Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 61 Óperuflutningur Nýja tónlistarskólans - eftir Gunnar Reyni Sveinsson Á íslandi eru starfandi u.þ.b. 60 tónlistarskólar. í þeim stunda nám hátt á níunda þúsund manns, mest ungmenni — að sjálfsögðu. Alls voru nemendur 8384 skóla- árið 1982—’83. Tónlistarkennarar við þessa skóla eru 450. Við músík- uppfræðsiu í grunnskólum starfa 140 tónmenntakennarar. Af 33 þúsund nemendum sem eiga rétt á að fá tilsögn i tónmennt í grunnskólum njóta um 15 þúsund engrar kennslu í þessari náms- grein — þó lögum samkvæmt eigi svo að vera. Af þeim 18 þúsund grunnskóla- nemum sem sækja tónmennta- tíma eru allt að fimm þúsund í enn frekara tónlistarnámi. Með fjölgun tónlistarskólanna og hóf- legum skólagjöldum hefur þeim fækkað sem eru í einkaspilatím- um. Samt má gera ráð fyrir að a.m.k. 1.000—1.500 manns á öllum aldri stundi tónlistarnám eftir þeim leiðum. Það eru því a.m.k. 23 þúsund nemendur hér á landi sem fá einhvers konar skipulagða til- sögn í tónlist. Við þessa tölu má svo bæta þeim fjölmörgu sem starfa í kór- um. En á marga kóra má einmitt líta sem nokkurs konar uppeld- isstöðvar í tónlist. Heimildir um tölu kóranna og hve margar syngjandi sálir eru í þeim starf- andi liggja ekki á lausu, en þær skifta sjálfsagt þúsundum. Ef gert er ráð fyrir að það séu alls eitt hundrað kórar og hver þeirra haldi einn samsöng á ári gerir það vitaskuld hundrað söngskemmtanir. En þetta er nú ekki alveg svona einfalt. Þó ein- hverjir kóranna séu af tækni- legum ástæðum mest í felum, gera nú flestir þeirra mun betur en að troða upp einu sinni á ári. Það má e.t.v. gera sér einhverja grein fyrir hve margir opinberir tónleikar eru haldnir árlega hér á landi án þess að þetta sé rannsakað sérstaklega. (í menningarlöndum eins og t.d. Hollandi liggur allt slíkt ljóst fyrir á bók.). Sé tekið mið af Akur- eyri (sem einnig er mikill menn- ingarbær) þá eru þar haldnir u.þ.b. fimmtíu konsertar árlega. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu má áætla að þeir séu hátt í tvö hundr- uð og annars staðar á landinu um eða yfir hundrað. Hér verður lítillega getið einna tónleika sem voru mikið og gott framtak. Tveir af primus motor- um Nýja tónlistarskólans, þeir Ragnar Björnsson skólastjóri og söngkennarinn Sigurður Dementz Franzson, ásamt kennaraliði og nemendum komu á fjalirnar í sal Hvassaleitisskóla alvöruóperu — meira að segja Mozart-óperu með sminki, búningum, ljósum, leik- tjöldum, hreyfingum, leik, leikskrá og áheyrendum. Tvær uppfærslur nú í maí fyrir fullu húsi. Auk söngsins nutu áheyr- endur velsamstilltrar sveitar úr. Sinfóníunni undir öruggri stjórn Ragnars Björnssonar. „Die Entfiihrung aus dem Sera- il“ eða Brottnámið úr Kvennabúr- inu er ópera í þrem þáttum eftir meistara Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791). Hún var hér flutt á frummálinu. Talaður texti var hins vegar á ís- lensku. Hann greinir frá fram- vindu (ásta)mála og alls konar ergelsi í dyntóttu kvenfólki sem ekki kann að meta heimilisfriðinn. Með þetta talhlutverk (Selim) fór Reynir Bjarnason. Þau sem fóru með einsöngshlutverk í Brottnám- inu voru: Guðbjörn