Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984 69 Járnbrautir þaö sem koma skal? Eins og alkunna er myndast gíf- urleg umferð einkabíla á höfuð- borgarsvæðinu á álagstimum, þ.e. á morgnana og undir kvöldið þeg- ar vinnu almennt lýkur. Sérstak- lega á þetta við um umferðaræðar á lengri leiðir, þ.e. úr (og til) Hafnarfirði, Garðabæ og Kópa- vogi um Hafnarfjarðarveg og Kirnglumýrarbraut til og frá Reykjavík. Sáma gildir varðandi umferð úr Breiðholtshverfum og Árbæ svo o£ víðar. Umferðar- þunginn er mjög mikill og má lítið út af bera. Það er því brýnast að þessi mikli fjöldi fólks eigi þess aðgengilegan kost að ferðast á fljótlegan og þægilegan hátt til og frá vinnu sinni í almenningsfar- artækjum. Járnbrautalestir upp- fylla þau skilyrði best. Það er sjálfsagt framandi í hugum flestra að hér færu að ganga lestir um Reykjavíkursvæðið. Það er þó ekki óraunhæft þegar betur er að gáð. Rafmagnslestir eru örugg- ustu, afkastamestu og þegar til lengdar lætur ódýrustu almenn- ingsfarartæki í borgarumferð nú- tímans. Þótt borgarsvæðið sé ekki ýkja fjölmennt miöað við stór- borgir erlendis, þá hagar því svo til hér vegna dreifðrar byggðar að mikill fjöldi fbúanna er háður því að ferðast daglega langar leiðir og ver til þess miklum fjármunum og tíma. Slíkt réttlætir háan stofn- kostnað vegna lagningar járn- brauta. Um geysilegan ávinning yrði að ræða til frambúðar. Helstu kostir Helstu kostir samfara þvf að rafmagnslestir yrðu teknar hér í notkun á lengri leiðum eru þessir: 1. Fækkun umferðarslysa. Raf- magnslestir eru öruggustu farar- tæki sem f notkun eru. Daglega ferðast hundruð milljóna manna með lestum og slys eru afar fátfð. í mörgum stórborgum erlendis eru þær aðal samgöngutækin. Umferðarslysin eru þjóðarplága. Með því að umrætt kerfi yrði tekið í notkun mætti gera ráð fyrir að bifreiðaakstur á höfuðborgar- svæðinu myndi minnka sem næmi mörg hundruð milljónum farþega- kílómetra á ári. Um leið myndi umferðarslysum stórfækka. Þann- ig varðveittust verðmæti sem ekki verða metin til fjár, auk þess sem meta má til hárra fjárhæða sjúkrahúsvist og læknishjálp við slasaða. 2. Fjárhagslegur ávinningur fyrir notendur. Farmiðasala yrði að standa að mestu undir reksturs- kostnaði (stofnkostnað yrði að greiða niður á löngum tíma og eft- ir öðrum leiðum). Samt sem áður má telja líklegast að mun ódýrara yrði að nota kerfið, heldur en einkabíla, auk þess hvað það yrði öruggara og þægilegra. Því má gera ráð fyrir að þessi farartæki yrðu mikið notuð og nytu vin- sælda. Þá má loks geta þess mögu- leika að fólk sem nú telur sig verða að reka einkabifreið af illri nauðsyn kæmist hjá þvi. 3. Tímas'parnaður. Notkun járnbrauta á öllum helstu lang- leiðum á höfuðborgarsvæðinu myndi hafa verulegan tímasparn- að í för með sér fyrir notendur. Margir þyrftu að vísu að ferðast með strætisvögnum síðasta áfanga á leiðarenda. Þrátt fyrir það tæki ferðin yfirleitt skemmri tíma heldur en ef ferðast væri f einkabíl. 4. Umferöarálag á götum minnk- ar. Næstum allir vegfarendur á mestu álagstímum eru á leið í eða úr vinnu. Með því að fjöldi fólks sem nú ferðast í einkabílum myndi ferðast með lestum þá drægi stórlega úr umferðarþunga, sem um leið stuðlaði að greiðari og öruggari umferð. Um leið drægi þetta úr nauðsyn þess að gera dýr mannvirki vegna bílaumferðar s.s. stórar bílageymslur neðanjarðar eins og nú eru fyrirhugaðar í miðbæj arkvosinni. 