Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 55 „í grein þessari mun ég gera grein fyrir ótrúlega magnaðri gönguleið, sem fáir hafa farið, en ætti skilið vinsældir. Hún nær frá Nýjadal á Sprengisandsleið, um Vonarskarð, Dyngju- háls, Öskju og í Herðu- breiðarlindir. Áætlaður göngutími er 5—7 dag- ar.“ gos á þessum slóðum frá umliðn- um öldum. Við munum eftir að fylla vatns- ílátin og göngum upp hjaliana og stefnum nú meira i austur en áð- ur. Brunahraun og sanddældir skiptast á og við getum valið leið eftir hentugleikum, sneitt nokkra gíga til að skoða ýmsar útgáfur af þessum eldaugum: Stampa, strompa, gjallkeilur og sprungur, sem hafa gubbað hrauni án gíga- myndunar. Við stefnum á Kistu- fell, stóran móbergsstapa og hyggjust sneiða hátt í honum, milli fjalls og Dyngjujökuls til að hafa útsýn. í norðaustri rísa Dyngjufjöllin sem geyma hina einu sönnu öskju. Ef nægur snjór er á leiðinni og krapaflár, er óttinn var vatnsskort óþarfur. Gaman er að finna þokkalega leið innan um móbergskletta og í skriðum Kistufells og það er bratt fram af móti Urðarhálsi. Þarna sést vel hvílíkt flæmi stór skrið- jökulskaka á borð við Dyngjujök- ulinn er í raun og veru og hve jað- arinn er ljótur, krímugur af bergmylsnu. Hæfilegt er að gista öðru hvoru megin við Kistufell. Á Dyngju- hálsi má finna sér lítinn eldgíg (helst með klakatjörn) til að tjalda í og hafa skjól, en lengri dagleið er líka kostur og vísast finnst skafl móti Urðarhálsi, sem má grafa í holu og safna leysinga- vatni. Sandur og meiri sandur Hver svo sem náttstaður er, þá hefjum við 4. daginn á því að ganga á hábungu Urðarháls, sem er hvorki hár né erfiður uppgöngu. Þaðan má sjá vel yfir öræfi NA- lands, yfir Dyngjufjöll í norðri, til Herðubreiðar, yfir gamlar og nýj- ar hraundyngjur og síðast en ekki síst: Til Kverkfjalla. Þau gnæfa upp úr jaðri Vatnajökuls. Þar er megineldstöð með tveimur öskj- um, eitt öflugasta háhitasvæði landsins, miklar menjar eldvirkni og skriðjökull hefur skorið fjöllin í tvennt og ryðst út um Kverkina. í fjarska er Snæfell, rautt af morg- unsól. En Urðarháls geymir meira en útsýnisstað. { kolli þessarar gömlu hraundyngju er liklega stærsti gígur á Tslandi; mörg hundruð metrar í þvermál og yfir 100 m djúpur. Hann er sannarlega skoð- unarverð náttúrusmið. I svona dyngjugíg hefur kraumað hraun- tjörn, en hraunið flætt um mörg göng í gegnum hlíðar dyngjunnar. Langt er til Dyngjufjalla. Leiðin liggur yfir vindbarin hraun og eyðisanda í NNA og er best að fara milli Hrímöldu og langs mó- bergshryggjar, sem er litlu austar. Og nú er um að gera að fylla vatnsflöskur, jafnvel þótt bræða þurfi snjó. Vonandi hreyfir vind ekki mikið meðan við keifum sand og hraunrima, allan daginn. Sandbylur er ekkert grín. , \ Frá rótum Dyngjufjalla upp í Vatnsskarð (Suðurskarð) er að- eins um 250 m hæðarmunur. En það er langt og sannarlega draugaleg leið um hraunstalla og skafla, einkum í lélegu skyggni. Menn verða að ráða því hvorum megin skarðsins þeir vilja gista. Yfír eldstöðina Gaman er að koma í Vatnsskarð í björtu veðri og sjá yfir dýrðina. I Vonarskarði, Deilir og Skrauti í baksýn. (Ljósm. Ari T. GuAmundsson) Brött flugin ofan af Þorvaldstindi ofan í Öskjúvatn eru mikil and- stæða glampandi vatnsflatarins. Öskjubotninn og umgjörð öskj- unnar virka ótrúlega stór. Manni óar við