinnsluna á henni segir hann m.a.: „Það er vinur minn Rúnar Júl. sem stendur að- allega á bak við þetta og svo auð- vitað Þórir Baldurs, sem sér um allar útsetningar og megnið af hljóðfæraleiknum, en auk hans koma við sögu Bjössi Thor á gítar og Rúnar Júl. á bassa. Helgi Pé, hinn geðþekki frétta- og fræði- maður, hjálpar mér við sönginn í lagi Sigvalda Kaldalóns, „Þú eina hjartans yndið mitt“. Annars eru flest lögin eftir Gylfa Ægisson svo og erlend lög með textum eftir Þorstein Eggertsson, en í textum sínum stílar hann einmitt inn á þennan léttleika sem ætlunin var að einkenndi þessa plötu. Svo má nefna þarna eitt lag, sem hefur sérstaka þýðingu fyrir mig per- sónulega og kunningjar mínir kannast sjálfsagt við, en það er lagið „Aleinn og yfirgefinn", en þetta lag hefur fylgt mér í gegnum árin og ég hef oft sungið það í góðra vina hópi, eins og félagar mínir frá Verslunarskólaárunum geta vitnað um. Það hefur stundum verið sagt að aðdáendur mínir séu aðallega börn undir 10 ára aldri og konur, sextíu ára og eldri, og myndirnar á plötuumslaginu eru einmitt til heiðurs þessum trygga hópi stuðn- ingsmanna. En til að ná til fólks- ins á milli tíu og sextíu ára, var ákveðið að láta litprentað plakat fylgja með plötunni, en þar er ég í Burt Reynolds-stellingunni, en við höfðum samráð um þessa stell- ingu, ég og Burt, kunningi minn. Að vísu er hann öllu loðnari á bringunni, en ég vinn það upp með nefinu. Svo er meiningin að fylgja þessu eitthvað eftir á skemmtun- um úti á landi í sumar og ég fer m.a. mað Sumargleðinni í þeirra árlegu reisu," sagði Hemmi, frísk- ur og fjörugur að vanda. Linda Rós Michaelsdóttir Friðrik Sophusson Almennur fundur Hvat- ar um stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, heldur almennan félags- fund í Valhöll mánudaginn 7. maí kl. 20.30. Fundarefni verður „Staða kvenna í Sjálfstæðisflokknum". Á sl. haust skipaði miðstjórn flokks- ins nefnd undir forsæti Friðriks Sophussonar, varaformanns Sjálf- stæðisflokksins, sem fékk það verkefni að kanna stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins. Nefnd þessi hefur nú lokið störfum og munu niðurstöður hennar verða kynntar á félagsfundi þessum. Frummælendur verða Friðrik Sophusson, formaður nefndarinn- ar, og Linda Rós Michaelsdóttir, kennari, sem sæti átti í nefndinni. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjöl- menna og taka þátt í umræðum um niðurstöður þessar. Fundar- stjóri verður Birna Hrólfsdóttir. Kaffiveitingar verða á fundinum. HtogimliliiMh Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.