Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAf 1984 Fyrirliggjandi í birgðastöð Stálgæöi: Remanit 4301 IIIC Stálgæði: Remanit 4016 Plötuþykktir: 0.8 - 3.0 mm Plötustærðir: 1250 x 2500 mm SINDRAi rJm .STÁLHF Ðorgartúni 31 sími 27222 Hafarnarpör- um hefur fjölgað HAFARNARPÖRUM sem verpa hér á landi hefur fjölgað um 10 á síðustu 3—4 árum að sögn Árna G. Péturssonar, hlunnindaráðunauts hjá Búnað- arfélaginu, og fer hann þar eftir upplýsingum sem hann hefur fengið hjá Ævari Péturssyni, fuglafreðingi hjá Náttúruverndarstofnun íslands. Varppörin eru samkvæmt þessu nálægt 45 eða á bilinu 40—50 og ernir f landinu alls 150—200 á mðti 70—100 hér áður fyrr. „Það er uppgangur í stofninum og því ekki ástæða til að amast við eitrunum fyrir svartbak vegna hafarnarins, eins og Fuglavernd- unarfélag lslands hefur gert,“ sagði Árni í samtali við blm. Morgunblaðsins. Árni sagði að til marks um það mætti nefna að örninn hefði á undanförnum ár- um sést á svæðum sem hann hefði ekki sést á lengi. Hann hefði á undanförnum árum sést allt aust- ur í Þingeyjarsýslur og jafnvel á Suðurlandi. í fréttatilkynningu sem Árni hefur látið frá sér fara vegna þessa máls segir hann það ósann- að úr hverju þeir ernir hefðu drepist sem fundist hafa sjórekn- ir, auk þess sem hann vissi ekki til þess að ernir hefðu fundist sjó- reknir á þeim svæðum, þar sem veiðistjóra væri heimilt að setja eiturefnið fenemal 1 ýmiss konar æti til fækkunar flugvargi, um sunnan-, austan- og norðar.vert landið. Segir f tilkynningunni að fækkunaraðgerðir hafi borið greinilegan árangur og séu heimamenn vfða um land til vitn- is um það, til dæmis á Húsavík, þar sem heimaenn geti nú hengt upp skreið án erfiðleika. Að lok- um segir: „Hins vegar segja arn- fróðir menn mér að örn sé ekki sundfugl, og fatist honum flug og falli f sjó, t.d. við að hremma bráð, veltur á ýmsu hver endalok verða. Búast má við að ungerni, sem skortir færni að hremma bráð, sé hættar við á slíkum stundum. Veit ekki hvort stjórn Fugla- verndunarfélags Islands tekst að venja erni af slíkum kúnstum." Til að byrja með bjóða Flugleiðir SAGA CLASS þjónustu eingöngu 1 ferðum til Bretlands og Norðurlanaanna. um sig í „business class“ setustofum á flestum flugvóllum. SAGA CLASS farj)egar mega hafa með sér 30 kg af farangri an aukagjalds. FLUGLEIDIR SAGA CLASS farþegar geta látið fara vel Gott fóikhjá traustu féiagi SAGA CLASS farþegar hafa frátekin sæti fremst í flugvélum Hugleiða. SAGA CLASS farþegar fá forgangsþj ónustu um borð. SAGA CLASS farþegar þurfa ekki að greiða fyrir drykki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.