Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 16
64 65 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1984 Hljómsveitin talin Tvennir tónleikar Lundúnafflharmóníunnar: ein sú besta rfLHARMÓNlUSVKIT Lunduna ætti að vera nánast óþarfi að kynna. Eins og fram hefur komið í fréttum heldur sveitin tvenna tónleika á Listahátíð undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Fyrri tónleikarnir verða í Laugar- dalshöllinni 9. júní og leikur Ashken- azy þá sjálfur jafnframt einleik á pí- anó. Á síðari tónleikunum leikur son- ur hans, Stefán, einleik á píanó. f umsögnum um hljómsveitina er að finna nánast samfellt lof og ber öllum breskum gagnrýnendum sam- an um að hún sé langsamlega besta sinfóníuhljómsveitin á Bretlands- eyjum og jafnvel þótt víðar væri leitað. „Rétt eina ferðina undirstrik- aði Fílharmóníusveit Lundúna að hún ber höfuð og herðar yfir aðrar sambærilegar hljómsveitir hériend- is sem erlendis," sagði m.a. í umsögn Peter Stadlen, tónlistargagnrýn- anda Daily Telegraph, eftir tónleika sveitarinnar í febrúar á síðasta ári. Lundúnafílharmónían á sér ekki svo ýkja langa sögu. í október í ár eru 39 ár frá því hún hélt fyrstu tónleika sína í Kingsway Hall að frumkvæði Sir Thomas Beecham. Stofnandi sveitarinnar var hins veg- ar Walther Legge. Með stofnuninni vildi hann láta þann draum sinn rætast að koma á fót hljómsveit á heimsmælikvarða. Og Legge varð að ósk sinni. Á skömmum tíma vakti hljómsveitin óskipta athygli víða um Evrópu og hefur hún æ síðan notið krafta heimskunnra stjórnenda á borð við Furtwángler, Toscanini, Giulini, Richard Strauss og Herbert von Karajan, sem varð síðar aðalstjórn- andi sveitarinnar. Klemperer tók við af Karajan og hróður sveitarinnar hélt áfram að aukast. Ekki skemmdi það fyrir að kór hennar undir stjórn Wilhelm Pitz náði æ betri árangri. En frama- brautin var ekki án þyrna. Á þessu uppgangstímabili dró Legge sig í hlé og brotthvarf hans renndi stoðum undir það, að aðskilnaður hljóm- sveitarinnar og kórsins yrði ekki umflúinn. Þetta var árið 1964. Þegar sýnt þótti að aðskilnaðurinn væri á næstu grösum tóku hljóðfæraleikar- arnir sig til og stofnuðu samvinnufé- lag um rekstur sveitarinnar og kórs- ins undir nafninu New Philharmon- ic Orchestra. Þar var Klemperer ekki aðeins aðalstjórnandi heldur kjörinn forseti til lífstíðar. Þegar Klemperer dró sig í hlé af stjórnendapallinum árið 1971 var Lorin Maazel skipaður aðstoðar- í dag stjórnandi. Þegar Klemperel lést tveimur árum síðar var hinn kunni ítalski stjórnandi, Riccardo Muti, skipaður í hans stað. Tæp sex ár eru nú liðin frá því hljómsveitin tók upp fyrra nafn sitt og þetta sama starfs- ár endurnýjaði hún gömul tengsl við Carlo-Maria Giulini. Muti var í ágúst 1979 skipaður fyrsti tónlistarstjóri hljómsveitar- innar og hljómsveitarárið 1981—1982 var hann skipaður heið- ursstjórnandi. Árið 1980 hafði Karl, prins af Wales, verið gerður að fyrsta verndara hljómsveitarinnar. Áuk þeirra, sem að framan hafa ver- ið nefndir, h'efur hljómsveitin haft náið samstarf við þá Vladimir Ashk- enazy, Andrew Davis og Simon Rattle og það er einmitt Ashkenazy, sem stjórnar sveitinni á Listahátfð. Lundúnafílharmónian hefur leikið inn á fleiri hljómplötur en nokkur önnur sinfóníuhljómsveit í heimin- um og fáar ef nokkrar sveitir hafa ferðast jafn víða. Auk reglubund- inna tónleika í Lundúnum og viðs vegar um Bretlandseyjar á þessu ári leikur hljómsveitin í Bandaríkjun- um, Ástralíu og Evrópu á fyrri hluta ársins en heldur síðan