Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984 Fundur Heimdallar og SUS um útvarpslagafrumvarpið: / Ný útvarpslög á næsta þingi - segja fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka Friðrik Friðriksson: „Sjö útvarpslagafrumvörp á átta þingum hafa aldrei komið til atkvæða Heimdallur og Samband ungra sjálfstæðismanna héldu nýlega fund um útvarpslagafrumvarpið en ekki tókst að ná því fram á nýafstöðnu Alþingi. Frummælendur á fundinum voru þeir Friðrik Friðriksson 1. vara- formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, Guðmundur Einars- son alþingismaður frá Bandalagi jafnaðarmanna, Halldór Blöndal al- þingismaður frá Sjálfstæðisflokki og Jón Baldvin Hannibalsson alþingis- maður frá Alþýðuflokki. Markmið fundarins var einkum það, að fá alþingismennina til að segja álit sitt á því frumvarpi sem menntamálaráðherra lagði fyrir síðasta þing, og þeim tveimur breytingartillögum sem fram komu, frá þeim Friðriki Sophus- syni og Guðmundi H. Garðarssyni annars vegar og Guðmundi Ein- arssyni og Kristínu S. Kvaran hins vegar. Þá voru alþingismenn- irnir beðnir að svara eftirtðldum spurningum. I fyrsta lagi: ber að takmarka frelsi til útvarps- eða sjónvarpsrekstrar? í öðru lagi: hvaða samkomulagsgrundvöllur felst í fyrirliggjandi frumvarpi til útvarpslaga? Og í þriðja lagi: vilt þú beita þér innan þíns flokks til að ný útvarpslög nái fram á þessu ári? Ennfremur kom fram í upp- hafi fundarins að ræðumenn höfðu verið valdir með það sjón- armið í huga að þeir kæmu úr þeim stjórnmálaflokkum sem sýnt hefðu á því áhuga bæði innan Al- þingis og utan, að aukið frelsi yrði veitt til rekstrar útvarps og sjón- varps. Fundurinn snérist því ekki um gildi frjálsrar fjölmiðlunar, um það ríkti samstaða á milli fundarmanna, heldur hitt hvernig mögulegt væri fyrir frjálslynda stjórnmálamenn að ná samstöðu um niðurstöðu sem fyrst sem mið- aði í framfaraátt. Friðrik Friðriksson rakti í stuttu máli slóð frumvarpa um frjálsan útvarpsrekstur á Alþingi, en alveg frá árinu 1977 hafa frum- vörp um þetta efni verið flutt. Það var Guðmundur H. Garðarsson sem fyrstur reið á vaðið á Alþingi með flutningi frumvarps til laga sem hann lagði fram í apríl 1977, er hlaut ekki afgreiðslu. Frum- varpið gerði ráð fyrir að einokun ríkisútvarpsins yrði hnekkt. Sam- hljóða frumvarp var endurflutt af Guðmundi í upphafi 99. löggjafar- þings 1977—’78 er ríkisútvarpið — hljóðvarp og sjónvarp — lokuðu vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Ekkert gerðist frek- ar að sinni. Málið var svæft, en á komandi þingi 1978—’79 flutti Ell- ert B. Schram frumvarp til breyt- inga á útvarpslögum sem gekk að vísu skemur en frumvarp Guð- mundar H. Garðarssonar. Á sama þingi, 1978—’79, var upprunalega frumvarpið endurflutt af Guð- mundi H. Garðarssyni, en til liðs við sig hafði hann fengið með- flutningsmenn, þá Friðrik Soph- usson, Albert Guðmundsson og ólaf G. Einarsson. Næst verður hreyfing á 1981—’82 þinginu, en þá gerist Friðrik Sophusson flutn- ingsmaður að frumvarpi um út- varpsrekstur, sem að stofni til var mjög svipað upphaflegu frum- varpi Guðmundar H. Garðarsson- ar. Tjl liðs við Friðrik gengu þeir Birgir fsl. Gunnarsson, Pétur Sig- urðsson, Albert Guðmundsson og Halldór Blöndal. Frumvarpið náði ekki fram og kom aldrei til af- greiðslu. Sömu menn endurfluttu óbreytt frumvarp á þinginu 1982—’83 en með sama árangri. Það var einnig á 1982—’83 þinginu sem Jón Baldvin Hannbibalsson flutti sem frumvarp óbreyttan fyrsta kafla frumvarpsdraga út- varpslaganefndar, sem skipuð var haustið 1981, kaflann sem fjallar um rétt til útvarps. Aðalatriði þessa kafla var afnám einka- rekstrar