Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 Það er vandi að velja orð 15 1. JÓHANNESAR BRÉF 2.4,—2.13. oúk eotiv 5 ö<; S' av tiipfl aötoO röv Xóyov, áXt)0ö><; ekki er, 'einhver'en -'ef varðvemr hans orð. sannarlega Év toúto) i^ áyáffii toö 0eoö TETEkEÍcorai. Év toútco í honum kxrleikunnn [til) Guðs er orðinn lullkominn. A því Yivcóokohev öti év aÚTW ÉapEV- 6 ó X.Éyci)V Év aÚT<3 vitum vér, að í honum erum vér; sá, er segist í honum pÉVEiv ócpEÍXsi KaOcix; ékeívoi; ffEpiEffáTiiaEV koí aÚTÖ<; vera stöðugur, ber eins og hann breytti einmg sjálfur OÍ)TW(; TlEpiTCttTElV. þanmg að breyta. 7’AyaffTiTOÍ, oúk évto>.iív Kaivrjv YP«<PW <&>■’ Elskaðir. ekki boðorð nýtt ég rita yður, heldur évtoXiJv nakaiáv ijv eí’xete áff’ ápxii<;- 0 évtoXíi i^ ffaXaiá boðorð gamalt. sem þér hofðuð frá upphafi; boðorðið hið gamla éotiv ó Xóyo<; öv ÓKOÚaaTE. * »rá>.iv ÉvTo>-f|v Kaivöv er orðið. sem þér hcyrðuð Samt boðorð nýtl Ypácpco úpiv, ö éotiv á/.r|0(:<; Év aÚTW Kai Év úpiv, öti rita ég yður. sem er satt í honum og í yður, þvi að fj aKOTÍa ffapáYETai Kai tö <pó><; tö á>.t|0ivöv fjöri <paív£i. myrkrið hverfur, og Ijósið hið sanna nú þegar skin. 9 ó Xéycov Év tcö <pci)Ti EÍvai Kai töv áÖE>.<pöv aÚToC ptocöv Sá. er segist í Ijósinu vera og bróður sinn sem hatar, Év Tij aKOTÍa éotív Éox; apTi. 10 ö áyaniöv töv áÖE>.<pöv i myrkrinu er ennþá. Sá, sem elskar bróður aÚTOÖ ÉV TCÖ <pCl)TÍ pÉVEl, Kai OKávöa>.ov ÉV aÚTCÖ OÚK sinn, í Ijósinu dvelur, og hneykslunarefni í þvi ekki EOTIV 11 Ó 5É piacöv TÖV áÖE>.<pÖV aÚTOÖ ÉV Ttj OKOTÍa ÉOTÍV er. -’Sá 'en sem hatar bróður sinn, i myrkrinu cr Kai ÉV TÍj OKOTÍa ffEplffOTEÍ, Kai OÚK OÍÖEV ffOÖ ÚffÓYEl, og í myrkrinu gengur, og ekki veit hann hvert hann fer. öti ij OKOTÍa étú<p>.ci)oev toú<; ó<p0a>.poö<; oútoö. þvi að myrknð blindaði augu hans. 12 rpá<pci) úpiv, TEKVía, öti á<pÉcovTai úpiv aí Ég rita yður, börn, af þvi að hafa verið fyrirgefnar yður ápapTÍai öiá tö övopa aÚTOÖ. 13 Ypáipco úpiv, ffaTÉpEq, syndir (yðar) vcgna nafns hans. Ég rita yður. feður. „Þar er undir hverju grísku orði hin íslenzka samsvörun þess Bækur Kári Valsson Jóhannesarbréfin og Júdasarbréf. Jón Hilmar Magnússon tók saman og þýddi. Akureyri 1983. 86 bls. Eg álít nauðsynlegt að vekja at- hygli á þessari bók. Þótt hún hafi drukknað í hinu árlega bókaflóði fyrir síðustu jól, er ég viss um, að hennar verði minnst, hvenær sem saga íslenzkra Biblíuþýðinga verð- ur rakin. Hér er um að ræða upp- haf að nýstárlegri útgáfu Nýja testamentis, fjórtánda hefti af fyrirhuguðum fimmtán. Um leið og við opnum bókina, rekur okkur í rogastanz. Hvern skyldi gruna, að norður í landi leynist prentverk með nokkrar gerðir af grísku letri, og að þvf er virðist, gersneytt mengun af völd- um prentvillupúkans. Á grísku máli var Nýja testa- menti upphaflega samið. Fáir þýð- endur leggja sig jafnmikið í fram- króka og Jón Hilmar með að koma lesendum í beina snertingu við frumtextann. Hann leiðir okkur inn á gafl í smiðju þýðandans, sýnir okkur hinn gríska texta bréfanna og leggur fram nauð- synleg orðasöfn: grísk-íslenzkt með rækilegum málfræðiskýring- um og íslenzk-grískt. Einnig hefur hann orðrétta millilínuþýðingu. Þar er undir hverju grísku orði hin íslenzka samsvörun þess, eins og versjón væri. Slíkur texti með grískri orðaröð er ekki ávallt auð- skilinn, en þýðandinn kann ráð við því. Hann tölusetur orðin eftir ís- lenzkri