Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 „ HQ.nn bjáur um 5ooo fcaLL i viSbót... Sefot vera. me2> tromp á. hendi." ást er ... vQ ... aö vita aö besta leiöin til aö halda í hann er aÖ lofa honum aö fara. M Reg U S Pal OM a« nghts resefved c 1979 los Angeies Times Syndrcate verðmæti hennar er í sjónvarps- fréttunum á eftir. Það fór fluga inn í eyrad á hljómsveitarstjóranum í mióri *f- ingunni! Hver er hreinlætisaðstaða á ferðamannastöðum hér? Birna skrifar Ég þakka Elínu Pálmadóttur fyrir Gárupistil i Morgunblaðinu sunnudaginn 20. maí sl. um hreinlætisaðstöðu á ferðamanna- stóðum. Þar var skrifað af skyn- semi og smekkvisi um aðkallandi mál sem aðrir virðast telja ósæm- andi að fjallað sé um á prenti eða i ræðustól. í sumum vanþróuðum löndum fæst enginn innfæddur til að grafa fyrir vatnsbrunni vegna þess að sú hjátrú ríkir að sá sem grafi í jörðina fái yfir sig óhreina anda. Þannig virðist sumum farið hér á landi þegar ræddar eru um- bætur á snyrtiaðstóðu fyrir ferða- menn. Elín segir i Gárupistli sínum frá bátsferð um ár og vötn í Bretlandi og þeirri staðreynd að í hverjum einasta bæ eða þorpi, sem komið var við I, fyrirfannst almennings- Anna Snorradóttir Er hægt að endur- taka erindi Önnu Snorradóttur? Ein eldri kona sem hlustar mikið á útvarp skrifar: Ég missti af erindi önnu Snorradóttur í útvarpinu á laug- ardagskvöldið, en mér er sagt að það hafi verið svo gott eins og allt sem þessi kona gerir i útvarpinu. Er hægt að endurtaka þetta að degi til? Og hvers vegna kemur Anna svona sjaldan i útvarpið? Mér finnst hún alveg sérlega góð og allt svo vandað og fróðlegt, sem frá henni kemur. Ætli séu ekki margir sammála mér um þetta? salerni. Var það rekið af sveitarfé- laginu, ef ekki öðrum. Ekki kom fram hvort greiðsla var tekin fyrir notkun og ekki heldur hvort að- staða var til að taka á móti 40—60 ferðamönnum i einu. Hér á landi eru seldar hópferðir um byggðir og óbyggðir, þar sem engin snyrtiaðstaða er á löngum vegaköflum. Þetta er oft til ólýs- anlegra vandræða og leiðinda fyrir ferðamennina og þá sem þeim fylgja. Ferðamálaráð og Náttúruverndarráð hafa reynt að bæta úr á fáeinum stöðum í óbyggöum, en sé komið upp að- stóðu þarf einnig að hugsa fyrir eftirliti og hreinsun. Annars væri ver af stað farið en heima setið. Eftirlitsmenn fara þá reglulega, oft langan veg, til að þrífa. Sumir halda að þessum málum sé vel borgið í byggð hér á landi þar sem eru söluskálar, grillstaðir og veitingastaðir. En þvi er ekki þannig farið í reynd, því að þótt slíkir staðir geti tekið á móti ein- stókum ferðamönnum og fjöl- skyldufólki, eru þeir ekki í stakk búnir til að taka á móti 20, 40 eða jafnvel 60 ferðamönnum í einu. Sumir eigendur þessara staða hafa einnig látið í ljós að þeir séu ekki hrifnir af að fá yfir sig ferða- Heiðraði Velvakandi! Mig hefur lengi langað til að gera athugasemd við það, að því er haldið fram, að lærisveinar Krists hafi borið vopn. Ég hef aldrei lesið, eða heyrt þess getið að þeir hafi borið vopn nema í því eina tilviki, þegar Pétur, einn af postulunum hjó til Malkusar þjóns æðsta prestsins og sneið af honum eyrað. Nú langar mig að biðja einhvern fræðimann að segja nokkur orð um þetta í les- endadálkum Velvakanda ef hann vildi gera svo vel að birta það. Ég get ekki sætt mig við það að Kristur hefði leyft vopnaburð lærisveina sinna. Það er í mót- sögn við starf hans og líf. Mitt mannahópa og telja meiri kostnað fylgja komu þeirra en verslun þeirra nemur. Ástandið eins og það er nú er vægast sagt óviðun- andi og þjóðinni til háborinnar skammar. Er þá jafnvel vægt til orða tekið. Það finnst að minnsta kosti þeim sem þurfa að standa frammi fyrir ferðamönnum og vísa þeim bak við stein eða út í skurð til að sinna óviðráðanlegum og brýnum frumþörfum mannslík- amans. Á þessu vori hafa orðið nokkur skrif í DV um snyrtiaðstöðu á ferðamannastöðum. Vonandi hef- ur athygli þeirra, sem úr geta bætt, verið vakin og er þess fast- lega vænst að ferðamálayfirvöld og sveitarfélög finni framtíðar- lausn hið snarasta. Er þess ekki síst vænst eftir að jafn merkur og reyndur ferðamaður og Gáruhöf- undur Morgunblaðsins hefur varið heilum Gárupistli til málsins og upplýst að ráðamenn i öðrum löndum telja ekki einungis sjálf- sagt að snyrtiaðstaða sé fyrir hendi á þeim stöðum sem vitað er að ferðamenn fara um heldur hafa þeir einnig ákveðið hvernig að þvi skuli staðið og komið henni upp, þótt i misjöfnu formi sé, e.t.v. eftir löndum. álit er það, að Pétur hafi með einhverjum hætti náð í sverð og þá helst af einhverjum hermann- anna og höggvið til Malkusar. Hver var Malkus? Jú, sagt er að hann hafi verið þjónn æðsta prestsins, en voru það ekki her- menn sem handtóku Krist? Þetta hefði mig langað til að rætt hefði verið um í þeim ágætu umræð- um, sem fram fóru í sjónvarpinu á föstudaginn langa. Spurning er það, hvers vegna Pétur var ekki handtekinn fyrir það, að voga sér að ráðast að þjóni æðsta prests- ins. Kristur sagði við Pétur „Slíðra þú sverð þitt.“ Hægt er að taka svo til orða, þó Pétur hafi ekki átt sverðið. Vill einhver segja álit sitt? Báru lærisvein- ar Jesú vopn? Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif- ar. HÖGNI HREKKVlSI rt'ATTU NOKKUP V/IP--- .. HIK ST/A "? " Sóðaskapur við bókhlööuna Margrét Einarsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Föstudaginn 25. maí hlustaði ég á þátt Páls Heiðars er hann var að aka um gamla bæinn með Davíð borgarstjóra. Davíð var að benda Páli á hvað mætti betrumbæta til að fegra bæinn og varð mér þá hugsað til þeirra er búa nærri bókhlöðunni, sem nú er verið að reisa, að það væri viðunandi að horfa til hússins er lóðin væri ekki í svo hörmulegu ástandi hvað sóða- skap snertir. Nú er það ósk mín til borgar- stjóra að hann aki um Birkimelinn og skoði ástandið á lóð bókhlöðunn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.