Morgunblaðið - 06.05.1984, Side 45
MÖRGtÍNÉtX'tíltí,' ytMítttíÁ'&Uri iste4
45
Skálað í kampavíni. Starfsmenn og stjórn Orðabókar Háskólans fagnar þessum merka áfanga, hundrað þúsundasta
ordinu. Morgunbladid/KÖE
„Fagnaðrtíðindi“
Hundrað þúsundasta orðið slegið inn í tölvubanka Orðabókar Háskólans
ORÐIÐ fagnaðartíðindi var táknrœnt
meðal starfsmanna og stjórnar Orða-
bókar lláskólans í gær, fóstudag. I>á
sló Hólmfríður Sigurpálsdóttir, „aðal-
ritari Orðabókarinnar", inn hundrað
þúsundasta orðið í tölvubanka Orða-
bókarinnar og svo skemmtilega vildi
til að það reyndist „fagnaðartíðindi".
llm það orð segir nú í tölvubankanum:
„fagnaðartíðindi: npl sl6, s!9 » s Jer.
20, 15 (GÞ)“
Lesendum til nánari skýringar
merkja táknin að orðið sé nafnorð í
fleirtölu, elzta dæmi i seðlasafni
Orðabókarinnar sé frá síðari hluta
16. aldar og það yngsta frá síðari
hluta þeirrar 19., að í safninu séu
dæmi um orðið fleiri en 5, að orðið sé
samsett og sé elzta heimild þess úr
Guðbrandsbiblíu.
Áætlað er að í aðalsafninu, sem
nær yfir prentað mál frá 1540 fram á
þennan dag, séu rúmlega tvær millj-
ónir seðla eða um 600.000 ólík orð.
Til samanburðar má geta þess, að
Árni Böðvarsson, ritstjóri Orðabók-
ar Menningarsjóðs, telur að um
85.000 uppflettiorð séu í þeirri bók.
Þó aðeins sé nú kominn einn sjötti
hluti orðasafnsins inn á tölvubank-
ann hefur vinnu miðað vel áfram og
er haldið áfram af fullum krafti.
Tölvuvinnslan á skrám Orðabók-
arinnar auðveldar verulega aðgang
að safninu og veitir aukna mögu-
leika á notkun þess, bæði fyrir
starfsmenn og almenning, sem þarf
á því að halda. Telja forráðamenn
Orðabókarinnar, að nú virðist ekki
fjarri lagi að ætla að innan fárra ára
verði að finna skjái á almennings-
bókasöfnum, sem verði tengdir tölvu
Orðabókarinnar. Þannig gæti hver
sem er leitað vitneskju í orðabank-
ann.
Hólmfríður Sigurpálsdóttir, „aðalritari Orðabókarinnar“ við tölvuna.
Slrá: C.fl JflT Fyrr« orð:
1. Ord(f/l»): fagnaiartiainji
2. öraflokkur:
3. ftiáor: •16, .19
4. FjölJi imm: >
S. Orð««rð: •
6. Eista kciaiU: Jer. 28, 15 <»>
UeUu vlielftmlí aðyerð:
Hundrað þúsundasta orðið, fagnaðartíðindi, á tölvuskerminum.
U6RZLUNRRBRNKINN
Bankastrsti 5 Grensásvcgi 13 Umferöarmiftstöóinni Vatnsnesvegi 14, Keflavík Húsi verslunarínnar,
Amarbakka 2 Laugavegi 172 v/Hringbraut Þvcrholti 6, Mosfellssveit nýja miöbænum
Allt að 22,1% ársávöxtun.
Sparisjóðsskírteini Verzlunarbankans
sem bundin eru í 6 mánuði bera 6% vaxtaálag
umfram almenna sparisjóðsvexti sem nú eru
15%. Með því að endumýja skírteinin eftir
6 mánuði fæst 22,1% ársávöxtun.
Skattfrjáls.
Sparisjóðsskírteini Verzlunarbankans
eru skattfrjáls sem og annað sparifé.
Þú ræður upphæðínni.
Þú ræður auðvitað þínum eigin spamaði
og velur því upphæðina sjálf(ur) þó að lágmarki
kr. 1.000.
Taktu hæstu innlánsvexti
fyrir sparifé þitt.
sem
í boði
eru