Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 ms0 m Imwmmm stærri; 10x15 cm wmmm swmam S. Sigurðsson hf. Hafnarfirði, sími 50538 antshafsins, langt norður í höfum. Talið var að þessi hugsanaflutn- ingur hefði tekizt mjög vel. Til þess tíma hafði því verið haldið fram f Sovétríkjunum í hinni mikiu alfræðabók þeirra (sem alltaf þarf að breyta, þegar nýir menn taka völdin) að frásagnir af ófreskigáfu væru hjal eitt og sama gilti um svokallaða sáiræna hæfi- leika. Þetta væri ekkert annað en enn ein aðferð kapitalismans til að blekkja alþýðuna. Það vakti því furðu þegar ýmsir komust að því, að frægur rússneskur eðlisfræð- ingur við háskóiann í Leningrad hefði leyft sér að fást við einhverj- ar rannsóknir í þessum efnum. Töldu ýmsir að það væri næstum furðulegt, að hann skyldi ekki verða fórnardýr í einhverjum hreinsunum Stalins, því hann lifði þann höfðingja. Kannski hefur hann bara gleymst. En eftir að fregnin um hugsana- flutning bandaríska flotans barst út, gjörbreyttist öll afstaða til slíkra rannsókna í Sovétríkjunum. Þessi fyrrnefndi prófessor og aðr- ir fengu allt það fé sem þeir þurftu. Afleiðingin er sú, að Sov- étmenn munu nú standa framar Bandaríkjamönnum, að talið er, í rannsókn þessara mála, eins og skýrlega er greint frá í lokakafla þessarar bókar. Bandaríkjamenn eru einnig sagðir farnir að eyða miklum fjármunum til rannsókn- ar ófreskigáfunnar. Hvað veldur þessari breytingu? Svarið er ein- falt. Það kann að vera hægt að beita slíkum hæfileikum í hernaði. Það gerir gæfumuninn! Bókin Ókunn öfl er prýdd fjölda mynda til skýringa. Þær gefa frá- sögnunum stóraukið gildi. Þetta er spennandi og mjög áhugavert lesefni og frágangur bókarinnar hinn vandaðasti, þótt verði hennar sé mjög í hóf stillt. Þareð undirritaður íslenzkaði þessa bók, verður þýðingin ekki rædd hér, en vonandi stendur hún fyrir sínu. FILLCOAT gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málmþök. Er vatnsheld. Inniheldur cinkromat og hindrar ömyndun. dýr lausn fyrir vandamálaþök. öy; LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA Hinir andlegu hæfileikar eiga. Til dæmis kom hann alla leið hingað til íslands til þess eins að tala persónulega við okkar góð- kunna Einar á Einarsstöðum. í frásögninni um huglækningar Einars er meðal annars sagt frá því hvernig Einar hjálpaði Reykjavíkurstúlkunni Guðrúnu Sverrisdóttur. En hún er persónu- lega sannfærð um það, að hún eigi hjálp andlegra lækna að þakka að hún er á lífi. f beinni mótsögn við fullyrðingar lærðustu lækna náði hún fullri heilsu eftir bílslys, sem líklegt var talið að leiða myndi til dauða. Fullyrðingarnar um lækn- ingu hennar eru staðfestar af læknum hennar, sem telja með öllu óskiljanlegt hvernig hún fékk bata; segja það kraftaverki líkast. Vissulega eykur það gildi þess- arar bókar fyrir okkur, að dæmi um hið óskiljanlega skuli einnig tekið hér á íslandi. í þessari bók fá lesendur að nokkru að kynnast aðferðum þeirra vísindamanna, sem þrátt fyrir allt eru farnir að rannsaka hina óvefengjanlegu, stórmerki- legu andlegu hæfileika, sem í manninum búa. Eins og allar slík- ar rannsóknir kosta þær mikið fé. Við værum lengra komin í skiln- ingi okkar á þessum sjaldgæfu hæfileikum, ef ekki hefði löngum skort fé til rannsókna. En nú er að skipast veður i lofti af þeim sök- um. Ástæðurnar til þess eru því miður ekki af góðum toga, heldur illum. Mig minnir að það hafi verið ár- ið 1965, að ég gat þess í útvarpser- indi að upp hefði komist að banda- ríska hernum hefði tekizt sending hugsana frá flotastöð í Kaliforníu til kjarnorkukafbátsins Nautilius, sem á þeim tíma lá á botni Atl- IHUGA MÆSTÞE FRAMKALLA LJÓ '■■ V'' ___. Wm \ hraðí: m. m Við framköllum filmuna og stækkum á úrvals pappír, fljótar en þekkst hefur ) - á aðeins 60 mínútum ! - Kí'.'m AUSTURSTRÆTI 22 . i .. JNttgmiItliifrtfr Metsölublað á hverjum degi! Bókmenntir /Evar R. Kvaran Paul Bannister: ÓKUNN ÖFL Útg. Prenthúsið, 1983. Þau þrjú hundruð ár sem það hefur tekið að þróa nútímavísindi Vesturlanda, hefur hraði framfar- anna aukist með ári hverju. Vita menn það til dæmis að taka, að 90% allra þeirra vísindamanna sem tekið hafa þátt í þessari þróun eru á lífi í dag? Þetta telja flestir mikið efni fagnaðar, því þetta séu raunverulegar framfar- ir. Og hver fagnar ekki framför- um? Fróðir menn telja, að þekking mannkyns hafi tvöfaldast á tveim síðustu áratugum. En því miður hefur hið illa, og hvers konar vandamál, einnig tvö- faldast á sama tima. Þetta sýnir takmarkað gildi framfara vísind- anna fyrir mannkynið. Þótt hinn mikli þekkingarauki hafi að vísu ekki valdið hörmungum einum, þá hefur hann heldur ekki komið i veg fyrir þær. Þetta stafar af þvi að vísindin hafa ósjálfrátt leitt til aukinnar efnishyggju, sem ekki hefur í för með sér að menn átti sig á þvf, að einu gildin sem verulegu máli skipta i lífinu eru andlegs eðlis, svo sem friður, hamingja, gleði og vellíðan almennt. Vísindamenn eru enn þeir sem mest eru dáðir í hinum vestræna heimi. Það er skiljanlegt, því margir þeirra eru stórgáfaðir menn og snjallir og hafa margt afrekað. En oftrú margra þeirra á svokallaðri „skynsemi" og heila- starfsemi hefur leitt þá til van- mats á hinum andlega hluta mannsins. Þvi það er misskilning- ur að halda að maðurinn sé ein- ungis efnisvera. Hann er einnig andleg vera. Á þróunarferli vísindanna hafa fræknir vísindamenn skapað margs konar lögmál, sem þeir síð- an hafa stuðst við í rannsóknum sínum og af flestum hafa verið talin óskeikul. Að vísu hafa verið til menn frá alda öðli sem hafa búið yfir hæfi- leikum, sem telja má að brjóti í bág við ýmis af þessum lögmálum. Slíkt hafa flestir vísindamenn af- greitt með þeim hætti að allar frásagnir af slíku væru einber þvættingur og hjátrú. Þetta væri ekkert annað en þjóðsögur og ævintýri. Og þeir sem mest dýrka vísindamenn og skoðanir þeirra hafa tekið undir þetta. En nú lifum við á tímum, þegar fréttir berast með ógnarhraða um allan hnöttinn, hvers eðlis sem þær eru. Það er því ekki lengur hægt að leyna neinu sem gerist, hvort sem mönnum er það ljúft eða leitt. Þetta hefur haft það í för með sér meðal annars, að ekki er leng- ur hægt að þræta fyrir að ákveðn- ir atburðir gerist, þótt ýmsum þætti vafalaust þægilegra að geta sagt slfkt skrök og þjóðsögu. Lifandi ófreskigáfa, sem ýmsir eru gæddir, hefur því skapað vís- indamönnum veruleg vandamál, því ef taka á mark á sumum iög- málum vísinda, getur hún ekki átt sér stað! Það getur stundum verið bros- legt að fylgjast með því, hve vand- lega sumir vísindamenn hafa gætt þess að taka ekki mark á því, sem virðist brjóta í bág við þekkingu þeirra. Sökum þeirrar oft skiljanlegrar tortryggni, sem vísindamenn eru haldnir gagnvart ófresku fólki, tel ég það einmitt meðal kosta þess- arar bókar, að höfundurinn er sjálfur ekki ginnkeyptur fyrir slíkum frásögnum og gætir þess því vandlega að þær séu staðfestar af áreiðanlegum vitnum eða vís- indamönnum. Já, jafnvel þegar at- vikin gerast að honum sjálfum viðstöddum. Sökum persónulegs áhuga á þessum efnum hef ég eðlilega áður lesið um sumt af þvi sem sagt er frá í þessari bók. En þær frásagn- ir sem höfundur hefur valið eru merkar. Hann virðist hafa ferðast víða um heim til þess að ná per- sónulega tali af þeim, sem í hlut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.