Morgunblaðið - 01.07.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1984
35
Heræfingar
Varsjár-
bandalagsins
MoNkvu, 27. júnf. AP.
SOVÉSKAR herdcildir í Austur-
l>ýskalandi, Póllandi og Tékkóslóv-
akíu munu á nsstunni efna til her-
æfinga undir stjórn Dimitri Ustinovs
varnarmálaráðherra, að sögn
Moskvu-útvarpsins.
í fréttinni sagði enn fremur, að
æfingar þessar tækju bæði til
landhers og flota og næðu yfir
sunnanvert Eystrasalt, auk fyrr-
nefndra þriggja Austur-Evrópu-
ríkja.
Mæðgur myrtar
í Angólu
Jóhunnesurborff, 29. júnf. AP.
HVÍT kona frá Suður-Afríku, sem
barist hefur gegn aðskilnaðarstefnu
stjórnvalda þar í landi, og sex ára
gömul dóttir hennar, létu lífið þegar
sprengja sem falin var í póstpakka
sprakk á heimili þeirra í Angólu.
Faðir konunnar, Janette Scho-
on, sem var 35 ára gömul, sagði að
sprengjan hefði verið svo öflug að
mæðgumar hefðu látist sam-
stundis. Hann kvað engin vitni
hafa verið að atburðinum og ekki
væri vitað hver hefði sent hinn
banvæna pakka.
Einstaklega falleg og nytsöm gjöf fyrir
heimili þitt og annarra.
Fallegar gjafaumbúðir.
TEKK*
7 eða 11 einingar í pakka. ^ KRIST VLL
Kr. 1.550.- og 2.450.- V Laugavegi 15 simi 14320
Kynnið ykkur okkar fallega úrval afpostulíns matar- og
kaffistellum-ennfremur Mollensku stálhnífapörin spegilslípuðu.
Áttræður á morgun:
Sveinbjörn Árna-
son kaupmaður
Sumarferð Félags
óháðra borgara
Á morgun, mánudaginn 2. júlí,
verður Sveinbjörn Árnason kaup-
maður í Fatabúðinni áttræður.
Hann er án alls efa meðal mæt-
ustu borgara í Reykjavík, á að
baki samfellt nálega 65 ára starf
við verslunarstörf hér í borginni.
Fyrst í Haraldarbúð en frá 1959
kaupmaður í eigin verslun.
Sveinbjörn er fæddur í ólafsvík
2. júlí 1904, sonur hjónanna Ingi-
bjargar Jónsdóttur og Árna
Sveinbjörnssonar. Aðeins 9 ára að
aldri missti hann föður sinn í sjó-
slysi. En móðir Sveinbjarnar
missti ekki kjarkinn heldur kom
barnahópnum sinum til manns.
Ég kynntist lítillega Ottó bróður
Sveinbjarnar, sem var virtur þegn
í Ólafsvik og í forsvari þar vestra.
Sveinbjöm hóf störf hjá Har-
aldi Árnasyni kaupmanni 15 ára
að aldri i Haraldarbúð. Reykvík-
ingar, sem nú eru á miðjum aldri
og eldri, muna vel þessa myndar-
legu verslun í Austurstrætinu.
Það var sannkallaður heimsborg-
arbragur, sem þar sveif yfir öllum
vötnum, jafnt utan sem innan
dyra. Og hver man ekki starfs-
mennina, sem Haraldur Árnason
réði til sín og gerði að yfirburða-
mönnum við verslunarstörf. Næg-
ir að minna á Kristján L. Gests-
son, Pál Ámason, Sigurð Hall-
dórsson, Guðrúnu Árnadóttur,
Pétur Sigurðsson og ólaf Marlus-
son auk Sveinbjarnar Árnasonar.
Þessi Austurstrætisverslun, og
þeir sem þar störfuðu, setti svo
sannarlega svip á bæinn. Það segir
e.t.v. meira en mörg orð um Har-
ald Árnason og konu hans Guð-
rúnu Bartels, að fyrsta starfsdag
Sveinbjarnar, 17. jan. 1920, bauð
Haraldur þessum unga utanbæj-
arpilti heim til málsverðar og
hélst svo allan veturinn.
Og það er ekki að orðlengja, að
starfsdagurinn sem hófst 17. jan.
1920 stendur enn og á vonandi
langt í land. Enn rækir þessi
hugljúfi maður starf sitt hvern
dag af því ljúflyndi, þeirri skyldu-
rækni og smekkvísi, sem einkennir
hann svo mjög. Sveinbjörn ber
hag og metnað verslunarstéttar-
innar mjög fyrir brjósti. Honum
hafa verið falin margvísleg trún-
aðarstörf verslunarmanna og
kaupmanna. Kaupmannasamtök
fslands hafa sæmt hann gullmerki
samtakanna, æðsta heiðursmerki
þeirra.
Gæfa Sveinbjarnar Árnasonar
hefur ekki einskorðast við árang-
ursríkt og farsælt ævistarf.
Hjónaband þeirra Súsönnu
Grímsdóttur spannar 53 ham-
ingjusöm ár, þar af hafa þau búið
í húsi sínu Hávallagötu 35 í 48 ár.
Þau eiga þrjár dætur, Stefaníu,
Ernu og Karolínu, sem allar bera
föðurgarði fagurt vitni. Barna-
börnin eru 10 og barnabarna-
börnin eru 4.
Kaupmannasamtök íslands
FÉLAG ÓHÁÐRA borgara í Hafn-
arfirði efnir til skemmtiferðar
laugardaginn 14. júlí.
Lagt verður af stað frá ráð-
húsinu kl. 8 árdegis stundvíslega
og ekið austur yfir Hellisheiði
til Víkur í Mýrdal. Á leiðinni
verður m.a. farið að Dyrhólaey
og um Reynishverfið. Snæddur
verður kvöldverður í félags-
heimilinu að Hvolsvelli.
Þetta verður 14. sumarferð fé-
lagsins og hafa þær allar tekist
með miklum ágætum. Fólki er
ráðlagt að tryggja sér far sem
fyrst, þar sem stundum hafa
færri komist með en vildu.
Þátttöku þarf að tilkynna í síð-
asta lagi mánudaginn 9. júlí.
Leiðsögumenn verða í bílun-
um. Farmiðar verða seldir að
Austurgötu 10 og í Bókabúð
Böðvars. Sala farmiða hefst eft-
ir helgina.
(Fréttatilkynning)
árna Sveinbirni og fjölskyldu hans
allra heilla og vonast til að njóta
hollráða hans og drengskapar enn
um langa framtíð.
Sveinbjörn tekur á móti gestum
á afmælisdaginn f Oddfellow-
húsinu kl. 5—7 s.d.
Sigurður E. Haraldsson
piasimiiwMapf®
Gódcin daginn
Tilvalið í öll „party
Þessar formfögru postulínsskálar bjóða
upp á ótrúlega marga möguleika vid
uppröðun á matborðið, og þú getur komið gestum þlnum
skemmtilega á óvart.
<v>
TIFISCHENREUTH
GERMANY