í tónleikaferð um Spán, Norðurlöndin og Japan á starfsárinu 1984—1985. Vladimir Ashkenazy rýnir í nóturnar. í fremstu röð í rúma tvo áratugi Vladimir Ashkenazy og sonur hans Stefán leika með Lundúna- fílharmóníunni ALLT frá því hann bar sigur úr býtum í alþjóðlegu Tchaik- ovsky-keppninni fyrir 22 árum hefur Vladimir Ashkenazy ver- ið einhver þekktasti tónlistar- maöur heims. íslendingum er hann löngu að góðu kunnur. Hann er kvæntur íslenskri konu, Þórunni Jóhannsdóttur, og eiga þau fimm börn. Eitt þeirra, Stefán, leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit ís- lands á síðari tónleikum henn- ar undir stjórn Ashkenazy. Á undanförnum árum hefur Ashkenazy lagt æ ríkari áherslu á hljómsveitarstjórn. Lundúnafíl- harmónían er ein þeirra hljóm- sveita, sem notið hefur krafta hans, m.a. við plötuupptökur. Á meðal verka, sem hljómsveitin hef- ur hljóðritað undir stjórn hans, má nefna helstu sinfóníur Tchaik- ovskys, flestar sinfóníur Sibeliusar og ætlunin er að taka þær allar upp, 5. og 6. sinfóníu Beethovens Stefán Ashkenazy, sonur Vladimirs, leikur einleik á píanó á sfðari tónleik- um Fflharmóníusveitar Lundúnaborg- ar. x auk margra píanókonserta Moz- arts. Þá hefur Ashkenazy ferðast víða með hljómsveitinni. Auk starfa sinna hjá Lundúna- fílharmónfunni stjórnar Ashken- azy Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam á hverju tónleikaári. Hefur hann að undanförnu unnið við upptökur á öllum sinfóníum Rachmaninovs og öðrum stórverk- um með henni. Á síðasta ári stjórnaði hann sinfóníuhljómsveit- unum í Fíladelfíu og Cleveiand. Tók m.a. ballettinn um Öskubusku eftir Prokofiev upp með þeirri síð- arnefndu. Á meðal verkefna hans í náinni framtíð má nefna stjórnun sinfóníuhljómsveitanna í Fíla- delfíu svo og í Boston og Chicago. Þrátt fyrir erilinn við hljóm- sveitarstjórn hefur Ashkenazy stöðugt haldið sér á toppnum sem píanóleikari. Fáir eru eftirsóttari. Á hverju ári flytur hann geysilega mikil og krefjandi verk, ss. alla pí- anókonserta Beethovens, Bartok- konsertana þrjá eða báða konserta Brahms á einum og sömu tónleik- unum. Þá má t.d. nefna, að á síð- asta ári hélt hann sólótónleika við opnun Barbican-menningarmið- stöðvarinnar í Lundúnum. % Geysilegur fjöldi verka liggur eftir Ashkenazy á hljómplötum. Hann hefur verið mjög iðinn við upptökur og laetur ekki deigan síga þrátt fyrir að hafa verið í eldlín- unni í meira en tvo áratugi. Starf- semi hans á þeim vettvangi er fjarri því að vera lokið og fjöldi af upptökum er fyrirhugaður með honum í náinni framtíð, eftir því sem tími vinnst til. Þrír látbragðsleikaranna úr Morse Mime-hópnum, sem skemmtir á Listahátíó. Sýningar Morse Mime-látbragðshópsins: Byggir á atburðum úr daglega lífinu MOKNK MIME-látbragðshópurinn frá New Vork hefur hvarvetna vakió mikla athygli, þar sem hann hefur átt leiA um. OtvíræAir ha'flleikar flytjendanna, sem starfa undir stjórn Richard Morse, sam- fara frumleika í sköpun, hafa gert þaA aA verkum, aA fólk sperrir eyrun um leið og nafniA ber á góma. I.