5. Þjóðhagslegur ávinningur. Það er engum vafa undirorpið að um- rætt samgöngukerfi myndi draga mjög úr hinni miklu bifreiðanotk- un á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt hefði jafnframt f för með sér um- talsverðan gjaldeyrissparnað. Nettógjaldeyristekjur myndu aukast en á íslandi ræður sú hag- tala mestu um afkomu þjóðarinn- ar og lífskjör þegnanna. Nánar um framkvæmd Með lestarferðum eftir tveimur hringleiðum mætti anna fólks- flutningum á öllum lengri leiðum á höfuðborgarsvæðinu (Stór- Reykjavíkursvæðið). Haga mætti legu brautanna þannig að lestirn- ar gengju um öll úthverfi Reykja- víkur og um nágrannasveitarfé- lögin og gengju jafnframt fram- hjá eða í nálægð við flestöll fjöl- mennustu atvinnu- og þjónustu- svæðin á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Þannig kæmist verulegur hluti farþega á leiðarenda í lest- um. Samgöngur með strætisvögn- um f hverfum og á stuttum leiðum tryggðu síðan flutninga á leiðar- enda, jafnframt flutningum að brautarstöðum lestanna. Leiða- kerfi strætisvagna myndi augljós- lega dragast mjög saman frá því sem það er nú og vögnum fækka en flutningsgeta samgöngukerfis- ins samt margfaldast. Vegna þess að hver lest tekur miklu fleiri far- þega en strætisvagn og er auk þess fljótari í förum eru afköst hverrar lestar margföld á við strætisvagn (a.m.k. tíföld). Sennilega mundu því tvær lestir á hvorri áður- nefndra leiða fara langt með að duga. Auk þess er mögulegt að bæta viðbótarlest inn á hvora leið á mestu álagstímum en géyma þær á hliðarspori þess á milli. Kerfið gæti þannig orðið mjög skilvirkt. Ekki verður hér gerð tiiraun til þess að lýsa skoðunum um hugs- anlega legu (staðsetningu) braut- anna þótt greinarhöfundur hafi um það mótaðar hugmyndir — það verður e.t.v. gert síðar ef til- efni gefst til. í meginatriðum yrði lagningu brautanna hagað með eftirgreindum hætti: 1. Stærsti hluti brautanna lægi ofanjarðar með hefðbundnum hætti. Athugandi væri þó að leggja þennan hluta brautanna ofan á steypta stöpla (0,5—1 metra háa) til þess að forðast samgöngutruflanir vegna snjóa. 2. Flestum má ljóst vera að nokk- ur hluti brautanna verður að liggja undir yfirborði jarðar (ca. 10—15% af kerfinu). Ekki yrði þó um eiginleg jarðgöng að ræða endp bjóða jarðlög hér ekki upp á slíkt. Hagkvæmast yrði að leggja brautirnar í steyptum stokkum rétt undir yfirborði (eða sem nemur við yfirborð). Sem dæmi um stað þar sem gera yrði slíkt mann- virki má riefna Fossvogsdalinn. Það virðist raunar einnig koma vel til greina að gera slíkan stokk (undirgöng) fyrir al- menna umferð (hraðbraut) niður dalinn. Væri það góð lausn í þeirri þráskák sem þetta mál er nú í vegna umhverfis- sjónarmiða. Kostnaðarauki við það að leggja hraðbrautina eft- ir slíkum undirgöngum yrði varla mjög mikill þar sem lagn- ing hraðbrautar niður dalinn á hefðbundinn hátt yrði hvort sem er nokkuð dýr (umfangs- mikil jarðvegsskipti). 3. í þriðja lagi er um það að ræða að leggja járnbráut á umferð- arbrú. Yrði járnbrautin þá lögð á háa stöpla og yfir aðrar um- ferðaræðar. Slík mannvirki eru nú orðin algeng erlendis (jafn- vel dæmi um tugi kílómetra samfleytt). Yrðu járnbrautir lagðar um Reykjavíkursvæðið þyrfti að gera slíkar brýr á tveim-þrem stöðum en þær brýr yrðu tiltölulega stuttar. Er þetta mögulegt? Ekki er óeðlilegt að upp komi efasemdir í hugum manna um hvort ekki sé ofverk fyrir þessa þjóð að leggja járnbrautir um Reykjavíkursvæðið á umræddan hátt. Sannarlega yrði það mjög dýrt í upphafi en varla óviðráðan- legt. Byrjunin er auðvitað sú að móta hugmyndir um legu slíks brautarkerfis og sfðan að gera sér grein fyrir kostnaði við gerð þess. Vaxi einhverjum þetta mannvirki í augum er hollt að