Morgunblaðið - 06.05.1984, Side 46
flokki. Þorleifur Karlsson Birgir Karl Ólafsson Steingrímur Walter Arnar Bragason
Kristján Hauksson sigradi í
sínum flokki í göngu annaö
ériöíröö.
Krislinn Björnsson, Ólafsfiröi. Sig-
urvegarí í stökki og svigi.
Fjórmenningarnir sem keppa i Andrésar andar-leikunum i Noregi á næsta iri. Frá vinstri: Jón Sísí Malmquist
Ólafur Árnason, ísafiröi, Jóhannes Baldursson, Akureyri, Margrét Rúnarsdóttir, ísafiröi, og Ása
Þrastardóttir, Akureyri. Morgunblaötó/ Sígfús Karlsson.
„Allir aðilar
mjög ánægðir
með mótið“
Þröstur Guðjónsson
mótsstjóri
„ÞETTA HEFUR gengið ljóm-
andi vel — veðrið lék við okkur alla
keppnisdagana og allir aðilar hafa
verið mjög ánægðir með mótið,"
sagði Þrðstur Guðjónsson, móts-
stjóri Andrésar andar-leikanna, í
samtali við blm. Mbl. að mótinu
loknu. Keppendur á leikunum voru
424 — flestir voru frá Reykjavík,
84, 55 voru frá Akureyri og 53 frá
ísafirði. Að meðtöldum fararstjór-
um og þjálfurum voru alls um 600
manns sem voru viðloðandi mótið.
Þröstur sagði að tímasetningar á
mótinu hefðu tekist vel og mótið
hefði verið mjög skemmtilegt í alla
staði. „Krakkarnir höfðu allir gam-
an af þessu — og þau unnu öll
stærsta sigurinn: að vera með,“
sagði Þröstur.
Þröstur vildi koma á framfæri
þakklæti til foreldrafélagsins innan
SRA — „foreldrar krakkanna unnu
geysimikið starf, komu óbeðnir í
Fjallið á hverjum morgni og hjálp-
uðu til við mótshaldið. Þá vil ég
þakka starfsfólki Skíðastaða, kepp-
endum og fararstjórum fyrir mjög
ánægjulega samvinnu. Svona mót
er ekki hægt að halda nema sam-
vinna allra sé góð og hún var það,“
sagði Þröstur.
A kvöldin var ýmislegt til
skemmtunar fyrir krakkana í
Lundarskólanum, þar sem þau
bjuggu á meðan á leikunum stóð —
dans, kvöldvökur og skemmtiatriði,
og geislaði ánægjan af krökkunum
er Mbl.-menn litu þar inn. And-
rúmsloftið var vægast sagt stór-
kostlegt hjá krökkunum og allir
skemmtu sér konunglega.
Sigurvegarinn
í göngu 9 ára:
„Sigurinn
mikið pabba
að þakka“
„Þetta var frekar erfitt," sagði
Hulda Magnúsdóttir, Siglufirði,
skömmu eftir að hún hafði komið í
mark sem sigurvegari f skíðagöngu
9 ára. Hún sagði þetta í þriðja
skipti sem hún keppti á Andrésar
andar-leikunum. í fyrra hefði hún
einnig unnið en árið þar áður orðið
í fimmta sæti.
Hulda er dóttir Magnúsar Ei-
ríkssonar og Guðrúnar Pálsdóttur
sem bæði eru þekktir skíðagöngu-
menn, þannig að ekki hefur hún
langt að sækja hæfileikana.
„Eg æfi sund auk skíðanna en vil
ekki gera upp á milli þessara
tveggja íþróttagreina. Báðar eru
þær mjög skemmtilegar. En ég kem
örugglega á Andrésar andar-leik-
ana aftur næsta vetur og ætla að
reyna að vinna þá líka. Já, ég bjóst
við að vinna núna. Sigur minn er
mikið pabba að þakka, hann hefur
hjálpað mér mikið."
