Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 Afnám þjóðnýtingar: Bretar vísa veginn - eftir Bertrand Jacquillat hag- frœðiprófessor Hér fer á eftir grein eftir Bertrand Jacquillat, hagfræöiprófessor, og við- tal við hann, sem birtist í frönsku blaði. Hvort tveggja er dálítið stytt. f greininni skýrir hann frá því lið fyrir lið, hvernig horfið hefur verið frá þjóðnýtingu í Bretlandi og opinber fyrirtæki færð til einkaaðila ýmist algerlega eða að hluta til. í viðtalinu greinir hann síðan frá því hvaða lærdóm Frakkar geti dregið af reynslu Breta. í formála blaðsins segir að fordæmi Breta sé mikilsvert fyrir Frakka, því að þeir hafi ekki lengur trú á því, að þjóðnýting sé pólitískt útspil, svo að notuð séu orð Francois Mitterands forseta. Þess má geta, að Bertrand Jacquillat er bróðir Jean-Pierre Jacquillat, sem verið hefur aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands síðustu ár. Þau sjónarmið, sem fram koma í greininni og viðtali við greinarhöf- und eru athyglisverð í Ijósi umræðu um sama mál. Þegar ríkisstjórn Margrétar Thatcher komst til valda á Bret- landi árið 1979 voru umsvif hins opinbera geysimikil og víðfeðm. Það höfðu þau verið allan 8. ára- tuginn, enda þótt örlítið tækizt að draga úr þeim og þótt íhaldsflokk- urinn færi með völd á árunum 1970—1974. Ríkisumsvifin voru um margt áþekk þvi sem nú gerist í Frakklandi. Þau voru af svipuð- um toga og álíka mikil. Ríkisumsvifin í Bretlandi eru mikil. Samkvæmt opinberri skýrslu sem National Economic Development Office hefur birt tóku þau til 20% af ákvörðuðum fjárfestingum árið 1980. 12% af vinnuafli og í Bretlandi var í opin- berri þjónustu og 33% tækjabún- aðar í atvinnulífinu var í opin- berri eigu. Ríkið var á meðal fjög- urra stærstu vinnuveitenda í land- inu og var þá ekki með talið starfsfólk ráðuneyta. Ríkisumsvifin í Bretlandi eru víðfeðm. Þau ná til hefðbundinna framleiðslugreina jafnt sem ný- sköpunar í atvinnulifinu. Undir ríkið heyra öll meirihátt- ar orkuver (rafmagn, gas, kolaiðn- aður og hluti af olíuiðnaði), helstu samgöngufyrirtæki og fjarskipta- fyrirtæki (járnbrautir, flugfélög, hafnir, póstur og sími, útvarp og sjónvarp). Svipaða sögu er að segja í Frakklandi. I báðum löndunum sjá opinberir aðilar um margar greinar frum- framleiðslu, svo sem járniðnað, einnig þróaðan iðnað eins og bíla- iðnað og skipasmíðar, og einnig nýjar iðngreinar svo sem loft- ferðaiðnað. Þá er nokkur munur á hlutdeild ríkisins í þessum grein- um. Hins vegar hafa bankar og tryggingafélög jafnan verið í einkaeign í Bretlandi, að undan- skildum Englandsbanka, sem var þjóðnýttur árið 1945, og nokkrum sérhæfðum stofnunum. Undir forystu Thatcher forsætisráðherra og Nigel Lawson núverandi fjár- málaráðherra og áður inðaðarráðherra hefur verið unnið að sölu ríkisfyrir- tækja til einstaklinga. Ríkisumsvif i Bretlandi jukust jafnt og þétt eins og í Frakklandi vegna þess að fyrirtæki voru þjóð- nýtt að öllu leyti ellegar ríkið keypti hluta í þeim. Á síðust ára- tug voru eftirtalin fyrirtæki þjóð- nýtt: Rolls Royce, British Leyland, Chrysler, Clyde og British Aero- space, en ríkið hóf hins vegar þátt- töku í rekstri Ferranti, Brown Borri Kent, National Nuclear Corp., British Sugar Corp. ICL o.n. Á þessu tímabili jókst fjárþörf hins opinbera jafnt og þétt en arð- semi fyrirtækja þess minnkaði að sama skapi. Að meðltali varð arð- semi fjárfestinga í ríkiseign 2,2% á ári en á sama tíma skiluðu fjár- festingar í einkaeign 8% arði að meðaltali. Að öllu öðru leyti varð samanburður ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja hinum fýrr- nefndu í óhag t.d. hvað snerti framleiðni í hinum ýmsu fram- leiðsluþáttum. (Árið 1946 var halli á opinberum fyrirtækjum 536 milljónir sterlingspunda, en hann var orðinn rösklega fjórir millj- arðar sterlingspunda árið 1980. Fyrir bragðið jókst stöðugt sá kostnaður sem skattgreiðendur höfðu af hinum opinberu fyrir- tækjum. Aðferðin Það var Nigel Lawson iðnaðar- ráðherra, sem falin var fram- kvæmd þeirrar stefnu rikisstjórn- arinnar að hverfa frá þjóðnýtingu. í nóvember 1981 komst hann svo að orði: „The business of govern- ment is not the government of business," en það má þýða nokk- um veginn með þessum orðum: Það er ekki I verkahring ríkis- stjórnarinnar að stjórna atvinnu- lífinu. Með því að hverfa frá þjóðnýt- ingu tóku íhaldsmenn í raun réttri upp merki einkareksturs, en það er önnur og róttækari stefna en samherjar þeirra höfðu áður fylgt, þ.e. að færa aftur til einkaaðila þau fyrirtæki, sem ríkisstjórnir Verkamannaflokksins höfðu látið þjóðnýta. Með því að færa ríkis- fyrirtæki yfir til einkaaðila dreg- ur jafnframt úr skriffinnsku, en á því hvílir hin nýja atvinnumála- stefna Breta, og á í fyrsta lagi að leiða til þess að draga úr fjárþörf hins opinbera, rétta við fjárlaga- hallann og draga úr verðbólgu, en í öðru lagi er að því stefnt að taka upp frjálsa samkeppni með það fyrir augum að styrkja atvinnullf í Bretlandi og knýja atvinnurek- endur til að hafa betri stjórn á framleiðslukostnaði og verðlagn- ingu. Almenningsálitið í Bretlandi hefur aldrei verið sérlega hallt undir þjóðnýtingu fyrirtækja sinna eins og í Frakklandi. Brezk- ur almenningur hefur ekki talið að iðnaðurinn og þjónustugreinar við hann ættu að falla undir hið opinbera. Aðferðin felur í sér nokkur stig: • Ríkisstjórnin velur þau fyrir- tæki, sem látin skulu í einkaeign. Þar er einkum tekið mið af tveim- ur atriðum, þ.e. hvort fyrirtækið er arðbært og hvernig samkeppn- isaðstaðan er í þeirri grein, sem það fellur undir. Með þessi tvö at- riði í huga hefur rikið selt nokkuð af sínum hlut í eftirtöldum fyrir- tækjum: British Petroleum, fyrst árið 1979 og síðan árið 1983, Brit- ish Sugar Corp. og Cable and Frakkar geta fylgt Bretum eftir - viðtal við Bertrand Jacquillat Teljið þér, að Frakkar geti ekki snúið til baka af braut þjóðnýt- ingarinnar? „Það tel ég vissuiega að' þeir geti, en þeir stjórnmálaflokkar sem setja afturhvarf frá þjóð- nýtingarstefnu efst á dagskrá verða að vera svo skynsamir að gera sér grein fyrir, að það þarf ákaflega mikla staðfestu til að framfylgja því. Þjóðnýting er ákveðin kerfisbreyting, sem unnt er að hrinda í framkvæmd í skjótri svipan, þegar vinstri stjórn kemst til valda. Hin gagn- stæða aðgerð er frábrugðin og um framkvæmd hennar gilda allt aðrar reglur. Sé ákvörðun um fráhvarf frá þjóðnýtingu ekki fylgt eftir með staðfestu verður eftirtekjan rýr. Til dæmis má nefna slakan árangur ríkisstjórnar Heaths, sem var við völd á árunum 1970—1974 og tókst aðeins að færa eitt ríkisfyrirtæki yfir í einkaeign, þ.e. ferðaskrifstofuna Cook. En þótt aðgerðirnar séu vel undirbúnar eins og t.d. hjá Thatcher getur árangurinn látið á sér standa, en þrátt fyrir járnvilja hefur henni ekki tekizt að færa nema 15% af ríkisum- svifum yfir á hendur einkaaðila. Ef einhverjir hafa haldið, að ekki verið snúið aftur af braut þjóðnýtingarinnar, er það vegna þess að hún hefur verið álitin nauðsynleg og jafnvel óumflýj- anleg. Frá stríðslokum og fram til 1980 hefur ríkisgeirinn þanizt út. En efnahagskreppan hefur kallað fram ný sjónarmið og valdið hugarfarsbreytingu. Reynsla Breta, Þjóðverja og Jap- ana afsannar þá kenningu, að ekki verði snúið til baka af braut ríkisumsvifa og hún sýnir okkur einnig að unnt er að taka allt aðra stefnu." Hvaða lærdóm er unnt að draga af reynslu Breta, ef Frakkar vilja fara að dæmi þeirra? „Það er mikilvægast fyrir Frakka að átta sig á, að fráhvarf frá þjóðnýtingu er erfið og sárs- aukafull í framkvæmd sé til skamms tíma litið, enda þótt áhrifin séu hagstæð, þegar til lengri tíma er litið. Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Að öllu jöfnu lúta umsvif einkaaðila lögmálum framboðs og eftir- spurnar. Þar af leiðir að fyrir- tæki, sem ríkið ætlar að selja, er verðlagt samkvæmt þeim arði, sem það skilar núna, en ekki eft- ir því sem það gæti gefið af sér í framtíðinni." Sársaukafullt en nauðsynlegt Breska ríkisstjórnin hefði get- að valið þann kostinn að selja ríkisfyrirtækin tafarlaust og lát- ið málamyndagreiðslu koma fyrir þau, sem voru rekin með mestum halla. Hún hafði jafnvel getað borgað peningamönnum fyrir að yfirtaka reksturinn og jafna greiðsluhallann. En þessi leið var ekki farin. Ríkisstjórnin ákvað þess í stað að láta gera nauðsynlegar umbætur á rekstri fyrirtækjanna og koma þeim í það horf að þau gætu skilað arði, áður en þau voru boðin til kaups á almennum markaði. t því skyni lét hún sérfræðinga í endur- skipulagningir og rekstri fyrir- tækja taka við stjórn þeirra. Til dæmis féilst ríkisstjórnin á, að þeir réðust í aðgerðir, sem fólu í sér minnkandi atvinnu. Slíkar aðgerðir reyndust sársaukafull- ar um skeið ekki sízt þar sem of lengi hafði dregizt að ráðast í þær, — en þær voru nauðsynleg- ar.“ llvaóa ríkisfyrirtæki í Frakk- landi væri rétt að selja einkaaðil- um? „Ríkisfyrirtæki þarf að upp- fylla viss skilyrði, ef ætlunin er að selja það. í fyrsta lagi þarf það að vera arðbært eða hafa möguleika á arðsemi í náinni framtíð. f öðru lagi má aflétta þjóðnýtingu af ýmiss konar ein- okunarfyrirtækjum, sem hingað til hefur verið talið óhugsandi. Þetta á við um nálega öll svið, enda hefur einokun verið aflétt í kjölfar tækninýjunga og vegna alþjóðlegrar samkeppni. Þar fyrir utan á að koma á samkeppni eða efla hana á ýms- um sviðum, t.d. með því að gefa fleiri aðilum kost á þátttöku, eins og Bretar hafa gert á sviði samgangna á landi og í lofti og í fjarskiptum. Franskir bankar og iðnfyrir- tæki, sem þjóðnýtt voru sam- kvæmt lögum frá 1982, uppfylla þessi tvö skilyrði eða gætu upp- fyllt þau innan skamms. Sama á við um ýmis stór fyrirtæki í þjóðareign. Hér skiptir miklu, að pólitískur vilji og staðfesta sé fyrir hendi og framkvæmdinni sé stjórnað af kunnáttu og röggsemi. En þetta er mjög mik- ilvægt fjárhagslega því að sá hluti hins opinbera geira, sem hér er um að ræða, kostar ríkið 55 milljarða franka samkvæmt fjárlagaáætlun fyrir árið 1984.“ { hvaða formi er bezt að aflétta þjóðnýtingu? „Það má gera með ýmsu móti á sama hátt og Bretar hafa gert. Það má selja hlutabréf ríkisins í kauphöllum. Það er einnig hægt að selja starfsliði og stjórn ríkis- fyrirtækja hlutabréfin, ef þau óska þess og fleiri leiðir koma til greina. Ríkið getur bæði selt fyrirtækin í heilu lagi eða ein- vörðungu ákveðinn eignarhluta sinn í þeim. En hvernig svo sem að málum er staðið, er afnám þjóðnýtingar aðeins leið að ákveðnu takmarki, én það er að efla samkeppnis- aðstöðu okkar og fá hjól at- vinnulífsins til að snúast með auknum krafti. Ef við eigum að ná þessu marki, verða jafnt einstaklingar sem samtök að sýna aukna ábyrgðartilfinningu. Það er okkur öllum í hag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.