minnast þeirr- ar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á íslandi síðustu áratugina. Þetta mannvirki yrði aldrei annað en smámunir i samanburði við það. Þetta verk tæki nokkur ár og yrði að hafa sinn aðdraganda en það er ekki óraunhæft að miða við að það gæti komið í gagnið eftir 15—20 ár eða jafnvel fyrr. Bættar samgöngur — betra mannlíf Tækniframfarir síðari tíma hafa að sönnu látið margt gott af sér leiða en á slíkum umbrotatím- um er sú hætta fyrir hendi að menn missi að nokkru tökin á lífsháttum sfnum og umhverfi, að venjur og hættir þróist f vafasama farvegi, sem við festumst í. Hin gífurlega mikla og almenna notk- un ejnkabíla er í öllum skilningi mjög dýrkeypt og brýnt að dragi úr óhóflegri notkun þeirra. Bif- reiðarekstur er nánast drápsklyfj- ar f heimilishaldi hjá þúsundum fjölskyldna í landinu. Mál er að linni. Öflugt samgöngukerfi fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu myndi hafa stórkostleg áhrif til hins betra í þessum efnum. Það myndi stuðla að fækkun slysa, bættum efnahag og auka frítfma fólks, bæta mannlíf. Sú spurning er því stór og við henni þarf að leita svara: Hvernig verður almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu hagað í framtíðinni? Óskar Þór Karlsson er fram- kvæmdastjóri ísfisks sf. í Kópa- vogi. Starfadi áöur m.a. sem erind- reki hjá SVFÍ í nokkur ár. Bjórsalan á að vera í ÁfengisversLun ríkisins - eftir Marjatta ísberg Stríðið um bjórinn hefur nú geisað í marga mánuði. Báðir aðil- ar hafa notað öll tiltæk ráð til að sannfæra almenning um réttmæti síns málstaðar. Oftast hafa bind- indismenn sótt dæmi sín til ná- lægra landa, einkum þó Svíþjóðar og Finnlands. Mest notaða dæmið mun vera Finnland, heimaland mitt: Fyrst var enginn bjór og áfengisnotkun í lágmarki. Síðan var sala á áfengu öli leyfð og áfengisneyslan tvöfaldaðist. Ég hafði engan áhuga á að blanda mér í þessar deilur. En ég gat ekki bara horft á, þegar falsk- ar upplýsingar — um okkur Finna — voru dregnar fram í áróðurs- herferð gegn bjór. Þess vegna skrifaði ég blaðagrein (Mbl. 23.3.) og benti á, að upplýsingar bind- indismanna væru ekki alls kostar réttar. Áfengisnotkun f Finnlandi tvöfaldaðist ekki þegar sala á áfengu öli var hafin. Hún tvöfald- aðist, þegar farið var að selja svo- kallað milliöl f matvöruverslunum (1969) og jafnframt þvf breytt um stefnu í áfengismálum, vfnveit- ingaleyfum var fjölgað til muna, svo að f næstum þvf hverju þorpi reis matsölustaður með a.m.k. B-réttindi. Þrátt fyrir blaðagrein mfna ftreka þeir Páll V. Daníelsson og Sigurgeir Þorgrfmsson þessar (fölsku) upplýsingar (Mbl. 10.5. og 17.5.). Hinn síðarnefndi telur einnig upp samsvarandi tölur frá öðrum löndum lesendum til sann- færingar. Ef þeim er jafn lítt treystandi og tölunum frá Finn- I landi, þá er ekki hægt að segja annað en að hús þeirra bindind- ismanna sé á sandi reist f þessu tilliti. Til að gefa lesendum rétta mynd af málinu langar mig að fá birtar opinberar tölur um bjórsölu og áfengisnotkun í Finnlandi. Þær eru fengnar beint frá áfengisversl- un ríkisins í Finnlandi, sem hefur einkaleyfi á áfengissölu þar í landi. Milligöngu í þessu máli hafði finnska sendiráðið hér í Reykjavfk. Máli mínu til sönnunar vitna ég í telex-skeyti, sem barst frá Finnlandi. — Áfengt öl hefur verið selt frá stofnun áfengisverslunarinnar eða frá 1932. Á strfðsárunum var söl- unni hætt til bráðabirgða, en haf- in aftur 1.10. ’48 og hefur áfengt öl verið selt síðan. Hér er um að ræða sk. milliöl (nr. III). — Sala á sterkum bjór var haf- in í tilraunaskyni 1.7. ’50 