Guðbjörnsson tenor (Belmonte), Helga Bald- ursdóttir sópran (Blonde), Jó- hanna Guðríður Linnet sópran (Konstanze), Magnús Gíslason tenor (Pedrillo) og Oddur Sigurðs- son bassi (Osmin). Efnisþráðurinn er í sem allra stystu máli eitthvað á þessa leið: Tenorarnir tveir sækja það stíft að komast inn á gafl í kvennabúr það sem Selim heldur fyrir sig og eiginkvennaskarann. Jafnvel hafa þeir á prjónunum áform um að nema þær Blonde og Konstanze á brott. Sópranarnir þrá aftur á móti ekkert heitar en að öll þessi áform heppnist fullkomlega. Sel- im er sár yfir þeirri heimilis- ólukku sem þetta karlafar í kvennabúrinu er. Bassinn Osmin kvennabússtjóri er sterkur á svell- inu og reynir fyrir hvern mun að koma í veg fyrir þennan samdrátt — finnst réttilega að hér sé verið að komast uppá milli hjóna. — En mikið var músíkin falleg. Þá er ekkert annað eftir en að óska Nýja tónlistarskólanum til hamingju með Brottnámið úr kvennabúrinu og þakka áræðið. Cunnar Reynir Sreinsson er tón- listarkennari og tónskáld. Vélflugfélagið gefur út sumardagskrá NÝLEGA kom út dagskrá sumar- starfs Vélflugfélags Islands og er það í fyrsta skipti sem félagið gef- ur út slíka stundarskrá. Dagskráin verður send öllum vélflugmönnum og flugvélaeigendum og mun liggja frammi á stærstu flugvöllunum. Hún er samin í samráði við alla flugklúbba í landinu og vélflugnefnd Flugmálafélagsins. Við gerð hennar segjast for- svarsmenn VFFÍ hafa haft þrennt í huga: fjölbreytni, risjótt veðurfar og síðast en ekki síst að bjóða upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Dagskrárliðunum eða „flugkomunum" er raðað niður á aðra hvora helgi frá maí- byrjun til ágústloka. Stærstu viðburðirnir í sumar verða helg- arferðir til Egilsstaða (Flugdag- urinn 1984), á Kaldármela og í Múlakot. Einnig verða dagsferð- ir t.d. á Rif á Snæfellsnesi, í Húsafell/Kaldármela o.s.frv. Þá eru ýmsir árlegir viðburðir eins og flugdagur Flugklúbbs Mos- fellssveitar sem er ávallt hald- inn á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Flugleiðir, Flugfélag Norður- lands og Flugfélag Austurlands veita félagsmönnum VFFl og fjölskyldum þeirra sérstakan af- slátt af fargjöldum í tengslum við flugdaginn á Egilsstöðum og helgarferðina á Melgerðismela í Eyjafirði, þannig að öll fjöl- skyldan ætti að geta tekið þátt í flugdögunum úti á landi í sumar. Að sögn Sigurjóns Ásbjörns- sonar, formanns VFFl, er útgáfa sumardagskrárinnar tilraun til að efla samstöðu og persónuleg kynni með vélflugmönnum og auka fjölbréytni í starfsemi vélflugs á íslandi. Sænska póstþjónustan Frá Magnúsi BrynjólfNHyni fréttariUra Mbl. í Uppsölum Fyrsta stofnunin, sem Islend- ingar reka sig á er þeir koma til Svíþjóðar, er pósturinn. Það er ekki aðeins að landinn fái póst i gegnum þessa stofnun heldur kemur til fjölmörg önnur þjón- usta. Póstþjónustan í Svíþjóð er vel rekin stofnun og skilar veru- legum hagnaði ár hvert. Vinsældir Fyrir nokkrum vikum var birt könnun yfir vinsældir ríkis- stofnana hér í landi. t ljós kom að pósturinn var vinsælastur af þessum ríkisstofnunum. Hjá þeim, sem voru spurðir í könn- uninni, fékk pósturinn um 60 prósent atkvæða. í öðru sæti kom