Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984 Sauðfjárbeit — hrossabeit, sameiginlegir hagsmunir - eftir Pál Dagbjartsson Enn á ný hafa skotið upp kollin- um deilumál varðandi beitarmál og gróðurvernd og þá einkum beit hrossa á afréttarlðnd. Þetta mál kemur hér upp á yfirborðið í mínu nágrenni þegar landgræðslustjóri kemur f byrjun maí til fundar við bændur, með gróðursérfræðinga sér til halds og trausts. Tilkynnir hann bændum að nú þýði ekki lengur að móast við, fækkun búsmala sé óumflýjanleg á afrétt- inni og það verði byrjað á að úti- loka hrossin. Þessi umræddi fundur hefur fengið góða umfjöllun í fjölmiðl- um og skal efni hans ekki rakið hér. Hins vegar koma upp í hug- ann ýmsar spurningar varðandi gróðurvernd og landbúnaðarmál almennt út frá því sem hér er að gerast. Það skal tekið sérstaklega fram að ég persónulega hefi engra hagsmuna að gæta í þessu sam- bandi umfram hinn almenna borgara og skattþegn í þessu landi en ég tel mig þekkja það vel til búskaparmála og afkomu bænda að ég er viss um að þar má ekki mikið út af bera svo stoðunum sé ekki hreinlega kippt undan þess- ari atvinnugrein sem vissulega er einn hornsteina byggðar á íslandi. Mér finnst því varhugavert og óviturlegt að reka stefnu gróður- verndar með ósanngirni og for- dómum, allra sfst að haga þannig málum að innbyrðis meðal bænda þurfi að koma upp hagsmuna- togstreita og árekstrar. Landgræðsluframkvæmdir mætti bjóða út Gras afréttarlandanna er gull- kista bændanna. Það er þeim best ljóst sjálfum og enginn bóndi sem ég hef rætt við hefur nokkra löng- un til að ofgera beitilandinu. 1 því sambandi má hér nefna að allt frá því fyrst var farið að gera gróð- urfarsrannsóknir á Eyvindar- staðaheiði fyrir um 10 árum, þá hefur aldrei verið rekið fleira búfé á heiðina en að því marki sem gróðursérfræðingar hafa lagt til. í umræðunni hér núna virðist svo sem vfsvitandi sé blandað saman tveimur óskyldum hlutum. Þ.e. í fyrsta lagi hinni venjulegu upp- græðslu örfoka lands sem Land- græðsla ríkisins annast og svo „Vandamál landbúnað- arins eru margvísleg. Umræðan sem nú er uppi í þjóðlífinu ber því gleggst vitni. Ég hef það á tilfinningunni að flest- um sé að verða það Ijóst, ekki síst bændum, að allt kerfið sem snert- ir landbúnaðinn verður að taka til rækilegrar skoðunar.“ verulegar upphæðir í húfi og hvert %-stig sem hugsanlega gæti spar- ast skiptir verulegu máli og mundi nýtast til góða þannig að hægt væri að taka fyrir stærra land- svæði. í öðru lagi hefur mér verið tjáð að bændur geti framkvæmt áburðardreifinguna á mun ódýrari hátt með dráttarvélum en Land- græðslan hefur gert með flugvél- um til þessa. í þriðja lagi má svo nefna að hér getur verið um at- vinnuspursmál að ræða og þvf má ekki gleyma. Ekki má mismuna búgreinum Vandamál landbúnaðarins eru kaupa hana. Þannig finnst mér málið komið í hálfgerðan rembi- hnút eins og staðan er í dag. Hræddur er ég um að þeir aðilar sem fara höndum um landbúnað- arafurðirnar, frá því bóndinn af- hendir og þar til neytandinn fær, taki allt of stóran skammt f sinn hlut. Einstaka búgreinar eru vissulega misjafnlega settar hvað afkomu varðar og breytilegar frá einu tímabili til annars. Stundum hefur verið tiltölulega hagstæðara að búa með kýr en sauðfé og svo öfugt. Þá ber að hafa f huga að hinar svokölluðu hliðarbúgreinar eða aukabúgreinar skipta fjölda bænda verulegu máli hvað afkomu varðar, svo sem svínarækt, hins vegar gróðurbótum og upp- græðslu sem samið var um vegna virkjunar Blöndu á milli heimaað- ila og Landsvirkjunar. Þessi rugl- ingur stafar fyrst og fremst af því að Landsvirkjun samdi við Land- græðslu ríkisins um að annast þetta umrædda verk. Nú vil ég spyrja: Hvers vegna var þessi verkþáttur ekki boðinn út svo sem aðrar framkvæmdir viðkomandi virkjuninni? Og hvers vegna býð- ur ekki Landgræðslan út stóran hluta af þeirri áburðardreifingu sem hún innir af hendi ár hvert? Ég spyr vegna þess að hér eru margvísleg. Umræðan sem nú er uppi í þjóðlífinu ber því gleggst vitni. Ég hef það á tilfinningunni að flestum sé að verða það ljóst, ekki síst bændum, að allt kerfið sem snertir landbúnaðinn verður að taka til rækilegrar skoðunar. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að framleiðendur land- búnaðarafurða fá svo lágt, verð fyrir framleiðslu sfna og tilkostn- aður svo mikill að afkoma þeirra hangir á bláþræði. Hins vegar er varan orðin svo dýr þegar hún kemur á borð neytandans að hann hefur greinilega ekki efni á að hænsni, loðdýr og ekki sfst hross. Ég er þeirrar skoðunar að lfta beri á allar búgreinar sem heild f land- búnaðardæminu og þar beri að varast að mismuna einni grein fremur en annari. Samanburður á arðsemi mun sennilega breytast nú á komandi tímum vegna þess að það virðist liggja í loftinu að dregið verði verulega úr niðurgeiðslum og út- flutningsbótum. 1 ljósi þess er ein- mitt enn brýnna að fara varlega í harkalegar stjórnvaldsaðgerðir sem leiða af sér mismunun á milli einstakra búgreina. Starfslok launþega verði sveigjanleg — segir í greinargerð Kvenfélagasambands íslands Kvenfélagasamband íslands hélt sinn 16. formannaráðsfund að Hall- veigarstöðum dagana 5. til 6. apríl sl. 1 fréttatilkynningu Kl beinir sambandið þeim tilmælum til stjórnvalda að þau hlutist nú þeg- ar til um að gerðar verði breyt- llúuvík. 28. maí. LISTAMAÐURINN Óli G. Jó- hannsson frá Akureyri sýndi hér um helgina liðlega 30 grafíkmyndir. Þrátt fyrir að þessi listgrein sé hér lítið þekkt og að sérstaklega gott veður hafi verið um helgina, ingar á lögum og reglum um starfslok launþega, þannig að þau verði sveigjanleg eftir störfum og f samræmi við heilsu og starfsgetu einstaklinga. I greinargerð KÍ segir m.a. að f kjölfar góðrar heilbrigðisþjónustu svo menn vildu ógjarnan dvelja innandyra, var sýningin sæmilega sótt. Var góður rómur gerður að sýningunni, af þeim sem hana sáu. Préttaritari. og stórbættra félagslegra að- stæðna hafi meðalaldur íslend- inga hækkað úr 60 í 80 og sé hann hinn hæsti í heimi. Þrátt fyrir þessa þróun hafi hinn opinberi og viðurkenndi starfshæfnialdur ver- ið að mestu óbreyttur. Einnig segir orðrétt: „Reynslan er sú að ellilífeyrisþegar sem enga atvinnu hafa, einangrast fljótt, heilsu þeirra hrakar og þeir þurfa brátt á mikilli þjónustu að halda frá hinum dýru stofnunum félags- og heilbrigðismála. Lífið verður fádæma ömurlegt fyrir einstakl- inginn en jafnframt óhemju kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið. Þetta hefur enn í för með sér aukna skattbyrði á fólk, eykur óþarflega kostnað heilbrigðisþjón- ustunnar og bindur vinnuafl við óarðbær störf.“ Hlunnindi jaröa víða forsenda búsetu í gegn um árin hafa hlunnindi ýmiskonar sem fylgja jörðum og heilum sveitum vegið þungt á met- unum hvað varðar búsetu manna vítt og breytt um landið. Hér með- talin þau hlunnindi sem felast i afnotum afréttarlanda til beitar fyrir búfé. Það liggur því í augum uppi að séu þessháttar hlunnindi skert verulega eða þau afnumin kann það að hafa í för með sér búseturöskun. Það er því skiljan- legt að mönnum þyki hart að vera meinað að nota hlunnindi jarða sinna s.s. afréttinn. Mér virðist af- koma bænda nú vera slík að þeir megi trauðla við því að missa neitt af því sem þeir hafa haft, eigi þeir að geta framfleytt sér og sínum fjölskyldum af þeim gæðum sem jarðirnar gefa möguleika á. Hvert er verksviö gróöursérfræðinga? Svo sem fyrr var getið kom um- ræða um beitarmál upp á yfir- borðið þegar landgræðslustjóri hélt fund með bændum og boðaði bann við upprekstri hrossa á