málvenju. Jóhannesarrit- in, bæði guðspjallið og bréfin, eru samin á útlendingslegu og ein- földu grísku máli, nokkurs konar „basic-grísku, þar sem orð eru endurtekin æ ofan í æ eins og stef í hljómkviðu. Við grískunám er þess vegna heppilegt að byrja á Jóhannesi, og allur frágangur Jóns Hilmars gerir umræddan bækling að ákjósanlegri kennslu- bók. Flestir lesa Ritninguna af ann- arri þörf en grískuáhuga. Jóhann- esarbréf eru aftarlega í Nýja test- amenti, í eins konar skúmaskoti, enda i skugga Opinberunarbókar. Ekki er öllum ljóst, hve forvitnileg þessi bréf eru. Þau eru þrungin af velvild og trúarstyrk, en undarlegt er það, hversu slaka tilsögn höf- undurinn veitir í umburðarlyndi þrátt fyrir hlýleg orð um náunga- kærleik. Mér þykir sérstaklega gaman að öðru Jóhannesarbréfi (2. Jóh.) þótt mörgum finnist það léttvægt. Það er skrifað í glettni í hálfgerð- um bónorðsstíl til kirkju, sem er ávörpuð „hin útvalda frú“, og minnzt er á börn hennar, systur og systurbörn. Þess vegna hefði það verið í anda gamanseminnar að þýða í 5. versi: „að við skulum elska hvort annað“. Þetta hug- kvæmdist hvorki þýðendum Hins íslenzka biblíufélags (HÍB) né Jóni Hilmari (JH), þó að frum- textinn leyfi það. íslenzk tunga er ekki steypt i sama mót og önnur tungumál. Ég held, að um jafnrétti kynjanna sé ekki að ræða nema í íslenzku og systurtungunni færeysku. Sam- kvæmt okkar málvitund eru hann og hún saman þau. í öðrum mál- um, sem kyngreina persónur í fleirtölu — þeirra á meðal grísku — fær karlkynið yfirhöndina, svo að hann og hún verða saman þeir. Fyrstu þýðendur Nýja testamentis á íslenzku munu hafa verið einum of bókstafstrúar og þýtt eins og þeir þyrftu að sanna, að þeir þekktu grískt karlkyn frá kven- kyni. í þeirra penna urðu konur og karlar þeir, ekki þau. Þetta varð að hefð, enda má til sanns vegar færa, að bæði hann og hún séu Jón Hilmar Magnússon. menn eða „starfskraftar", þ.e. þeir. En hvers á Lúkas að gjalda? Hon- um er öðrum guðspjallamönnum fremur hugleikið um hið fagra kyn. Eða hvort er eðlilegra í Lúk. 17:34: „Á þeirri nóttu munu tvö vera í einni rekkju; verður þá ann- að tekið, en hitt eftir skilið," eða kynvillan í HÍB? Hér og einnig í Lúk. 12:52, 20:34n, 24:33 ætti mál- farsráðunautur kvennalistans að taka í taumana og banna okkur karlrembusvínum að ráðskast með 3. persónu fleirtölu að vild. Nú skal vikið aftur að 2. Jóh. Það væri í samræmi við gaman- semi þess að hafa orðrétt orðtakið „stoma pros stoma“, sem er venju- lega þýtt „munnlega" eða „milli- liðalaust", og segja í 12. versi: „tala við ykkur munn við munn“. Fornar bókmenntir eru oft erf- iðar aflestrar. Hvernig á þýðand- inn að bregðast við þeim vanda? Á hann að notast við fornlegt málfar og leitast við að ljá orðunum virðuleikablæ eða auðvelda skiln- ing með nútímalegu orðfæri? Jón Hilmar velur síðari kostinn. Eitt af því, sem hefur breytzt í aldanna rás, er notkun persónu- fornafna í fleirtölu. Upphafleg tví- tala er horfin úr málvitund rnanna og farin að gegna hlutverki fleir- tölu. HÍB notar vér og þér. JH hef- ur þau orð eingöngu í millilína- þýðingunni, en í endanlegri þýð- ingu sinni hefur hann við og þið. Lengi má deila um, hvort betur hæfi. En hinni upprunalegu fleir- tölu verður auðveldlega ruglað saman við þéringar. Sá, sem les hið margnefnda bréf (2. Jóh.) í HÍB, mætti halda, að bréfritarinn þúi og þéri hina útvöldu