að ganga þvert yfir öskj- una, en á ekkert annað að venda. Við hefjum 5. daginn okkar á því að stefna á NV-horn Öskjuvatns og þaðan í NA á Öskjuop. Það er allstór krókur að fara að Víti, en vel þess virði ef menn hafa ekki komið þar áður. Löng eldgosahrina varð í Öskju 1922—1930 og árið 1961 opnaðist gígsprunga þvert yfir Öskjuop og rann hraun um 11 km leið. Leið okkar liggur við gigana (Virkra- borgir) og niður með hrauninu að sunnan, heim í burstaskálann Dreka við samnefnt gil austan í Dyngjufjöllum. Alla leiðina sjáum við stóra hvíta vikurmola. Þeir eru úr kröftugu þeytigosi, sem varð undanfari myndunar Öskjuvatns 1875. Þak á kvikuþró Öskju bilaði eftir gosið og jarðvatn hálff.vllti jarðsigið. Góð er innkoman í skálann. í norðaustri sér á fjall fjallanna, en þangað liggur leiðin daginn eftir. Herðubreið er ekki síður glæsileg að sjá úr þessari átt en að norðan. Eins og Kistufell er hún mó- bergsstapi og toppgígurinn, sem varð til þegar fjallið hafði hlaðist upp í ísaldarjöklinum, er furðu- lega heillegur. Herðubreið, Vikrafell og greinarhöf. (Ljósm. Claude Breson) í Lindir Meðan dvalist er í Dreka ættum við að skreppa inn í gilið og heilsa upp á drekann, sem lúrir á brún- inni innarlega, áður en lagt er af stað. Dagleið þessa 6. og síðasta göngudags er hvorki of löng né strembin. Leiðin liggur yfir Vik- ursand framan við hraunið frá 1961 og svo vestur með Herðu- breiðartöglum uns komið er að skarðinu milli þeirra og drottn- ingarinnar. Auðvitað má fara hvoru megin fjallsins sem vill eft- ir söndum og öldóttu helluhrauni. Hraunið er úr Kollóttudyngju, sem sést í norðri, og ef menn stefna í norðaustur er lítil hætta á að ganga fram hjá skála FÍ í Herðubreiðarlindum. Meirihluta leiðarinnar er hægt að skoða ýmsar hliðar Herðu- breiðar og undrast hve hátt og stórt fjallið er. Systir hennar, Kollóttadyngja, hefði orðið alveg eins ef gosið þar hefði komið upp undir jökli en ekki á íslausu landi. Svo einfalt er nú það, — jafn ólík og fjöllin tvö eru ásýndum. Kitt og annað Gönguferðinni er nú lokið. Hana má lengja með því að stytta áfanga og eyða tíma í að ganga á fjöll eða taka á sig króka. T.d. má ganga á Kistufell, Þorvaldstind og Herðubreið. Sumir myndu vafalít- ið hafa áfangana lengri og nota færri daga í ferðina. Það er líka unnt að lengja hana með því að halda áfram niður í Mývatnssveit um Kollóttudyngju og Ketil- dyngju. Auðvelt er að komast í Nýjadal, bæði með áætlunarhíl á sumrin og með ferðafélögunum. Má sama segja um Herðubreiðarlindir og að sjálfsögðu er ekkert að því að ganga suður um i staðinn fyrir í norður, eins og hér hefur verið lýst. Sjálfsagt er að nota skála þar sem þeir eru og rétt að minna menn fastlega á að taka með sér rusl á leiðinni eftir föngum eða grafa mjög tryggilega. Vegna þess hve leiðin er fjarri byggð og akvegum að mestu leyti, er mikilvægt að hafa sjúkrakassa meðferðis og einhver í hópnum á að geta veitt 1. hjálp, beri eitt- hvert óhapp að höndum. Árbók Ferðafélags íslands 1981 tekur til meginhluta leiðarinnar og í öðrum árbókum, riti Útivistar og víðar má finna fróðleik um svæðið, m.a. í riti Ólafs Jónssonar: Ódáðahraun I, II og III. Ari Trausti (iuAmundsson er kcnn- ari rid Menntaskólann rið Sund. Öskjuvatn af V ítisbarmi. (Ljósm. Ari T. Guðmundsson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.