átbragdshópurinn, sem kemur hingað til lands, starfar reyndar all- ur við Morse Mime-leikhús höfuð- paursins, Richard Morse, í New York og af því dregur hann nafn sitt. Þótt Richard Morse hafi á sínum tíma numið listina i Frakklandi hafa áhrif úr bandarísku þjóðlífi fyrir löngu sett mark sitt á hann og meðleikara hans. Flest atriða hópsins eru enda sprottin upp úr viðburðum hins dag- lega amsturs stórborgarinnar. Frammistaða látbragðsleikaranna frá Morse Mime-leikhúsinu var slík, að hróður þess barst á skömmum tíma víða um lönd. Hafa leikarar frá því nú komið fram í yfir 20 löndum, misjafnlega margir eftir umfangi hverrar sýningar. Þá hefur leikhúsið hlotið viðurkenningu hins opinbera í Bandaríkjunum fyrir framlag sitt til kynningar látbragðslistarinnar er- lendis. Morse Mime-hópurinn kemur fram á setningarhátíðinni á föstudag, auk þess sem hann verður með minni uppákomur næstu fjóra daga þar á eftir. Sérstakar sýningar hópsins verða hins vegar tvær talsins, sú fyrri eftir rétta viku, miðvikudaginn 6. júni og hin síðari daginn eftir. Báð- ar verða í Gamla Bíói og hefjast kl. 20. Góður hljóðfæraleikur og óborganleg kímni - Whoopee-flokkur Bob Kerr skemmtir Listahátíöargestum Leikkonurnar Stina Ekblad (t.v.) og Birgitta Ulfsson í verkinu „Nár man har kánslor**. Gestaleikur Borgarleikhússins í Stokkhólmi, „Nar man har kanslor“: Sýnir átta stutt atriði eftir Mariu Jotuni BOB Kerr’s Whoopee Band nefnist flokkur sjö Breta, sem ferðast hefur um heim allan á undanförnum árum og skemmt fólki með söngvum sínum og glensi. Sem dæmi um vinsældir fíokksins má nefna, að hann hefur komið fram í sjónvarps- þáttum helguðum honurn ein- um í Svíþjóð, Danmörku, V-Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Sviss, auk þess sem Kerr og menn hans hafa komið fram í þáttum hjá BBC og ITV í Bret- landi. Eins og sjá má af myndum eru sjömenningarnir í Whoopee- flokknum kyndugir náungar. Leið- toginn, Bob Kerr, hefur komið viða við á löngum tónlistarferli. Hann var áður í Bonzo Dog Band og New Vaudeville Band. Hann leikur á ým- is blásturshljóðfæri en grípur af og til í teketil. Áukinheldur á hann það til að syngja lag og lag. Kerr hefur unnið með ýmsum þekktum tón- listarmönnum og má þar nefna Ralph McTell og félagana í Mungo Jerry. Aðrir meðlimir Whoopee-flokks- ins skulu nú kynntir lítillega. Vern- on Dudley Nowhay-Nowell heitir sá fyrsti þeirra. Hann leikur á banjó. Þess á milli segir hann brandara og furðusögur. Frank Tomes nefnist básúnuleikarinn og Biff Harrison, sem er háskólamenntaður frá Ox- ford, leikur á harmonikku, sög og ýmis fleiri hljóðfæri. Sam Spoons lemur húðir í sveitinni og þykir undrafær á því sviði. Aðalástæðan fyrir veru hans í sveitinni er sögð sú, að útlit hans bæti heildarmynd hennar óumræðilega. Jim „Golden Boots“ Chambers heitir saxófón- leikarinn og Hugh Crozier er sjöundi meðlimurinn. Jafnframt sá nýjasti. Hann leikur á píanó og önn- ur hljómborð og þykir liðtækur lagasmiður og útsetjari. Eins og sagt er að framan er tón- listarferill Bob Kerr orðinn langur. Hann var t.d. söngvari í The New Vaudeville-sveitinni, sem sló í gegn um miðjan sjöunda áratuginn með lagi sínu „Winchester Cathedral". Sveitin ferðaðist víða á þeim árum og kom m.a. fram á tónleikum með hljómsveitum á borð við Mamas and the Papas, Loving Spoonful og mörgum fleirum að ógleymdum Count Basie heitnum. En það er með Bob Kerr’s Whoop- ee Band eins og svo marga aðra 1 listamenn, að sjón er sögu ríkari. Sveitin skemmtir gestum á setning- arhátíðinni á föstudag, en verður með uppákomur á Lækjartorgi kl. 16.30 á laugardag og sunnudag. Á sunnudagskvöld kemur hún svo fram á tónleikum I Broadway. BORGARLEIKHÚSIÐ í Stokk- hólmi býAur gestum ListahátíAar upp á dagskrána „Nár man har kánslor" eftir flnnsku skáldkonuna Mariu Jotuni í flutningi sænsku leikkvennanna Stinu Ekblad og Birgittu Ulfsson. Fyrri sýningin á verkinu verAur á iaugardagskvöld kl. 20 í Gamla Bíói en síAari sýning- in á sama staA og tíma á