frú til skiptis að hætti fornsagna. I versjón JH er aldrei vafi á því, hvenær höfundurinn á orðastað við frúna og hvenær hann ávarpar allt fólk hennar. Auðvitað skilst betur það mál, sem algengara er. Jón Hilmar leitast við að skila hugsun ritanna á ótvíræðan og látlausan hátt. Honum er lítið gef- ið um stóryrði. Hann sneiðir hjá orðum úr helgimáli, ef völ er jafn- gildra orða úr almennu máli. T.d. þýðir hann í 1 Jóh. 1:2. „Því að lífið birtist," þar sem í Hf B stend- ur: „Því að lífið opinberaðist." „Það gladdi mig,“ (JH) í 2. Jóh. 4 er þjálla en þýðing HÍB: „Það hefur glatt mig.“ En JH verður seint staðinn að því að einfalda á kostn- að rétts skilnings. Það gerir hins vegar HfB, þar sem segir um kröf- una til biskups (í 1. Tim. 3:2), að hann skuli vera „einkvæntur", en samkvæmt frumtexta á hann að vera „einnar konu eiginmaður". f þjóðsögum er gert ráð fyrir, að illir andar geti ekki farið rétt með nafn á því, sem heilagt er. í þeirra munni verður Guðrún Garún og kross fauskur, og er það i samræmi við kenningar Freuds um gleymsku á nöfnum. Ekki þarf að senda Jón Hilmar í sálgreiningu. Hann kann að beygja nafnið Jes- ús. Telji einhver beygingu hins helga nafns smekksatriði, líti hann á 1. Jóh. 4:3 í gerð Hf B. sögn- in að játa stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli. Merking er auðvitað breytileg eftir því. Mönnum er t.d. hugarléttir að því að játa skiln- ingsríkum vini yfirsjónir sínar. í Jesú eigum við þann vin, sem hjartað þekkir. í bæn getum við játað Jesú syndir okkar. En það er ekki þetta, sem átt er við í 1. Jóh. 4:3, en þar er í þýðingu HÍB talað um að Játa Jesú“. Reyndar er átt við „að játa Jesúm“, og kemur það skýrt fram í málfari JH. f þessum samanburði á þýðing- um HÍB og JH hef ég lofað JH. En ekki getur hann fremur en aðrir gert svo, að öllum líki. í skóginum finnur lastarinn alltaf fölnað lauf- blað, og hér er það: Til er algengt sagnorð í grísku, echó.Erlendar orðabækur skila því hver á sínu máli: habeo, haben, at have, to have. Þýðendum hérlendis allt frá Oddi Gottskálkssyni hefur verið mikil freisting að nota ís- lenzka sögn af sama stofni — að hafa. Þar er JH því miður engin undantekning. Þó er það svo, að íslendingar hafa einatt gert mun á sögnunum að hafa og eiga, enda þýðir JH sögnina echó í orðasafni sínu með eiga auk hafa. Að eiga konu er ekki sama og að hafa konu. Þetta vissi skáldjöfurinn á Sigur- hæðum og orti ekki: „ó, þá náð að hafa Jesúm." Orðalagið að eiga Föðurinn og Soninn einkennir Jó- hannesarbréfin svo mjög (sjá 1. Jóh. 2:23 og 5:12 og 2. Jóh. 9), að til þess er vitnað, þegar um er spurt, hvort öll þrjú bréfin séu eftir sama höfund. 1. Jóh. 2:23 vildi ég orða á þessa leið: „Hver, sem af- neitar syninum, á ekki heldur föð- urinn. Sá sem játar soninn, á einn- ig föðurinn.“ JH notar sögnina að hafa, og tel ég það miður. Jafnvel segir hann hefir. Hefur hlýtur að vera heppilegri orðmynd, enda al- gengara mál. En hvernig hljóðar þetta vers í þýðingu HÍB? Það er kostulegt: „Hver sem afneitar syn- inum hefur ekki heldur fundið föð- urinn. Sá sem játar soninn hefur og fundið föðurinn." Þótt ég finni að þýðingu Jóns Hilmars á þessu versi, hlýt ég að viðurkenna, að í samanburði við þýðingu biblíufélagsins stendur hann með pálmann í höndunum. Og nú má spyrja: hvernig getur lítt þekktur prentari án nokkurs akademísks gæðastimpils skotið þannig