Morgunblaðið - 06.05.1984, Side 48

Morgunblaðið - 06.05.1984, Side 48
Optó öll fimmtudags-, töstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. AUSTURSTRÆTI 22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633 Opið alla daga frá kl. 11.45-23.30. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Landleiðir í verkfall? HAFI samningar ekki tekist á milli Landleiða og bílstjóra þeirra á mid- nætti í kvöld, vofir yfir tveggja daga verkfall bílstjóra Landleiða, sem hefði það í för með sér að engar stræt- isvagnaferðir yrðu á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Samningafundir hjá ríkissátta- semjara stóðu fram á kvöld í fyrra- dag og fundir hófust á nýjan leik kl. 15 í gær. Ágúst Hafberg, fram- kvæmdastjóri Landleiða sagði í samtali við blm. Mbl. í gær þegar hann var spurður hvort enn bæri mikið í milli, að allt annar og já- kvæðari skilningur væri kominn í viðræðurnar, og því fyndist honum að það kæmi vel til greina að fara fram á að þessu tveggja daga verk- falli yrði frestað, ef samningar væru í sjónmáli seinni hlutann í dag. Sagðist hann ekki trúa öðru en menn hefðu skilning á því að fara ekki að rjúka í verkfall að ástæðu- lausu, þegar svo mikilvæg almenn- ingsþjónusta eins og strætisvagna- akstur væri annars vegar. Nýr dýra- spítali í Reykjavík NÝR dýraspítali tekur til starfa í Reykjavík seinni partinn í sumar og verður þar bæði aðstaða til að leggja inn sjúk dýr til lækninga og geymsla fyrir hunda og ketti. I»að eru dýra- læknarnir Árni Mathiesen, Brynjólf- ur Sandholt og Magnús Guðjónsson sem standa að stofnun spítalans og hafa þeir fengið lciguhúsnæði frá borginni undir starfsemina. Að sögn Magnúsar Guðjónsson- ar dýralæknis, verður húsnæðið afhent hinn 1. júlí nk. og verður þá hafist handa við innréttingar og uppsetningu tækjakosts, en alls er húsnæðið um 160 fermetrar. „Það má segja að þetta sé á| frumstigi ennþá og lítið hægt að segja nákvæmlega um þjónustu- getu okkar, en það kemur í ljós eftir að við fáum húsnæðið afhent og getum farið að innrétta það, en spítalinn verður búinn fullkomn- ustu tækjum," sagði Magnús. „Ástæðan fyrir því að við förum út í þetta er fyrst og fremst að sinna þeirri brýnu þörf, sem er fyrir þjónustu sem þessa, þar sem ekki hefur tekist samkomulag við dýra- spítala Watsons um að hafa þar dýralækni, en þar er nú eingöngu rekin dýrageymsla," sagði Magnús Morgunblaöio/ kaa. Sviðsmyndin á Skógasandi þar sem kvikmyndataka Enemy Mine hefst í fyrramálið. Hafa risafururnar verið byggðar fyrir myndatökuna. Á innfelldu myndinni má sjá aðalleikarana, Louis Gossett jr. (Lv.) og Dennis Quaid (Lh.) við komuna til Hellu í gær. 20th Century Fox flytur yfir á Skógasand ífTARFSMENN 20th Century Fox mynduðu í gær loftbrú milli Vest- mannaeyja og lands, er þeir hófu flutning fólks og búnaðar frá Eyjum, en kvikmyndatökum þar er nú lokið. Kvikmyndatökum mun síðan haldið áfram á Skógasandi. Það var leiguflug Sverris Þóroddssonar, sem sá um myndun loft- brúarinnar og var fólkið, rúmlega 100 alls, flutt til Hellu, Víkur og Skógasands. Bílar og þyngstu tækin fóru síðan með Herjólfi til Þorlákshafnar og verða þau flutt þaðan austur. Áætlað er að flutn- ingum þessum ljúki í dag, sunnudag og verður fólkinu komið fyrir á Hellu, Hvolsvelli og Skógasandi. Áætlað var að alls yrðu flognar 15 ferðir vegna þessa milli lands og Eyja um helgina. Sjá frásögn af kvikmyndatökunni á bls. 72 og 73. Dæmdar 11 mílljónír fyrír fjölföldun efnis í skólum RÍKISSJÓÐI var gert að greiða 6 milljónir króna til samtaka höfunda fyrir ólöglega fjölloldun á verkum þeirra í skólum samkvæmt gerðardómi, sem kveðinn var upp í fyrradag. Nær greiðsla þessi fyrir tímabilið frá gildistöku böfundalaga 1972 til 1. september 1982. Jafnframt var gjaldskyldur