Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1984 39 Golfleikarar eiga að geta fundið velli viö aitt hæfi í Michigan, en í ríkinu eru hvorki fleiri né færri en 160 golfvellir. Golfbílar eru til reiöu fyrir þá fótalúnu. Útsýni af 74. hæö Renaissance Center. Detroit-áin rennur á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Kanadíska borgin Windsor á vinstri hönd. lega jazz-hátíö i ágúst, þar sem fram koma listamenn eins og Art Blakey og hljómsveit, Teddy Wil- son, Dizzie Gillespie, Betty Carter og Modern Jazz Quartett, svo ein- hverjir séu nefndir. Þá má nefna aö dagana 22.-24. júni veröur einn hluti heimsmeistarakeppninnar í kappakstri, Formula eitt, haldinn í borginni. Þetta er eini hluti keppn- innar, sem fram fer á strætum stórborgar í heiminum, en ekiö er um götur í miðborg Detroit. Þessi keppni var fyrst haldin 1982 og sigraöi þá Bretinn John Watson. Allir helstu ökuþórar heims veröa meöal þátttakenda í ár. Fleira mætti telja upp, s.s. glæsileg lista- söfn og listsýningar. Ferdast um Michigan I sumar veröa Flugleiöir aöeins meö eina ferö til Detroit. Flogiö er frá Luxemborg á föstudögum, millilent í Keflavík og þaðan flogiö beint til Detroit. í bakaleiöinni er ekki lent í Keflavík, svo islenskir feröalangar sem leggja leiö sína til Detroit, veröa aö fljúga heim aftur frá New York, Chicago eða Balti- more. Væntanlega veröur feröum á þessari leiö fjölgaö síöar meir ef reynslan af þessu fyrsta sumri verður góö. íslenskur feröamaöur, sem fer til Detroit og ætlar heim aftur i gegnum Chicago, getur skoöaö margt á ökuferö milli þess- ara tveggja borga. i stuttri ferö eins og þeirri, sem undirritaöur fór var ekki mögulegt aö sjá nema brot af því. Skal hér aöeins staldr- aö viö tvennt. í borginni Flint fékk hópurinn aö sjá gríöarlega stóran skemmtigarö, sem heitir Auto Rannsóknarstofa Edisons. Þarna geröi hann margar sínar merk- ustu uppfinningar. Innanhúss er allt meö sömu ummerkjum og þegar Edison var aö brjóta þar heilann og prófa sig áfram. World og kosta mun 70 milljónir dollara eöa 2.100 milljónir íslensk- ar aö setja upp. Erfitt er aö lýsa meö orðum öllu því sem þarna verður aö sjá og upplifa. En í stór- um dráttum verður saga bílsins rakin og beitt viö þaö öllum hugs- anlegum amerískum brellum svo aö áhorfandinn fái þaö á tilfinning- una aö hann sé sjálfur aö upplifa atburðina. Garöurinn veröur opnaöur 4. júlí nk. Hitt, sem vert er aö nefna er Gerald Ford-safniö í borginni Grand Rapids. i þessari borg fæddist Ford og í safninu er aö finna geysimargt um ævi þessa fyrrum Bandaríkjaforseta. Flest er þaö merkilegt og sögulegt en sumt afkáralegt, svo sem sokkar, sem Betty Ford forsetafrú notaöi þegar hún var lítil! Matur er mannsins megin Ekki er hægt aö skilja svo viö Ameríku i þessum stutta pistli án þess aö minnast á mat. Engri þjóö hefur undirritaöur kynnst þar sem matur skiptir jafn miklu máli. Flest- ar auglýsingar í sjónvarpl snerust um mat og þaö var sama hvert komið var, alls staöar var fólk aö boröa mat eöa narta í ís eöa ann- aö slikkerí. Enda voru margir vel í holdum. En Bandaríkjamenn eru ekki aöeins áhugamenn um mat. Áhugi á líkamsrækt er útbreiddur og óteljandi möguleikar fyrir feröa- menn í þeim efnum. Má t.d. nefna aö í Michigan eru 160 golfvellir. íslenskir áhugamenn um mat og líkamsrækt hafa um margt aö velja leggi þeir leiö sína til Michigan. — SS Gífurlegt úrval af fallegum barnafatnaði fyrir þjóðhátíðina KARNABÆR BARNA- OG UNGLINGADEILD A US TURS TRÆTI 22 — REYKJA VÍK. SÍMI FRÁ SKIPTIBORDI 45800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.