færum prófessorum ref ’fyrir rass? Hvaða fítonsandi rak hina velviljuðu menntamenn til þess að kasta svo höndunum til? Þrátt fyrir nokkrar aðfinnslur mæli ég af sannfæringu með þýð- ingu Jóns Hilmars Magnússonar. Megi honum endast þrek og ævi til að gefa út Nýja testamenti allt. Ég heiti á drengskap Hins íslenzka biblíufélags að líta ekki á Jón Hilmar sem leiðan keppinaut, heldur læri það af honum og virði hann sem samstarfsmann í út- breiðslu fagnaðarerindisins og jafnvel styrki útgáfu hans. Kíri Valsson er fyrrum preslur í Hrísey. Flutti erindi við háskólann í Osló og Bergen: Þáttaskil á mfnum ferli - segir Einar Pálsson Einar Pálsson er nýkominn heim úr fyrirlestraferð um Noreg. Flutti Einar fyrirlestur við há- skólann í Ósló hinn 25. apríl og við háskólann í Bergen hinn 2. maí. Mbl. náði tali af Einari og spurði um hvað fyrirlestrar hans hefðu fjallað. — Fyrirlesturinn við háskólann í Osló var fluttur á ensku. Nefnd- ist hann „Hypothesis as a Tool in Mythology" eða „Tilgáta sem verkfæri í goðafræði". Svo háttaði til, að fundurinn við háskólann i Ósló varðaði vinnuaðferðir, og var hann haldinn að fornleifasetri há- skólans er Isegran nefnist, í Fred- erikstad. Voru þar saman komnir fræðimenn frá háskólum Noregs og Svíþjóðar auk þriggja frá Danmörku. Efnið varðaði í stuttu máli þann vanda sem upp kemur, þegar fornleifafræðingar þurfa að meta trúarbragðasögulegt inni- hald fornminja — og öfugt, þegar trúarbragðafræðingar þurfa að meta hugmyndaheim þann sem lesa má af fornminjum. Um þessi mál hafa lengi staðið deilur ytra, og var mér boðið til mótsins til að skýra notkun „tilgátunnar" í rannsóknum; hvernig unnt er að setja fram ákveðnar staðreyndir til viðmiðunar og prófa þær í stað þess að skeggræða fram og aftur um það hverju maður „trúir", ell- egar hvaða „álit“ maður hefur á einhverju, sem lítt eða ekki er rannsakað. — Hvernig var máli þínu tekið? — Eins og gefur að skilja kom ýmsum efni erindisins mjög á óvart; þegar öllu er á botninn hvolft snúa niðurstöðurnar nánast öllu við sem norrænan hefur jafn- an haft fyrir satt. En umræðuefn- ið þarna var ekki einstakar niður-\ stöður heldur verklag, vinnuað- ferð, og mótmælti ekki einn ein- asti maður þeirri vinnuaðferð sem ég hef beitt í bókum mínum. Kom engin gagnrýni fram neinnar teg- undar. Hins vegar kynni eitthvað að heyrast um þetta mál síðar á prenti, því að fyrirlesturinn var lagður fram í bókarformi með 17 skýringamyndum, og er því unnt að rannsaka hann nánar þegar tóm gefst til. Telja má þó fyrir- lestrana tvo í Noregi þáttaskil á mínum ferli; áður hafði ég haldið fyrirlestur við háskóla í Dan- mörku og nú hefur mér verið boðið til Svíþjóðar. Norðurlandabúar opna háskóla sína líkt og stórþjóð- irnar og leyfa rökræður. Var ekki að sjá að neinn viðstaddra óttaðist þetta. — Voru það viðbrigði? — Vissulega. Hér eftir stendur háskólinn í Reykjavfk einangrað- ur hvað þetta snertir. — Um hvað talaðir þú við há- skólann í Bergen? — Þar ræddi ég um allegóriu, þ.e. launsagnir, Njáls sögu. Sá fyrirlestur var fluttur á dönsku við Nordisk Institut og var fyrst og fremst stuðzt við minnispunkta og mjög í umræðuformi. Virtist enginn þeirra sem þar voru hafa lesið bækur mínar og urðu flestir mjög undrandi, svo sem raunar prófessorarnir í Isegran. En fram- þróunin verður ekki stöðvuð héðan í frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.