Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 53 Wireless 1981, National Freight' Corporation, Amersham Internat- ional og Britoil árið 1982 og loks Associated British Ports árið 1983. Á hinn bóginn hefur National Enterprise Board (sem fer með fjármál ríkisfyrirtækja fyrir hönd ríkissjóðs) hætt þátttöku í fyrir- tækjunum ICL, Ferranti og 13 fyrirtækjum öðrum. Þá hefur British Rail hætt rekstri hótela, British Leyland hefur lagt niður nokkur dótturfyrirtæki og British Gas hefur selt leyfi sín til olíuleit- ar i Norðursjó. Á þremur sviðum ríkisrekstrar hefur verið tekið upp meira frjáls- ræði en áður hefur tiðkast i þeim tilgangi að örva samkeppni og búa í haginn fyrir afnám þjóðnýtingar síðar meir. Hér er um að ræða samgöngur á landi, i lofti, svo og simþjónustu. Brezka póstþjónust- an hefur hætt allri símþjónustu, en til að annast hana var stofnað fyrirtækið British Telecom árið 1981, og það á að færast í einka- rekstur á næsta ári. Afgreiðsla þingsins. Áður en þjóðnýtingu er aflétt þarf málið að hljóta þinglega með- ferð í langflestum tilvikum. Flest rikisfyrirtæki eru skráð „public corporation" og er þeim stjórnað samkvæmt sérstökum lögum, en rikið er eini hluthafinn. Áður en fyrirtækið færist á hendur nýrra eigenda, þarf að samþykkja þá skipan mála í þinginu, þannig að rikisstjórnin öðlist heimild til að ganga frá eigendaskiptum, eða stofna nýtt einkafyrirtæki á grunni ríkisfyrirtækisins. Færa þarf eignir og skuldir hins síðar- nefnda yfir til hins og ganga frá öðrum formsatriðum. Árangur og horfur • Afnám þjóðnýtingar í fram- kvæmd. Til þess að annast fram- kvæmdina fær ríkissjóður sér til ráðuneytis óháðan aðila úr fjár- málaheiminum. Hann á að leggja á ráðin um endurskipulagningu i fjármálum þess fyrirtækis, sem um er að ræða hverju sinni og gera tillögur um aðferð við sölu fyrirtækisins og verðlagningu. Framkvæmdastjórn fyrirtækisins kann að hafa aðra skoðun á þess- um hlutum og hún hefur kannski einnig sér til ráðuneytis annan óháðan aðila úr viðskiptaheimin- um. Þar af leiðir að oft eru málir ekki ráðin til lykta fyrr en eftir að aðilar hafa komist að samkomu- lagi í meginatriðum. Um það bil 10 opinber fyrirtæki hafa verið seld einkaaðilum, ýmist algerlega eða að hluta til. Þessi fyrirtæki starfa á ýmsum sviðum. Þá hefur ríkið losað sig við eignar- aðild sina að u.þ.b. 15 fyrirtækj- um, sem það átti nokkra hlutdeild í, og fór salan fram fyrir milli- göngu National Enterprise Board. Þessi sala nemur þó aðeins tæp- um 15% opinberra fyrirtækja, að því er talið er. En þau fyrirtæki sem seld hafa verið eiga það sam- merkt að hlutabréf þeirra hafa stigið í verði síðan eigendaskiptin urðu. Það er til marks um að stefnan hafi verið rétt. í efnahagsáætlun ríkisstjórnar- innar árið 1979 var afnám þjóð- nýtingar ekki meðal þeirra atriða, sem hún ætlaði fyrst og fremst að beita sér fyrir, en er nú orðið for- gangsmál. Nánast hvaða atvinnu- rekstur sem er á vegum ríkisins gæti færst á hendur einkaaðila, en rikisstjórnin hefur ekki viljað úti- loka neitt í þeim efnum enn sem komið er. Á næsta ári ætlar rikið að