ríkisútvarpsins á rekstri útvarps. Frumvarp Jóns kom aldr- ei til afgreiðslu. Það sama gilti um fyrrgreind frumvörp, um þau var aldrei greitt atkvæði á þingi, þing- heimur tók aldrei endanlega af- stöðu til þessara frumvarpa þrátt fyrir sfvaxandi þrýsting bæði inn- an þings og utan. Það er síðan Ragnhildur Helgadóttir sem legg- ur fram nær óbreytt frumvarp miðað við það sem útvarpslaga- Guðmundur Einarsson: „Engar skorður á að setja frelsi til útvarps- eða sjón- varpsrekstrar." Halldór Blöndal: „Vinna þarf í sumar að sam- komulagi um frjálst útvarp sem nýtur stuðnings meiri- hluta á Alþingi." Hluti fundarraanna á fundi SUS um frjálst útvarp sl. miðvikudagskvöld. nefnd lagði til f áliti sfnu sem hún skilaði f október 1982. Þegar menntamálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu nú í vor sagði hún meðal annars, að tækniþróunin gerði beinlínis óhjákvæmilegt að afnema einkarétt rfkisins á út- varpi og sjónvarpi. Næstur tók til máls Guðmundur Einarsson alþingismaður frá Bandalagi jafnaðarmanna. Hann ásamt Kristínu S. Kvaran flutti breytingartillögu við frumvarp Ragnhildar, sem gekk lengra í frjálsræðisátt í því að þar var til að mynda gert ráð fyrir að hin svokallaða útvarpsréttarnefnd, sem ætlað er að úthluta leyfum til útvarpsrekstrar samkvæmt frum- varpinu væri ekki til. Fram kom í máli Guðmundar að hann teldi að það frumvarp sem fyrir lægi fjall- aði ekki um frjálst útvarp, svo miklar skorður væru reistar við frelsinu, að erfitt væri að kalla það frumvarp um frjálst útvarp. Nær væri að kalla það frumvarp til að aflétta einokun rfkisins. Guðmundur taldi skynsamlegra að byrja á hreinu borði, byrja frá grunni, leggja frumvarpið til hlið- ar og endurskrifa hverja klásúl- una á fætur annarri, þannig að sönnunarbyrðin hvíldi á þeim sem vildu setja frelsinu skorður. Á þann veg fengist allt annað og betra frumvarp og nær því að geta kallast frumvarp um frjálsan út- varpsrekstur. Guðmundur taldi því, að svarið við fyrstu spurning- unni, sem til alþingismannanna var beint, væri það að ekki bæri að takmarka frelsi til útvarps- eða sjónvarpsrekstrar. í öðru lagi fannst honum samkomulags- grundvöllurinn í fyrirliggjandi frumvarpi vera takmarkaður með tilliti til þess sem hann sagði um galla þess, en Guðmundur taldi þó að með góðum vilja væri hægt að komast að skynsamlegri niður- stöðu, og hann væri fyrir sitt leyti tilbúinn til þess að beita sér innan síns flokks til að ný útvarpslög nái fram sem allra fyrst. Að síðustu tjáði Guðmundur sig reiðubúinn til að leggja af mörk- um vinnu í sumar ef það yrði til að flýta fyrir niðurstöðu málsins. Næstur tók til máls Halldór Blöndal. Hann gerði fyrst að um- talsefni starf útvarpslaganefndar, sem skipuð var 1981 af Ingvari Gíslasyni þáverandi menntamála- ráðherra og skilaði áliti í október 1982. Nefndin lagði fram drög að frumvarpi sem urðu efnislegur grunnur að því frumvarpi sem Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra lagði fram á nýaf- stöðnu vorþingi. Nefndin starfaði eftir þeirri meginstefnumörkun, að hún skyldi í fyrsta lagi leggja áfram þær skyldur ríkisútvarpinu á herðar að sjá landsmönnum öll- um fyrir fjölbreyttri dagskrá hljóðvarps og sjónvarps og tryggja aðstöðu og tekjur til þess að svo mætti verða. I öðru lagi skyldi nefndin leggja til að fleirum en ríkisútvarpinu yrði veittur réttur til útvarps og sjónvarps að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum og í þriðja lagi að ein útvarpslög skyldu fjalla um allan útvarpsrekstur í landinu. I máli Halldórs kom fram, að ef marka mætti orð ýmissa þing- manna sem þeir viðhöfðu við fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra í vor, þá væri ljóst að ekki myndi nást alls- herjarsamstaða um neina þá lausn sem færði útvarpsmálin verulega í frjálsræðisátt. Hitt væri svo annað mál, að hægt væri með stuðningi meirihluta Alþingis að ná fram verulegum breytingum og hann vonaði að þeir flokkar sem ættu fulltrúa á þessum fundi stæðu saman að niðurstöðu sem tryggði meira frelsi til útvarps- rekstrar en fælist í frumvarpinu sem var lagt fyrir Alþingi á sl. vori. Halldór sagði það skoðun sjálfstæðismanna að tækninni hefði fleygt svo mikið fram að það væri í raun markleysa að tala um það sem raunverulegan möguleika að viðhalda einokun ríkisútvarps- ins, þannig að miklu meira vit væri í því að hafa áhrif á þá óhjákvæmilegu þróun sem nú ætti sér stað. Halldór tjáði sig tilbúinn til að vinna að þvf í sumar að mál- inu yrði haldið gangandi og nýtt frumvarp lagt fram strax á haust- þingi með það fyrir augum að ný útvarpslög mættu sjá dagsins ljós, helst á þessu ári og í síðasta lagi á næsta vori. Síðastur frummælenda talaði Jón Baldvin Hannibalsson, en Jón flutti eins og áður er getið frum- varp til laga á 1982—'83 þinginu sem var efnislega samhljóða 1. kafla þessa frumvarps sem menntamálaráðherra lagði fram á nýafstöðnu þingi. Jón Baldvin sagði það skoðun sína að núver- andi löggjöf væri algjörlega úrelt Jón Baldvin Hannibalsson: „Reiðubúinn að vinna að því að meirihlutafylgi náist við ný útvarpslög á næsta þingi.“ og stæðist ekki. Þannig væru hin tæknilegu rök um að einokuninni verði ekki viðhaldið fyllilega góð og gild. Auk þess væru rökin um að ríkisútvarpinu væri hollt að hafa samkeppni sannfærandi, en hann teldi þó að frelsinu yrði ein- hverjar skorður að setja, meðal annars til að tryggja jafnan að- gang að útvarpssendingum um allt land og hins vegar að lág- marksgæði efnis væru tryggð. Að grundvallaratriði málsins slepptu sem hann væri sammála, því að veita ætti fleirum en rfkinu heim- ild til útvarpsrekstrar, þá gæti hann hugsað sér ýmis fyrirkomu- lagsatriði betur komin á annan hátt en gert er ráð fyrir í frum- varpi ráðherra svo sem aðra skip- an útvarpsréttarnefndar o.fl. í þeim dúr. Jón kvaðst reiðubúinn til að beita sér innan Alþýðu- flokksins fyrir breytingum á lög- um um útvarpsrekstur. Að end- ingu nefndi Jón Baldvin að vegna hinna miklu tæknibreytinga sem ættu sér sífellt stað væri óhjá- kvæmilegt að samhliða endur- skoðun á útvarpslögum fylgdi endurskoðun á fjarskiptalögum. Að loknum framsöguerindum voru almennar umræður og fyrir- spurnir og kom þá meðal annars fram í máli Stefáns Benediktsson- ar alþingismanns sú spurning, hvort ekki væri skynsamlegra að veita eintaklingum fullt frelsi í tilraunaskyni til útvarps- og sjón- varpsrekstrar án þess að setja nokkrar hömlur, eins og raunin væri t.a m. í Noregi. Árangurinn mætti sfðan skoða innan tveggja ára, en þá væri fengin reynsla af þvf hvernig fyrirkomulag af þessu tagi reyndist. Meðal annarra ræðumanna voru Einar Kristinn Jónsson formaður Samtaka áhugamanna um frjálsan útvarps- rekstur, Helgi Pétursson útvarps- fréttamaður, Auðunn Svavar Sig- urðsson læknir og Vilhjálmur Eg- ilsson hagfræðingur. Niðurstaða fundarins var því í stórum dráttum sú að alþingis- mennirnir lýstu sig reiðubúna að beita sér innan síns flokks til að tryggja meirihlutafylgi við breytta skipan útvarpslaga sem færði málið í meiri frjálsræðisátt. Semja þyrfti um ýmis atriði, hve miklar skorður setja ætti frelsinu o.s.frv., en aðalatriðið væri þó það að knýja yrði fram breytingar sem allra fyrst, og f þeim tilgangi væru menn reiðubúnir til þess að vinna í sumar að farsælli lausn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.