Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 57 Verðlaunahafarnir ásamt dómnefnd, skólastjóra Barnaskólans og úti- bússtjóra Iðnaðarbankans á Selfossi. Myndlistarkeppni barna á Selfossi IÐNAÐARBANKINN á Selfossi gekkst nýlega fyrir myndlistarsam- keppni í tilefni af 50 ára afmæli Barnaskólans á Selfossi. Þátt tóku nemendur skólans og myndefnið var Selfoss og nágrenni, skólinn og atvinnulífið. Úrslit voru kynnt og verðlaun afhent 15. maí síðastliðinn í Iðn- aðarbankanum á Selfossi. Fyrstu verðlaun, 4 þús. kr., hlaut Guðfinna Tryggvadóttir. Önnur | verðlaun, 3 þús. kr., fékk Ólöf Þóra Ólafsdóttir og þriðju verð- laun, 2 þús. kr., María Hall- grímsdóttir. Veitt voru sjö aukaverðlaun. Þau hlutu: Ásdís Kolbrún, Guð- mundur Sigurðsson, Hafdís Grétarsdóttir, Hreinn Óskars- son, Smári Pálsson og Svava Steingrímsdóttir. Ennfremur keypti bankinn myndir af þrem- ur nemendum: Sesselju Österby, Sigurði Fannari Guðmundssyni og Ingibjörgu Erlendsdóttur. í dómnefnd voru: Bragi Hann- esson, bankastjóri Iðnaðar- bankans, Ólafur Th. Ólafsson, kennari við Fjölbrautaskólann á Selfossi, og Ingunn Þóra Magn- úsdóttir, kennari við barnaskól- ann. Við afhendinguna sagði Bragi Hannesson, bankastjóri, að Ár- nessýsla hefði lagt mikið af mörkum til íslenskrar myndlist- ar. Ágætir listamenn væru starfandi á Selfossi, svo og myndlistarfélag. Ef til vill ætti eitthvert þeirra barna sem Iðn- aðarbankinn veitti nú viður- kenningu eftir að halda eigin sýningar og verða þekkt nafn í anda brautryðjendanna úr Ár- nessýslu. Uppstigningardagur: Dagur aldraðra í kirkjum landsins Á uppstigningadag veröur aldraðs fólks sérstaklega minnst í kirkjum landsins, bæði viö guösþjónustur og á sérstökum samkomum. Á ári aldr- aöra 1982 var uppstigningardagur kjörinn öldrunardagur kirkjunnar í — Svo að þetta hefur verið skemmtileg ferð? — Já, mjög. Fyrirlestrahald Óslóarháskóla í Frederikstad var vígsluhátíð; tekin voru í fyrsta sinn í notkun viss húsakynni fyrir fornleifasetrið. Var ákveðið, að þaðan í frá skyldu fornleifafræð- ingar og menningarfræðingar halda föstu sambandi sín á milli og ekki framar standa sundraðir gagnvart verkefnunum. Var með eindæmum gaman að fá að upplifa þá sögulegu stund. — Og árangurinn? — Meginatriðið er að sjálf- sögðu, að nú er það staðfest, að á Norðurlöndum leyfist mönnum að stunda rannsóknir á nýjum svið- um og að finna nýjar vinnuaðferð- ir án þess þeir séu rægðir eða verk þeirra afflutt. Þótt þeir í Bergen hafi til dæmis vart skilið að fullu allegóríu Njáls sögu, var hitt á hreinu: þeir létu ekki bjóða sér að traðka á mannlegri hugsun og tjáningarfrelsi. Þarna skilur á milli annarra vestrænna þjóða og háskólans í Reykjavík. samráöi við nefnd sem sérstaklega vinnur aö þeim málum á vegum kirkjunnar. Formaöur hennar er sr. Tómas Guðmundsson í Hveragerði. Víða hafa „öldungar safnaðar- ins“ tekið mikinn þátt i flutningi messunnar á þeim degi undanfar- in ár og góð samvinna hefur verið við þá aðila innan prestakallanna sem láta sig öldrunarmál skipta. Hefur verið efnt til margskonar samfunda og skemmtana, þar sem aldraðir hafa verið heiðursgestir. Starf meðal aldraðra fer mjög vaxandi í söfnuðum landsins og hefur ekki síst verið lögð áhersla á heimsóknarþjónustu til þeirra sem ekki eiga heimangengt heilsu sinnar vegna og hættir því til að einangrast. Ennfremur er reglu- bundið starf, opið hús, námskeið og fleira, eftir aðstæðum og þörf á hverjum stað. Nýlega er lokið námskeiði á veg- um Ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæmis fyrir sjálfboðaliða sem vinna vilja þjónustustörf í safnaðarstarfi, ekki síst á meðal aldraðra. Á annað hundrað manns sóttu námskeiðið. Biskup hefur sérstaklega skrif- að til presta og safnaða og hvatt til þess að nk. uppstigningardag- ur, sem er núna á fimmtudaginn, verði helgaður málefnum aldraðra með sama hætti og undanfarin ár. (Fréttatilkynnint;) Mfee/i oö2c rnat. ÍIlQ,9un- Askriftarsíminn er 83033 85 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.