Morgunblaðið - 06.05.1984, Side 44

Morgunblaðið - 06.05.1984, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAl 1984 Frumvarp um Húsnæðísstofnun: 59 tillögur stjórn- arandstöðu felldar 22 breytingartillögur stjórnarliöa samþykktar FRUMVARP um Húsnæðisstofnun ríkisins var afgreitt til síðustu um- ræðu í fyrri þingdeild sl. fbstudag, eftir að gengið hafði verið til at- kvæða um 80 breytingartillögur, þar af nokkrar við nafnakall. Tæplega 60 tillögur stjórnarandstöðu við frumvarpið vóru felldar en 22 breyt- ingartillögur stjórnarliða samþykkt- Halldór Blöndal, (S) framsögu- maður meirihluta félagsmála- nefndar, gerði grein fyrir atkvæði sínu í einni atkvæðagreiðslunni, efnislega á þessa leið: • Ríkisstjórnin hefur hrundið í framkvæmd verulegri hækkun á lánum úr Byggingarsjóði, jafn- framt því sem greiðslu lána hefur verið flýtt til þeirra sem byggja í fyrsta sinn. • Við þau erfiðu efnahagsskilyrði sem við búum við er þess ekki að vænta að unnt sé að auka fjárveit- ingar til húsnæðismála verulega. • Það er hlutverk Byggingarsjóðs að veita lán til byggingar leigu- íbúða, sem ætlaðar eru fyrir al- mennan markað, að dómi meiri- hluta félagsmálanefndar. Tillaga til þingsályktunan Stöðva ber framkvæmd- ir við útvarpshúsið „ALÞINGI ályktar að fela ríkiæ stjórninni aö stöðva framkvæmdir við svonefnt útvarpshús. Gaumgæfileg athugun verði gerð á því áður en framkvæmdir hefjast að nýju hvernig hagnýta megi þetta mannvirki. Sér- staklega verði athugað hvort hugsan- legt sé að koma fyrir í því smáíbúð- um, en ella efnt til hugmyndasam- keppni um notkun þess.“ Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar sem Eyjólfur Konráð Jónsson hefur lagt fram á Alþingi. í greinargerð segir efnislega að stærð hússins sé slík að ekki sé unnt að ímynda sér, „hvernig þessi ósköp ætti að nota til útvarps- rekstrar, nema e.t.v. eitthvert horn hússins". Mikil verðmæti séu bund- in í byggingunni og þau beri að hagnýta eins og bezt verður á kos- ið. Frá framkvæmdum við Dalvfkurhöfn. Dalvík: Framkvæmdir við höfnina Dalvík, 27. apríl. HAFNAR eru að nýju framkvæmdir við endurbætur á Dalvíkurhöfn, en þær lágu alveg niðri á síðastliðnu ári. Allmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á þessu ári við norður- garð hafnarinnar og er áætlað að verja um 10 millj. króna til þessa verks. Árið 1982 var hafist handa um þessar endúrbætur með því að rammað var niður stálþil frá efri enda garðs 76 m fram. Þá var skil- ið eftir 94 m langt tréþil sem nú á að skipta um og setja stálþil þess i stað. Segja má að gamli garðurinn hafi þjónað vel sínu hlutverki í hartnær 45 ár og er vel að því kominn að fá andlitslyftingu. Gamli skjólvarnargarðurinn sem mest hefur mætt á gagnvart norð- anáttinni verður nú brotinn niður og annar gerður í hans stað og mun athafnapláss á garðinum breikka við það. Verkstjóri við þessar fram- kvæmdir er Aðalsteinn Aðal- steinsson, þrautreyndur á þessum sviðum en þetta mun vera 30. höfnin sem hann sér um uppbygg- ingu á. Fréttaritarar. Upprunalegu kálgarðs- börnin koma í haust MORGUNBLAÐIÐ sagði nýlega frá því að kálgarðsbörnin svonefndu væru nú komin á innlendan markað, og var þá um að ræða