sunnu- dagskvöld. Sýning þeirra Ekblad og Ulfs- son byggist upp á átta stuttum atriðum, sem taka rúmar tvær klukkustundir í flutningi. Dagskráin byggist upp á eintölum og samtölum úr safni Jotuni, en auk þess hefur finnskum þjóðvís- um verið bætt inn í hana. Jotuni fæddist í borginni Kuop- io árið 1880. Snemma hneigðist hún að skriftum og hafði sérstakt yndi af því að lýsa því sem fyrir augu bar, ýmist I bundnu eða óbundnu máli. Fyrsta bók hennar kom út árið 1905 og er i henni aðallega að finna skáldverk í sam- talsformi I henni. í kjölfarið fylgdu fleiri skáldverk. önnur bók hennar, Kærleikur, sem kom út 1907, fékk mikið lof gagnrýnenda en féll ekki eins vel í kramið hjá almúganum. Fólk sætti sig ekki við dirfskuna I lýsingum hennar. Jotuni var ekkert að skafa utan af þeirri grimmu og gráu veröld, sem henni fannst hún lifa í og kom því fólki fyrir sjónir sem uppreisnar- gjörn ung kona. Breyting var þó á viðhorfum al- mennings til Jotuni með útkomu skáldsögunnar Hversdagsllf, sem kom út 1909. f henni er m.a. að finna fjölskrúðugar mannlifslýs- ingar, ást og sorgir. Eftir þetta verk var næstu skrefa hennar á skáldabrautinni beðið með eftir- væntingu. Þegar Jotuni lést árið 1943 hafði hún sent frá sér leikrit I tugatali, auk fimm smásagna- safna og tveggja stærri verka og var án efa í röð virtustu skáld- kvenna Finna. Whoopee-sveit Bob Kerr í fullum skrúða. Höfuðpaurinn er fremstur á myndinni. Tónleikar Luciu Valentini-Terrani: FJÖLBREYTT DAG- SKRÁ FRÁBÆRR- AR SÖNGKONU TÓNLISTARUNNENDUM gefst tæki- færi til þess að hlýða á ítölsku mezzo- sópransöngkonuna Luciu Valentini- Terrani á Listahátíð. Syngur hún ein- söng við undirlcik Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjórn J.P. Jacquillat. Verða tónleikarnir þann 14. júní í Há- skólabíói og hefjast kl. 20.30. Terrani hefur vakið mikla athygli hvar sem leið hennar hefur legið allt frá því hún hóf feril sinn 1969. Hún fæddist í Padúa og útskrifaðist frá tónlistarakademíunni þar í borg. Fyrsta stórhlutverk hennar var í stór- leikhúsinu (Grand Teatro) í Brescia á Ítalíu, þar sem hún söng í „La Cener- entola" eftir Rossini. Éftir að hafa hlotið verðlaun í hinni alþjóðlegu samkeppni „Voici Nuove Rossiniane" var Terrani boðið af Scala-óperunni í Mílanó að syngja í „La Cenerentola" í hinni vinsælu upp- setningu Abbado/Ponnelle. Hlaut hin frábæra túlkun hennar einróma lof gagnrýnenda sem áhorfenda. Síðar fór hún með þetta sama hlutverk í uppsetningu verksins í Chicago, Buen- os Aires, Moskvu, London, Kennedy- miðstöðinni í New York og víðar. Árið 1974 réð Metropolitan-óperan í New York Terrani til þess að syngja í „L’Italiene a Alger", óperu sem hún söng síðan í aftur nokkrum mánuðum síðar í Mílanó. Síðar söng hún hlut- verk Charlotte í „Werther" I Flórens undir stjórn Georges Pretre. Terrani sneri aftur til Bandaríkj- anna og söng í „Requiem" eftir Verdi í óperunni í Los Angeles undir stjórn Carlo-Maria Giulini. Leikárið 1979—1980 vann hún mikinn sigur í Scala-óperunni I Mílanó í hlutverki Marinu I „Boris Godounov" í stjórn Claudio Abbado. Ári síðar fór hún með hlutverk Arssace í „Semiramis" I Tórínó. Það sama ár tók hún þátt í tveimur tón- leikaferðalögum. I öðru var farið til Austurlanda með „Requiem" eftir Verdi, í hinu til Japan, þar sem Terr- ani lét til sín taka I hlutverki Rosine í „Rakaranum í Sevilia". Hún sneri aftur til Bandaríkjanna og fór með hlutverk Dulcineu i „Don Quijote“ í uppfærslu Massenet i óper- unni í Chicago. Síðar söng hún hlut- verk