sjúkrasamlagið, en atvinnu- miðlunin var óvinsælust ásamt skattstofunni. sparnaður. Otibúin hafa yfirleitt verið byggð samtímis íbúðarhús- unum og eru alltaf staðsett ná- lægt verslunarkjarnanum í hverju hverfi. Póstgíróþjónustan hefur miklu meiri þýðingu, þegar svona stutt er á póstinn. Hægt er að sinna langflestum erindum við banka og opinberar stofnanir í gegnum hvert póstútibú. Flest- ar afborganir fara í gegnum póstgíró til hvaða prívat eða opinbers aðila sem er. Menn sækja um nafnskírteini, endurnýja öskuskírteini, mann- talsskrifa sig, sækja óútfyllt skattaeyðublöð um hver áramót, greiða atkvæði i kosningum o.s.frv., allt á einu og sama pósthúsinu. Fyrir utan öll útibúin er til ótölulegur fjöldi póstkassa, sem tæmdir eru þrisvar á sólarhring. Opnunartími Opnunartími póstsins er frá kl. 9—18 og hentar sú tilhögun mjög vel vinnandi fólki, sem flest starfar til kl. 16 virka daga. Á laugardögum er opið milli 9.30—12. Sá opnunartími er mik- ið notaður, þar sem allar versl- anir hafa opið á sama tíma. Bankar eru hins vegar ekki opnir á laugardögum, þannig að póst- urinn er einn um þá almennu bankaþjónustu, sem sinna þarf á laugardögum. Útibú Það, sem einkum gerir póst- þjónustuna vinsæla, er hversu mörg útibúin eru og hvað stutt er fyrir hvert heimili út á við- komandi hverfispósthús. í þessu felst mikill tíma- og bensín- Skrá yfír viöskipta- menn póstsins Þegar fyrirtæki og einstakl- ingar flytja í ný hverfi eða milli landshluta, þá verða þeir sam- tímis að tilkynna ný og breytt heimilisföng á næsta póstútibúi. Ef þetta er ekki gert, á enginn póstútburður sér stað, jafnvel þó nafnspjald sé komið á póstkassa í hinum nýja bústað. Reynslan hefur sýnt að þetta kerfi tryggir öruggari póstdreifingu, sbr. t.d. er merkingar á dyraumbúnaði og póstboxum eru illa gerðar og ólæsilegar. { þessu felst ekki síð- ur öryggi fyrir sendandann en móttakandann, þegar hægt er að rekja allar adressur eftir tölvu- spjaldskrá. Geymsla á pósti Mér vitanlega þekkist sú al- menna þjónusta tæplega á ís- landi, en hún er mikið notuð hér á sumrin, er fjölskyldur fara í sumarbústaði og löng ferðalög. Ætíð er sú hætta fyrir hendi að óboðnir fingralangir gestir tæmi íbúðir og hús með heilum búslóðum. Það sem oftast hefur gefið þjófunum grænt ljós, er haugur af pósti, sem staðið hefur fyrir neðan bréfalúguna. Geymsla á pósti er og algeng er fólk skiptir um húsnæði. Geymslutíminn er venjulega einn mánuður. Einnig er til að menn láti senda sér allan póst í sumarbústaðinn, þegar um lengri tímabundna dvöl er að ræða. Þessi þjónusta er veitt gegn vægu gjaldi, 25,- skr. Póstkassetta Sú nýjung var tekin upp fyrir tveimur árum að pósturinn lét hanna eigin segulbandskassettu, 2x10 mín. Þessi nýjung var lík- lega hugsuð fyrir þá, sem voru pennalatir eða að öðru leyti fatl- aðir. Kassettan kostar um 10,- skr. og er þá innifalið þykkt um- slag og póstburðargjald. Þessi nýjung hefur verið vinsæl meðal íslendinga, þegar verið er að fá börnin til að segja nokkur orð til afa og ömmu á Fróni. Póstbankinn PK-bankinn (post-kredit) er einn stærsti bankinn í Svíþjóð. Hann er eign ríkisins að stærst- um hluta. I PK-bankanum tíðk- ast