dúkkur sem framleiddar eru á Ítalíu. Kálgarðsbörnin eiga hins vegar uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna, eins og hönnuður þeirra, Xavier Roberts, sem merkir hverja dúkku rækilega hennar. Kálgarðsbörn Xavier Roberts, eða „Cabbage Patch Kids“, eins og þau nefnast á frummálinu, koma á íslenskan markað næsta haust, en fyrirtækið Tölvuspil sf. hefur tryggt sér nokkur þúsund eintök af dúkkunum. Að sögn Þorsteins Garðarssonar, hjá Tölvuspili sf., eru dúkkurnar framleiddar hjá Coleco-fyrir- tækinu, sem er bandarískt/- kanadískt, og hafa á þessu ári borist pantanir fyrir um 19 milljón dúkkur, en framleiðslu- með nafni sínu á annarri rasskinn geta fyrirtækisins er um 15 milljónir dúkka á ári. Aðspurður sagði Þorsteinn að verð fyrir hverja dúkku yrði um eitt þúsund krónur. Dúkkurnar, sem hafa náð miklum vinsæld- um um heim allan, eru þannig úr garði gerðar, að engar tvær eru eins. Þær er hægt að skoða í um- búðunum, hver á sitt eigið nafn og þeim fylgja „fæðingarvott- orð“, „persónuleikaágrip" og „ættleiðingarskjöl". Auðlegð þjóðanna: Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti öryggisþátturinn í öllum akstri og meöferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. 1. flokks varahlutaþjónusta. Við bjóðum orginal varahluti, beint frá framleiðendum, — á ótrúlega góðu verði. Yfir 20 ára þjónusta fagmanna tryggir öryggið. LLING ” Sérverslun með hemlahlutí. Skeifunni 11 Sími: 31340,82740, Þorsteinn Garðarsson með tvö kálgarðsbörn. Ef vel er að gáð má sjá eiginhandaráritun hönnuðarins, Xavier Roberts, á annarri dúkkunni. ísland úr 4. í 12. sæti Ljósm. Mbl./ Júlíus. Samkvæmt skýrslum Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París var ísland í fjórða sæti með þjóðartekjur á mann árið 1981. Árið 1982 féll fs- land niður í sjötta sætið. í ár sitjum við í tólfta sætinu. Þetta er svipuð staða og 1975 og 1976. Þannig komst Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, efnislega að orði, er hann mælti fyrir stjórnarfrumvarpi (band- ormi) um ráðstafanir í ríkisfjármál- um á Alþingi í gær. Við stóðum frammi fyrir þeim vanda, sagði fjár- málaráðherra efnislega, þrátt fyrir verulegan útgjaldaniðurskurð við gerð fjárlaga, að á skorti tvo millj- arða ríkissjóðstekjur til að mæta út- gjöldum ársins. Kostirnir vóru þeir: 1) að leggja á nýja skatta á almenn- ing, ofan á kjaraskerðingu fyrra árs og setja jafnvel samkomulag á vinnu- markaði í hættu, 2) víkja frá upphaf- legum áformum í lánamálum og 3) fresta hluta vandans til næsta árs. Að mínu mati komu skattahækkanir ekki til greina. Forsætisráðherra sagði „farið út á yztu mörk með erlendar lántök- ur“ en- þó ekki yfir 60% af hundr- aði þjóðarframleiðslu. Verðbólga yrði 10% í lok ársins en 13—14% frá upphafi til loka árs. Erfiðleikar í efnahagsmálum okkar væru nú þeir mestu, sem við hafi verið að glíma frá stofnun lýðveldisins, og mun stærri fyrir þá sök, að ekki náðist samkomulag um harðar við- námsaðgerðir á árinu 1982 og í upphafi árs 1983. Með þessum ráðstöfunum er gengið eins skammt og frekast er unnt í íþyngjandi aðgerðum á al- menning, sagði fjármálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.