Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 59 Frá fundi Félags íslenskra iðnrekenda, t.v. Ólafur Davíðsson, Víglundur Þorsteinsson og Hans Tellander. Félag íslenskra iðnrekenda: Söluskattur dregur úr samkeppnisaðstöðu ís- lensks iðnaðar á innlendum og erlendum mörkuðum Félag íslenskra iðnrekenda gekkst fyrir fundi um kosti og galla virðisaukaskatts sl. föstu- dag. Einnig fór fram kynning á frumvarpi um virðisaukaskatt (VASK). Frummælendur voru: Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur iðn- rekenda, og Hans Tellander, en hann er forstöðumaður skatta- deildar samtaka iðnrekenda í Svíþjóð. Víglundur Þorsteinsson, for- maður FÍI, setti fundinn og fór nokkrum orðum um söluskatts- kerfið og hverju virðisaukaskattur mundi breyta fyrir atvinnuvegina. Lagði hann áherslu á að við ríkj- andi skipulag skattamála er ís- lenskur iðnaður ekki samkeppnis- fær hvorki á innlendum né erlend- um markaði. Viðleitni ríkisvalds- ins til að fela skattheimtu fyrir almenningi í gegnum óbeina skatta er ein örsök þessa, að dómi Víglundar. Helstu breytingar frá núverandi söluskattskerfi, verði virðisauka- skattur tekinn upp, eru þær, að ýmsar neysluvörur, sem nú eru undanþegnar skatti, verða skatt- skyldar. Munar þar mest um mat- vörur. Á móti verða nær öll aðföng og fjárfesting í atvinnurekstri undanþegin skatti. En söluskattur leggst nú á ýmis aðföng, t.d. raf- magn og margar fjárfestingarvör- ur. Ólafur Davíðsson rakti í stuttu máli helsta tilgang skattheimtu og gerði grein fyrir þeim afleiðingum sem hvers konar opinberar álögur hafa á nýtingu framleiðsluþátta, val neytenda o.fl. í ræðu Ólafs kom fram að söluskattur dregur úr viðleitni manna til hagkvæms rekstrar en í stað þess eru fyrir- tækin byggð upp frá skattalegum sjónarmiðum. Einnig gerði hann að umtalsefni ókosti þess að stöð- ugt er verið að veita undanþágur frá skatti, og þar með væri erfið- ara en ella að fylgjast með hverjir og hvaða vörur væru í raun álags- skyldar. Ólafur taldi að verði um- ræddar breytingar að veruleika væri stigið skref fram á við. Hagfræðingur FÍI, Hjörtur Hjartarson, skýrði út helstu atriði frumvarpsins og hvaða áhrif það kann að hafa á fyrirtæki. Ef virð- isaukaskattur kemst á, er ljóst að mun meiri kröfur verða gerðar til bókhalds þeirra. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að þjónusta sjúkrahúsa, lækna, skóla, banka, dagheimila, leiga íbúðarhúsnæðis, svo eitthvað sé nefnt, verði undanþegnar skatti. Hjörtur varaði hins vegar við afleiðingum þess að fjármála- ráðherra veiti fleirum fríðindi frá álagningu. Gestur fundarins, Hans Tell- ander, gerði grein fyrir reynslu Svía af virðisaukaskatti, sem komið var á 1969. Samkeppnis- aðstaða sænska iðnaðarins breytt- ist mjög til hins betra og eru engin áform uppi um að hverfa aftur til söluskattskerfisins. Nokkuð fjörugar umræður urðu á fundinum og létu nokkrir félags- manna í ljós efasemdir um gildi þess að taka upp umrætt fyrir- komulag. Félag íslenskra iðnrek- enda mun halda fleiri fundi um virðisaukaskatt og vinna að upp- lýsingamiðlun til félagsmanna á afleiðingum, kostum og göllum á næstu vikum. VITRETEX litina séröu í BYKO Hafnarfiröi/ Kópavogi Æöislegir VORLITIR # I VITRETEX Slippbúðin, Mýrargötu. T WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir ^QyFÖmfl§)(U)(r Vesturgötu 16, sími 13280 Kramhúsið dans- og leiksmiðja Nútíma dans 7.6.—10.6. Kennarar Jytte Kjæbæk og Heinrik Christjansen. Námskeiö ' í látbragösleik 31.5.—4.6. 1 Kennari María Lexa. Innritun s. 15103. Nýr sykurlaus appelsínu drykkur Nýjung! Sætiefniö Nutra Sweet er notaö í Topp appelsínu drykkur Fæst í öllum matvöruverslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.