sömu viðskiptahættir og í öðrum bönkum. Póstbankinn sker sig þó úr að einu leyti. Þar sem pósturinn á og rekur eigin banka hefur það m.a. orðið til þess að unnt hefur verið að stunda inn- og útlán á almenn- um pósthúsum. Þessi þjónusta hefur verið vel metin, því að í fyrsta lagi er t.d. hægt að færa inn- og útfærslur í aðrar banka- bækur, þ.e. frá öðrum bönkum en póstbankanum upp að vissu marki eða 1.500,- skr. Hins vegar er slíkt ekki hægt í öðrum bönk- um. I öðru lagi stendur þessi þjónusta hjá póstinum til boða, þegar hinir bankarnir eru lokað- ir, þ.e. eftir kl. 16—18 dag hvern, sem og laugardaga eins og áður er getið. Það er skrýtið þegar hugsað er til þess að aldrei hefur verið rætt opinberlega um þenn- an möguleika hjá íslensku póst- þjónustunni. Þetta fyrirkomulag myndi spara mörg óþarfa sporin og verða til þess að auka þjón- ustuhlutverk póstsins enn meir. Tölvuvæðing Tölvuvæðing hefur verið tekin upp í ríkum mæli hjá sænska póstinum. Tölvur eru m.a. notað- ar við úrvinnslu á póstinum á stóru dreifingarmiðstöðvunum og ekki síst gegna þær mikil- vægu hlutverki í daglegum færslum á afgreiðslum pósthús- anna. Þegar rekin er svo um- fangsmikil starfsemi svo sem alls kyns bankaþjónusta auk annarrar hefðbundinnar póst- þjónustu, hefur tölvuvæðing ekki aðeins verið nauðsynleg heldur algjört skilyrði fyrir bættri og hraðari þjónustu. Sérstök kvittun er afhent fyrir hverja einstaka færslu (greiðslu), sem síðan er hægt að líma á t.d. fylgirit gíróseðils eða varðveita á annan hátt. Slíkt hljómar e.t.v. ofur einfalt í eyr- um margra, en það gefur visst öryggi að fá alltaf sérstaka kvittun auk þess, sem þetta er mikið hagræði fyrir þá starfs- menn, er vinna við hvern af- greiðslukassa. Engar biðraðir Biðraðir eru að verða hlutur, sem heyrir fortíðinni til. Nú eru eingöngu notaðir númeraðir miðar, sem viðskiptavinurinn framvísar, er röðin kemur að honum. í augum margra er þetta ekki stórt atriði, en þegar álagið er mikið og langar biðraðir hafa myndast, er þetta liður í því að róa óþolinmóða kúnna og gera ónustuna liprari. Samanburður við íslenska póstinn Hér hefur verið drepið á nokk- ur atriði, sem gætu verið til eft- irbreytni fyrir íslensku póst- þjónustuna. Sænski pósturinn er að vísu aðskilinn símanum og vinnur sem sjálfstæð stofnun. Hann er því ekki háður fjárveitingum, niðurskurði eða stendur í beinni samkeppni við símann um fjár- magn. Það sem eflaust myndi gera ís- lensku póstþjónustuna sam- keppnishæfari við hin fjölmörgu bankaútibú í Reykjavík og ann- ars staðar, væri að stofna póst- banka. Þar með væri komin sterk stoð undir það að póstþjón- ustan gæti staðið á eigin fótum og orðið gróðafyrirtæki. Um leið og bankastarfsemi kæmi til, yrði samkeppnisaðstaða islenska póstsins margfalt sterkari. Má í því samhengi benda á lengri opnunartíma póstsins í saman- burði við bankana og þann möguieika að hægt væri að nota sparisjóðsbækur annarra banka við innlegg og úttekt eins og áð- ur hefur verið drepið á. Er ekki tími til kominn að láta þessa rík- isstofnun bera sig og gegna bet- ur þjónustuhlutverki sínu en áð- ur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.