Ey- vindarstaðaheiði. I viðræðum við bændur hef ég orðið þess áskynja að nokkurrar óánægju gætir með- al þeirra með boðskap land- Húsavík: Óli G. sýndi grafíkmyndir græðslustjóra. Enginn efast um lagalega heimild hans til afskipta af beitarmálum og landnýtingu, en menn eru ekki sammála um hversu afgerandi vald hann hefur þegar mál eru komin á það stig sem hér um ræðir. í þessu sam- bandi er til dæmis spurt um vald- og verksvið gróðursérfræðinga. Einhvern veginn finnst mér liggja beinast við að bera það saman við verksvið sérfræðinga á sviði fisk- veiða. Þeir gefa hlutlausar upplýs- ingar og gera tillögur. Nú er það svo að sérfræðingarnir eru ekki allir sammála um tiltekin atriði hvort sem það er á þessu sviði eða öðrum. Út i þá sálma skal ekki farið hér en aðeins bent á að slíkt vekur á stundum tortryggni og efasemdir. Svo dæmi sé tekið eru gróðursérfræðingar ekki sammála um það hvernig sauðfé og hross ganga að frjálsri beit í mýrlendi og valllendi. Ekki eru þeir heldur sammála um ágæti blandaðrar beitar sauðfjár og hrossa á sama landsvæði, þrátt fyrir að tilraunir hafi ótvírætt bent til þess að slíkt gefur besta nýtingu gróðurs, elleg- ar þá einhverskonar skiptibeit. I þessu samhengi má minna á að litlar sem engar tilraunir hafa verið gerðar á hrossabeit ein- göngu, sem þó virðist full þörf á einmitt með tilliti til þessa eilífa þrætuefnis. Þá má skjóta þvf að til viðbótar að mjög lítið er minnst á þátt gæsa og álfta í sambandi við gróðurfar á heiðum uppi. Alkunna er að þessir fuglar liggja í tugþús- undatali á þeim svæðum sem verið er að græða upp og borið er á ár- lega, og taka drjúgan hluta upp- skerunnar. Fækkun hrossa samfara markvissari ræktun Flestir virðast sammála um það að ráðlegt sé að fækka hrossum á landinu nokkuð frá því sem nú er, e.t.v. um ein 10—20%. Það mundi styrkja stofninn og gefa hrossa- bændum engu minni arð þegar til lengdar lætur. Ræktunin mundi þá verða markvissari og gæði lífhrossa aukast svo sem sffellt er stefnt að. Engu að síður má með rökum benda á að sauðfé er einnig of margt á landinu og nú stefnir einnig í offramleiðslu á nauta- kjöti. Hrossabúskapurinn hefur þrátt fyrir allt hingað til haft þá sérstöðu umfram framleiðslu sauðfjár- og mjólkurafurða að ekki hefur þurft að viðhafa niður- greiðslur eða útflutningsbætur gagnvart þeirri grein. Kjötið sem til hefur fallið út úr ræktun reið- hestanna hefur allt verið seljan- legt á viðunandi verði. Þetta ber að hafa í huga þegar rætt er um hagfræði landbúnaðarins. Sest skal aö samningaboröi Þessar deilur um hrossabeit og sauðfjárbeit hafa að flestra áliti staðið allt of lengi og sannarlega mál til komið að menn fari að koma sér niður á samkomulag og lausn sem allir aðilar geta með sæmilegu móti sætti sig við. Allir þurfa að slá af sínum málstað ef samkomulag á að nást, sama um hvað deilur snúast. Ég hygg að skynsamlegasta leiðin I þessu sambandi sé sú að hver jörð sem á upprekstur á afréttarlönd fái ein- hverskonar kvóta til beitar og síð- an sé það í valdi hvers bónda að ákveða hvernig hann notar þenn- an kvóta sinn. Mér segja að vísu fróðir menn um þessa hluti, að sennilega þurfi lagabreytingu til að þetta megi ganga eftir en þá finnst mér liggja beinast við að breyta lögunum leiði það til farsælla lykta. Margir vilja halda því fram, og ekki með öllu að ástæðulausu, að léttleiki og gæði skagfirsku hross- anna stafi meðal annars af þvi aö þau hafa í uppvexti sínum fengið að valsa óhindruð um víðáttur fjallanna. Deilur um beitarmál mega ekki leiða til þess að mark- viss ræktun islenska reiðhestsins verði skert eða stöðvuð. Þá mun landið okkar verða mun fátækara á eftir. Púll Dagbjartsson er skólastjóri í Varmahlíó í Skagafírði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.