Hjálmdís Tómasdóttir:
„Ofsalega
gaman“
„Þetta hefur verið ofsalega gam-
an,“ sagði Hjálmdís Tómasdóttir
frá Neskaupstað en hún vann bæði
svig og stórsvig í 7 ára flokki.
„Það er auðvitað skemmtilegt að
ná að vinna báðar greinarnar. Ég
byrjaði að æfa þegar ég var fimm
ára og ætla sko örugglega að halda
áfram að æfa og keppa,“ sagði þessi
bráðefnilega skíðastúlka.
Steingrímur Walter
frá Reykjavík:
Skíthræddur
í fyrsta
stökkinu
„Ég hef aldrei stokkið áður, aldr-
ei æft stökk að minnsta kosti, en
það er mjög gaman að þessu,“ sagði
Reykvíkingurinn Steingrímur
Walter, 12 ára, sem varð í þriðja
sæti í stökkinu.
„Það er enginn stökkaðstaða á
Reykjavíkursvæðinu og ég hef að-
eins stokkið er ég hef búið til snjó-
hengjur sjálfur. En ég er viss um að
ef aðstöðu yrði komið upp í Bláfjöll-
um þá yrði stökkáhugi mikill í
Reykjavík og margir krakkar kæmu
á æfingar."
Steingrímur sagðist ekki hafa átt
von á því að komast á verðlauna-
pall: „Ég var skíthræddur er ég
lagði af stað í fyrstu ferðina en eftir
fyrsta stökkið var ég sko ekkert
hræddur ..."
Jóhannes Baldurs-
son frá Akureyri:
Stefni að því
að verða
besti skíða-
maður íslands
Jóhannes Baldursson frá Akur-
eyri sigraði í svigi og stórsvigi I 12
ára flokki og vann þar með ferð til
Noregs næsta vetur, á Andrésar-
andar-leikana.
„Ég átti ekkert frekar von á að
vinna þessar greinar, taldi mig þó
eiga möguleika á því þar sem mér
hefur gengið mjög vel ( vetur,“
sagði Jóhannes, „og þar hafa góðir
þjálfarar mínir mikið aö segja, þeir
Valþór Þorgeirsson og Ásgeir
Magnússon."
„Þetta hefur verið æðislega gam-
an og eftir þessa sigra er ég í
sjöunda himni. Ég byrjaði að keppa
á skíðum er ég var átta ára og hef
keppt mikið síðan."
Jóhannes sagðist staðráðinn í að
standa sig vel í Noregi á næsta ári.
„Ég ætla að æfa mjög vel fram að
þeim tíma. f framtfðinni stefni ég
að því að verða besti skíðamaöur
íslands."
Arnar Bragason,
Húsavík:
Hef æft lítið
í vetur
„Ég hef æft lítið í vetur því lítill
snjór hefur verið á Húsavík í vet-
ur,“ sagði Arnar Bragason, sigur-
vegári í stórsvigi 11 ára.
Arnar sagði Andrésar andar-
leikana hafa verið frábæra að þessu
sinni sem áður og aðstaða hefði ver-
ið frábær á Akureyri. „Ég datt i
sviginu og var rosalega svekktur, en
ég ætla að einbeita mér áfram að
skíðaíþróttinni því hún er mjög
skemmtileg. Ég stefni að því að
vinna öll helstu mót sem ég keppi á
í framtíðinni."
Sigurvegarinn
í svigi 10 ára:
„Hefekki
keppt áður
í vetur“
„Ég byrjaði að æfa er ég var
fimm ára — ég hef ekki keppt neitt
áður í vetur og bjóst ekki við að
vinna því ég hef æft svo lítið í vetur
vegna snjóleysis heima," sagði
Hrannar Pétursson, en hann sigr-
aði í svigi í 10 ára flokki. Hrannar
er frá Húsavík.