Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 71 + Larry Hagman, sá leiðinlegi J.R. í Dallas, brá sér nú nýlega til Lundúna og þá vildi svo til, að í sömu vél var Dallas-konan hans, Linda Gray. Það vakti þess vegna athygli, að þau fylgdust ekki að þegar þau gengu frá borði. _Eftir að Linda skildi reynum við að komast hjá því að vera saman á mynd ann- ars staðar en við upptökurnar. Fólk virðist nefni- lega eiga erfitt með að greina á milli sjónvarpssög- unnar og raunveruleikans," sagði Hagman. fclk f fréttum Tony Curtis Elizabeth Taylor Robert Mitchum er heldur framlág- ur á þessari mynd en hún var tekin í veislu í Hollywood nú nýlega. Stjörnurnar berjast við Bakkus með því að skúra gólf og vaska upp + Elizabeth Taylor liggur á fjór- um fótum með skuplu á höfðinu, gúmmíhanska og skúringabursta í hendinni; Tony Curtis er að safna saman diskum og setja þá í uppþvottavélina; Johnny Cash er að raka saman dauðum laufblöð- um úti í risastórum garði. Ætla mætti að verið væri að tala um nýja kvikmynd en svo er ekki. Þetta er bara daglega lífið á Betty Ford-stofnuninni í Kali- fomíu. Þangað leitar ríka og fræga fólkið í Bandaríkjunum til að vinna bug á áfengissýkinni og lyfjaátinu og heitir stofnunin í höfuðið á Betty Ford, fyrrum for- setafrú, sem kom fram fyrir al- þjóð og sagði frá því, að hún væri alkóhólisti. ólikt því, sem er með flestar svona stofnanir í Bandaríkjunum, þá er meðhöndlunin ekki fólgin í hóplækningum eða einkaviðtölum við sjúklinginn. „Fólkið, sem biður okkur um hjálp, á rétt á að fá hana en við höfum reynslu af þvf, að við verð- um líka að gera kröfur til þess. Við köllum það ekki gesti okkar eða eitthvað þess háttar heldur bara sjúklinga, sem fólkið er,“ segir Louise Farron, ein af lækn- unum. Vistin á stofnuninni er dýr en þrátt fyrir það fá vistmenn ekki að baða sig upp úr neinum lúxus. Allir verða þeir að vinna í átta tíma á dag og geta valið um eitthvert þessara starfa: Eldhús- verk, hreingerningar eðh garð- vinnu. „Hérna er farið með fólk eins og manneskjur, alveg sama hve langt það er leitt. Ekki þó þannig, að verið sé að vorkenna fólki, að klappa því á kollinn, heldur er þvf sýnd full virðing og það er einmitt það, sem fólk, sem er djúpt sokkið, þarf á að halda,“ segir Betty Ford, sem komið hefur sumum kunn- ingjum sinum á stofnunina þegar farið var að halla undan fæti fyrir þeim. Af þeim má t.d. nefna Tony Curtis og Peter Lawford, sem var kvæntur systur þeirra Kennedy- bræðra. Af öðru frægu fólki má nefna Elizabeth Taylor, sem einnig vann það afrek að léttast um 25 kíló meðan hún var á stofnuninni, Johnny Cash, sem hefur verið þar í tvígang og segist vonast til að þurfa ekki að koma þar aftur, og nú sfðast Robert Mitchum, sem var búinn að missa alla stjórn á drykkjunni. COSPER — Hvað sagði píparinn, þegar þú fórst að gefa hon- um góð ráð? Blombe s KAUP sem borga sig gerirðu í þessum stóra kæliskáp frá Blomberg. sem falla þór í geð færðu hjá okkur. Verð kr. 12.920.- stgr. EINAR FARESTVEIT &. CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A SlMI 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.