Mrs. Quickly í „Falstaff" í Los Angeles undir stjórn Giulini. Það var svo í september 1982, að Terrani kom fyrst fram í Vínaróperunni og þá und- ir stjórn Lorin Maazel. Luciu Valentini-Terrani er reglu- lega boðin þátttaka á Rossini-hátið- inni í Pesaro, sérstaklega í uppfærsl- um eins og „Tancrede", „La Donna del Lago“ og „Viaggio a Reims“. Þá stígur Terrani sín fyrstu spor í Parísaróper- unni á þessu ári í nýrri uppfærslu á „Werther" og þá mun hún einnig syngja hlutverk Eboli í „Don Carlos", auk þess sem hún syngur í „Rakaran- um í Sevilla" á listahátíðinni í Aix- en-Provance. Terrani hefur hlotið mikið lof fyrir söng sinn í öllum þeim óperuhlutverk- um, sem hún hefur tekist á hendur. En hún kemur jafnframt fram á mörgum tónleikum með góðum og þekktum sinfóníuhljómsveitum á hverju ári. Þar syngur hún dagskrá, sem spannar allt frá Pergolese og upp í Stravinsky. Þá hefur Terrani nýver- ið lokið við að syngja inn á hljómplötu fyrir DGG-plötufyrirtækið. Látbragðsleikarinn Adam Darius: Hefur sýnt í 60 þjóðlöndum BANDARÍSKl látbragðsleikarinn Adam Darius hefur fariA ótrúlega víAa í viA- burðaríkum ferli. Lætur nærri að hann hafl sýnt í rúmlega 60 löndum f 6 heims- álfum. Má t.d. nefna, að hann hefur efnt til sýninga í Tasmaníu, Afganistan og á Jövu og Madagaskar, auk þess að koma fram í flestum löndum Evrópu. Hæfl- leikar hans eru slfkir að honum hcfur hlotnast meiri frami í listgrein sinni en nokkrum öðrum landa hans. ListahátíA- argestum gefst tækifæri til þess að sjá hann sýna listir sínar á mánudag og þriðjudag í Gamla Bíói kl. 20. Frammistaða Darius hefur verið slík hvar sem hann hefur farið, að gagnrýnendur hafa vart átt nógu sterk lýsingarorð yfir hana. Hann hefur að mati gagnrýnenda rutt nýja braut innan þessarar gömlu listgrein- ar. Hefur litlu skipt hvar hann hefur verið á ferð, viðtökurnar hafa alls staðar verið frábærar. Má sem dæmi nefna, að þegar Darius var á ferð um Sovétríkin var hann klappaður upp eigi sjaldnar en 27 sinnum f Len- íngrad. Hefur enginn listamaður, hvorki þarlendur né erlendur, fengið viðlíka móttökur f Sovétríkjunum svo vitað sé. Darius var upphaflega dansari jafnframt því sem hann samdi dansa fyrir fjölda ballettsýninga. Á meðal þekktustu verka hans á því sviði eru dansar við ballettinn „Marilyn“, verk sem byggt var á æviferli leikkonunn- ar heimskunnu, Marilyn Monroe. Þá gerði Darius einnig dansa við ballett- inn um ævi Önnu Frank, verk sem meira en 30 milljónir manna hafa séð. Auk þess að þeytast um heim allan í tengslum við sýningar sínar stýrir hann Látbragðsmiðstöðinni, The Mime Centre, f Lundúnum. Þetta er eina stofnunin í Bretlandi, sem býður upp á fullkomna þjálfun fyrir verð- andi látbragðsleikara. Þrátt fyrir erilinn gefur Darius sér tíma til þess að sinna ritstörfum og ljóðagerð. Ævisaga hans, „Dance Naked In The Sun“, kom út fyrir rúm- um áratug og vakti mikla athygli. Nokkrum árum síðar kom út bókin „The Way To Timbuktu", þar sem er að finna myndskreytt Ijóð, ferða- minningar og ýmsar aðrar hugrenn- ingar hans í rituðu máli. Tiltölulega stutt er síðan Darius lauk við ítarlega bók um látbragðsleik. Samdi hann hana sökum fjölda áskorana. Á sýningu sinni á Listahátíð hér í Reykjavík mun Darius njóta aðstoðar Kazimir Kolesnik, pólskættaðs Breta. Kolesnik nam m.a. hjá Darius í Lát- bragðsmiðstöðinni og vann einnig með honum í nokkrum ballettum. Hann hefur margsinnis aðstoðað Darius og samvinna þeirra hlotið ein- róma lof.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.