og hefur hann verið á reglulegri söluskrá áfengisverslunarinnar síðan 1.12. ’53. Hér sést greinilega, að bjórsal- an er engin ný bóla í Finnlandi, eins og þeir Páll og Sigurgeir hafa látið f veðri vaka. Ennfremur segir í telex-skeyt- inu: — Sala á milliöli var gefin frjáls 1.1. ’69 og þá var farið að selja það einnig í matvöruverslun- um. Spumingu minni um áfengis- neyslu á mann er svarað: — Áfengisneyslan á árinu 1968 var 2,88 1 af hreinum vínanda á mann, en 4,21 1 árið eftir. Áfengisneyslan jókst sem sagt alls ekki vegna bjórs, heldur vegna þess að salan á honum var gefin frjáls (sem ég þegar benti á í mars). Þó að þessar tölur séu opinber- ar, segja þær þó alls ekki allan sannleikann um áfengisnotkun þjóðarinnar. Raunverulega aukn- ingin er mun minni. Finnar geta nefnilega ekki keypt sér áfengi í póstkröfu eins og íslendingar. I öllu Lapplandinu t.d. var ekki nema ein áfengisverslun og var nærri 400 km vegalengd til hennar frá ystu hornum fylkisins. Þar sem samgöngurnar voru erfiðar og áfengisverslanir bara í borgum, var heimabruggun mjög algeng. En hún sést auðvitað ekki f opin- berum tölum, enda bönnuð samkv. lögum. Þegar svo hægt var að kaupa sér ölflösku f matarbúðinni eða jafnvel komið var upp veit- ingastað í heimaþorpi, þá lagðist þessi heimabruggun að miklu leyti niður. En um leið urðu opinberar tölur svartari. í lokaorðum mínum 10.5. skorar Páll V. Danfelsson á mig að kynna mér „margþættar rannsóknir, sem fram hafa farið f sambandi við áfengisneyslu og afleiðingar henn- Marjatu ísberg * „Afengisnotkun í Finn- landi tvöfaldaðist ekki, þegar sala á áfengu öli var hafin. Hún tvöfald- aðist, þegar farið var að selja svokallað milliöl í matvöruverslunum (1969) og jafnframt því breytt um stefnu í áfengismálum ..." ar og þá ekki sfst, hvernig ein- staklingar og fjölskyldur hafa brotnað niður ..." Ég vil sann- færa hann og aðra lesendur um, að mér er ekki ókunnugt um það, hversu mikið böl ofnotkun áfengis getur verið. Ætli ég viti það ekki jafnvel betur en Páll sjálfur, enda alin upp á eftirstríðsárunum f Finnlandi, þar sem hver heiðar- legur verkamaður áleit það skyldu sína að eyða mestum parti viku- launa sinna f áfengi. Þess vegna voru föstudagar fullir af ótta og kvíða fyrir flestar fjölskyldur. Börn laumuðust út í horn og konu- ræfillinn bað til guðs, að a.m.k. bestu húsmunir myndu bjargast. Smátt og smátt var ég orðin svo „vellesin“ í þessum efnum, að ég vann fyrstu verðlaun mörg ár f senn í hinni árlegu ritgerðasam- keppni samtaka bindindisfélag- anna. Það þurfti ekki annað en læra formúluna. En reynslan hefur sýnt mér, að erfitt er að uppræta áfengið, þó að við séum öll af vilja gerð. Vínið hefur svo sterkar rætur í menn- ingu okkar, að það tekur örugg- lega þúsundir ára að losna við það. En þá er e.t.v. komið eitthvert annað ennþá hættulegra vímuefni í staðinn. Það er nefnilega eitt- hvert sannleikskorn í því, sem einn áfengisvarnaráðunautur sagði: „Það er miklu auðveldara að reka áróður gegn reykingum. Af því að flest fólk vill hætta að reykja. En fólk vill ekki hætta að drekka." Þess vegna væri e.t.v. vænlegra að kenna fólki drykkjusiði, vín- menningu, eins og Jón óttar Ragnarsson, dósent, orðaði það. Kenna fólki, að það sé hægt að nota áfengi án þess að ærast af því, aðeins að „lyfta sér upp úr hversdagsleikanum", ekki til að drekka sig undir borðið. Bönn hafa aldrei haft nema andstæð áhrif. Fræðsla með rétt- um upplýsingum er okkar besta vopn. Marjatla ísberg er fil. mag. og bú- sett bér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.