blað- síðufjöldi vegna fjölföldunar í skólum fyrir tímabilið 1. sept. 1982 - 1. sept. 1984 ákveðinn 6V2 millj. hvort árið og ríkissjóði gert að greiða 40 aura á hverja blaðsíðu það er 5,2 milljónir kr. fyrir bæði árin. dómsmanna kr. 450 þúsund. Mál þetta var höfðað á grund- velli tveggja samninga, sem sam- Þá var ríkissjóði jafnframt gert að greiða sóknaraðilum kr. 540 þúsund krónur í málskostnað svo og þóknun og kostnað gerðar- tök Blaðamannafélags Islands, Skotmaöurinn í Vesturbænum: Krafa um gæzluvarðhald og geðheilbrigðisrannsókn „VIÐ MUNUM setja fram kröfu í Sakadómi Reykjavíkur um gæzlu- varðhald yfir manninum og að hon- um verði gert að sæta geðheilbrigðis- rannsókn," sagði Arnar Guðmunds- son, deildarstjóri í Rannsóknarlög- reglu ríkisins í samtali við Mbl. í gær. Fyrirhugað var að yfirheyrslur yfir manninum, sem gekk berserks- gang í vesturbæ Reykjavíkur á fóstudagskvöldið, hæfust um miðjan dag í gær. Umsátursástand ríkti vestast ( vesturborginni í um klukkstund á meðan maðurinn skaut nokkrum tugum haglaskota úr byssu, sem stolið var úr trillu f Reykjavíkurhöfn aðfararnótt föstu- dagsins. Skotmaðurinn er 31 árs gamall Akurnesingur. Hann var ölvaður þegar hann gekk berserksgang og hótaði að drepa alla, sem nálguð- ust hann. Maðurinn olli nokkru tjóni. Að minnsta kosti þrír bílar urðu fyrir höglum og skemmdust. Þá skaut maðurinn í gegn um glugga og hurðir í húsum á Vest- urgötu, auk þess sem minni háttar tjón varð á húsum þegar högl lentu á þeim. „Það gengur krafta- verki næst að enginn skuli hafa slasast eða fallið," sagði Erlendur Sveinsson, varðstjóri í lögregl- unni, en hann var í fylkingar- brjósti þeirra sem veittu mannin- um eftirför og að lokum náðu að róa manninn niður svo hann lagði byssuna frá sér og gafst upp. Félags íslenzkra bókaútgefenda, Rithöfundasambands íslands, Tónskáldafélags íslands og Sam- bands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) gerðu við menntamálaráðuneytið 6. maí 1983. Þar var kveðið á um skipun gerðardóms „til að úrskurða gjöld fyrir ljósritun og hliðstæða eftir- gerð rita í skólum, sem reknir eru af íslenzka ríkinu eða styrktir af almannafé". „Ég er sáttur við þennan dóm, bæði forsendur hans og niðurstöð- ur og tel hann vel viðunandi fyrir höfunda," sagði Sigurður Reynir Pétursson hrl. í viðtali við Morg- unblaðið í gær, en hann var aðal- flutningsmaður málsins af hálfu höfunda. „Ég fagna því, að dómar- arnir eru sammála um niðurstöð- ur dómsins og tel, að dómurinn sé til styrktar og framdráttar höf- undarrétti í landinu," sagði Sig- urður Reynir ennfremur. Gerðardómurinn, sem kvað upp dóm þennan, var skipaður þeim dr. Gauki Jörundssyni prófessor, sem var formaður dómsins, Magn- úsi Thoroddsen hæstaréttardóm- ara og Ragnari Aðalsteinssyni hrl. Auk Sigurðar Reynis Péturssonar hrl. fluttu málið fyrir höfunda þeir Magnús Sigurðsson hdl. fyrir Blaðamannafélag íslands, Guð- mundur Ingvi Sigurðsson hrl. fyrir Félag íslenzkra bókaútgef- enda og Birgir Sigurðsson rithöf- undur fyrir Rithöfundasamband íslands. Málflutningsmaður menntamálaráðuneytisins var Ásmundur Vilhjálmsson lögfræð- ingur. Mikil ölvun í Reykjavík: Rýma varð fangaklefa svo fleiri kæmust að MIKIL ölvun var í Reykjavík á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins. Allar geymslur lögreglunnar fylltust svo rýma varð klcfa til þess að bæta nýjum við. Scxtán ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur, þar af sex í gærmorgun. „Fólk hefur fengið útborgað um mánaðamótin og einnig er útborgun orlofsfjár hafin. Sjálfsagt hefur þetta hvort tveggja átt þátt í hinni al- mennu ölvun, sem var á föstu- dagskvöldið og langt fram eftir nóttu,“ sagði lögreglumaður í samtali við blm. Mbl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.