selja 51% hlutafjár í British Telecom og British Áirways, og er talið að sú sala muni færa því 4,5 millj- arða sterlingspunda. Jafngildir það fjórðungi af þeirri fjárfest- ingu, sem fer fram með hluta- bréfasölu í kauphöllum í Frakk- landi. Þegar aðstæður leyfa verða eft- irtalin fyrirtæki seld einkaaðilum: British Leyland, British Ship- builders, British Steel og Rolls Ro- yce. Þá eru fleiri ráðagerðir á döf- inni. Samkvæmt því verður næsti áfangi við afnám þjóðnýtingar öllu stærri en sá er þegar hefur náðst. „Hlustið á börn á Norður- löndunum“ Norrænn starfshópur um börn og menningu mun vinna að þvf að börn á Norðurlöndum fái I auknum mæli tækifæri tii að tjá sig f fjölmiðlum. Norræna ráðherranefndin hefur skipað starfshóp sem fjallar um börn og menningu. Starfshópur þessi hyggst vinna að því árið 1984 að börn fái „orðið“ í dagblöðum, útvarpi, sjónvarpi og öðrum fjöl- miðlum. Starfshópurinn mun beina athyglinni að börnum og barnamenningu, sem hann telur vanrækt málefni i fjölmiðlum á Norðurlöndum, ekki eingöngu með greinaskrifum og þáttum í útvarpi og sjónvarpi heldur ætti fremur að gefa börnunum sjálfum orðið. Viðfangsefnið mun fyrst og fremst byggjast á upplýsingaþjón- ustu — barnafréttastofu — sem safnar saman og dreifir margvís- legu efni um börn og barnamenn- ingu. Fréttastofan verður 1 Kaup- mannahöfn en hefur fréttaritara og tengslahópa á öllum Norður- löndum. Mun hún senda út frétta- bréf og blöð um afmarkað efni o.fl. (Fréttatilkynning) 245.552 tunnur saltaðar á síðustu sfldarvertíð: 35 % meira en árleg með- alsöltun 1935 til 1969 ÚTFLUTNINGI á saltaðri sfld frá síðustu haust- og vetrarvertíð lauk 21. þ.m. Af- skipanir hófust um miðjan nóvember og hafa síðustu 7 mánuðina verið fluttar út samtals 233.972 tunnur. Alls voru sendir frá landinu 20 stórir farmar auk 23 minni farma. Mestur hluti síldarinnar var fluttur til Sovétríkjanna, Svíþjóð- ar og Finnlands, en einnig tak- markað magn til Danmerkur, Bandaríkjanna og Vestur-Þýzka- lands, auk tilraunsendinga til annarra landa. Heildarsöltun Suðurlandssíldar á vertíðinni varð 245.552 tunnur. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér hefir síldarsöltun hér- lendis verið mjög mikil á undan- förnum árum og til samanburðar má geta þess að á síðustu vertíð var saltað 35% meira en nam ár- legri meðalsöltun Norðurlands- síldar á tímabilinu frá 1935, er Síldarútvegsnefnd tók til starfa, og þar til 1969 er hrunið mikla varð á norsk-íslenzka síldarstofn- inum. I verslun Heimilistækja i Sætúni 8 er mesta úrval kæliskápa sem til er á íslandi. Þeir eru allt fra 90 til 600 lítra, 48 til 108 cm á breidd, 52 til 180 cm a hæð, með 1, 2, 3 eða 4 dyrum, með eða án frystihólfs, með hálf- eða alsjálfvirkri afþyðingu, í ýmsum litum, evropskir og amerískir af gerðunum Philips og Philco. Þú tekur mal af gatinu hjá þer og hefur svo samband við okkur t Sætúni 8. í Hafnarsíræíi 3 eru einnig fjólmörg sýnishorn af kæliskápaúrvalinu og þar fást líka allar’upplýsingar. Heimilistækl hf HAFNARSThÆTI 3 - 20455- SÆTUNI 8-15655 mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.